Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987.
Fréttir
Rætt við Pétur Guðmundsson á skrifstofu hans. Tvær stórar pottaplöntur sjást á myndinni og segist Pétur aldrei hafa
haft blóm á skrifstofu sinni fyrr.
Flugstoð Leifs Eiríkssonar heimsótt:
Enn vantarveitingabúð og
fríhöfh fyrir komufarþega
Peningainarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækur ób. 14-15 Ab.Bb, Lb.Sp, Úb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 15-19 Úb
6mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb, Úb
12 mán. uppsögn 17-26.5 Sp.vél.
18mán. uppsogn 25,5-27 Ib.Bb
Tékkareikningar 4-8 Allir nema Sb.Vb
Sér-tékkareikningar 4—15 Ab.lb, Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán meosérkiörum 3-4 Ab.Úb
14-24,32 Úb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab
Sterlingspund 7,5-9 Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Vb
Danskar krónur 8,5-10 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 28-28,5 Lb.Bb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30-30,5 eða kge
Almenn skuldabréf 29-31 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
, Hlaupareikningar(yfirdr.) 30 Allir
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 8-9 Ab.Lb,
Sb.Vb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 25-29 Úb
SDR 7,75-8 Bb.Lb. Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8.5-8,75 Bb.Lb. Úb.Vb
Sterlingspund 10-10,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,25-5,75 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 40,8
MEÐALVEXTIR
óverðtr. ágúst 87 28,8
Verðtr. ágúst 87 8,1%
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala ágúst 1743stig
Byggingavísitala ágúst (2) 321 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaói 9%1.júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóöa (uppl. frá Fjár-
fest ingarfélaginu);
Ávöxtunarbréf 1.2084
Einingabréf 1 2,231
Einingabréf 2 1,319
Einingabréf 3 1,385
Fjölþjóðabréf 1,060
Kjarabréf 2,226
Lífeyrisbréf 1,122
Markbréf 1,109
Sjóðsbréf 1 1,089
Sjóðsbréf 2 1,089
Tekjubréf 1,206
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114 kr.
Eimskip 276 kr.
Flugleiðir 190 kr
Hampiðjan 118kr
Hlutabr.sjóðurinn 117 kr
lönaðarbankinn 141 kr.
Skagstrendingur hf. 182 kr
Verslunarbankinn 124 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160kr
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla
gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki og
nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
(2) Byggingarvísitala var sett á 100 þann
1. júli, en þá var hún í 320. Hún verður
framvegis reiknuð út mánaðarlega, með
einum aukastaf.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn
blrtast i DV á fimmtudögum.
Margt er enn ófrágengið í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Þannig vantar enn
veitingastað fyrir farþegar sem hafa
innritað sig og viðkomufarþega, og
einnig er nokkuð í að verslunar-
svæðið sem ætlað er fríhöfn fyrir
komufarþega verði tilbúið.
Raunar má segja að víða í bygging-
unni séu menn enn að koma sér
fyrir. „Ég er varla búinn að taka upp
úr kössunum ennþá,“ sagði Pétur
Guðmundsson flugvallarstjóri þegar
DV heimsótti flugstöðina á dögun-
um.
Veitingaaðstaðan
Pétur kvaðst búast við því að allt
yrði komið í endanlegt horf með
haustinu. Þessa dagana er verið að
afhenda veitingabúð í glerskála á
neðri hæð flugstöðvarinnar, en Flug-
leiðir sjá um veitingareksturinn i
flugstöðinni.
Engin veitingastaður er fyrir far-
þega sem eru búnir að innrita sig eða
viðkomufarþega, en það stendur til
bóta að sögn Péturs.
Sama á við um barinn, en sá sem
nú er í flugstöðinni á eftir að taka
miklum breytingum þegar veitinga-
staðurinn verður tekinn í notkun.
Sagði Pétur að þá yrði flugstöðvar-
barinn lengsti bar á íslandi. En enn
sem komið er er barinn bæði lítill
og litlar veitingar þar að frá, ef und-
anskildar eru samlokur eins og þær
sem fengust í gömlu flugstöðinni og
þykja misgóðar.
Fríhöfnin tiibúin í október?
Pósthúsið á neðri hæð er tilbúið,
en enn er nokkuð í að rými undir
fríhöfn fyrir komufarþega verði til-
búið til afhendingar.
