Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Side 10
10 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Fríðarstofnun á íslandi Of snemmt er að gera því skóna, að alþjóðlegri friðar- stofnun verði komið upp á íslandi. Það er enn bara hugmynd, sem Steingrímur Hermannsson kom á fram- færi við sovézka og bandaríska ráðamenn, er hann var forsætisráðherra. En henni hefur ekki verið illa tekið. Frá okkar sjónarmiði er að flestu leyti gott að fá slíka stofnun hingað til lands. Auðvitað eru slæmar hhðar á því eins og raunar á öllum málum. Þær vega þó ekki þungt í samanburði við hinar góðu, auk þess sem unnt er að milda þær með því að vita af þeim fyrirfram. íslendingar eru yfirleitt andvígir sumu því tilstandi, er víða fylgir yfirstéttunum, sem ráða ferðinni í al- þjóðlegum samskiptum. Hraðakstur bílalesta undir sírenuvæli er dæmi um fíflaskap, sem við munum ekki sætta okkur við sem fastan þátt í þjóðlífinu. Unnt er að sætta sig við meiriháttar röskun af og til, ef við getum lagt eitthvað af mörkum til að gera fundi heimsleiðtoga árangursríka. En við venjulega fyrir- mannafundi munum við frábiðja okkur fyrirgang á borð við þann, sem tengdist Nató-fundinum í sumar. Hefðbundið mun vera, að ákveðinn hluti sendimanna heimsvelda starfi undir fólsku flaggi og sinni í raun njósnum. Við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku og getum raunar litið svo á, að slík vinna hér á landi jafngildi í stórum dráttum sóun á starfskröftum. Margt kemur á móti þessu, auk ánægju okkar af að hjálpa til við gagnlega vinnu í alþjóðlegum samskiptum. Alþjóðastofnun í Reykjavík mundi verða okkur eins konar gluggi að umheiminum, gera okkur heimsvanari og raunsærri í viðhorfum okkar til umhverfisins. Ekmig skiptir máh, að stofnunum af þessu tagi fylgja margvísleg störf, sem mörg hver hafa tilhneigingu til að vera hátekjustörf. Þau eru auk þess á sviðum, sem við þurfum að efla hjá okkur til að draga úr atvinnuein- hæfni og verða fullgildir þáttakendur í nútímastörfum. Loks má hafa í huga, að fóst alþjóðastofnun treystir grundvöll ferðaþjónustunnar í landinu. Viðskipti henn- ar dreifast betur og jafnar yfir allt árið, svo að ekki þarf að miða fjárfestingu nærri eingöngu við afar stutta sumarvertíð. Jafnvægi er gott í þessu eins og ýmsu öðru. Á þetta er bent hér th að hvetja ráðamenn th að taka á máh þessu af alvöru. Afleitt er, þegar Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra svarar út í hött og raunar með hálfgerðum skætingi, þegar hann er spurður um, hvað hann sé að gera til að fá hingað nýjan toppfund. ísland verður ekki tíðari eða fastur vettvangur al- þjóðlegra samskipta, ef okkar menn vinna að því með hangandi hendi. Margir aðrir staðir koma tU greina, svo sem Vínarborg og Helsinki, þar sem góð reynsta er af mikUvægum ráðstefnum og toppfundum af ýmsu tagi. Forseti íslands, ríkisstjórn og utanríkisþjónusta eiga að stunda samræmda og öfluga viðleitni að áþreifanlegu marki á þessu sviði. Hin umrædda friðarstofnun aust- urs og vesturs er einmitt slíkt markmið. Henni verður fyrr en síðar komið á fót, - einhvers staðar í heiminum. í friðarstofnun verður væntanlega rætt um samdrátt kjarnorkuvopna, bann við eiturvopnum og sfjörnu- stríði, samdrátt hefðbundinna vopna, herlaus landa- mærabelti og friðun hafsins. Ef til vih líka um aðgerðir gegn ozon-eyðingu og gegn annarri viströskun jarðar. Okkur íslendingum væri mikill heiður og ánægja af, að starf af slíku