Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987.
31
Sandkorn i>v
Friörik kom af fjölium þegar hann
heyrói fyrst af samráðskönnuninni i
útvarpi.
Samráðskönn-
unin án
samráðs
Mikið hefur verið skrafað
og skeggrætt um samráðs-
könnunina sem formaður
Sjálfstæðisflokksins gerði
meðal félaga sinna í flokks-
ráðinu. Hins vegar hefur sú
fiskisaga ekki flogið í umræð-
unni að samráðskönnunin var
gerð án samráðs við Friðrik
Sophusson, varaformann
flokksins. Segir sagan að Frið-
rik hafi fyrst heyrt af könnun-
inni í 6-fréttum Bylgjunnar og
komið alveg af fjöllum. Það
fylgir þó sögunni að ekki hafi
verið hringt í Friðrik og hann
spurður áiits enda hefur
mönnum sjálfsagt verið kunn
hans afstaða.
KR-ingurVals-
ari
í Útvegsbankaslagnum hafa
menn tekið Upp á því sín á
milli að kalla „tilþoðsmenn"
KR-inga og Valsara eftir því
í hvorum hópnum þeir standa.
KR-ingar eru hinir 33 aðilar
með Kristján Ragnarsson
fremstan í flokki, Valsarar eru
Sambandsmenn með Val Arn-
þórsson í fyrirsvari. Er sagt
að þessir fomu fjendur, Valur
og KR, eldi víða saman grátt
silfur.
Sagt er þó að þessi nafngift
hafi farið eitthvað fyrir bijóst-
ið á Kristjáni Ragnarssyni
sem KR-ingar eru kallaðir eft-
ir. Kristján segist nefnilega
vera Valsari í húð og hár og
hafi aldrei verið sérlega vel
við KR. Þyki honum því miður
að vera kenndur við þá og enn
verra að vera talinn andstæð-
ingur Vals!
Skrefin í
fræðslustjóra-
málinu
Eitthvað hreyfðist í hinu
svokailaða „fræðslustjóra-
máli“ í síðustu viku, í þessum
hreyfingum hefur það vakið
athygli hvað málsaðilar eru
skrefglaðir og hve skrefin em
mörg. Sigurður Hallmarsson,
nýsettur fræðslustjóri, kallar
þetta „eitt af þeim skrefum
sem búið er að stíga“. Ólafur
Guðmundsson, fyrrverandi
fræðslustjóri, segir þetta
„nauðsynlegt fyrsta skref ‘ og
menntamálaráðherra, Birgir
Isleifur Gunnarsson, talar um
„fyrsta skrefið til að draga úr
deilum nyrðra". Hvað ætli
mörg skref séu eftir á leiðar-
enda?
Lögreglufylgd
í vinnuna
Það hefur oft verið draumur
ýmissa að geta verið fljótir í
vinnuna á morgnana og láta
ekki leiðinlega morgunum-
ferðina trufla sig. Það er
greinilegt að sumir láta þenn-
an draum rætast því í síðustu
viku mætti ráðherra nokkur í
vinnuna í lögreglufylgd. Var
viðkomandi ráðherra orðinn
seinn fyrir, klukkan orðin
meira en átta. Lét hann lög-
regluna keyra á undan sér
með blikkandi ljósum þannig
að almenningur varð að víkja.
Var lögreglan meira en tilbúin
að aðstoða yfirmann sinn því
ráðherrann var enginn annar
en Jón Sigurðsson, dóms- og
kirkjumálaráðherra.
Óttar ritstjóri
í plati
Áður hefur yerið sagt frá því
í Sandkorni að nú sé líklegt
að Óttar Proppé, fram-
kvæmdastjóri Alþýðubanda-
lagsins, verði gerður að
framkvæmdastjóra Þjóðvilj-
ans. Nú heyrast hins vegar
raddir í þá átt að frami Óttars
muni verða enn meiri, vilja
þeir meina að hann verði jafn-
vel ritstjóri í stað Þráins
Bertelssonar. Aðrir segja
þetta kænskubragð hjá
„flokkseigendafélaginu",
þannig geti þeir „keypt“ Óttar
inn í framkvæmdastjórastöð-
una með því að „gefa eftir“
ritstjórastólinn.
Keppnin
harðnar
Samkeppnin á milli Kringl-
unnar og gamla miðbæjarins
er tekin að harðna og allt gert
til að ná í viðskiptavinina. Nú
hafa til dæmis aðstandendur
Ikornans í Austurstræti sett
upp auglýsingu þar sem á
stendur að ákveðin vöruteg-
und fáist ekki í Kringlunni.
Nú bíða menn spenntir eftir
svari frá Kringlumönniun!
Flautaðu ef
þú...
