Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 38
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987.
M
Kvikmyndahús Kvikmyndir
Bíóborgin
Tveir á toppnum
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
Sérsveitin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Jf' Bláa Bettý
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20.
Bíóhúsið
Um miðnætti
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
Tveir á toppnum
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Angel Heart
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn 4.
Sýnd kl. 5 og 7.
Innbrotsþjófurinn
tV Sýnd kl. 9 og 11.
'r' Blátt flauel
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Háskólabíó
Gínan
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Laugaxásbíó
Valhöíl
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Foli
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Andaboð
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Regnboginn
Vildi að þú værir hér
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Kvennabúrið
Sýnd kl. 9 og 11.15.
Villtir dagar
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Herdeildin
Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15.
Þrír vinir
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Otto
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.06 og 11.15.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Laugarásbíó/Valhöll:
Teiknimynd úr heimi
anna með íslensku
Laugarásbíó tók til sýninga á
laugardaginn var bama- og fjöl-
skyldumyndina Valhöll sem er
teiknimynd byggð á norrænum goð-
sögnum. Myndin er dönsk og í
samvinnu við Swan Film Production
í Danmörku hefur verið sett íslenskt
tal við kvikmyndina. Valhöll fékk
Grand Prix Du Public á Cannes
Junior hátíðinni 1987.
I myndinni segir frá þrumuguðin-
um Þór og undirfórulum fylgisveini
hans, Loka, sem nema víkingabömin
Þjálfa og Röskvu á brott úr mann-
heimum og taka þau með sér yfir
regnbogann til heimkynna guðanna,
Valhallar. Þar em þau látin þræla
og púla sem þjónar guðanna. Þjálfi
og Röskva kynnast Kverk, stríðnu
en góðhjörtuðu litlu trölli, og í sam-
einingu stinga þau af og byggja sér
bjálkahús í trjákrónu lengst inni í
skógi.
En vandræði em framundan þegar
Þór finnur felustað þeirra og tekur
Þjálfi og Röskva lenda í ótal ævintýrum í teiknimyndinni Valhöll, mynd fyr-
ir alla fjölskylduna, sem Laugarásbíó tók til sýninga á laugardaginn.
guð-
tali
þau með sér til heimkynna jötnanna,
erkióvina þeirra. Þar verða Þjálfi,
Röskva og Kverkur þátttakendur í
hrikalegu einvígi milli guða og
jötna. Þau láta ekki sitt eftir liggja
í einvíginu og lenda oft í ýmsum
hrakningum, ekki síst Þjálfi sem
leggur sig allan fram um að hjálpa
hetjunni sinni, Þór, frá tortímingu.
Sjö mínútna aukamynd um fæð-
ingu góðhjartaða litla tröllsins,
Kverks, er sýnd á undan Valhöll.
Sú mynd er með íslenskum texta.
Þekktir listamenn hafa tekið að
sér að tala inn á myndina. Þeir
helstu em: Jóhann Sigurðarson sem
Þór og Óðinn, Kristinn Sigmunds-
son sem Útgarða-Loki, Þórhallur
Sigurðsson (Laddi) sem Loki, Páll
Úlfar Júlíusson sem Þjálfi, Nanna
K. Jóhannsdóttir sem Röskva, Lísa
Pálsdóttir sem móðirin, Eggert Þor-
leifsson sem faðirinn, Ragnheiður
Ámadóttir sem Sif og loks er sögu-
maður Flosi Ólafeson.
Á ferðalagi
—
Stjömubíó
Óvænt stefnumót
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Neðanjarðarstöðin
Sýnd kl. 7 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 5 og 9.
LUKKUDAGAR
25. ágúst
66888
Bíltæki frá
Hljómbæ
að verðmæti
kr. 20.000,-
Vinningshafar hringi I sima
91-82580.
fæst
• í blaðasölunni
#
a
járnbrautarstöðinni
#
i
Kaupmannahöfn.
Snæfellsjökull; fjallkonungur Islands
Á ijóðan skallann röðull skín,
rýma mjallarbungur.
Töfrar alla ásýnd þín
íslands fjallkonungur."
Þannig >Tkir Ágúst Pétursson um
Snæfellsjökul. Mjallarbungumar á
hvelfdum skalla jökulsins hafa stöð-
ugt vakið jafrimikla undrun og
aðdáun fólks, hvort sem á þeim ljóm-
aði drifhvít birta hásumars eða
eldrautt skin skammdegissólarinnar.
Jökullinn hefur frá upphafi byggð-
ar verið ríkur þáttur í lífi kynslóð-
anna sem aldur sinn ólu í næsta
nágrenni hans og almennt er talað
um fólkið „undan Jökli“. Snæfells-
jökull er bústaður hollvættar; Bárð-
ar Snæfellsáss sem heldur vemdar-
hendi yfir landi og lýð og jökullinn
hefur löngum verið talinn öllum
íjöllum dulmagnaðri. Snæfellsjökull
drottnar í útsýni um Snæfellsnesið
og Breiðaíjörð en einnig njóta Reyk-
víkingar þess að sjá formfagran
jökulinn á blíðviðrisdögum.
