Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987. Útlönd Skoða súpemóvu Vestur-Þjóðveijar skutu í gœr á loft eldflaug frá afakekktu svœði í Átralíu og er eldflauginni ætlað að aðatoða við að kanna innri rök fyrstu súpemóvunnar sem sjáanleg er með berurn augum frá jörðu í meir en þrjú hundruð ár. Eldflaugin var búin röntgen- stjömukíki og myndbúnaði sem losaður var frá flauginni og beint að súpemóvunni áður en hann sveif til jarðar að nýju. Verður búnaður- inn hirtur síðar. Ljós frá súpemóvunni, sem er stjarna sem spnrkk, hefiu' verið um hundrað og sjötíu þúsund ár að kom- ast til jarðarinnar. Það þýðir að sprengingin í stjömunni átti sér stað fyrir hundrað og sjötíu þúsund árum. Til þessa hefur vitneskja manna um súpemóvur einkum byggt á stærð- fræðilegum kenningum. Síðasta súpemóvan sást frá jörðu snemma á seytj- ándu öld áður en menn íúndu upp stjömukíkinn. VSdeospóla með einum gíslanna Mannræningjar, sem hafa tvo v- þýska gísla í haldi í Líbanon, sendu i morgun frá sér vidospólu, með öðr- tan gíslanna, þar sem hann hvegur stjómvöld í Bonn til þess að láta lausan líbanskan flugræningja, í skiptum fyrir sjálfan sig óg kollega sinn. Þjóðverjinn, sem heitir Alfred Schmidt, ijörutíu og sjö ára gamall verslunarmaður, las yflrlýsingu sína af blöðum og engin athugasemd fylgdi með frá mannræningjunum. Með Schmidt í haldi er Rudolf Cordes, fimmtíu og fimm ára verk- fræðingur, en þeir vom teknir í gíslingu í Beirút í janúar síðastliðn- um. Óhapp á flugsýningu Það óhapp varð á flugsýningu í Beaver í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum í gær að fjögurra hreyfla sprengjuflugvéi frá dögum síðari heimsstyqaldar, fór út af flugbraut. Vélin, sem sýnd hefúr verið víða um Bandaríkin, komst ekki á loft í flugtakstflraun og hemlaði ekki heldur, með þeim afleiðingum að hún rann fram af brautarendanum, féll niður þrjátíu metra háa kletta og endaði í skóglendi. Ellefú manns voru í flugvélinni og meiddust þeir allir eitthvað en enginn alvarlega. Samsek í morði foreldra sinna Elizabeth Haysom, tuttugu og þriggja ára stúlka, er nú fyrir rétti í Bedford í Bandaríkjunum sökuð um að hafa átt aðild að morðunum á foreldrum sínum. Haysom hefúr lýst sig samseka, kveðst hafa vitað af áætlunum um að myrða foreldrana en kvcðst hins vegar ekki hafa tekið þátt í yerknáð- inum sjálfúm. Haysom var framseld frá Bretlandi til að sæta ábyrgð fyrir gerðir sínar fyrir skömmu. Kærasti hennar, Jens Sœring, sem talinn er hafa framið morðin, hefúr ekki verið framseldur enn en mál hans er nú fyrir breskum dómstólum. Búist er við að hann verði framseldur líka. Munkar beri skilvíki Stjómvöld á Sri Lanka hafa frurið þeas á ieit við búddatrúar munka í landinu að þeir beri skilríki héðan í frá vegna fregna af því að skæruliðar úr röðum marxista séu á ferli dulbúnir sem munkar. Yfirvöldum bárust fregnir af því fyrir skömmu að skæruliðar marxista hygðust komast að embættismönnum og stjómmálamönnum landsins með þvi að dulbúast sem munkar og meðal annars raunu þeir hafa haft í hyggju að beita því ráði þegar tifræði var gert við forseta Sri Lanka í síðustu viku. Menningarmalaráðherra Sri Lanka, E.L.B. Hurulle, skýrði fréttamönnum frá því í gær að ráðuneyti hans væri nú að láta útbúa sérstök skírteini fyr- ir munkana sem þeir yrðu að bera á sér alla tíð. f: | m ( i k»r Ij, | hHMK* Lögreglan í Rio de Janeiro lét í gær til skarar skríða gegn tveimur eiturlyfjahópum sem slegist hafa í tæpa viku. Lögreglunni tókst að handtaka nokkra úr hópunum. Símamynd Reuter Barist um eit- urlyfin í Ríó Tveir eiturlyfjahópar hafa slegist um völdin í fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu í fimm daga. Þrátt fyrir að menn séu ýmsu vanir í þess- ari borg glæpanna hefur bardaginn vakið athygli. Lögreglan hefúr að mestu leyti verið áhorfandi að stríðinu sem hópnmir segja að sé háð upp á líf og dauða. Vitað er um tvo fallna hingað til en skothríð hefur stöðugt heyrst frá þvr á fimmtudag. Sunnudagurinn var reyndar hvíldardagur. Eru hópamir vopnaðir rifflum, skammbyssum, handsprengjum og táragasi. Einnig hafa þeir til umráða labb-rabb tæki. í gær lét þó lögreglan til skarar skríða og vopnuð sjálfvirkum rifflum hfupu lögreglumenn upp hæðina þar sem timburkofunum er hrannað upp. Á eftir lögreglunni hlupu ljósmyndar- ar og fréttamenn. Lögreglunni tókst að handtaka flórtán menn en gert er ráð fyrir að enn séu um það bil fimm- tíu vopnaðir menn í herjum eiturlyfja- kónganna tveggja sem heyja stríð sín á milli. Annar þeirra hélt fund með fréttamönnum í gær örskammt frá nokkrum lögregluþjónum. Sagði for- inginn að bardaganum lyki ekki fyrr en annar eiturlyfjakónganna yrði bor- inn dauður niður frá hæðunum. Stungið upp á stjórnmálaslitum Tillaga um að arabaríki slíti stjómmálasambandi við írani var lögð fram í gær á sérstökum ráð- herrafundi bandalags arabaríkja í Túnis í gær að því er sendifúlltrúar segja. I tillögunni segir að slit á stjóm- málasambandi skuii vera þar til íranir verði við friðartilmælum Iraks og Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Heimildarmenn segja að Sýrland, Alsír, Oman og Bahrain hafi verið mjög mótfallin sumum atriðum til- iögunnar og þurfi þau lagfæringar með ef hún á að verða samþykkt sem búist er við að verði í dag. Einnig var gert ráð fyrir sérstökum toppfundi arabaríkja þar sem þróun- in við Persaflóa yrði rædd. Síðasti toppfúndur arabaríkja var haldinn fyrir fimm árum í Marokkó. Iranskir hermenn á bæn i Sardasht sem er i tuttugu kílómetra fjarlægö frá viglinunni. Hart er nú lagt að írönum að þeir samþykki vopnahléstiliögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hafa arabaríki rætt stjómmálaslit sem aðferð til að þrýsta á þá. Símamynd Reuter Stuðningi var lýst við afstöðu Saudi-Arabíu í málefhum pílagrím- anna í Mekka og við Kuwait í baráttunni við íran. Varðandi þá ákvörðun Kuwaits að láta olíuflutn- ingaskip þaðan sigla undir banda- rískum fána var sagt að studdar yrðu allar aðgerðir til þess að komið yrði í veg fyrir að íranir hindruðu olíu- flutninga frá Persaflóa. Siglt í veg fyrir íranskt herskip Bandarískt herskip skaut í gær við- vörunarskoti að tveimur litlum bátum á Persaflóa og sigldi í veg fyrir íranskt herskip til þess að koma í veg fyrir að það kæmi of nálægt bandarísku skipalestinni. Flutningaskipin eru nú komin heil á húfi gegnum flóann og var þetta fimmta skipalestin sem hefúr siglt um flóann frá þvi að eliefú flutningaskip frá Kuwait fóru að sigla undir banda- rískum fána í síðastliðnum mánuði. Var þetta í fyrsta skipti sem skotið er frá bandarísku skipi frá því að her- skipavemdin hófst. I ágústbyrjun var skotið flugskeytum frá bandarísku orrustuskipi að meintri íranskri her- flugvél en skotið geigaði. Vamarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekki viljað staðfesta þá fregn. Yfirmenn um borð í þyrlumóður- skipinu sögðu að þeir hefðu ekki orðið varir við fjandsamlegar athafnir af hálfu írana í herskipinu í gær en samt var ákveðið að sigla í veg fyrir það. Tilkynnt var í gær að Bretar hygð- ust láta skip frá Kuwait sigla undir breskum fána og var lýst velþóknun yfir þeirri ákvörðun. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór K. Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.