Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 4
4 I MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. Fréttir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðheira um Flugstöðvarmálið: Undrandi á afskiptum Jóns ég mun óska eftir þvi í ríkisstjóm að starfshættir verði með öðrum hætti „Ég verð að játa að óg varð mjög undrandi að lesa þær fréttir í blöðun- um að Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra væri að láta ranns- aka kostnaðinn við flugstöðvar- bygginguna. Þau mál heyra undir mig“, sagði Steingrímur Hermanns- son, utanríkisráðherra, í viðtali við DV. „Strax þegar ég tók við starfi utan- ríkisráðherra skoðaði ég þetta mái mjög vandlega og kjmnti það síðan í ríkisstjóminni. Þar lagði ég fram þær skýringar sem mér höíðu verið gefaar um ástæður þess að kostnað- ur við bygginguna fór þetta mikið fram úr áætlun. Ég lagði til á ríkis- stjómaríundinum að fjármálaráðu- neytið og utanríkisráðuneytið fæm saman í saumana á þessu máli og það var samþykkt. Því varð ég undr- andi að lesa um það að fjármálaráð- herra hefði án samráðs við mig óskað eftir athugun ríkisendurskoð- unar. Ég mun síðan óska eftir því á ríkisstjórnarfandi að starfshættir verði framvegis með öðrum hætti.“ Steingrímur sagðist í sjálfa sér ekkert hafa á móti því að fjármála- ráðuneytið athugaði málið en sagðist telja það eðlilegt að Jón Baldvin hefði farið fram á það við sig að hann óskaði eftir athuguninni. Jón Baldvin sagði í samtali við DV að um síðustu áramót hefóu þingmenn fengið þær upplýsingar að kostnaðurinn væri innan marka kostnaðaráætlunar. í stjómarmynd- unarviðræðunum hefði síðan verið sagt að umframkostnaður væri 400 milljónir rúmar en nú væn þetta orðinn milljarður. Steingrímxu1 var spurður hvers vegna þetta hefði breyst svona á aðeins 8 mánuðum. „Eg veit ekki alveg við hvað Jón er að miða þarna en ég verð að segja eins og er að ég varð undrandi þegar ég sá þessar kostnaðartölur fyrst. Þama mun þó hafa átt sér stað ein- hver misskiiningur. Þegar farið var fram á 600 milljón króna lánsheimild í fyrra héldu þfagmenn að þar væri um lokalánsheimild að ræða. Hún var að vísu skorín niður en sérfræð- ingar hér segja mér að þetta hafi alls ekki verið lokalánsheimild held- ur hefði þetta átt að duga fyrir árið í ár,“ sagði Steíngrímur. • Utanríkisráðherra sagðist ekki vera að afeaka neitt með þessu, millj- arður fram úr kostnaðaráætlun væri mikil tala. -S.dór Snæfellsás ’87: Sólaræfingar á Snæfellsnesi Um helgina var haldið óvenjulegt mót á Amarstapa á Snæfellsnesi. í frétt frá mótshöldurum segir: „Til- gangur þessa móts er að gefa áhugafólki um mannrækt tækifæri til að víkka reynslusvið sitt, kynnast nýjum leiðum og fleiri kostum til eflingar heilsu og aukinnar lífefyll- ingar." Á fjórða hundrað manns var á Amarstapa til að taka þátt í mótinu. Dagskrá mótsins var fjölbreytt. Þar hafa verið kynntar eftirfarandi að- ferðir: nálarstungumeðferð, heilun, álfabyggðir, vitundarsvið mannsins, ásatrú, stjörnulíffræði, yin/yang, rúnagaldur, hlutskyggni, tarot-lest- ur, leiðsögn rúnanna, kristallalækn- ingar, tai chi, kristallatæki, baháí-trúin og kirlian ljósmynda- taka. Sveinbjöm Beinteinsson allsheij- argoði sagði að hann hefði verið með blót á laugardagskvöld og hefðu margir mætt og væri hann ánægður Solaræfingar á Arnarstapa. Stapafell í baksýn. DV-myndir Brynjar Gauti. með mótið. „Veðrið hjálpar til,“ sagði Sveinbjöm. Hann sagði að um eitt hundrað manns væri í flokki ásatrúarmanna en aðeins væm þijú eða fjögur á mótinu. Gestur Guðnason var ásamt fleir- um í sólaræfingum undir stjóm Skúla Magnússonar. Gestur sagði að með sólaræfingum færi blóðrásin á stað og munurinn á þessari leikfimi og þeirri vestrænu sem við þekkjum er að sólaræfingamar em hægari og gefa ákveðna vellíðan. Reistur var pýramídi þar sem að sögn mótsgesta safaast saman orka. Snæfellsjökull er meðal sjö sterkustu orkustöðva á heiminum. Enda er mikill fjöldi erlendra manna sem sækir mótið á Amarstapa en það er kallað Snæfellsás 87. Víðs vegar um jörðina hefur fólk safaast saman til að hugleiða frið og ljós þessa daga. Áætlað