Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. UflLBRAUTASKÚUNN BREIflHOLTI FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Stundakennara í íslensku vantar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600. Skólameistari RÝMINGARSALA Nýir vörubílahjólbarðar. Mikil verðlækkun. 900x20 nælon frá kr. 8.500,- 1000x20 nælon frá kr. 10.500, - 1100x20 nælon frá kr. 11.500, - 1200x20 nælon frá kr. 12.500, - 1000x20 radial frá kr. 12.600,- 1100x20 radial frá kr. 14.500,- 1200x20 radial frá kr. 16.600,- Gerið kjarakaup. Sendum um allt land. BARÐINN HF., Skútuvogi 2 - Reykjavík. Sími 30501 og 84844. Sandkom Kurr fór um mannskapinn þegar Valur mætti. Hann var mættur Valur Arnþórsson. kaup- fclagsstjóri KEA. cr jöfur í augum fólks. Hann mætti á nauðungaruppboðið á þrota- búi Kaupfclags Svalbarðs- eyrar í síðustu viku um tíu mínútum áður en ein eignin. kartöfluverksmiðjan, var boð- in upp. Fjölmenni var á uppboðinu. En um leið og Valur kom fór kurr um mann- skapinn. Hann varmættur. Kjörland hf.. sem KEA á 60% í, keypti verksmiðjuna. Og um tuttugu mínútum síðar var Valurfarinn. Plotteða ekki plott? Enn um kartöfluverksmiðj- una á Svalbarðseyri. Rætt var á uppboðinu um plott á sölu hennar. Iðnlánasjóður átti hátt veð og hafði hagsmuna að gæta. Við heyrum að full- trúi hans og KEA-menn, sem eiga 60% í kartöflufélaginu Kjörlandi. hafi fundað saman um morguninn áður en til uppboðsins kom. Á sjálfu upp- boðinu bauð Iðnlánasjóður fyrst 16 milljónir. KEA fór hærra en Iðnlánasjóður hækkaði. Aftur fór Kjörland hærra. Iðnlánasjóður bauð þá 19,5 milljónir. Kjörland fór þá í 19,6. Iðnlánasjóður hækkaði sig í 19,8 en Kjörland bætti við 50 þúsund krónum. Og þannig fór það í fyrsta öðru og þriðja. Samvinnubankinn, sem hafði boðið grimmt fram að þessu, þagði hins vegar all- an tímann þunnu hljóði. Lögfræðinga- ger Það var mikið ger af lög- fræðingum á uppboðinu á Svalbarðseyri. AUir voru þeir í áberandi ljósum rykfrökk- um. Og það vakti einnig athygli manna hve vel fór á með lögfræðingunum. En jafnmarga hvíta frakka hefur maður ekki séð síðan lífverð- irnir frægu mættu á toppfund Reagans og Gorbatsjovs. Bíóstjóri í brauð Nú heyrum við að bíókóng- urinn á Akureyri, Sigurður Arnfinnsson bíóstjóri Borg- arbíós á Akureyri, sé að hætta í bíóinu. Sigurður er menntað- ur bakari og kvað ætla að helga sig bakstrinum í fram- tíðinni. Ekki hefurheyrst hvcr tekur við af Sigurði. Hver aðstoðar Ásmund? Lára V. Júlíusdóttir, lög- fræðingur ASÍ, er orðin aðstoðarráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og allar líkur eru á að Bjöm Björnsson, hag- fræðingur ASÍ, verði ráðinn aðstoðarráðherra Jóns Bald- vins. Menn spyrja sig auðvit- að hver komi til með að aðstoða Ásmund Stefánsson, forseta ASI, nema Ásmundur ráði sig líka sem aðstoðarráð- herra. Halldórá Kirkjubóli Halldór á Kirkjubóli var í umræðuþætti á Stöð tvö á fimmtudagskvöldið þar sem rætt var um hvort leyfa ætti bjórinn. Halldór var eins og fyrri daginn mjög á móti bjórnum og svo hátt lét í hon- um og svo fast hélt hann sér í stólinn að orð Hrafns Gunn- laugssonar eitt sinn um Halldór skutust upp í hugann: „Það verður enginn eins illa ódrukkinn og Halldór á Kirkjubóli.“ Rífið húsið Auglýst var eftir verktaka til að rífa Snorrahús, gamalt hús við Strandgötuna á Akur- eyri. í síðustu viku. Það fylgdi með að verkinu yrði að vera lokið fyrir 125 ára afmæli Akureyrar, laugardaginn 29. ágúst. Þegar svo hratt á að rífa hefði verið nær að hafa niðurrif hússins sem þraut í keppninni um sterkasta mann Norðurlands fyrr í sumar. Þeir hefðu neglt húsið niður á klukkutíma. Fækka mávum Umhverfismálanefnd Akur- eyrar vill að mávum í bænum verði fækkað en mikið máva- fargan hefur verið í görðum bæjarbúa í vor og í sumar. Svona skipun verður að senda skriflega en ekki í síma. Ann- ars gæti einhver meindýra- eyðirinn, sem hefur staðið vaktina í