Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. Spumingin Sefurðu í náttfötum? Arnar Már Ólafsson: Nei, það er svo óþægilegt en ég hef prufað náttkjóla og það er gífurlega þægilegt. Yfir- leitt sef ég í einum slíkum. Sigríður Tómasdóttir: Nei, yfirleitt ekki en þó stundum. Þegar mér er kalt þá sef ég í náttkjól. Þorkell Ámason: Nei, aldrei. Ég hef prufað það en það var óþægilegt, mér er heldur aldrei kalt á næturnar. Héðinn Björasson: Já, yfirleitt. Mér finnst það þægilegt og ég kann ægi- lega vel við náttfotin mín. Jón Magnússon: Já, alltaf. Það er miklu þægilegra. En ef það er of heitt þá sef ég ekki í þeim. Kristín Kristinsdóttir: Stundum, já. Það er nú þægilegast að sofa í engu en þegar mér er kalt þá nota ég hvort sem er náttföt eða náttkjóla. Lesendur Gagnrýni á fréttaskýringu: Er stríðið í Afiganistan Kananum að kenna? Óli Tynes skrifar: Það er til fólk hér á landi sem um- hverfist í hvert skipti sem Vestur- lönd þurfa að taka ákveðið á málum, t.d. mæta vopnum með vopnum. Sér- staklega hefur það hom í síðu Bandaríkjanna og telur allt illt það- an runnið. Yfirleitt er það sem kemur úr penna þessa fólks svo kúnstugt að maður nennir ekki að elta ólar við það. Ég get þó ekki stillt mig um að benda á erlenda fréttaskýringu sem birtist í DV fimmtudaginn 13. ágúst síðastliðinn undir fyrirsögninni „Friðarboðun með skilyrðum". Hún var á erlendri fréttasíðu í umsjón þeirra Halldórs Valdimarssonar og Ingibjargar Báru Sveinsdóttur. Þessi „fréttaskýring" var svo dæmalaus þvættingur að ekki er hægt að láta hana framhjá sér fara. Það er engin ný bóla að Bandaríkj- unum sé kennt um stríðið milli Iran og Irak eða ófrið í Mið-Ameríku og ég nenni ekki að elta ólar við þá niðurstöðu. Hins vegar man ég ekki Ágæti Óli Tynes. Þar sem greinin „Friðarboðun með skilyrðum" er mitt verk og á mína ábyrgð þykir mér rétt að mæta at- hugasemdum þínum með fáeinum af mínum eigin. I greininni kenni ég Bandaríkja- mönnum hvergi um styrjöldina milli Irans og Iraks. Ég bendi einfaldlega á að ýmsar athafhir þeirra samræm- ist illa friðarboðun. I greininni lýsi ég þeirri skoðun að í Nicaragua sé bandarísku fjár- magni og vopnum beitt til að verja bandaríska hagsmuni. Deilur þær sem standa um málið, meðal annars á Bandaríkjaþingi, benda til þess að eftir að hafa séð það áður að það sé Bandaríkjamönnum að kenna að Rússar eru í Afganistan. Síðan Rússar gerðu innrásina í Afganistan eru þeir búnir að hrekja þriðjung þjóðarinnar í útlegð og eru önnum kafnir við að myrða þá sem enn sitja heima. Og þetta er sem sagt bannsettum Kananum að kenna. Þau Halldór segja að það sé löngu viðurkennt að blessaðir Rússamir vilji ekkert frekar en komast frá Afganistan. Það bara geti þeir ekki því að Bandaríkin með CIA í broddi fylkingar haldi áfram að kynda ófriðarbálið. Það geri þeir með því að senda afgönsku frelsissveitunum (þau kalla það náttúrulega skæru- liða) vopn og aðra aðstoð. Og þetta geri þeir eingöngu til að njóta þess að sjá aumingja Rússana niður- lægða. Vondir menn, Kanar. Það liggur við að ég efist um að jafhvel Novosti hefði dottið svona skýring í hug. Eða var þetta kannske þýtt beint? Lesanda finnst vegið að Bandaríkjamönnum i greininni „Friðarboðun með skilyrðum". Svar blaðamanns: ég sé ekki einn um þá skoðun. Ég kenni Bandaríkjamönnum hvergi um innrás Sovétmanna í Afg- anistan né heldur um þau hermdar- verk sem sovéskur herafli hefur unnið í því landi. Mér dytti það ekki í hug. Það er hins vegar almennt viður- kennt að Sovétmenn eru í Afganist- an í stöðu sem að mörgu svipar til vandræða Bandaríkjanna síðustu ár Víetnamstyrjaldarinnar. Styrjaldar- reksturinn er umdeildur innan Sovétríkjanna, í svipinn hafa þeir betur sem vilja hætta honum og leita leiða til að komast á brott án þess að missa andlitið. Skæruhemaður sá sem rekinn er með fulltingi bandarískra aðila er vatn á myllu þeirra sem vilja halda stríðsrekstrin- um áfram, jafhvel efla hann. Stuðn- ingurinn vinnur þar af leiðandi gegn því að styijöldin taki enda. Stórveldin hafa bæði sýnt að þau vilja ráðskast með stjómarfar