er að um 55 milljónir manna hafi tekið þátt í hugleiðslunni. -sme I dag mælir Dagfari fiska en hann veiddi. Auðvitað skilur maður það vel að Skúli reiðist yfir því að hafa verið almennilegur við ráðuneytið ef ráðu- neytið er ekki almennilegt í staðinn. Sérstaklega þegar honum er gert að sanna sakleysi sitt með því að sýna fram á að hann veiddi jafnmikið og hann seldi eða að hann hafi ekki selt meira en hann veiddi. Skúli ætl- ar í mál við ráðuneytið til að hreinsa sig af þessum árásum. En ráðuneytið situr við sinn keip. Þar eru menn búnir að margreikna og bera saman og fá það alltaf út að Skúli hafi selt meira en hann veiddi. Þetta finnst Dagfara vera heimskulegt hjá ráðuneytinu. Ef ís- lendingar geta selt meira en þeir veiða hlýtur það að vera gróði fyrir þjóðarbúið og kvótastefaan er í rauninni að sanna ágæti sitt með þeirri þróun hjá útgerðinni að hún getur selt meira heldur en hún veið- ir. Þetta getur jafavel endað með því að menn geti selt án þess að veiða og þá er auðvitað bjöminn unninn og þorskstofainn varanlega vemd- aður. Skúli Alexandersson er eigin- lega að sanna það sjálfúr að kvótinn sé af hinu góða þegar hann getur selt meira en harrn veiðir. Er þetta ekki fundið fé? Dagfari annmarka og mótmæli. Hefur svo gengið í nokkur ár og kvótinn í veið- inni hefur tekist svona og svona vegna þess að það er dýrt að gera út á fisk sem ekki má veiða. Hins vegar hefur kvótinn á útgerðarkontórun- um í landi gefist mikið betur. Þar hafa menn keypt og selt veiðikvóta og svo var komið að þeir græddu mest á útgerðinni sem aldrei sóttu sjóinn en seldu kvótann sinn fyrir góðan prís. En það er nú annað mál. í einhveiju bríaríi tók sjávarút- vegsráðuneytið upp á því einn daginn að bera saman veiðitölur og sölumagn einstakra útgerðarfyrir- tækja og uppgötvaði þá sér til undrunar að sumum þeirra hafði tekist að selja fleiri fiska heldur en komu upp úr sjónum samkvæmt aflaskýrslum. Þetta varð til þess að ráðuneytið gerði sérstaka rannsókn á málinu og fann það út að annað- hvort hefðu fiskamir vaxið og veiðst í landi ellegar hitt að útgerðarfyrir- tækin hefðu einfaldlega svindlað og veitt meira en þau máttu. Ekki var samt gefið upp hver þessi fyrirtæki vom enda er það alltaf hemaðarleyndarmnál á íslandi hveijir svindla. Sérstaklega ef það em stórlaxamir sem svindla. En I mitt í öllum leyndardómnum rís upp Hér fyrr á öldinni risu upp mikil og söguleg málaferli vegna embættis- verka Skúla sýslumanns Thorodds- ens sem var frægur maður í íslandssögunni fyrir afekipti sín af stjómmálum. Þessi málaferli gengu almennt undir nafainu Skúlamál og hafa meðal annars orðið einum þing- mönnum Alþýðbandalagsins að yrkisefhi þegar hann samdi leikrit fyrir Þjóðleikhúsið um uppreisnina á ísafirði. Verða þau ekki rifjuð frek- ar upp en er þó getið hér vegna þess *að nú er risið upp nýtt mál sem einn- ig gengur undir naihinu Skúlamál. Em þau kennd við Skúla nokkum Alexandersson sem er þingmaður fyrir Alþýðubandalagið eins og leik- ritaskáldið og gegnir þingmennsku fyrir Vesturland. Skúli þessi er út- gerðarmaður og stórgrósser á Hellis- andi eins og góðum allaballa sæmir og hefur orð á sér fyrir að vera eins og fólk er flest, sem er ekki eins og góðum allaballa sæmir. Allaballam- ir em nefhilega yfirleitt hafair yfir það böl að vera eins og við hin. En látum það vera. Til að forða þjóðinni frá því að éta útsæðið í hafinu hefur núverandi sjávarútvegsráðherra beitt sér fyrir kvótafyrirkomulagi í fiskveiðum og komist upp með það þrátt fyrir ýmsa Skúlamál hið nýja Skúli Alexandersson, útgerðarmað- ur Jökuls á Hellisandi, og heldur þvi fram að ráðuneytið sé að ofeækja sig og bera upp á sig svindl, alsaklausan manninn. Kemur fram í viðtali við Skúla að hann og þeir hjá Jökli hafi verið sérlega samvinnuliprir þegar beðið var um skýrslur og ráðu- neytið hafi jafavel fengið upplýsing- ar um innanlandssölu sem þeir hefðu þó vel getað sleppt að tíunda. Hann kannast ekki við það, hann Skúli, að hafa selt fleiri fiska en hann seldi né heldur að hann hafí selt fleiri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.