þrjá sólarhringa, tekið þetta sem mága en þá liggja margir góðir í valnum. Jafnframt yrði þá úti um fólksfjölgunaráætlun Sigfúsar bæjarstjóra. Þjórfé Sigurður Ringsted, fyrrum bankastjóri Iðnaðarbankans á Akureyri, var í helgarviðtali hjá Degi á föstudaginn. Hann sagði menn hafa verið ábyrg- ari ogskilvísari með lánin í gamla daga. Orðrétt sagði Ringsted: „Eitt sinn kom til dæmis einn góðborgari hér í bæ inn í bankann og þurfti að borga víxil. Þessi maður hafði nú haldið sig fullmikið við flösk- una enda sagði hann þegar hann birtist í dyrunum: „Æi, afgreiðið mig áður en ég dey, ég þarf að borga víxilinn minn.“ “ Þessi víxill hefur ljóslega verið eins og hvert annað þjórfé hjá góðborgaranum. Kalli refur Einhver Kalli refur er nú að skjóta öðrum refum ref fyrir rass og slá í gegn á land- búnaðarsýningunni, BÚ ’87. Ef fram fer sem horfir er Mikki refur úr dýrunum í Hálsaskógi í mikilli hættu sem frægasti refur landsins. Annars er vís farið að kalla leikritið Dýrin í háls-, nef- og eyrnaskógi. Hringlan Menn halda því nú fram að líklegast hafí það verið rangt að skíra verslunarhúsið mikla Kringluna. Við vígsluna var þúsund manna lið mætt sem gerði ekki annað en óska hvert öðru til hamingju. Svo hringlaði í sumum að við- staddir óttuðust að þeir væru konir með Parkinsons veik- ina. Umsjón: Jónas F. Jónsson Vidtaliö APÓTEKIÐ 1 KRINGL UNNI Xngolfsapotek er flutt í Kringl- una. Apótekið er opið eins og verslanirnar í Kringlunni. Nýtt símanúmer 68-99-70. Læknasími 68-99-35. Kringlunni. segir dr. Hermann Sveinbjömsson, aðstoðannaður sjávarútvegsráðherra Hermann Sveinbjörnsson sem tekur við starfi aðstoðarmanns sjávarútvegs- ráðherra á mánudaginn. DV-mynd GVA „Ég nota þessa viku til að ganga frá mínum málum hér í iðnaðarráðu- neytinu áður en ég hef störf í sjávar- útvegsráðuneytinu á mánudaginn kemur. Það verður ánægjulegt að breyta til, starfsvið mitt hjá sjávarút- vegsráðuneytinu verður víðtækara og á kannski frekar við mína mennt- un, í náttúrufræði og hagfræði. Þar mun ég fást við ýmis þróunarverk- efni, athuganir á nýtingu fiskistofna auk almennrar aðstoðar við ráðherra og tengsl ráðuneytisins við flokks- starfið,“ segir dr. Hermann Svein- björnsson sem ráðinn hefur verið aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar sjávarútvegsráðherra. Hermann er 36 ára gamall Reyk- víkingur, kvæntur sr. Solveigu Láru Guðmundsóttur, sóknarpresti á Sel- tjarnamesi, og eiga þau sjö ára son. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1971 stundaði hann líffræðinám við Háskóla íslands, þaðan sem hann lauk BS-gráðu árið 1976. MS gráðu í umhverfisvísindum lauk Hermann frá Miami University Oxford Ohio í Bandaríkjunum árið 1978 og síðan doktorsgráðu í auðlindahagfræði frá umhverfis- og verkfræðideild Johns Hopkins University í Baltimore árið 1983. Síðan þá hefur hann starfað sem deildarstjóri í iðnaðarráðuneyt- inu í iðnþróunardeild þar sem hann hafði umsjón með málefnum tengd- um orkufrekum iðnaði og ýmsum nýiðnaðarverkefnum. „Ég kunni geysilega vel við mig í Bandaríkjunum, bæði við fólk og land og gæti vel hugsað mér að vera búsettur þar síðar meir, þótt of snemmt sé að spá nokkru um það núna,“. segir Hermann. Áhugamálin segir hann vera aðal- lega af einum toga. „Allur veiðiskap- ur nema á sjó er mitt helsta tómstundagaman, bæði skotveiði og lax- og silungsveiði. Það má segja að ég eigi mér uppáhaldsveiðistaði, en það er urriðasvæði í Laxá rétt við Mývatn. Þangað hef ég farið einu sinni í sumar en siðan reyni ég að komast í aðrar ár eins og Sogið og Elliðaár. Með veiðunum get ég líka sinnt öðru áhugamáli mínu sem er einfaldlega útivera. Við fjölskyldan eigum jörð í Reykholtsdal í Borgar- firði þar sem við höfum okkar sumarbústað og förum þangað þegar færi gefst,“ sagði Hermann. -BTH „Stunda veiðiskap útivera í fiftímanum1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.