Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 34
34
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGUST 1987.
Tilkyimingar
Kvenfélag Frikirkjunnar
Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík ráð-
gerir að fara í berjaferð nk. laugardag 29.
ágúst ef nóg þátttaka fæst. Lagt verður
* af stað frá kirkjunni kl. 9 f.h. Þátttaka
tilkynnist í síma 33454, 685573, 82933 eða
32872.
Framtíð gamla miðbæjarins
ræðst hjá okkur og hvergi
annars staðar
Félagssamtökin Gamli miðbærinn boða
til almenns fundar með öllum hagsmuna-
aðilum og öðru áhugafólki þriðjudaginn
25. ágúst kl. 20.30 að Hótel Borg. Fundar-
stjóri er Páll Líndal.
Við hvetjum alla til að mæta.
Stjóm Gamla miðbæjarins.
Á 6. milljón króna styrk-
veiting breska ríkisins
Úthlutun námsstyrkja á vegum breska
utanríkisráðuneytisins, Foreign & Comm-
onwealth Office, er nú lokið fyrir námsárið
1987-88. Að þessu sinni nýtur 21 námsmað-
ur styrkja til framhaldsnáms á háskóla-
stigi. Meginhluti fjárins er veittur úr
sérstökum sjóði ráðuneytisins, FCO
Scholarships and Awards Scheme, en Brit-
ish Conucil leggur einnig til fjármagn í
þessu skyni. Styrktarféð er notað til að
greiða niður skólagjöld styrkþegans að
verulegu eða öllu leyti en breskum
menntastofnunum er gert að selja þjón-
ustu sína á kostnaðarverði þegar erlendir
nemendur eiga í hlut, sem kunnugt er.
Nokkrir styrkþeganna hafa fengið fjár-
hagsaðstoð frá ráði háskólarektora
(Committee af Vice Chancellors) en það
hefur sérstaka fjárveitingu til að greiða
' niður námsgjöld framúrskarandi erlendra
nemenda, sem stunda rannsóknir, þannig
að þeim er gert að greiða sama gjald og
krafist er af breskum námsmönnum.
Gítarnámskeið
Nk. þriðjudag, 25. ágúst, hefst í Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar gítarnám-
skeið sem standa mun í fimm daga. Kennt
verður dag hvern frá kl. 9.30-17. Leið-
beinandi verður spænski gítarsnillingur-
inn José Luis Gonsález. Námskeiðið
verður í húsi Tónskólans, Hellusundi 7.
12 gítarleikarar munu daglega njóta til-
sagnar meistarans og ennþá er pláss fyrir
nokkra áheyrendur. Fimmtudaginn 27.
ágúst mun José Luis González halda tón-
leika í Bústaðakirkju og hefjast þeir kl.
20.30.