og athafnir annarra ríkja. Bæði em þau reiðubúin að beita efhahagslegum og hemaðarlegum mætti sínum til að framfylgja kröfum sínum. Bseði hafa þau í frammi friðarhjal í orði en sýna á borði að sá „friður“ grund- vallast á því að heimurinn lúti vilja þeirra í öllum meginmálum. Um þetta ósamræmi milli orða og athafha ber okkur að fjalla, einkum þó um merki þess hjá Bandaríkja- mönnum, því meðan við íslendingar teljumst bandamenn þeirra erum við beinir aðilar að blekkingavefhum frá þeirra hlið. Að lokum aðeins eitt: Mér þykir gott að vita að þú lest skrif okkar hér á DV. Ég myndi hins vegar óska þess að þú læsir þau með ofurlítið meiri athygli því skoðanir þær sem þú kvartar yfir koma hvergi fram í umræddri grein. Með kveðju. Halldór K. Valdimarsson Sóðalegir strætisvagnar Nær 50% verðmis- munur 1034-3453 hringdi: Ég vil endilega skjóta athuga- semd inn í verðlagsumræðuna. Ég fór í Hagkaup, Skeifunni, fyr- ir stuttu og keypti þar norskt efiú til að hreinsa kaffikönnur að inn- an. Þar kostaði pakkinn 109.50. Skömmu síðar fer ég í Kron og mér stórbrá. Ég sá þar nákvæm- lega sama efrii, sama magn og sama merki í eins pakkningum á 56.85. Ég keypti einnig pakka í Kron og á ég því tvo eins pakka með nær 50% verðmismun. Ég hringdi í Verðlagseftirlitið en þeir sögðust lítið geta gert, það væri hekt að eitthvað væri gert í málunum ef farið væri með þetta í blöðin og því datt mér í hug að hringja í DV. Mér finnst fyrir löngu kominn tími til að setja verðlagseftirlit á allar vörur til að koma í veg fyrir svona nokkuð. Guðmundur Viðar Friðriksson, verslunarstjóri Hagkaupum: Það hafa orðið mistök í verð- merkingu og var varan því vitlaust verðmerkt. Með 15% söluskatti og 7% álagningu, kostar þetta kaffi- könnuhrcinsiefhi 69.90. Konan er velkomin til okkar aft- ur og munum við þá leiðrétta mistökin. Farþegi skrifar: Ég er einn af geirfuglunum sem enn þrjóskast við að kaupa mér bíl. Ég þarf því að nýta mér „þjónustu“ SVR dag hvem. En það gengur ekki þrauta- laust því að borgin hefur haft það að markmiði að undanfömu að skera sem mest niður þjónustu almennings- vagna. Það er ekki mitt að dæma um þær hvatir sem þama liggja að baki en þó er eitt sem ég á erfitt með að skilja í þessu sambandi. Maður getur a.m.k. reynt að skilja fækkun ferða í ljósi þess að ráðamenn eiga allir bíl og eru því ekki beinlínis háðir strætisvögnum. En mér er ómögulegt að skilja hvaða spamaður er í því fólginn að þrífa ekki vagnana að innan, sérstaklega ef það er haft í huga að SVR á risastóra þvottastöð og ekki annað að sjá en að hægt sé að þrífa vagnana að utan. Að innan- verðu er ástandið hins vegar þannig að rámar, sem fólk grípur í dauða- haldi þegar rallkappar þeir sem kallast bílstjórar aka vögnunum um götur- nar, em svo grútdrullugar að fingumir límast fastir þá gripið er. I sumum vögnum er þannig komið að erfitt er að losa sig þegar maður vill fara út. Það má vel vera að þetta sé ekki nýtt, en eftir að ferðum var fækkað þá em vagnamir alltaf svo troðfullir að ekkert sæti er að fá og verður því að halda í rámar. Ég vona bara að Reykjavíkurborg sjái sóma sinn í að breyta þessu og ef á annað borð þarf að spara í þrifum, er þá ekki hægt að sleppa þrifum að utan, svo að ástandið verði öllum ljóst. Er nokkur ástæða til að skælast til að fela hlutina? „Mér er ómögulegt að skilja hvaða sparnaður er í þvi fólginn að þrifa ekki vagnana að innan.“ Mótortijólaplága lögregluþjónn sjáanlegur til að keyra nú frekar geyst að það er eins stoppa þetta uppátæki. og bílamir standi kyrrir þegar mót- Mótorhjólin em algjör plága þvi orhjólin bmna fram úr. Lögreglan það er svo ofboðaleg keyrsla á þeim. virðist ekkert gera í þessum málum Það má tíl dæmis taka eftir þvi á en að mínu álití er full ástæða tíl Miklubrautinni þar sem bílamir að líta eftir þessum peyjum. Helgi hafði samband: Ég var á leiðinni niður Laugaveg- inn á fjórða tímanum síðastliðinn sunnudag þegar ég sá strák á mótor- hjóli á fleygiferð á miðri gangstétt- inni innan um allt fólkið. Hvergi var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.