Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Page 18
18
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987.
Nesskip er skipaútgerð í miklum uppgangi en hefur þó orðið fyrir miklum áföllum,
eins og að horfa á eftir Suðurlandinu með mörgum góðum mönnum í hafið:
))
Þessi jól voru hörmuleg.
segir Guðmundur Asgeirsson framkvæmdastjóri er hann rifjar upp slysið
U
Langaði alltaf í útgerð
„Ætli ég hafi ekki fengið þessa
hugdettu í byrjun árs 1972 að stofna
skipafélag," sagði Guðmundur er ég
byrjaði á að spyrja hann um upphaf
að stofnun fyrirtækisins. „í maí 1973
fór ég utan og skoðaði skip en það
var ekki fyrr en í janúar 1974 sem
við keyptum fyrsta skipið. Ég var
búinn að vera til sjós í sextán ár
þegar ég kom í land og það blundaði
alltaf í mér að fara út í slíka útgerð.
Arið 1971 fór ég til London og dvaldi
þar einn vetur og lærði um skipaút-
gerð. I framhaldi af því fór ég að
vinna fyrir Hafskip í landi. Upp úr
því varð Nesskip til.“
- Var ekki mikið mál að stofna
skipafélag, nokkrir einstaklingar?
„Upphaflega vorum við sjö saman
og höfðum safnað okkur fimm millj-
ónum í hlutafé. Við sáum að við
þyrftum meiri peninga og fengum þá
fleiri aðila með okkur. Hlutafélagið
varð því tólf menn með tíu milljónir
króna í hlutafé."
- Dugði það til að kaupa skip?
„1 fyrsta skipinu, sem við keyptum,
borguðum við tuttugu prósent út sem
voru rúmar átta milljónir. Skipið
kostaði um 45 milljónir."
- Hvaða skip var það?
„Gamla Suðurlandið sem við
keyptum frá Finnlandi. Við tókum
við því 27. janúar 1974 og þá fór fyrir-
tækið af stað.“
- Var það alltaf ætlunin hjá ykkur
að verá í millilandasiglingum?
„Já, það var alltaf meiningin. Við
keyptum annað skip í febrúar 1976.
Það var Vesturlandið sem hét þá
Hvalsnes en við keyptum það hér á
landi af Hólma hf. Það var tiltölulega
nýtt skip, hafði aðeins verið gert út
í tvö ár. A þessum tíma var ég einn
á skrifstofunni sem við höfðum í
Hafnarhúsinu."
Stofnendur af Nesinu
- Nú er fyrirtækið til húsa í nýju
húsi á Seltjarnarnesi og kannski
eðlilegt að það heiti Nesskip en af
hverju var það heiti sett á fyrirtæki
í Hafnarhúsinu?
„Margir stofnendanna bjuggu hér
á Seltjarnarnesinu. Það lá því bein-
ast við að kalla fyrirtækið Nesskip
og ég held að það sé ekki verra en
annað.“
- Hvers konar flutningum byrjuðuð
þið á?
„Við byrjuðum á ýmsum tilfallandi
flutningum, fluttum mikið af mjöli
út og byggingarvörur heim og ýmis-
legt fyrir stóru skipafélögin. Vorið
1975 breyttum við Suðurlandinu í
kæliskip, einangruðum lestirnar og
settum kælikerfi í skipið til að flytja
saltfisk og vorum í því eftir það.“
- Er saltfiskurinn ykkar stærsti
markaður?
„Við erum með tvö skip í saltfisk-
flutningum fyrir SÍF, ísnes og
Hvítanes, svo saltfiskurinn er okkur
mikilvægur. Stærsti viðskiptaaðilinn
er Islenska járnblendifélagið hf. Við
flytjum fyrir það rúm tvö hundruð
þúsund tonn á ári. Heildarflutningar
okkar voru tæp 800.000 tonn á árinu
1986.“
- Þið hélduð áfram að bæta við ykk-
ur skipum. Var ekki erfitt að koma
fyrirtækinu á gott flot með öllum
þessum fjárfestingum?
„Skipakaupin eru fjármögnuð mik-
ið með lánum. Það náðist nú ein-
hvern veginn að láta þetta ganga.
Síðustu fjögur árin hefur skipaút-
gerðin verið erfið.“
Hann var varla kominn í barnaskóla þegar hann byrjaði að stunda sjó-
mennsku. Faðir hans var skipstjóri og báðir afarnir. Þeir fóru líka í útgerð
og sama gerði Guðmundur Asgeirsson. Á fyrstu árum sínum í barnaskóla
var hann farinn að gera út á grásleppubát á Skerjafirðinum og notaði yngri
bræður sína tvo til að selja fiskinn.
Ýmislegt gerðist síðan þangað til Guðmundur fékk þá bræður og aðra til
að stofna með sér alvöru skipaútgerð. Fyrirtækið óx og er nú þriðja stærsta
kaupskipaútgerðin á landinu og á næstflest skipin. Fyrirtækið hefur vakið
á sér athygli með brautryðjendastarfi, svo sem að stunda siglingar erlendis
og að breyta skipum sérstaklega fyrir saltfiskflutninga. Lífið er þó ekki
allt dans á rósum því fyrirtækið missti marga góða og reynda menn sína
með Suðurjandinu á jólanótt sl. eins og mörgum er enn í fersku minni.
Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nesskips, lætur þó ekki deigan
síga. Hann segir okkur sitt af hverju í helgarviðtalinu.
- Af hverju er skipaútgerð erfiðari
nú en áður?
„Hún á erfitt uppdráttar í öllum
heiminum. Það er offramboð á skip-
um og of lág flutningsgjöld. Það
hefur verið smíðað allt of mikið af
skipum. Þetta er svipað og í land-
búnaðinum. Menn héldu að skipin
myndu aðeins endast í nokkur ár en
síðan hefur auðvitað komið í ljós að
þau endast vel í tuttugu ár. Einnig
hafa flutningar í okkar grein minnk-
að.“
- Þið eruð engu að síður í uppgangi?
„Það má gefa öllu nafn. Við höfum
verið að streitast við að halda áfram
og sinna þeim viðskiptavinum sem
við höfum haft. Það er að hluta til
meira af vilja en mætti.“
- Hvenær fluttuð þið úr Hafnar-
húsinu?
„I mars 1977 fluttum við að Öldu-
götu 15. Við keyptum þar einbýlishús
af Vélstjórafélagi Islands og vorum
þar með skrifstofur þar til fyrir þrem-
ur árum að við fluttum hingað.“
- Var það langþráður draumur að
komast með Nesskip út á Nes?
„Ég skal nú ekki segja það. Okkur
Guðmundur lætur til sín taka ef um einhverjar bilanir er að ræða og fer
þá bara í vinnugallann. Hér er hann i Noregi ásamt norskum verkamönnum.
bauðst þessi lóð og menn voru það
bjartsýnir þá að þeir reistu þetta hús
hérna. Hér er ágætis aðstaða. Við
erum með skemmu þar sem við getum
geymt ýmislegt fyrir skipin. Við þurf-
um að hafa smámöguleika á að
geyma dót. Þetta er ágætt hérna;
gott útsýni yfir innsiglinguna til
Reykjavíkur. Við erum út úr en þó
mjög nálægt miðbænum."
Samstarf við erlendan aðila
- Þið hafið jafnframt fjölgað skipum
ört:
„Manni fannst á tímabili orðið lítið
svigrúm hér heima þannig að við
fórum út í samstarf með erlendum
aðila og stofnuðum skipafélag sem
heitir Isskip og við eigum sextíu pró-
sent í. Félagið var stofnað vorið 1977
og við keyptum skip það árið sem
hét ísnes. Það sigldi erlendis í tvö
ár án þess að koma hingað heim. Á
meðan það var í siglingum erlendis
kom útboð frá Jámblendifélaginu
sem við kynntum okkur og gerðum
tilboð sem var tekið. Þá flutninga
höfum við verið með síðan. I fram-
haldi af samningnum við Járnblendi-
félagið var Selnesið keypt 1979. Við
keyptum svo Akranes árið 1981 sem
var eingöngu í erlendum siglingum
í tvö ár.“
- Þið lentuð í miklum vandræðum
vegna Akraness á Vötnunum miklu
(Great Lakes):
„Já, Akranesið strandaði á Vötn-
unum á leið til Chicago. Skipið
tafðist í tíu daga á Vötnunum með
tilheyrandi kostnaði og síðan þurfti
það að vera í slipp á eftir í tvær vik-
ur. Við erum með sjálfsáhættu upp á
eina og hálfa milljón í hverju tjóni
og berum einnig allt tekjutap vegna
tafa, auk ýmissa annarra óþæginda
sem fylgja slíku."
- Var þetta fyrstá óhappið sem þið
lentuð í?
„Nei, við erum í óhöppum flesta
daga í sjálfu sér, bara mismunandi
stórúm. Þetta er mikil vinna og oft
allan sólarhringinn. Skipin eru á
ferðinni dag sem nótt og út um allan
heim. Þegar þetta skeði með Akra-
nesið fékk ég t.d. ekki svefn í marga
sólarhringa."
- ísnesið lenti líka í einhverju svip-
uðu:
„Þeir fengu á sig brotsjó um fjögur
hundruð mílur vestur af írlandi og
skipið lagðist á hliðina með timbur-
farm sem kastaðist til og braut burt
aðra lunninguna stafna i milli.“
Þegar hingað er komið sækir Guð-
mundur myndaalbúm og sýnir mér
myndir af óhöppunum, bæði Isnesinu
og Akranesinu. H_ann lítur í forundr-
an á dagsetningu ísnesóhappsins sem
var 1978. „Mikið er tíminn fljótur
að líða,“ sagði hann. „Mér finnst
vera nokkur ár síðan þetta gerðist."
Myndirnar sýna svo ekki verður
um villst að þarna hafa mikil óhöpp
átt sér stað. Guðmundur fór í bæði
skiptin utan og fylgdist með skipun-
um í slipp.