Ný gerð af límmiðum er nú
farin að ryðja sér til rúms í
umferðinni og virðist ekki
beint til þess fallin að um-
ferðin gangi betur fyrir sig. Á
límmiðunum stendur: „Flaut-
aðu ef þú fékkst það í gær.“
Við skulum vona að menn fari
nú ekki að liggja á flautunni
í tíma og ótíma til að sanna
karlmennsku sína!
Umsjón:
JónasFr. Jónsson
: :. ;J'
Verkamannabústaðir í byggingu við Garðaholt.
DV-mynd Ægir Kristinsson
Fáskrúðsfjörður:
Bygging
verkamanna-
bústaða hafin
Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúðsfiiði:
Nýlega hófust framkvæmdir við fyrsta
áfanga í nýbyggingu verkamannabú-
staða við Garðaholt sem í verður ein
þriggja herbergja íbúð, ca 110 ferm,
og tvær tveggja herbergja, ca 80 ferm.
Alls verða í húsinu sex íbúðir, fjórar
tveggja herbergja og tvær þriggja her-
bergja. Auglýst var eftir tilboðum í
fyrsta áfanga og bárust þrjú tilboð, öll
frá heimamönnum. Lægsta tilboð var
frá Lars Gunnarssyni, kr. 8.978.756
sem var 87,1% af kostnaðaráætlun.
Frá Þosteini Bjamasyni barst tilboð
upp á 9.616.836 kr. eða 93,2% og frá
Sævari Sigurðssyni kr. 10.186.676 sem
er 98,8% af áætlun. Lægsta tilboðið
var dregið til baka og var þá gengið
að tilboði Þorsteins Bjamasonar.
Fréttir
Ekki aðeins gisting, matur og kaffi líka. Fjölmargir hafa gist á Hótel Jórvik
og snætt við borðstofuborðið hjá Guðbjörgu. Frá borðinu sér til sjávar og
fjalla í kring. DV-myndir JGH
DV á Þórshöfn:
Við hjónin
villtumst hingað
sem ferðamenn
- segir Guðbjörg Guðmannsdóttir sem rekur hótel heima hjá sér
Jón G. Haukssan, DV, Akureyri:
Guðbjörg Guðmannsdóttir segir að
hún og maðurinn hennar, Birgir
Halldórsson söngvari sem lést síðast-
liðið haust, hafi villst hingað sem
ferðamenn til Þórshafnar. Þau sáu hús
sem var til sölu. Enginn vildi kaupa
það. Þau hjón skelltu sér á það. Húsið
er heimili Guðbjargar og jafnframt
Hótel Jórvík með sjö svefnherbergjum.
„Ég er frá bænum Jórvík í Álftaveri
í Vestur-Skaftafellssýslu og nefndi
hótelið því eftir gamla ættaróðalinu,“
segir Guðbjörg sem hyggst búa áfram
á Þórshöfn þó ein sé núna. „Ég tími
ekki að fara til Reykjavíkur og setjast
í helgan stein.“
Birgir á Broadway í 6 ár
Birgir Halldórsson var þekktur
söngvari. Hann var heimsmaður.
Hann lék og söng í Oklahoma á Broad-
way í sex ár. Margt ungt fólk hefúr
samt sjaldan hevrt á hann minnst.
Þau Guðbjörg höfðu það lengi þann-
ig að búa í Skotlandi á vetuma en
Þórshöfh á sumrin. „Það var oft furðu-
legt að koma úr hringiðu heimsins í
Skotlandi hingað til Þórshafhar, en
ákaflega skemmtilegt.
Hér á Langanesi eru fegurstu staðir
í heimi," bætir Guðbjörg við og lítur
út um stofugluggann. Hafið bláa hafið
og fjöll blasa við úr stofunni. Þetta
er einstakt hótel. Þú ert gestur en
samt eins og heima hjá þér. Sérstakt
andrúmsloft.
„Við Birgir byrjuðum með gistingu
og mat hér á sínum tíma eftir að Guð-
jón StvTkársson lögfræðingur spurði
okkur hvórt við gætum ekki hýst
nokkra stangaveiðimenn. Við sögðum
Guðjóni að það væri allt í lagi. Svona
bvrjaði þetta.“
Enginn veit sinn næturstað
Frá Skotlandi komu þau alkomin til
Þórshafnar árið 1981. „Ég hef sjálf
ferðast viða. átt því láni að fagna að
fara um allan heim. Og ég skal segja
þér eitt; ég trúi á forlögin. Það veit
enginn sinn næturstað. þannig eru
forlögin," segir Guðbjörg Guðmanns-
dóttir sem rekur hótel heima hjá sér
á Þórshöfh. Það er eina hótelið á
staðnum.
Guðbjörg Guðmannsdóttir er heimskona sem ferðaðist um allan heim með
manni sinum, Birgi Halldórssyni söngvara, en hann lést í fyrrahaust. „Ég trúi
á forlögin, það veit enginn sinn næturstað, þannig eru þau “