Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 36
 FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst.óháð dagblað MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. Banaslys á Breiðadalsheiði Maður á bifhjóli beið bana snemma í gærmorgun þegar hann fór út af veginum á Breiðadalsheiði ofan við ísafjörð. _ Maðurinn var á leið frá Súganda- nrði til Önundarfjarðar. Hann fór út af veginum skömmu eftir að hann kom af Botnsheiði þar sem vegurinn liggur yfir á Breiðadalsheiði. Orskakir slyssins eru ekki að fullu ljósar en mikil þoka var á heiðinni og skyggni slæmt. Talið er að maður- inn hafi látist samstundis. Ekki er hægt að birta nafn hans að svo stöddu. -GK Stórstraumsfyil- irí á ísafirði “*r.Mikil ölvun var á Isafirði aðfara- nótt laugardagsins. Að sögn lögregl- unnar á staðnum voru fangageymsl- ur þar fullar og dugði ekki til þvi ólætin stóðu fram undir morgun. Töluverðar skemmdir voru unnar á ýmsu smálegu í bænum. Lögreglan sagði að nánast hver einasti rusla- kassi í bænum hefði fengið slæma útreið. Þá voru blómaskreytingar eyðilagaðar og rúður brotnar. Stórstreymt var um helgina og seg- ir lögreglan að þegar þannig standi _ L sió bregðist ekki að ölvun keyri ' nr hófi fram. -GK Ekið á Ijósastaur Ökumaðurinn festist í bflnum Tvennt var flutt á slysadeild tölu- vert slasað eftir að bifreið var ekið á ljósastaur við Kleppsveg laust eftir hádegið í gær. Ökumaðurinn festist í bílnum og þurfti að að nota klippur við að ná honum út. Farþegi sem með honum var komst út af sjálfe- dáðum. Litlu munaði að verr færi því eldur kviknaði í bílnum við áreksturinn en snarráðum starfsmanni á bensín- stöð þar nærri tókst að slökkva eldinn áður en hann breiddist út. -GK LOKI Hvað er einn banki á milli vina! „Svefneyjamálió“: Jatningar liggja fyrir - segja foreldrar bamanna „Við fórum til Rannsóknarlög- reglu á laugardag og afhentum áskorun fhi foreldrum og aðstand- endum bama sem voru í Svefneyjum sumarið 1985. Við viljum að Rann- sóknarlögreglan gefi fjölmiðlum sams konar upplýsingar og okkur,“ sagði móðir bams sem var í Svefh- eyjum. Bamið hefur verið mikið hjá hjónunum í Hafharfirði eftir að dvöl í sumarbúðunum lauk. Áskorunin er svo hljóðandi: „Við undirrituð foreldrar og aðstandendur þeirra bama sem tengjast „Svefiieyjamál- inu“ svo kallaða gerum þá kröfu að Rannsóknarlögregla ríkisins gefi fjöbniðlum samskonar upplýsingar og okkur, um þær játningar um kyn- ferðislega misnotkun á bömum sem nú þegar liggja fyrir og eru undirrit- aðar af þeim hjónum.“ Undir áskor- unina rita sex manns nafn sitt en þau eru aðstandendur fjögurra bama. „Eftir að hafa talað við Rannsókn- arlögregluna veit ég að þetta er alvarlegt mál og það liggja fyrirjátn- ingar. Við myndum ekki gera þetta nema vegna þess að við vitum að það liggja fyrir játningar,“ sagði móðirin við DV í gær. Hún vill halda nafrii sínu leyndu, alla vega enn sem komið er. Amar Guðmundsson hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins segist kannast við að hafa fengið áskorun um að fjölmiðlum verði gefnar sams konar upplýsingar og foreldrum. Amar segir að foreldramir hafi ekki fengið neinar upplýsingar um þetta mál, það hafi enginn fengið nema ákæruvaldið og bamavemdamefnd- ir. -sme íslenska knapasveitin í hestaiþróttum gerði stormandi lukku á heimsmeistaramótinu i Weistrach i Austurriki um helgina