tagi tengdist á stöðugan og varanlegan hátt nafni landsins eða höfuðborgar þess. Jónas Kristjánsson En þótt fóir búist við því að fjármálaráðherrann okkar viki nokkrum krónum að fólki á förnum vegi hafa ýmsir talsverða trú á frúnni hans. Hjátiú og önnur smámál I fyrsta hausthretinu í september héldu allir að veturinn væri að koma í öllu sínu veldi. Um huga fólks fór kvíði sem er kominn afar langt að úr sögu okkar. Þrátt fyrir þaö að við séum orðin sæmilega menntuð þjóð á ýmsum sviðum og heyrum veður- fréttir daglega, sem eru tilreiddar af vísindamönnum, veðurfræðingum, þá var ekki laust við að þekkingu og lærdómi væri ýtt til hliðar í hug- anum og gripið til hinnar fomu örlagatrúar: veðurguðimir eða veð- rið em að hefna sín og hefndin verður grimmileg, vegna þess að sumarið hefur verið svo blítt og sól- ríkt. En þannig er þetta ekki í náttúr- unni, heldur aðeins í hugum manna, og mannshugurinn getur ekki haft nein áhrif á veðurfarið, nema menn breyti náttúrunni með því að flytja fjöll og færa til vötn og eyðileggja skóga. Engu að síður mun hinn frumstæði ótti grípa okkur, þegar minnst varir, þannig að viö höldum að náttúran sé gædd vilja, aö hún gæli við okkur stundum en hefni sín svo rækilega samkvæmt undarleg- um geðþótta, sem er þó fjarska mannlegur og algengur. Óttinn við orma Germanskar þjóðir hafa alltaf ve- rið hræddar við orma. Og nú kemur hinn frumstæði ótti hjá Þjóðverjum fran í ótta við orma í fiski. Líklega eru hringormar fremur hættulaus dýr, en í nokkra mánuði hafa þeir valdið meiri skelfingu í Þýskalandi en kjamorkuváin. Þessi hámennt- aða þjóð, með alla sína vísinda- hyggju og heimspekihugsun, skelfist nú við fátt meira en það, eftir fréttum fjölmiðla að dæma, að hringormar kunni að útrýma henni, ef hún leggi sér fisk til munns. í fréttum er gefið í skyn, að óttínn stafi af því að sjón- varpsþáttur þar í landi var fluttur um hringorma í fiski, en það er svo, að flest fólk sem hefúr gengið í skóla og lært dýra- eða fiskafræði veit um tilveru hins meinlausa orms. Og þess vegna er það ekki mjög skelf- ingu lostið yfir honum. Aftur á móti úir allt og grúir í ormum í fomri menningu germana, og það þarf ekki meira en stuttan sjónvarpsþátt, sem múgurinn hlustar á og sér, til þess að vekja hinn foma dularfulla ótta við hinn ókennilega orm, sem hetjan þarf að berjast við og sigra. Hin skelfilega herör Þjóðveija gegn hringorminum virðist vera ipjög af- drifarík fyrir íslenskan sjávarútveg. Og hún verður það, þangað til að við sendum nýjan Sigurð Fáfnisbana til Þýskalands að berjast með afar sál- fræðilega innstilltum orðum, bæði í blöðum og sjónvarpi. Fjármál og lottó Þegar ormurinn er sigraður kemst sigurvegarinn í gullið. Að minnsta kosti var þetta þannig áður í fomum Guðbergur Bergsson sögum. í nútímanum komast menn í sjóðinn, oft fyrir þær sakir að þeir hafa talsverða hjátrú hvað heppnina varðar. Viö íslendingar höfum ekki alist upp við trú á kraftaverk og þess vegna bíðum við ekki eftir að þau komi yfir okkur skyndilega, annaðhvort með heilsubót eða fullar hendur fjár. Hjá sumum þjóðum hefúr trúnni a kraftaverk hinnar guðlegu náöar hnignað með þeim hætti að hún færist öll yfir happ- drættin. En meöal okkar hefúr trúin á álfagullið verið uppvakin með lottó. Og það með dálítið sniðugum hætti. Flestar þjóðir halda að fjár- málum þeirra sé stjómað af manni sem ber titilinn Fjármálaráðherra. Þetta er að sjálfsögðu rangt, og trúin er þaö reyndar líka. En