Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987. Neytendur Slysatryggingadeild er ein deild Tryggingastofnunar ríkisins. Allir launþegar, án tillits til aldurs, sem starfa hér á landi (að undan- skildum erlendum ríkisborgurum sem starfa fyrir erlend ríki) eru slysa- tiyggðir ef vinnuslys verður. Sama gildir ef launþegi slasast á leið til eða frá vinnu. Auk þess eru tryggðir: Iðnnemar sem slasast við iðnnám. Ökumenn bifreiða og annarra skráðra ökutækja sem slasast við akstur. Útgerðarmenn sem sjálfir eru skip- verjar. Björgunarmenn semvinnaaðbjörg- un manna úr lífsháska. Iþróttamenn sem orðnir eru 16 ára og slasast við íþróttaiðk- anir. Einnig njóta slysatryggingar at- vinnurekendur í landbúnaði og öðrum atvinnugreinum nema tekið sé fram í skattframtali að tryggingar sé ekki óskað. Sérstaka athygli vil ég vekja á að þeir sem stunda hehnilisstörf geta tryggt sér rétt til slysabóta með því að skrá nöfn sín í sérstakan dálk á skattaframtali hvers árs. Iðgjaldið er innheimt með opinberum gjöldum og nemur það á þessu ári 470 kr. Útgjöld slysatrygginga eru borin af atvinnurekendum með greiðslu iðgjalda. Einnig greiða eigendur ökutækja og aflavéla ákveðið gjald vegna tryggingar þeirra. Bætur slvsatrygginga eru fems konar: Dagpeningar, sjúkrahjálp, örorkubætur og dánarbætur. 1. Sjúkradagpeningar greiðast frá og með 8. degi eftir að slysið varð enda hafi hinn slasaði verið óvinnu- fær í a.m.k. 10 daga. Dagpeningar em nú kr. 409,35 á dag fyrir einstakl- inga og kr. 87,79 fyrir hvert bam undir 18 ára aldri. Ef hinn slasaði fær greidd laun í forföllum renna dagpeningagreiðsl- ur til atvinnurekandans, þó aldrei hærri greiðsla en sem nemur 3/4 hluta launanna. 2. Sjúkrahjálp. Ef bótaskylt slys veldur sjúkleika og vinnutjóni í a. m.k. 10 daga skal greiða að fullu: a. Læknishjálp skv. samningum Slysatiyggingar Tiyggingamál: Hver er réttur okkar? Greinar um tryggingamál birtast að á neytendasíðunni á þriðjudög- um. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún svarar einnig fsTÍrspumum ef einhverjar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV,c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavík. sjúkrasamlaga. b. Sjúkrahúsvist. c. Lyf og umbúðir. d. Viðgerð vegna brots eða löskunar á tönnum. e. Gervilimi og gervitennur. f. Sjúkraflutning með sjúkraflugvél, sjúkrabíl eða skipi fyrst eftir slys. g. Sjúkraþjálfunogorkulækningar. Að hluta skal greiða: a. Helming ferðakostnaðar með leigubíl enda sé sjúklingur ekki fær um að ferðast með áætlunar- bíl eða strætisvagni. b. 3/i hluta kostnaðar við sams kon- ar ferðir með áætlunarbíl eða skipi ef um meira en 15 km vega- lengd er að ræða. Geti sjúklingur ekki ferðast eftir slíkum leiðum er greitt sama hlutfall kostnaður með áætlunarflugi. Heimilt er að greiða: a. Hjúkmn i heimahúsum. b. 3/« hluta ferðakostnaðar með áætlunarbíl, strætisvagni eða skv. km-gjaldi þegar sjúklingur þarfn- ast ítrekað meðferðar hjá lækni, þótt vegalengdin sé skemmri en 15 km, ef ferðir eru fleiri en 30 á 6 mán. tímabili. 3. örorkubætur. Ef hinn slasaði reynist að lokinni meðferð bera var- anleg mein skal örorka hans metin af tryggingayfirlækni. Reynist hún minni en 15% er slysatryggingadeild ekki bótaskyld. Ef örorkutapið er á bilinu 15-49% eru örorkubætumar, sem jafiigilda lífeyri hlutaðeigandi um tiltekið árabil, greiddar í einu lagi. 50-74% örorka. Sé örorkan metin 50% fær hinn slasaði greiddan helm- ing af fullum örorkulífeyri en síðan hækkar greiðslan um 2% fyrir hvert viðbótarstig. 75% örorka eða meira. Þá er greiddur fullur örorkulífeyrir sem er nú 7.581 kr. á mánuði. Bamalifeyrir er greiddur með bömum hins slasaða undir 18 ára aldri ef örorkan er metin meira en 50%. Gildir það bæði vegna bama sem voru á framfæri bótaþega þegar ÍWmMWm Allir launþegar hér á landi eru slysatryggðir slysið átti sér stað, svo og þeirra sem hann framfærir síðar. Sé örorkan metin 75% eða meira er greiddur fullur barnalífeyrir, sem er 4.642 kr. á mánuði, en síðan fer hann stig- lækkandi. 