Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 34
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987.
46
LUKKUDAGAR
17. ágúst
26361
Hljómplata frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 800,-
Vinningshafar hringi i sima
91-82580.
UTANHÚS
MÁLNING
SEM
DUGAR
VEL
KÓPAL-DÝRÓTEX
hleyptir raka auðveldlega í
gegnum sig.
Mjög gott verðrunar- og lútarþol
og rakagegnstreymi.
KÓPAL-DÝRÓTEX dugar vel.
Kvikmyndir
Háskólabíó/Löggan í Beverty Hills II
Sumarsmellurinn vestanhafs
Axel Foley, lögreglumaðurinn
geðþekki með kímnigáfuna, er aftur
kominn á kreik í snobbhæðum Be-
verly til að taka í lurginn á „uppa“-
glæpamönnum og viðureignin
væntanleg í Háskólabíó. Að þessu
sinni mun hann gerast leynilögregla
og eiga í höggi við alþjóðlegan
glæpaflokk.
Eddie Murphy er að sjálfsögðu í
aðalhlutverki í myndinni og þiggur
litlar 316 milljónir fyrir viðvikið auk
hlutfalls af tekjum þeim sem myndin
kemur til með að skila inn. Segir
sagan að forráðamenn Paramount
kvikmyndafyrirtækisins hafi verið
Kvikmyndahús
Bíóborg
Bíóborgin
Sérsveitin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Angel Heart
Sýnd ki. 5, 7, 9 og 11.05
Krókódíla Dundee
Sýnd kl. 5 og 7.
Bláa Betty
Sýnd kl. 9 og 11.10.
Bíóhúsid
Um miðnætti
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Hættulegur vinur
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Morgan kemur heim
Sýnd kl. 7 og 11.
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn
Allir á vakt
Sýnd kl. 5 og 9.
Blátt flauel
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Háskólabíó
Villtir dagar
Sýnd kl. 7. 9 og 11.10.
Laugarásbíó
Foli
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Andaboð
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Meiriháttar mál
Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11.
Kvennabúri
Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15.
Hættuförin
Sýnd kl. 3.15. 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15
Herdeildin
Sýnd kl. 3. 5.20 9 og 11.15.
Þrír vinir
Sýnd kl. 3.10 og 5.10.
Óvætturinn
Endursýnd kl. 7.10, 9.10 og 11.10.
Otto
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.05 og 11.15.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Stjömubíó
Óvænt stefnumót
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Hættulegur leikur
Sýnd kl. 7 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 5 og 9.
Canon Ljósmyndabúöin Canon
Canon Tm með 50 mm f 1.8
Verðkr. 24.500.-
LJÓSMYNDABÚÐIN LAUGAVEG1118, * 27744
reiðubúnir að greiða Murphy mun
meira. Skýringin er sú að myndir
þær sem Murphy hefur leikið í síð-
ustu ár hafa skilað góðum hagnaði.
Beverly Hills Cop er fimmta mest
sótta kvikmynd sem gerð hefur verið
og það ætti að segja alla söguna.
Annars verða fleiri gamlir félagar
úr fyrri myndinni sem leika í þeirri
nýju. Judge Reinhold og John Ástin,
sem léku löggumar, og fylgdarmenn
Foleys, Taggert og Rosewood, verða
að sjálfsögðu á sínum stað og leyni-
lögreglunni til aðstoðar. Glæpa-
mennina leika meðal annarra Jugen
Prochnov og Birgitte Nielsen, fyrr-
verandi Stallone.
Mörg handrit voru gerð og færir
handritahöfundar fengu að spreyta
sig en var hafhað. Það þurfti eina 4
handritshöfunda til að koma sög-
unni endanlega saman. Larry
Ferguson (Highlander) skrifaði
grunninn, Warren Skarren (Top
Gun) færði meiri hasar í handritið
og David Giler/Dennis Klein fylltu
hlutvérk Foleys meiri húmor.