„Þegar Akranesið strandaði á
Vötnunum 13. desember 1984 þurft-
um við að láta hendur standa fram
úr ermum því loka átti Vötnunum
20. desember. Það kom tólf metra
rifa á skipið og tvö-lestin fylltist af
vatni. Við þurftum því að flytja farm-
inn upp á dekk og láta kafara þétta
rifuna að utan. Þegar lestin var tóm
og þurr var smíðaður 15 metra lang-
ur stálkassi inn í lestina og hann
fylltur af steypu. Að því loknu var
farmurinn, sem var stálrúllur, tekinn
aftur niður í lestina. Skipið slapp
síðan út af vatnasvæðinu á síðustu
mínútu 24. desember í 22 stiga frosti.“
- Finnst þér þú hafa verið óheppinn
með þín skip?
„Nei, þetta er síður en svo meira
en gengur og gerist. Það eru alltaf
einhver óhöpp í gangi þó ekki heyr-
ist um þau nema þegar eitthvað
stórvægilegt gerist. Það er ekki bara
hjá okkur - þetta þurfa öll skipafélög
að glíma við. Það verða vélabilanir
og því um líkt. Sem betur fer er það
sjaldan sem eitthvað stórt gerist.
Flest vandamálin getum við leyst í
gegnum síma eða með öðrum ráðum.
Við þurfum ekki alltaf að vera á
þeytingi milli landa.“
Erlend áhöfn vegna skorts
á vélstjórum
- Hvað eigið þið mörg skip núna?
„Þau eru sjö: ísnes, Saltnes, Hvíta-
nes, Selnes, Sandnes, Akranes og eitt
er í leigu hjá Eimskip og heitir Ur-
riðafoss. ísnes er nýjasta skipið
okkar. Við fengum það í apríl sl. en
það er sérstaklega útbúið til saltfisk-
flutninga. Eimskip er reyndar búið
að fjárfesta í öðru eins skipi.“
- Kemur það illa við ykkur?
„Manni hefði fundist eðlilegra að
Eimskip legði meiri áherslu á að
kaupa skip til áætlunarsiglinga í
stað þess að eyða kröftum sínum á
vettvangi með lítið svigrúm. Áætl-
anasiglingar eru mjög arðbærar um
þessar mundir. I dag á félagið ein-
ungis tvö skip sem eru í áætlanasigl-
ingum, þ.e.a.s. Eyrarfoss og Álafoss
- önnur skip eru erlend leiguskip."
- Nú stendur til að þið leigið Sand-
nesið og setjið á það erlenda áhöfn:
„Við rekum Sandnesið en breytum
yfir í erlenda áhöfn vegna þess að
skipunum fjölgaði hjá okkur og við
höfum ekki nógu marga hæfa sjó-
menn og skipstjórnendur til að mæta
aukningunni. Það er t.d. nær útilok-
að að fá fleiri vélstjóra til starfa. Það
eru ekki margir sem vilja vera í löng-
um siglingum. Þess vegna tókum við
þann kost að prófa Filippseyinga til
að sjá hvernig þeir reynast en þeir
eru um borð 12 mánuði í einu.“
- Afhverjuererfittaðfá vélstjóra?
„Þeir hafa mikla möguleika í landi.
Við höfum venjulega alið þá upp
fyrstu fimm til tíu árin eftir skóla
og gert þá að mönnum og síðan fara
þeir í gosdrykkjaverksmiðjurnar og
ýmis önnur landstörf. Þannig er
það.“
- Er þá illa borgað á sjónum?
„Það þarf ekki endilega að vera.
Ég held að það sé sæmilegt þó alltaf
megi deila um það í uppsprengdu
þjóðfélagi hvað er vel borgað og hvað
ekki.“
- Hvar verður Sandnesið í sigling-
um?
„Það verður í stórflutningum í
Evrópu, á Miðjarðarhafi og yfir til
Ameríku.eftir því sem býðst. Við er-
um með fimmtíu prósent af okkar
flutningum til og frá íslandi og hinn
helminginn erlendis. Sennilega mun
draga úr því að Sandnesið komi til
Islands. Við reynum að láta skipin,
sem eru með íslenska áhöfn um borð,
koma til íslands, eins og skiljanlegt
er.“
- Hvað eru íslendingarnir þá lengi
í ferðum?
„Það getur verið allt frá tíu dögum
upp í fjóra mánuði ef viðkomandi
skip kemur ekki með farm til íslands
á tímabilinu sem er ekki mjög oft.“
- Eru það fjölskyldumenn?
„Já, yfirmennirnir hafa konurnar
oft með í ferðum á sumrin og svo fá
þeir frí fjóra mánuði á ári, oftast í
þrennu lagi.“
Engin jól
- Hefur engin hræðsla gripið um sig
meðal manna á þessum stóru skipum
eftir að Suðurlandið fórst?
„Við höfum ekki orðið varir við
Viðtal: Elín Albertsdóttir
DV-myndir: Brynjar Gauti