Námskeið í gerð
kvikmyndahandrita
Kvikmyndasjóður og endurmenntunar-
nefnd Háskóla íslands munu efna til
námskeiða í gerð kvikmyndahandrita
þann 15. sept. nk. til 15. nóvember. Kenn-
ari veröm Bandaríkjamaðurinn Martin
Daniel en hann hefur kennt kvikmynda-
handritagerð við háskóla þar í landi
undanfarin ár auk þess sem hann hefur
skrifað handrit að sjónvarpsmyndum fyrir
CBS samsteypuna. Kennt verður í fundar-
sal Kvikmyndasjóðs Islands, Laugavegi
24, 3. hæð, einu sinni í viku, fjóra tíma í
senn hvort námskeið. Námsgjöld eru
kr.9.000 fyrir hvort námskeið. Úmsóknir,
sem tilgreini aldur, menntun og starf,
sendist fyrir 1. september endurmenntun-
arstjóra Háskólans, Nóatúni 17, 185
Reykjavík. Nánari upplýsingar veita Guð-
brandur Gíslason, s. 623580 f.h. og Margrét
S. Björnsdóttir, s. 23712.
Sjómenn - útvegsmenn
Slysavarnaskóli sjómanna tekur til starfa
nú að loknum sumarleyfum í byrjun sept-
ember nk. Kennsla fer fram með svipuðu
sniði og áður. Einkum verður lögð áhersla
á endurlífgun, flutning slasaðra, ráð til
að halda lífi við erfiðar aðstæður og notk-
un björgunartækja og búnaðar um borð í
skipum. Einnig lög og reglur þar um. Þá
verður kennd björgun með þyrlum, bruna-
varnir og slökkistörf. Þar sem ekki hefur
verið hægt til þessa að sinna öllum beiðn-
um um námskeiðahald á vegum Slysa-
varnarskófans, er mjög áríðandi að þeir
sem vilja komast á námskeiðin fyrir ára-
mót hafi samband við skólann hið fyrsta.
Upplýsingar verða veittar á skrifstofu
Slysavarnarfélags íslands.
Tapað - Fundið
Svört læða, með hvítan blett á hálsinum
og gult hálsband, tapaðist frá Bólstaðar-
hlíð 56 fyrir ca. mánuði síðan. Ef einhverj ir
hafa orðið varir við hana þá vinsamlegast
hringið í síma 666096.
Bíllykill á hring með blárri kúlu og látúns-
platta, sem á stendur Stone Montan,
tapaðist á Skólavörðustíg, Bergstaða-
stræti eða Laugavegi. Finnandi vinsam-
legast hafið samband í síma 22504.
13. ágúst sl. tapaðist veiðistöng af bíl við
Skaftafell í Öræfum.
Stöngin er tveggja handa flugustöng úr
grafíti og var hún í bláum taupoka.
Eigandanum er mjög annt um stöngina
og biður því fmnanda að hafa samband
við sig í síma 11570.
Nýtt póstútibú og aukin þjón-
usta viö símnotendur
Nýtt póstútibú, R-3, var opnað í Kringl-
unnu 13. ágúst sl. Þar er einnig ný
þjónustu- og söludeild fyrir símnotendur.
Afgreiðslutími er frá kl. 8.30 - 18.00 virka
daga.
Póstútibúið mun veita alla almenna póst-
þjónustu auk póstfaxþjónustu og pósthólf
verða til leigu fyrir viðskiptavini.
I þjónustu- og söludeildinni fá símnotend-
ur alla þjónustu varðandi nýja síma og
flutning á símum og þar verður til sölu
úrval símtækja og símabúnaðar.
Útibússtjóri póstútibúsins er Anna
Bjamadóttir. Deildarstjóri þjónustu- og
söludeildar er Sæmundur Guðmundsson.
Húsnæði Póst- og símamálastofnunarinn-
ar í Kringlunni er 247 fermetrar. Hönnun
innréttinga er verk arkitektanna Finns
Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björns-
sonar. Byggingarstjóri var Theodór
Sólonsson. Umsjón með verkinu hafði
Hermann F. Ingólfsson, tæknifræðingur
hjá fasteignadeild stofnunarinnar.
Spakmælið
Maðurinn er eina dýrið sem roðnar-eða þarf þess.
MarkTwain
62 • 25 • 25
F R ÉTTASKOTIÐ
krónur. Fyrir besta frétta-
skotið í hverri viku greiðast
4.500 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum
við fréttaskotum allan sólar-
hringinn.
Hafir þú ábendingu eða
vitneskju um frétt hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist
eða er notað í DV, greiðast
1.500
Fréttir
Gróa og Siggi fletja afla dagsins sem var 500 kg.
DV-mynd ÆK
Hjónin gera út
bát frá Búðum
Ægir Krisfinssan, DV, Fáskrúðsfirði;
Sigurður Úlfarsson, betur þekktur
sem Siggi frá Vattamesi, flutti að
Búðum 1982 en hafði áður verið út-
vegsbóndi á Vattamesi. Hann hefur
stundað sjóinn á Tý SU 185, tæplega
þriggja tonna trillu, um árabil, fyrst
frá Vattamesi og síðan frá Búðum.
