Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987. 17 Lesendur „Eru íslendingar þannig þjóð?“ Geir skrifar: Hann Grímur lætur ekki að sér hæða yfir sumarmánuðina. í le- sendadálki DV hinn 17 þ.m. skrifar hann undir fyrirsögninni „Á stuttu pilsi og háhæluðum skóm“ og er að fjalla um þá útlendinga sem hér eru að ferðast um hálendið illa undir- búnir til fjallaferða auk þess sem þeir kuxmi hreinlega ekki að aka á malarvegunum okkar. Sammála munu flestir Grími um það að fáir kunni um malarvegi okk- ar heilum vagni heim að aka, utan við sjálfir. Hinu, að Grímur hafi hitt franska konu sem hafi í þröngu pilsi og háhæluðum skóm verið að klöngrast upp að Ófærufossi, trúir maður nú mátulega nema Grímur endurtaki á prenti í þrígang. Skrif Gríms eru all snörp á köflum eins og þegar hann segir að við ís- lendingar séum orðnir langþreyttir á þessum útlendingum alls staðar. Eða í lokin þegar hann segir: „Ég held að íslendingar séu bara þannig þjóð að þeir vilja vera út af fyrir sig á sínu eigin landi, lausir við allan átroðning og það að þurfa að vera með eitthvert kurteisishjal við ann- arra landa fólk.“ Þótt Grímur sé hér visast að gera að gamni sínu eða þannig, trúa margir því að við Islendingar séum heimakært fólk sem vilji hvergi ann- ars staðar vera en heima hjá sér. Þetta er þó öðru nær. íslendingar eru einhver mesta flökkuþjóð ver- aldar og er á daglegum þeysingi innanlands eða utan og þó aðallega utan. Má með sanni segja að þeir vilji hvergi vera nema erlendis. Hitt er meira og minna í ætt við sannleikann hjá Grími að íslending- ar eru ekki mikið gefhir fyrir að taka á móti útlendum ferðamönnum og gera lítið í því að koma upp sæmileg- um þjónustumiðstöðvum eða aðhúnaði fyrir ferðafólk. Frægasta dæmið er um aðstöðuna við Gull- foss, þar sem ekki má koma fyrir salemisaðstöðu fyrir sakir helgi staðarins. Og það er margt annað furðulegt í fari okkar sem gefur tilefiii til að íhuga hvar við stöndum í samfélagi þjóða yfirleitt, svo miklir kleyfhugar sem við erum. En það situr síst á okkur að vera með andúð í garð erlendra ferðamanna á meðan við sjálf erum mestan hluta ársins á far- aldsfæti erlendis hjá þessum „and- skotum", útlendingunum. Iveg hryllilega illa undir hálendlslerðalög búnir." Á stuttu pilsi og há- haeluðum skóm um landið Bréfritara finnst íslendingar ekki hafa efni á þvi að sýna andúð í garð út- lendinga á meðan við erum sjálf mestan hluta ársins á faraldsfæti hjá þessum sömu útlendingum. Flugbarinn svarar Rúnar Jón Ámason, f.h. Flugbars- ins, Reykjavikurflugvelli, skrifar: Nokkrar athugasemdir vegna skrifa ferðalangs um veitingasölu „Flugleiða" á Reykjavíkurflugvelli sem birtist nú nýlega í DV. 1. Flugleiðir og Flugbarinn em ekki eitt og sama fyrirtæki. Flugleiðir reka ekki og hafa ekki rekið um árabil veitingasöluna á Reykjavík- urflugvelli. 2. Fullyrt skal að verð er ekki hærra, né gæði lakari en gerist í sambæri- legum veitingahúsum. 3. Fullyrðing ferðalangs um opnun- artíma er röng. Veitingasölunni er aldrei lokað fyrr en eftir brottfór síð- ustu vélar. 4. Verð í veitingasölum með mjög langan opnunartíma og venjulegri verslun er ekki samanburðarhæft. 5. Til gamans má geta þess að í þeim tilfellum þegar um tafir er að ræða, t.d. vegna veðurs, geta viðskiptavin- ir Flugbarsins drnkkið ómælt magn af kaffi fyrir verð eins kaffibolla og mun Flugbarinn leitast við að veita farþegum Flugleiða sem besta þjón- ustu. OLLUM ALDRI VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 Reykjavík Eiriksgötu Mimisveg Laugaveg, oddatölur Bankastræti, oddatölur Lindargötu Klapparstig 1-30 Frakkastig 1-9 Freyjugötu Þórsgötu Lokastig Brekkugerði Stórageröi Laufásveg Bókhlööustig Njálsgötu Grettisgötu Frakkastig Sióumúla Suðurlandsbraut 4-16 Rauðarárstig 18-út Háteigsveg 1-40 Meöalholt Aöalstræti Garöastræti Grjótagötu Hávallagötu Garðabær Bakkaflöt Móaflöt Tjarnarflöt FÓSTRA EÐA STARFSMAÐUR með menntun á uppeldissviði óskast í 50% eða 75% starf á skóladagheimilinu, Breiðagerðisskóla. Einnig vantar starfsmann til afleysinga frá 1. sept. nk. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 84558 eða 33452. FISKVINNSLUSTÖRF Okkur vantar vant fólk í snyrtingu og pökkun nú þeg- ar og síðan í síldarfrystingu með haustinu. Nú er um að gera að hlaupa til og afla upplýsinga því færri komastað en vilja þegarsíldarfrysting hefst. Við rekum verbúð og mötuneyti. KASK, fiskiðjuver, Höfn, Hornafirði. Sími 97-81200. Vinningstölumar 22. ágúst 1987. Heildarvinningsupphæð: 7.172.421 1. vinningur var kr. 4.435.150,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning færist hann yfir á fyrsta vinning i næsta útdrætti. 2. vinningur var kr. 822.825,- og skiptist hann á 345 vinningshafa, kr. 2.385,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.914.446,- og skiptist á 9.718 vinningshafa sem fá 197 krónur hver. Þrefaldur 1. vinningur næsta laugardag, 29. ágúst. Upplýsingasimi: 685111. LAUS STAÐA: Dagheimilið Brekkukot, Holtsgötu 7, auglýsir eftir starfsstúlku, -manni í 100% starf frá 1. sept. nk. Upplýsingar í síma 19600/250 alla virka daga frá kl. 8-16. Reykjavík, 24.08.87. DV BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fuúlri ferð Skilafrestur í bílagetraun er til fimmtudags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.