Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987. 3 dv________________________________________________________________Sljómmál Albert Guðmundsson risinn úr rekkju: „Samemaðir valdtakar munu sundrastfljótlega“ Albert Guðmundsson, stofnandi Borgaraflokksins, heíur legið undan- farið á sjúkrahúsi. Hann fékk vægt kast af kransæðastíflu og hefur verið í umsjá lækna í þrjár vikur. Hann hefur nú náð sér að mestu og fór heim af sjúkrahúsinu fyrir helgi. Riddarar rógsins Fljótlega eftir að Albert veiktist bár- ust sögur um bæinn um að hann væri á gjörgæsludeild, mjög alvarlega veik- ur. Eftir að þær voru bomar til baka komust þær sögusagnir á kreik að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé og hætta afskiptum af stjómmálum af heilsufarslegum ástæðum. „Riddarar rógsins hafa komið því af stað að ég sé að draga mig út úr stjómmálum. Það er af og frá, alger- lega út í hött. Ég er nú að jafna mig eftir veikindi og það getur varla talist óvanalegt. Maður þarf ekki annað en að hrasa á götu og snúa sig til að þurfa að jafha sig í nokkra daga.“ Ofsóknirnar taka á „Hins vegar hefur það verið gífurleg líkamleg þrekraun að verða fyrir þeim ofsóknum sem ég hef þurft að ganga í gegnum í mörg ár. Það hlýtur auðvit- að eitthvað að láta undan. Þetta hefur líka haft áhrif á fjölskyldu mína og það hefur tekið mikið á mig.“ Læknar hafa ráðlagt Albert að fara sér hægt næstu daga. Hann sagði að læknamir hefðu ekki bannað sér að reykja sína stóm vindla en að þeir hefðu ráðlagt honum sterklega að láta það eiga sig. „Það gildir víst um alla, unga sem aldna.“ Segist síður en „Ég mun leiða Borgaraflokkinn áfram eins lengi og mér verður sýndur trúnaður til þess. Síðan munum við raunar halda landsfund í september. Það hefur sjaldan verið eins mikil- vægt að Borgaraflokkurinn haldi vel á málum. Atburðir undanfarinna daga hafa nefnilega sýnt berlega það sem ég hef varað mjög við og. kalla alræði hinna fáu.“ Valdaklíka vill bankann gefins „Formaður Sjálfstæðisflokksins hót- ar stjómarslitum ef valdaklíka í fiokknum fær ekki einn þjóðbankann, nánast gefins. Svo er gerð einhver skoðanakönnun i flokksráði Sjálf- stæðisflokksins en í því em flestir þeir sem að tilboðinu standa. Niðurstaða einhverra stofiiana flokksins skiptir hins vegar engu. Þingflokkurinn samanstendur af mönnum sem em búnir að eiðsveija það gagnvart þjóðinni að fylgja aðeins eigin sannfæringu. Ef formaðurinn telur nauðsynlegt að ráðfæra sig við einhverja þá á hann að ráðgast við þann hóp. Það er talað um að ekki megi láta Sambandið fá meirihluta í bankanum en það em bara ekkert fleiri ,sem fá völdin í hendur ef bankinn væri seldur hinni klíkunni. Það em sömu menn- imir í stjómum þessara fyrirtækja fram og til baka. Menn eins og Jón Ingvarsson, Halldór H. Jónsson og Indriði Pálsson. Og ákaflega fáir þeirra em að taka ákvörðun um eigið fé, þeir em flestir að taka ákvörðun um annarra manna fé. Lífeyrissjóður verslunarmanna er eitt dæmið. Sjóðstjóminni ber auðvit- svo hættur afskiptum að fyrst og fremst að tryggja hag sjóðsins og þar með lífeyrisþeganna. En sama dag og formaður sjóðsstjóm- ar talar um í útvarpi hvað það sé ömgg fjárfestmg að kaupa hlutabréf í Út- vegsbankanum fýrir 60 milljónir birtast fréttir af þvi að bankinn hafi tapað 186 milljónum króna á síðasta ári. Hann er búinn að tapa i áraraðir. Það er ekkert sem bendir til að þetta sé arðbær fjárfesting. Það sést líka á því að fjármálaráðherra upplýsir í málgagni sínu að ríkið muni þurfa að leggja fram til bankans 1,5 milljarða króna fyrir utan hlutaféð." Hafskip setti bankann ekki á hausinn „Það er einnig ljóst, miðað við þess- ar upplýsingar fjármálaráðherra, að Útvegsbankinn er