Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987.
13
Neytendur
Rauðkál í
örbylgjuofrii
íslendingar eru margir hverjir
hrifiúr af rauðkáli og nú er orðið
hægt að' fá nýtt rauðkál næstum
árið í kring. En flestum finnst það
of tímafrekt að sjóða sjálfir rauðkál
og kaupa það þess vegna oftast nið-
ursoðið. En það tekur ekki nema 20
mínútur að s,‘ 5ða rauðkál í örbylgju-
ofni.
Ég er mjög hrifin af mysu í mat
og tel hana ólíkt hollari heldur en
edik og nota hana því orðið óspart
í staðinn fyrá" það. Ef ekki er til rife-
beijahlaup sem mörgum ftnnst
ómissandi í rauðkál er hægt að not-
ast við rabarbarasultu í staðinn.
650 gr rauðkál
1 stórt matarepli
2 msk rifsberjahlaup
2 msk mysa
Rífið rauðkálið niður. Takið
kjamahúsið úr eplinu og saxið það
frekar fint. Blandið rauðkálinu og
eplinu saman í skál. Hrærið saman
rifsbeijahlaupinu og mysunni og
hellið yfir. Þekið skálina með plast-
Hollustuinatiir
Svanfríður
Hagvag
skrifar
filmu og sjóðið á hæsta í 10 mínútur.
Hrærið í og sjóðið í 10 mínútur í
viðbót. Þetta er nokkuð stór
skammtur þannig að það er alveg
tilvalið að frysta helminginn af
rauðkálinu til seinni nota.
Kostnaður er um 70 krónur.
Heillaráö
Stíft sturtuhengi
Ef sturtuhengið rennur ekki auðveldlega til á stönginni er heillaráð að
fægja stöngina með húsgagnaáburði. Þá renna klemmumar auðveldlega
fram og til baka.
Stirðir rennilásar
Stirðir og óþjálir rennilásar verða eins og nýir ef nuddað er með blýanti
yfir þá.
Kaffi og tekonnur
Þvoið kaffikönnur og tepotta úr matarsóta-upplausn, ca 3 msk. af matar-
sóta út í hálfan lítra af vatni. Látið blönduna standa nokkra stund og
skolið síðan vel.
Salmonella
í kjötvörum
Fréttatilkynning Neytendasanvtakanna
Að undanfömu hafa oft borist fregnir
af því að salmonellumengað svína- og
kjúklingakjöt sé á markaðnum. Einn-
ig hefur komið í ljós að framleiðendur
og sláturleyfishafar þessa kjötmetis
hafa lítið eftirlit með gæðum vöm
sinnar og opinbert eftirlit hefúr einnig
verið af skomum skammti. Vegna
þessa krefjast Neytendasamtökin eft-
irfarandi:
1. Sláturhúsum og vinnslustöðvum
verði gert skylt að hafa öflugt innra
eftirlit með framleiðslu sinni. Einnig
skulu fyrirtæki þessi fylgjast náið með
þeim búum sem slátrað er frá.
2. Heilbrigðisfúlltrúar og Hollustu-
vemd ríkisins herði eftirlit sitt með
öllum stigum framleiðslunnar. Jafn-
firamt verði þeir framleiðendur sviptir
leyfi til búskapar, slátrunar eða
vinnslu ef aðstæður þeirra em ekki
nógu góðar til að tryggt sé að fram-
leiðsluvara þeirra sé ómenguð.
3. Þar sem líkur em fyrir því að salm-
onellusýkingar geti átt rætur sínar að
rekja til meindýra og fúgla sem nær-
ast á sorpi eða fiskúrgangi, ber að
stórauka almennar mengunarvamir
og koma sorpeyðingar- og holræsa-
málum í sómasamlegt horf.
4. Herða skal eftirlit með öllu fóðri.
5. Stóraukin verði öll fræðsla til al-
mennings og þeirra sem að starfa við
matvælagerð, þannig að öllum sé ljóst
hvað ber að gera til að hindra matar-
sýkingar.
Að lokum beina Neytendasamtökin
því til almennings að temja sér varúð
í meðhöndlun á hráum kjötvörum.
Salmonella drepst við 70° hita og er
því ekki hættuleg í fullsoðnu, eða
steiktu kjöti, svo fremi sem það hafi
verið meðhöndlað á réttan hátt hrátt.
Vekja samtökin sérstaka athygli á eft-
irfarandi atriðum:
- að taka hráa kjötið tímanlega úr
frysti til að tryggt sé að það sé að fúllu
þítt þegar steiking eða suða hefst.
- að gæta þess að hrátt kjöt eða blóð-
vatn úr þvi komist ekki í snertingu
við aðra matvöru, sem fær aðra mat-
reiðslu eða er fúllsoðin.
- að þrífa vandlega öll ilát .og áhöld
sem notuð hafa verið við meðhöndlun
á hráu kjöti.
- að gæta þess að kjötið sé nægilega
vel soðið eða steikt.
- að gæta þess við geymslu matvæla
að þau séu höfð við hitastig undir 10°
og ef tilbúnum mat er haldið heitum,
að það sé gert við hitastig yfir 60°.
SÁSTÆRSTI
PEP9
2,0 LÍTRAR