Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987.
Svidsljós
Bob Geldof ordinn einn
Friðarsinninn og söngvarinn Bob
Geldof hefur nú þurft að horfa á eft-
ir konu sinni, Paulu Yates, og
fjögurra ára dóttur þeirra, Fifi. Þau
hjú kynntust þegar Paula var aðeins
sautján ára en Bob var tuttugu og
þriggja. Síðan þá hafa þau verið
meira eða minna í sambandi. En það
er bara rúmt ár síðan þau létu pússa
sig saman.
I gegnum árin hafa ýmsar sögu-
sagnir verið á kreiki þess efnis að
samband þeirra gangi ekki sem best.
Oft hefur hrikt í því en aldrei eins
og eftir að þau giftu sig.
Bob var fyrst þekktur sem forsvars-
maðijr hljómsveitarinnar Boomtown
Rats en eftir að því hljómsveitarsam-
starfi lauk hefur Bob haft í ýmsu að
snúast. Ber þar hæst Live Aid-hljóm-
leikana sem hann stóð fyrir. Fyrir
framtakið vakti hann heimsathygli
og var meðal annars tilnefndur til
friðarverðlauna Nóbels.
Heiðursorðu frá Elísabetu Breta-
drottningu nældi hann sér í og
ýmislegt uppistand fylgdi í kjölfarið.
Paula, kona Bobs, er orðin vinsæll
þáttastjórnandi í sjónvarpi en áður
fékkst hún mikið við ritstörf fyrir
tímarit.
En þótt frægð og frami hjónakorn-
anna sé fyrir hendi út á við er
einkalífið ekkert til að hrópa húrra
fyrir. Bæði eru þau sögð hafa verið
mikið að dinglast með hinum og
þessum út um hvippinn og hvappinn
en hvorugt þó verið orðað við ein-
hvem sérstakan aðila fyrr en nú
nýlega þegar tuttugu og eins árs
gömul stúlka, Emma Mclntosh, til-
kynnti í bresku blaði að hún og Bob
hefðu verið í sambandi síðustu þijá
mánuði. Þá varð Paula tryllt, tók
sitt hafurtask og gekk út.
Samband þeirra Paulu Yates og Bob Geldofs hefur aldrei þótt byggt á
traustum grunni. En nú nýlega var frúnni endanlega nóg boðiö og gekk
hún út af heimilinu.
Frá Verðlaunasjóði íslenskra bamabóka:
m
LEHpiAÐ
NÝJFM
RTTHÖRNDIM
Skrifar þú verðlaunabóldna í ár?
Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka lýsir eftir handritum að nýjum
bama- og unglingabókum í samkeppni sjóðsins um íslensku
bamabókaverðlaunin 1988. Við leitum að nýjum og efnilegum höfundum
og hvetjum sem allra flesta til þess að spreyta sig á þessu skemmtilega sviði.
Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til slíkrar sagnakeppni á vegum sjóðsins.
Ánð 1986 hlaut Guðmundur Ólafsson verðlaunin fyrir bók sína
Emil og Skundi og nú í vor hlaut Kristín Steinsdóttir verðlaun ársins 1987
fyrir bókina Franskbrauð með sultu.
íslensku bamabókaverðlaunin 1988 nema 100.000 krónum auk þess sem
sigurvegarinn fær greidd höfundarlaun samkvæmt samningi *
Rithöfundasambands íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda.
Dómnefnd mun velja verðlaunasöguna úr þeim handritum sem berast.
Ekki em sett nein mörk varðandi lengd sagnanna og einungis við það
miðað að efnið hæfi bömum og unglingum.
Óskað er eftir að handrit séu send í ábyrgðarpósti og utanáskriftin er:
Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka '«•
Vaka-Helgafell
Síðumúla 29
108 Reykjavík
Sögumar skulu merktar dulnefni en rétt nafn höfundar
látið fylgja í lokuðu umslagi.
Frestur til að skila handritum er til 31. desember 1987. Stefnt er að því að
verðlaunin verði afhent í aprflmánuði 1988 og verðlaunabókin komi þá út
hjá Vöku-Helgafelli. Allar nánari upplýsingar um verðlaunasamkeppnina
em veittar í síma útgáfunnar 91 - 6 88 300.
Verðlaunasjóður
íslenskra bamabóka VAKAV^) HELGAFELL
Gamall stíll
• • • sem fer vel
í nýja húsinu þínu.
Aðeins kr.
9.618,- gluggalausar
11.193,- fyrir gler
Húsasmiðjan hf.
s. 687700
Þar sem úrvalið er.