Þegar sú fríhöfn verður tekin í
notkun, að líkindum í október, mun
aðstaða þar gjörbreytast en verslun-
arplássið þar er um 400 fermetrar að
stærð, að sögn Péturs.
Eftirlits- og öryggiskerfi
Fullkomin eftirlitskerfi og hús-
stjórnarkerfi er í flugstöðinni og þar
er einnig brunavamarkerfi sem fer í
gang komi upp eldur í byggingunni.
Öryggiskerfi byggingarinnar er
tengt myndavélum sem hægt er að
beina í ýmsar áttir í húsinu og eru
skermar á lögreglustöðinni þar sem
lögreglumenn fylgjast með því hvað
fram fer.
Af öðrum fullkomnum tækjabún-
aði sem er í flugstöðinni má nefna
sérstaka gegnumlýsingarvél sem er
í tollinum. Þar renna töskur í gegn
á færibandi og sést þá á skermi hvað
taskan hefur að geyma. Sögðu toll-
verðir að vél þessi væri ekki notuð
að jafnaði, en kváðu hana nauðsyn-
legt öryggistæki, ekki síst þegar
stórmenni eru hér stödd. Nefna má
að gegnumlýsingartæki þetta var
notað þegar leiðtogafundurinn var
hér síðastliðið haust.
Innréttingar með sama sniði
Það vekur athygli þegar gengið er
um flugstöð Leifs Eiríkssonar að all-
ar innréttingar eru þar með sama
sniði. Sagði Pétur Guðmundsson
flugvallarstjóri að innréttingamar
væru samræmdar þannig að sama
línan væri gegnumgangandi í flug-
stöðinni. Sama á við um veggklæðn-
ingar en þar er vikursteinn mjög
áberandi.
Flugstöðvarbyggingin er teiknuð
með það fyrir augum að fatlaðir kom-
ist þar allra sinna ferða óhindrað.
Þar eru engir þröskuldar, fólk kemst
milli hæða í lyftum, salernisaðstaða
er fyrir fatlaða í byggingunni og
fyrsti þröskuldurinn verður raunar
ekki á vegi fólks fyrr en það kemur
um borð í flugvélina.
Sérherbergi fyrir tigna gesti
Sérstakt móttökuherbergi er í
byggingunni og ætlað fyrir móttöku
tiginna gesta. Sést frá herberginu út
á flugvélahlaðið og flugvöllinn. Her-
bergið er búið leðursófum og leður-
stólar og þar er líka bar i sama stíl
og innréttingar flugstöðvarinnar.
Á einum vegg herbergisins hangir
síðan innrömmuð yfirlýsing Matthí-
asar Á. Mathiesen, fyrrverandi
utanríkisráðherra, þar sem hann fel-
ur flugvallarstjóra rekstur flugstöðv-
arinnar.
Barnaleikföngin vantar
I einu horni biðsalarins er leikhorn
fyrir börn þar sem eru sérstök
„kubbaborð" og stólar, en heldur
virtist lítið vera um kubba á borðun-
Sagði Pétur að það væri von þar
sem fyrirtæki virtust ekki liggja með
leikfangakubba á lager svo að panta
hefði þurft kubbana sérstaklega og
væru þeir ókomnir. Börnin þurfa að
bíða á meðan.
Flutningar í gangi
í skrifstofuálmu flugstöðvarinnar
er verið að leggja lokahönd á frágang
og eru þar ýmsir fluttir inn, þar á
meðal flugvallarstjóri. Þar rákumst
við á Kristján Pétursson, deildar-
stjóra í tollgæslunni, og var hann
nýlega fluttur inn.
Starfsfólk Flugleiða var að hreiðra
um sig og virtust flutningamir hafa
jákvæð áhrif í fleiru en einu tilliti.
Þar virtist hafa farið fram nokkur
tiltekt í leiðinni því nokkrir fullir
ruslapokar voru við dyrnar. „Kost-
urinn við að flytja er að þá hendir
maður svo miklu,“ sagði Pétur um
leið og við gengum fram hjá rusla-
pokunum.
Ýmsir eiga enn eftir að flytja inn
á ganginn en Pétur bjóst við því að
flutningum lyki bráðlega. Á skrif-
Tollveröir í flugstööinni geta nú gegnumlýst farangur farþega, leynist grunur um aö þeir flytji inn meö sér eitt-
hvað sem ekki á inn að komast. Ekki skemmir þaö fyrir aö hægt er aö grandskoða farangurinn bæöi í svarthvítu og
i lit.