og vann fimm gullverðlaun. Reynir Aðalsteinsson á Spóa (til hægri) vann þrenn gullverðlaun og Erling Sigurðsson (til vinstri) á Þrym vann silfurverðlaun og bronsverðlaun.Sjást þeir hér i einum verð- launasprettinum. Sigurbjörn Bárðarson vann tvenn gullverðlaun. DV-mynd E.J. Austumki: ^ Fimm gull til Islands - sjá nánar bls. 24-25 Veðrið á morgun: Hlýjast á SV-landi Það lítur út fyrir að á morgun verði austanátt á landinu öllu. Á Suðaustur- og Austurlandi verður skýjað og súld eða rigning en þurrt og víða bjartviðri norðvestanlands. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig. Hlýjast á Suðvesturlandi. Norðuriandamótið í skólaskák: SveH Seljaskóla sigraði Sveit Seljaskóla sigraði á Norður- landamótinu í skólaskák sem fram fór í Finnlandi og lauk nú um helgina. í lokaumferðinni tefldi sveitin við Finna og sigraði á öllum borðum og hlaut alls 16 ‘/íi vinning. Sveit frá Noregi varð í öðru sæti. Hún tefldi við dönsku sveitina í loka- umferðinni og gerði jafntefli. Fyrir lokaumferðina skildi 'A vinningur að íslensku og norsku sveitimar. Danska sveitin varð í þriðja sæti. Sveit Seljaskóla varð einnig Norður- landameistari í skólaskák á síðasta ári og tókst því að verja titilinn. -GK Skákmótið í Gausdal: Margeir er einn efstur Margeir Pétursson stórmeistari er einn efstur á skákmótinu í Gausdal í Noregi með 5,5 vinninga eftir 6 um- ferðir en á eftir honum með 4,5 vinninga koma 6 alþjóðlegir meistar- ar. Þeir Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson, sem tefla á mótinu, eru með 4 og 3 vinninga og tapaði Hannes Hlífar illa í gær fyrir Piu Cramling. ,Var Hannes með gjörunnið tafl, manni yfir, og Pia auk þess að því komin að falla á tíma þegar hann lék af sér drottningunni og varð að gefast upp. Þröstur gerði hins vegar jafntefli í gær við sænska alþjóðlega meistarann Emst, en hann er einn þeirra sex skákmanna sem em í öðm sæti á mótinu. Ef Þröstur nær 1,5 vinn- ingi út úr þein þremur umferðum sem eftir em nær hann áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. Margeir vann í gær alþjóðlega meistarann Hertneck. Níu umferðir verða tefldar á mótinu og því lýkur á miðvikudag en á því tefla 56 skákmenn þar af 6 stórmeistar- ar og 15 alþjóðlegir meistarar. -ój Nauðgunartilraun í Strandasýslu Tvítugur maður hefur verið dæmdur til að vera í gæsluvarðhaldi til 4. sept- ember og gert að sæta geðrannsókn. Maðurinn réðst inn í íbúðarhús í Strandasýslu aðfaranótt laugardags- ins og gerði þar tilraun til að nauðga konu. Hún var ein heima ásamt sex mánaða gömlu bami sínu. Maður kon- unnar var á sjó þegar árásin var gerð. Maðurinn, sem réðst inn á heimili konunnar, var vopnaður hnífi og reyndi hann að fá konuna til samræð- is við sig. Konunni tókst að veijast manninum og koma honum út. Mað- urinn veitti konunni minni háttar áverka. Honum tókst ekki að koma fram vilja sínum. Sýslumaður Strandasýslu óskaði eftir því við Rannsóknarlögreglu á laugardag að hún tæki málið að sér. Játningar liggja nú fyrir í málinu. -sme Snæfellsnes: Þrír utan vegar Þrír bílar lentu utan vegar á utan- verðu Snæfellsnesi um helgina. Tvennt slasaðist í þessum óhöppum en ekki alvarlega. TVeir bílanna fóm út af á Fróðárheiði og einn í Staðar- sveit. Lögreglan telur líklegast að rekja megi þessi óhöpp til hraðs akst- urs. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.