Snæfellsjökull er gamalt keilulaga
eldfjall og hann er talinn vera eitt
formfegursta fjall landsins. Úr topp-
gíg hans, sem nú er að mestu hulinn
jökulís, hafa komið mörg forsöguleg
gos og em hlíðar hans, allt um kring,
þaktar hrauni.
Allt fram á 19. öld var því almennt
trúað að jökullinn væri hæstur fjalla
á íslandi. En samkvæmt mælingum
frá 1910, sem gilda enn, er hann 1446
m hár og 22 ferkm að flatarmáli.
Þrír tindar prýða koll Snæfellsjök-
uls; hinar svo nefndu Þúfur. Hæst
þeirra og jafnframt hæsti toppur jök-
ulsins er Miðþúfan, snarbrött og oft
erfið uppgöngu þegar harðfenni er.
Þeir sem fyrstir gengu á jökulinn,
svo að sannar sögur fari af, vom
þeir Ferðabókarhöfundar Eggert
Ólafeson og Bjami Pálsson þann 1.
júlí 1753 og tók ferðin 11 klst. Ferð
þeirra var talinn hin mesta fífl-
dirfska en bráðlega fór þeim að fjölga
sem lögðu leið sína upp á tindinn
og trúlega hefur ekki verið gengið
jafiioft á nokkum íslenskan jökul.
Snæfellsjökull er tiltölulega auð-
veldur uppgöngu og er um fjögurra
stunda gangur á hæsta tind; Mið-
þúfuna. Oftast er gengið upp á
jökulinn um Kýrskarð fyrir ofan
Amarstapa og þaðan á hájökulinn
sunnan við Þríhyming sem er hár
hnúkur með þremur homum. Einnig
er hægt að komast á svipað löngum
tíma upp frá Ólafevík en þar liggur
vegur áleiðis. Best er talið að ganga
á Jökulinn að vorlagi og velja bjart
og gott veður. Sé dagurinn tekinn
nógu snemma heldur skumin á djúp-
um vetrarsnjónum gangandi manni
og sparast við það mikið erfiði.
Minna gerir til, þótt skumin bresti
og ófærð sé komin á niðurleið því
þá er farið undan brattanum.
Enginn skyldi leggja í jöklaferðir
án þess að hafa sólgleraugu í fartesk-
inu auk þess sem góð sólkrem til
vamar sólbruna mega alls ekki
gleymast. Það er mál manna að
hvergi sé jafn hætt við slæmum sól-
bruna og einmitt á Snæfellsjökli, af
hverju sem það nú stafar.
Útsýnið af jöklinum í björtu veðri
er margrómað en ólýsanlegt og
verða menn að kynnast því af eigin
raun svo að gagni komi. Til austurs
sést til Langjökuls og Eiríksjökuls
og í afbragðsskyggni er sagt að sjá-
ist allt til Vatnajökuls. Til norðaust-
urs sést Breiðafjörðurinn með
eyjunum óteljandi sem sumum hefur
þó talist til að séu einar 2730. Vest-
fjarðahálendið allt til Drangajökuls
blasir við og í suðurátt sér yfir
Reykj anesfj allgarðinn og til Vest-
mannaeyja.
Gengið á Snæfellsjökul i langri halarófu.
Útvarp - Sjónvarp
RÚV, rás 2 kl. 22.20:
Leiklist í New York
Þáttur um bandaríska leikrítaskáldið Sam Shephard
Ámi Blandon fjallar í kvöld um
bandaríska leikritahöfimdinn Sam
Shephard og tvö nýjustu verk hans,
Fool for Love og Lie of the Mind.
Hið fyrmefhda kannast ýmsir við,
því kvikmynd, gerð eftir leikritinu,
var sýnd í einu bíóhúsanna nýlega.
f þættinum kynnir Ámi höfundinn
og sýnishom úr nýjustu verkum
hans verða leiklesin.
Sam Shephard fæddist í Sheridan,
Illinois, árið 1943. Hann byrjaði
komungur að semja leikrit, var að-
eins 23 ára gamall þegar fyrsta
leikrit hans í fullri lengd var svið-
sett, leikritið La turista sem vakti
strax mikla athygli.
Shephard hefur verið mikilvirkur
leikritahöfundur, skrifað á fimmta
tug verka á rúmlega tuttugu árum
og að undanfömu hefur hann einnig
fengist við kvikmyndagerð. Leikrit
hans einkennist af tengslum við
rokktónlist, eiturlyfjaneyslu,
stjömuspeki og vísindaskáldskap.
Sam Shephard er ekki síöur þekktur fyrir aö vera í slagtogi með leikkon-
unni Jessicu Lange.