Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Qupperneq 36
62 • 25 • 2 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Oreifing: Simi 27022 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987. Pósthúsið og Islenskur markaður að hrekjast úr Leifsstöð: Leiáan tudr millióna 0 O • m „Við getum ekki greitt þessa leigu sem upp er sett og ef ekki semst um að kekka hana kemur til álita að leggja afgreiðshuia á neðri hæðinni niður i núverandi mynd,“ segir Ólaf- ur Tómasson, póst- og símamála- stjóri. Pósti og síma í nýju flugstöð- inni er ætlað að greiða nærri 10 miUjónir á ári í húsaleigu en allar tekjur af fránerkjasölu og simaaf- greiðslu mimu ekki ná 7 milljónum króna. Póstur og sími hefur aígreiðslu í farþegasainum á 2. hæð og verður að halda henni. Á fyrstu hæð er stór afgreiðsla með yfir 130 pósthólfum sem ætlað var að þjóna rekstri í flug- slöðinni og í nálægum húsum sem rísa munu síðar og jafavel nálægri byggð í Keöavík. Leigan hefar hins vegar komið stjómendum Pósts og síma i opna skjöldu, eins og öðrum, og lá ekki fyrir fyrr en í vor. Tekjum- ar duga ekkí eínu sinni fyrir húsa- leigu, hvað þá öðrum rekstrarkostn- aði. Búið er að leggja á þriðju milljón króna í innréttingar og húsbúnað. Astandið hjá íslenskum markaði hf. er ekki burðugra. Því fyrirtæki, sem er eins konar auga til íslenskrar framleiðslu og óbein upplýsmgamið- stöð, er ætlað að borga 22 milljónir króna á ári í húsaleigu. Eigendur fyrirtækisins sjá ekki glóru í því að reka fyrirtækið á þeim grundvelli og því gæti farið svo að það hrein- lega leystist upp, Talið er að enginn rekstur geti borgað uppsetta leigu fyrir það pláss sem markaðurinn er í. Þá stynja Flugleiðir hf. undan 17 milljóna króna ársleigu og hækkuð- um afgreiðsiugjöldum vegna flugvél- anna. 1. október bætist svo við nýr „landaraæraskattur", S dollarar á hvem fkrþega. -HERB Allharður árekstur Gylfi Kristjánssan, DV, Akuxeyn; Allharður árekstur varð á Akure>TÍ í gærmorgun á mótum Skarðshlíðar og Smárahlíðar. Bifreið sem ekið var suður Skarðshlíð og bifreið sem ekið var austur Smárahlíð skullu saman á gatnamótunum og skemmdust báðar mjög mikið. Kona, sem var ökumaður annarrar bifreiðarinnar. var flutt á sjúkrahús > og mun hafa handleggsbrotnað en um frekari meiðsli var ekki kunnugt í gær. Bruni á Fjöllum: Hlaða og fjár- hús eyðilögðust í gær kom upp eldur í hlöðu á bæn- um Hólsseli á Fjöllum. Slökkvilið úr Reykjahlíð kom að bænum en fékk við lítið ráðið. Hlaða, fjárhús og við- bygging munu hafa skemmst verulega eða jafhvel eyðilagst í brunanum. Ekki tókst að afla upplýsinga hvort slys hafi orðið á mönnum eða dýrum. Eins er óljóst hve mikið hey var í hlöð- unni. -sme llar gerðir sendibíla 25050 SEJlDIBiUISTÖÐin Borgartúni 21 LOKI Það endar með því að Flugleiðir hrekjast úr flugstöðinni. Mikið er lagt í endurbyggingu gömlu kirkjunnar, eins og glöggt má sjá á myndinni. Hún verður m.a. klædd með hnausþykkum panel. Ámeskirkja: Töluverð illindi í sókninni „Það stendur allt við það sama í þessu máli og það eru töluverð illindi í sókninni,“ sagði Gunnsteinn Gísla- son, kaupfélagsstjóri á Norðurfirði á Ströndum, í samtali við DV í gær. Ámessókn, 150 manna sókn, skiptist í tvær stríðandi fylkingar. Tekist er á um það hvort sóknin eigi að endur- byggja gömlu kirkjuna eða byggja nýja. Hafa deilurnar verið svo hat- rammar að nýlega sá sýslumaður Strandasýslu ástæðu til þess reyna að finna sáttaleið á milli sóknarbamanna en enga úrlausn var að finna. Núna standa málin þannig að grunnur að nýju kirkjunni er að verða fallbúinn en hluti sóknarbarna hefar á sama tíma hafið fjársöfhun til varð- veislu gömlu kirkjunnar og vinnur i sjálfboðavinnu við endurbyggingu hennar. -ATA ReykjaWkuidagurinn: Mikið fjöl- menni en talsverð ölvun „Reykjavíkurdagurinn" var haldinn í miðbæ Reykjavíkur i gær. Lögreglan telur að alls hafi safhast saman í mið- bænum um fimm þúsund manns. Það vom útvarpsstöðin Stjaman og Tomma hamborgarar sem gengust fyr- ir skemmtuninni. Það var boðið upp á margt til skemmtunar. Jóhann Hjartarson stór- meistari tefldi fiöltefli við nokkra frækna unga taflmenn. Jóhann vann fimm skákir og gerði tvö jafhtefli. Lögreglan segir að nokkuð hafi bor- ið á ölvuðum unglingum og hafi þurft að hafa afskipti af nokkrum. -sme Fyrstu réttir á morgun Fyrstu réttir haustsins verða á morg- un. Það em Vestur-Húnvetningar sem ríða á vaðið með rétt í Hrútafirðinum, Hrútatungurétt. Um næstu helgi verða svo réttir á allmörgum stöðum, svo sem í Svína- dal, Aðaldal, Kolbeinsstaðahreppi, Hjaltadal, Miðfirði, Akrahreppi, Gönguskörðum, Svartárdal og Vind- hælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu, Vatnsdal og Víðidal. -ATA Veðrið á sunnudag og mánudag: Svipað veður alla helgina Það lítur út fyrir að veðrið verði mjög svipað alla helgina og fram á þriðjudag. Það verður norðlæg átt á landinu með skúrum norðanlands og 8 til 11 stiga hita en bjartara verður sunnanlands og hiti þar töluvert hærri, eða 11 til 12 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.