En í kvikmyndir nútímans er ekki
nóg að hafa handritið og leikarana
í lagi. Tónlistin verður að vera með
á nótunum til að velgengnisblandan
gangi upp. Bob Seger, Corey Hart,
Pointer Sisters og George Michael
eiga öll lög í myndinni en yfirumsjón
með tónlistinni hefiir svo Harold
Faltermeyer eins og í fyrri myndinni.
Myndin var frumsýnd í Bandaríkj-
unum í lok maí og ku vera best sótta
myndin vestanhafs í sumar. Áformað
er að sýningar myndarinnar hefjist
fyrstu vikuna í september og sagði
Friðjón Guðmundsson, sýningar-
stjóri í Háskólabíói, að stefnt væri
að einhvers konar uppákomu í
tengslum við frumsýninguna. Meira
vildi hann ekki segja en sagði ýmis-
legt koma til greina.
-JFJ
to;-
Axel Foley ásamt Taggert og Rosewood. Þeir verða allir á sínum stað í nýju myndinni og nú mega misyndismenn
i Beveriy Hilis aldeiiis fara að vara sig.
Á ferdalagi
Eldborgarhraun
og Gullborgarfiellir
í Hnappadalnum miðjum er 32 ferk-
ílómetra stórt hraun. Eldborgar-
hraun. Eldstöðvar hraunsins eru
nálægt miðju þess og þar yfir trónir
hinn formfagri gígur Eldborg eins
og kastali tilsýndar.
Upp að Eldborginni, sem friðlýst
var árið 1974, er u.þ.b. hálftímagang-
ur frá þjóðveginum. Veggir gigsins
eru örþunnir en gígopið er um 200
m á lengd og 50 m á dýpt. í Eldborg
hafa tvisvar orðið gos. Eldra hraun-
ið er helluhraun en hið yngra
apalhraun og er það mun minna að
flatarmáli. Hraunið er gamalt og
víða kjarri vaxið svo gaman er að
ráfa um það en nauðsynlegt er að
fylgja merktum göngustígum í hlíð-
um Eldborgarinnar sjálfrar.
Hægra megin við Eldborgina og
hægra megin við þjóðveginn eru
Kaldá og Kaldármelar. Þar eru á
hverju sumri haldin hestamannamót
á melunum sem liggja í skjóli undir
fallegum hraunjaðri. Upp af Kaldár-
melunum, vinstra megin, er Kol-
beinsstaðafjall sem er víða girt
hrikalegum hamraflugum og er fysi-
legt fyrir fjallgöngufólk til að
spreyta sig á.
Vert er að halda til hægri þegar
komið er að vegamótunum inn á
Heydal, sem er lægsti og snjóléttasti
fiallvegur yfir Snæfellsnesfiallgarð-
inn, og aka þann veg stuttan spöl.
Þá er fljótlega komið í Gullborgar-
hraun sem runnið er frá eldborginni
Gullborg.
í Gullborgarhrauni eru margir
fallegir hellar og ber þar hæst dropa-
steinshellinn Gullborgarhelli sem
talinn er með fegurstu hraunhellum
landsins. Hellirinn er friðlýstur og
óheimilt er að fara um hann nema
í fylgd leiðsögumanns frá bænum
Heggsstöðum. Marga fleiri hella er
þama að finna og sífellt þætast nýir
og nýir i hópinn.
Fyrir veiðiáhugamenn má benda á
Hlíðarvatn og Oddastaðavatn aðeins
lengra uppi í Heydalnum. Þetta eru
góð silungsvötn og hægt er að fá
veiðileyfi í þau í Hallkelsstaðahlíð,
Hraunholti og á Heggsstöðum. Á
Hlíðarvatni var árið 1964 gerð til-
raun til að reka fljótandi sumarhótel
í líki víkingaskips en sú tilraun gekk
ekki.
Eldborgarhraunið er viða gróið kjarri og upp ur því miðju trónir eins og
kastali hinn formfagri gígur, Eldborgin.
BINGO!
Hefst kl. 19.30
Aðalvlnnlnqur að verðmaeti
kr.40 bús.
Helldarvcrðmaetl vlnnlnga
kr.180 bús.
*
ii
TEMPLARAHOLUN
Bríksgötu 5 - 5. 20010