4. Dánarbætur. Ef slys veldur dauða innan tveggja ára frá því að slysið varð em greiddar dánarbætur sem hér segir: a. Ekkja eða ekkill, sem var sam- vistum við hinn látna eða á framfæri hans, hlýtur bætur að upphæð kr. 9.499 á mánuði í 8 ár. Bætur þessar falla ekki niður við hjúskap. b. Hafi maki verið orðinn 50 ára eða eidri þegar slysið varð, eða starfs- orka hans skert um 50% eða meira, greiðist auk þess ekkjulífeyrir til 67 ára aldurs en hann fellur niður við hjúskap. c. Bamalífeyrir er greiddur fyrir hvert bam undir 18 ára aldri. d. Hafi hinn látni haft á ffamfæri sínu bam yfir 16 ára aldri, sem er meira en 33% öryrki, skal greiða þvi a.m.k. kr. 118.708 og allt að kr. 356.124, eftir því hver stuðningur hins látna var. e. Foreldri hins látna hlýtur a.m.k. kr. 118.708 og allt að kr. 356.124, eft- ir því hver stuðningur hins látna var. f. Ef hinn látni lætur ekki eftir sig aðstandendur, sem rétt eiga til bóta skv. framansögðu, skiptast kr. 166.193 að jöfnu milli bama hins látna. Ef böm em engin rennur upp- hæðin í dánarbúið. Réttur fósturbarna og fósturfor- eldra er hinn sami og bama og foreldra. Sambúð. Karl eða kona, sem búið hafa saman og em ógift, eiga sama rétt til bóta og ekkill eða ekkja, ef sambúðin hefur varað samfleytt í 2 ár eða ef þau hafa átt saman bam eða ef konan er þunguð af völdum mannsins. Hvaða gögn þurfa að berast? Tilkynning um slysið og vottorð fr á lækni þurfa að berast Slysatrygg- ingadeild á eyðublöðum sem fást hjá Tryggingastofnuninni og umboðum hennar. Skila skal lögregluskýrslu þegar um bifreiðaslys er að ræða. Margrét Thoroddsen Umdeild skoðanakönnun Fyrirtækið Skáís/Talnakönnun hefur nú sent frá sér umsögn um könnun Neytendasamtakanna á nctkun greiðslukorta en niðurstöður hennar vom birtar í júníhefti Neyt- endablaðsins. Umsögnin var gerð samkvæmt beiðni Visa fsland greiðslukortafyrirtækisins. í umsögninni segir meðal annars: „I grein Neytendablaðsins segir að Neytendasamtökin hafi sjálf staðið fyrir umræddri könnun í gegnum síma. Spumingamar sjálfar em hins vegar ekki tilgreindar. Þegar spum- ingalistinn er skoðaður kemur í ljós meiriháttar galli. Þar segir m.a.: „Notkun greiðslukorta hefur í för með sér talsverðan kostnað. Hver á að greiða þennan kostnað?" Staðhæfingin um „talsverðan kostnað" er leiðandi og gerir spum- inguna nánast marklausa.“ I umsögninni er bent á betri leiðir til að spyija í slíkri könnun, eins og t.d. að spyrja neytendur hvort þeir telji greiðslukort æskileg eða ekki. Síðar segir í umsögninni: „Vandinn við slíkar spumingar er hins vegar sá að persónulegur ávinn- ingur hins spurða og það sem honum að öðm leyti virðist skynsamlegt þarf ekki að fara saman. Niðurstöð- ur, sem fengnar em við slíkar Skáís/Talnakönnun hefur að beiðni Visa Island gert umsögn um könnun Neytendasamtakanna á notkun greiðslu- korta. Telur fyrirtækið viss atriði ámælisverð. aðstæður, hljóta því að orka tvímæl- is.“ Umsagnaraðili telur að nauðsyn- legt sé að sá sem spurður er þekki vel tilteknar forsendur þess sem spurt er um. Hann telur ekki ljóst hvort hinir spurðu hafi almennt gert sér grein fyrir „hver greiði" þann kostnað sem af notkun greiðslukorta skapast, en fullyrt var að þessi kostnaður sé „talsverður". Skáís/Talnakönnun telur einnig að ámælisvert sé að í könnun Neyt- endasamtakanna sé hvergi gerð grein fyrir því hvemig úrtakið er fundið en það er gmndvallaratriði að mati fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum, sem Ská- ís/Talnakönnun hefur aflað sér, var úrtakið fengið með því að fletta upp í símaskrá og hlaupa yfir tiltekinn fjölda nafha. Þetta gerir það að verk- um að spyrill veit nafh og heimilis- fang þess sem spurður er og er það óæskilegt að mati fyrirtækisins. í lokin kemur ffarn sú skoðun umsagnaraðila að ef ekki kæmu til aðferðafræðilegir ágallar á spum- ingu vegna kostnaðar væm niður- stöðumar ótvíræðar því að mjög eindreginn meirihluti svaraði á sama veg. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.