Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987.
Neytendur
Asbestí
bremsuborðum
Asbestplötur teknar niður. Svo hættuleg er rykmengunin að menn þurfa
að hylja allan líkamann og anda í gegnum grimur.
Það hefur sýnt sig að notkun as-
bests í bremsuborðum bifreiða er
mikill mengunarvaldur og veldur
þetta þungum áhyggjum víða um
lönd en asbest er sem kunnugt er
stórhættulegur krabbameinsvald-
ur og hefur verið bannað um árabil.
Vegna bremsuborða er talið að
um helmingur allra bifreiða í V-
Þýskalandi valdi verulegri um-
hverfismengun og hafa yfirvöld þar
af þessu þungar áhyggjur. Hafa nú
borgaryfirvöld í borginni Munchen
í V-Þýskalandi gengið á undan með
góðu fordæmi og látið setja as-
bestlausa bremsuborða í alla
strætisvagna.
Helstu bifreiðaframleiðendur í
Mið-Evrópu hafa nú þegar hafið
notkun annarra efna í framleiðslu
á bremsuborðum í nýjustu gerðum
bifreiða sinna. Þessir framleiðend-
ur eru Audi, Volkswagen, BMW,
Ford, Opel og Peugeot.
Ástæða þess að asbest hefur verið
notað í bremsuborða er að það hef-
ur einstakt hitaþol en bremsuborð-
ar þurfa einmitt að þola mikinn
hita. Asbest hefur þannig eigin-
leika sem eru einstakir og var það
jafnvel notað i búninga slökkvi-
liðsmanna um tíma. Þá kom í ljós
að abestryk er mikill krabbameins-
valdur, svo skæður að það var
bannað undireins og er það fjar-
lægt úr öllum byggingum um leið
og spyrst til þess.
En hvernig skyldi málum vera
háttað hér á landi? Við spurðum
Sigurbjörgu Gísladóttur hjá Holl-
ustuvernd ríkisins þessarar spum-
ingar:
„Við vitum að bremsuborðar eru
gjarnan úr asbesti og við vitum að
þegar þeir slitna þá fer þetta ryk
út í umhverfið. Hversu mikið það
er vitum við hins vegar ekki. Þetta
hefur aldrei verið mælt hérlendis
en við höfum verið að taka ryksýni
við Miklatorg og safnað þeim sam-
an. Við höfum hug á að senda sýnin
út og láta mæla asbestmagnið en
þetta er dýr mæling. Það er hins
vegar full ástæða til að athuga
þetta nú, er umferð hefur aukist
svona mikið.“
Einnig kom fram í máli Sigur-
bjargar að asbest hefur verið tekið
úr notkun smám saman undanfarin
20 ár.
Er mengun mældist í Fellaskóla
nú nýlega var allt asbest rifið úr
húsinu. Sigurbjörg tjáði DV að það
væri hins vegar ekki víst að meng-
unin hefði verið af völdum asbest-
platna í veggjum, þar hefði getað
verið um umhverfismengun að
ræða.
-PLP
Allir strætisvagnar i Miinchen eru nú búnir asbestlausum bremsuborðum
Til okkar kom stúlka með dós af
skóáburði sem hún hafði keypt í versl-
uninni Nýjabæ við Eiðistorg. Hún var
ekki alveg sátt við verðið, enda ekki
nema von. Öðru megin á dósinni var
verðmerkt kr. 29,50 en ef dósinni var
snúið við kom í ljós annar verðmiði,
og sá heldur hærri, eða kr. 61,80.
Að sjálfsögðu var hún látin borga
samkvæmt hærra verðinu. En þetta
Skiýtin verft
lagning í Nýjabæ
hlýtur að teljast mjög einkennileg
verðmerking. Hver skyldi vera réttur
neytandans í þessu máli? Á hann
kannski rétt á að fá að greiða sam-
kvæmt lægra verðinu? Verðmiðinn
hlýtur a.m.k. að skuldbinda verslunina
til að standa við verðið. DV sneri sér
til Neytendasamtakanna til að fá svar
við þessu:
„Við stöndum náttúrulega illa að
vígi þar sem írjáls verðlagning er í
landinu. Hins vegar eru til lög um
ólögmæta viðskiptahætti þar sem seg-
ir að ólöglegt sé að blekkja. Það er
þá aftur spuming hvort hér sé um
blekkingu að ræða eða mistök. En ef
mikið er um þetta í versluninni þá er
náttúrulega vert að athuga málið.“
-PLP
Hvort verðið skyldi vera það rétta?
DV-mynd JAK
þrioju hverja viku
M/S JÖKULFELL lestar í
Portsmouth 19/8
Gloucester 20/8
New York 21/8
Hafðu samband.