A Vattamesi hafði Siggi útbúið sér
dráttarbraut fyrir trilluna en hug-
myndina að því hafði hann fengið
þegar vitinn í Seley var byggður.
En á Vattamesi skemmdist dráttar-
brautin vegna hafíss og þegar Siggi
flutti að Búðum tók hann sleðann
úr brautinni með sér og kom honum
fyrir við fiskverkunarhús sitt á Búð-
um. Þar tekur Gróa Sigurðardóttir,
eiginkona hans, á móti honum þegar
hann kemur úr róðri en þá slakar
hún sleðanum í sjó fram og Siggi
siglir síðan í hann og rafmagnsspilið
sér um að draga bátinn á land þar
sem aflanum er landað inn um þar
til gert gat á stafni hússins. Siggi
sagði að Lúðvík Ingvarsson, fyrrver-
andi sýslumaður, hefði verið ráðgjafi
sinn við smíði á dráttarbrautinni.
Þegar Siggi fer á sjó fer Gróa með
honum til að slaka bátnum í sjóinn
og taka síðan sleðann í land aftur
þegar bóndinn hefur siglt úr sleðan-
um. „En þetta breytist nú til batnað-
ar þegar smábátahöfnin hefur verið
tekin í notkun,“ sagði Siggi. „Þá
þarf konan ekki að fara á fætur þeg-
ar ég fer á sjóinn snemma á morgn-
ana.“ Siggi hefur tvær tölvurúllur
og eina af gamla laginu í trillunni
sinni. „Sú gamla er fyrir gesti,“ seg-
ir Siggi og brosir. Siggi og Gróa
fletja og salta allan sinn afla sjálf og
í þessum róðri hafði hann fengið um
500 kg en hefur aflað rúmlega tutt-
ugu tonn af fiski það sem af er sumri.
Sjómannafélagið kærir vegna siglinga á sjómannadag:
Málið byggt á
misskilningi
- segir Kristján Ragnarsson
„Mér er ókunnugt um þessa kæru
en mér virðist þetta mál vera á mis-
skilningi byggt og er það ekki í fyrsta
sinn sem slíkt gerist í þessum her-
búðurn," sagði Kristján Ragnarsson,
formaður LIÚ, í samtali við DV þeg-
ar hann var spurður álits á kæru
Sjómannafélags Reykjavíkur til
Rannsóknarlögreglu ríkisins. Tilefrii
kærunnar er það að nokkur skip
voru á sjó á sjómannadaginn.
Kristján sagði að lögin heimiluðu
að skip væru á sjó á sjómannadaginn
ef urh það væri samkomulag á milli
sjómanna og útgerðar, eins og hefði
verið í þeim tilfellum sem kært væri
út af. Kristján sagði að svo virtist
sem Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélags Reykja-
víkur teldi að ákvæði um siglinga-
bann, sem verið hefði í írumvarpi
að lögunum, hefði lagagildi en þetta
ákvæði hefði verið fellt út þegar lög-
in voru sett og því væri kæran
tilefnislaus. „Það er meiri háttar mál
fyrir fyrirtæki eins og Granda hf.,
sem er með sjö skip á sjó, að taka
þau öll inn á sama tíma. Það er ekki
hægt að senda þau á veiðar strax
aftur því dreifa þarf aflanum á
vinnsluna. Það var góð sátt um þetta
mál og þetta gert í góðu samkomu-
lagi við sjómenn þannig að þeir sem
ekki fengu frí núna fá frí næst og
svo framvegis," sagði Kristján. Út>
gerðimar sem kærðar hafa verið eru
Grandi hf„ Hraðfrystistöðin, Ingi-
mundur hf. og Nesskip hf.
-ój