ekki að fara á haus- inn vegna 400 milljóna króna taps á viðskiptum við Hafskip. Það var kynnt rækilega að endanlegt tap Útvegs- bankans vegna gjaldþrots Hafskips væri tæpar 400 milljónir. Hvað með alla hina úr því að heildarmínUsinn er 1.500 milljónir? Það er búið að tí- unda tap eins aðila, hveijir em allir hinir? Nú verður að birta lista yfir þá alla því greinilega hafa ýmsir aðrir orðið gjaldþrota þar sem þeir standa ekki í skilum." Á móti sölu bankanna „Ég er á móti því að selja ríkis- bankana, þessa máttarstólpa þjóðfé- lagsins í efhahags- og Qármálum. Við erum einfaldlega það lítið þjóðfélag að við verðum að styðjast við þessai' stofnanir. Og þú selur ekki þær undir- af stjómmálum stöður sem þjóðfélagið byggir á. Hins vegar er ég jafnsannfærður um að einkabankar eigi fullan rétt á sér. Ég tók sjálfur þátt í þvi að berjast fyrir því að Verslunarsparisjóðurinn, síðar Verslunarbankinn, væri settur á laggimar. Ég sé ekki að þeir sem í forsvari em fyrir Verslunarbankann í dag hafi umboð til þess einu sinni að tala um að leggja hann inn í hálfopin- bera heild. Það er algerlega andstætt hinni upphaflegu hugsjón. Ég átti tillöguna í ríkisstjóminni um að selja ríkisfyrirtæki, þau fyrirtæki sem ríkið er með í rekstri og einstakl- ingar geta rekið jafnvel og oft mun betur. En hugmyndin var hins vegar ekki að selja þá máttarstólpa sem þjóð- félagið hvílir á.“ Sambandið á sama rétt og aðrir „Það er visslega umhugsunarefni hve Sambandið er orðið stórt í svona litlu þjóðfélagi. Hins vegar starfar samvinnuhreyfingin samkvæmt lög- um. Meðan þeim lögum er ekki brev-tt hafa samvinnumenn. innan ramma laganna, þann rétt sem hverjum og einum er áskilinn hér. Við getum ekki tekið þann rétt af Sambandsmönnum á þeim forsendum að þeir hafi ekki réttu flokksskírteinin. Það verður það sama yfir alla að ganga. Ég sé raunar ekki betur en að búið sé að selja Sambandinu bankann mið- að við allar venjulegar viðskiptavenj- ur. Þetta mál hefur verið með miklum eindæmum eins og flest annað sem komið hefur frá þessari stjóm. Enda koma þama saman flokkar sem tapa eða standa í stað í kosningunum. Þess- ir fiokkar sameinast í ríkisstjóm með forsætisráðherra sem. fékk 7% fylgi i skoðanakönnun meðan fráfarandi for- sætisráðherra fékk >471 60%. Það er allt öfugt við það sem fólkið vill. Það er eins og forsætisráðherrann, með öllum ákvarðanatökum sínum, sé að verða einhver mesti axarskafta- smiður frá stofnun lýðveldisins.“ Fyrirgreiösla við litla eða stóra manninn „Ég hef verið ákaft gagnrý-ndur fyTÍr það að leggja mikið upp úr fyrir- greiðslu við litla manninn. Nú sést að þeir sem gagnrýna em sjálfir f>TÍr- greiðslumenn þeirra fáu og stóm. Menn sjá nú þegar gömlu flokkamir hlaupa í hnút og sameinast um völdin. Til þess þurfa þeir að kasta hugsjón sinni og stefnu. Þetta em ekki flokk- ar. þetta er ein valdagrúppa: Samein- aðir valdtakar.“ Sameinaðir valdtakar sundrast „Þeir hafa breytt þvert ofan í sína stefnuskrá. Þeir hafa ekki barist gegn verðbólgu og við sjáum hækkanir á öllum sviðum. Allt sem talað var um í kosningabaráttunni hefur snúist í höndum þessarar stjómar sem ræður ekki við neitt. Því verður hún ekki langlíf. Sameinaðir valdtakar munu sundrast aftur. Ég hvet því alla ábvrga kjósendur til að halda vöku sinni og átta sig vel á því sem er að gerjast í íslenskum stjómmálum á þessum umbrotatím- um.“ sagði Albert. -ES Albert Guðmundsson var hress á heimili sinu í gær og sagði að sér hefði hvorki verið bannað að reykja vindla né drekka kaffi. DV-mynd GVA TOPP- ÚLPUR FRÁ Margar gerðir. Margir litir. Hagstætt verð. Póstsendum. ÚTILÍF Glæsibæ, sími 82922. 5 -r r,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.