fæstir halda að fjármálaráðherrann komi heim á hvért heimili og færi því dálitla fjár- fúlgu í umslagi eða geri það úti á götu. Frú Eva Peron í Argentípu gerði það stöku sinnum, og við þaö fékk alþýöan svo mikla oftrú á henni að hún stjómar hugarheimi þjóðar- innar á ýmsa lund, með vonum um fiármálakraftaverk og það löngu eft- ir að hún fór í gröfina velsmurð í kistu. En þótt fáir búist við því að fiármálaráðherrann okkar víki nokkrum krónum að fólki á fómum vegi hafa ýmsir talsverða trú á frúnni hans. Og það er vegna þess aö hún var í lottó. Hann stjómar stórfúlgunum, en hún hinum, sem koma heimilunum svo vel - sem aukapeningur. Mér finnst þetta vera einstaklega sniðugt hjá hjónunum. Og það er annað: svipur hjónanna. Hann er samansaumaður og harður á svip, vegna þess að hann heldur fast í peningana „og ver þeim vel“. En hún er blíðasta bros, svo bjart og milt, að almenningur heldur að allt í einu fari hún að gubba litlum fiárhrúgum út um munninn beint inn á sjónvarpsborðið. Þá er bara aö hafa hendur á gjöf álfkonunnar. Hið nýja stjómmálamottó er: Eigin- maðurinn í fiármálaráðuneytinu en frúin í lottó. Vonandi ber það ríku- legan ávöxt fyrir allan almenning og hefur áhrif á veltu fyrirtækja og rekstur þeirra. Hjátrú sem varðar stærð Hér hjá okkur íslendingum gerist aldrei neitt stórt, þannig að öll smá- mál verða strax að stórmálum. Og það er þreytandi til lengdar í sam- félagi okkar. Allir litlir karlar halda að þeir séu fiarska mikilvægir. Eins er með allar smáþjóðir. Þess vegna er það að drottning Breta er af ís- lenskum ættum. Og þegar ég var unglingur mátti fólk í Grindavík - og reyndar víða um land og öll dag- blöðin (sem era reyndar bæði pottþétt og vatnsheld) - varla vatni halda yfir því að einhver ættfræö- ingur hafði komist að þvi (þótt kirkjubækumar væra, að sjálf- sögðu, týndar) að Judy Garland og Diana Durbin væra af íslenskum ættum. Þess vegna vildu allir geta sungið Fram í heiðanna ró jafn fag- urlega og Diana. Það þótti auðheyrt að hún hafði íslenska rödd. Það var svo mikill lækjamiður í henni og heimþrá í hjartanu. Eftir að Diana varð akfeit, setti kvikmyndaverið á hausinn, missti röddina og flúði til Frakklands, hætti hún að vera af íslenskum ættum. En þaö er ekki einleikiö með leikara, hvemig þeir sverja sig i ættir okkar. Því núna er Ronald Regan, forseti Bandaríkj- anna, allt í einu upprunninn úr Skagafirði og kannski náskyldur Bretadrottningu þar af leiðandi. Það á bara eftir að berast sú frétt, að Regan langi að leika í íslenskri kvik- mynd eftir aö tímabil hans sem forseta rennur út. Þessi þörf fyrir að vera í tengslum við liinn „stóra heim“ í gegnum ættartengsl minnir mig á Spán, þegar einangrun þar var sem mest, á tímum Francos. En Spánveijar lögðu ekki í eins mikil stórmenni og við. Þeir létu sér nægja að eiga vissa menn af spænskum ættum í Hollywood, eins og Disney. En kirkjubækumar varðandi hann vora líka týndar, því miður. Ég man að íslands var getið með stórri fyrir- sögn og frétt sem sagði, að í einu helsta stórblaöi Evrópu, Morgun- blaðinu á íslandi, hafi birst grein afar hliðholl Spáni og lífverði Franc- os. Og mig minnir endilega að sagt hafi verið aö hún hafi verið eftir einn fremsta rithöfund landsins, ein- hverja Sigríði. í greininni var látið skína í það að lífvörður einræðis- herrans geröi ekkert annað en ríða í rómantísku tunglskini um hallar- garðana í Madrid.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.