Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987. Utlönd Heimsótti InnflyQendur Francols Mitterrand, forseti Frakklands, heimsótti í gær byggöir franskra innflytjenda í Argentinu og afkomenda þeirra og var tekið á móti honum þar með kostum og kynjum. Með Mitterrand var Raul AJfonsin, forseti Argentínu, sem not- aði tækifærið til þess að halda þrumuiæðu um samskipti landanna tveggja (sjá mynd). Mitterrand mun halda áleiöis til Uruguay í dag en þar mun hann dvelja i einn sólarhring og síöan ljúka ferð sinni um Suður-Ameríku með heimsókn til Perú en sú heim- sókn er óopinber. Sígaunakóngur látinn Sígaunar i Belgíu luku í gær þriggja daga sorgarfóstu og báru til grafar konung sinn, Christian Gunada Modeste, sem lést á sunnu- dag, sjötíu og sjö ára að aldri. Meðal syrgjenda, sem voru fjöl- mæ-gir, vom bamabamabainaböni konungs, auk þess sem hundruð síg- auna komu frá Frakklandi, V-Þýska- landi og Hollandi til að votta hinum látna konungi virðingu sfna í samræmi við heföir sígauna tek- ur sonur Modeste viö konungdómi en það er alltaf höíúö áhriíamestu sígaunafjölskyldunnar í landinu sem ber þann titil. Modeste fjöLskyid- an hefúr verið áhrifamest i nokkra mannsaldra. VIII vSðræður vlð Reagan Ráðast gegn skæruliðum Indverskar fnðargæslusveitir réðust á bækistöðvar skæruiiða tamila á Sri Lanka eftir að skæruliðar höfðu fellt hundrað og áttatíu manns á þremur dögum. í gærkvöldi réðust indversku sveit- imar á bækistöð í austurhéruöum landsins. Felldu þeir tvo skæruliða og særðu fjóra sem vom að reyna að kveikja í byggingum að því er yfirvöld á Sri Lanka herma. Fimmtíu skæm- liðar vom handteknir á norðurhluta Jaffnaskaga og í austurhéraðum landsins. Indversk fréttastofa greindi frá því að leiðtogi tamíltígra hafi verið meðal þeirra handteknu. Embættis- menn sögðust ekki geta staðfest þá fregn. Sprengja sprakk í morgtm við skrif- stofu hafnarverkamannasambands í Colombo. Þrír menn biðu bana og tíu særöust. Að sögn yfirvalda réðust tvö hundr- uð skæruliður í gærkvöldi á lögreglu- stöð í Ampara sem er í austurhluta landsins. Lögreglan varðist með skot- hríð og hrakti árásarmennina á brott. Símamynd Reuter Lögreglumenn virða fyrir sér rústir skrifstofu hafnarverkamannasambandsins i Colombo sem sprengd var í morgun. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, sagði í ræðu sinni á allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna i gær aö hann væri reiðubúinn til þess aö ræða deiluefni stjómvalda í Nicaragua og Bandaríkjanna við Reagan Bandaríkjaforseta. Hvatti hann Reagan til þess að hugsa málið vandlega en ekki hafna því í flýtí. Ortega varö harðorður í ræðu sinni á allsherjarþinginu og í miöri ræð- unni gekk öll sendinefnd Bandaríkjanna á brott úr fúndarsalnum í mótmælaskyni. Fregnir frá Nicaragua í morgun herma að erfiðlega gangi aö finna grund- völl til samningaviðræðna milli stjómvalda í Nicaragua og sljómarandstæð- inga. Stjómarandstaðan í landinu hélt því fram í gærkvöldi að sex orrustuþotur frá stjómarhemum hefðu ráðist á almenna borgara í Jinotega-héraði í norð- anverðu landinu. Hefðu fjórir látið lífið í árásinni, þar á meðal fimm ára gamalt stúlkubamm. Búlst vlð neyðariögum Jovita Salonga, forseti öldunga- deildar filippseyska þingsins, sagði í gær aö hann byggist við að lýst yrði yfir neyöarástandi í landinu ef stjóm Corazon Aquino, forseta landsins, yrði ógnaö frekar. Kvaðst hann sjá ýmis merki þess að Aquino væri að harðna í afstöðu sinni tíl stjómarandstæðinga eftir margra mánaða óróa í stjómmálum landsins. Aðspuröur sagði Salonga að öld- ungadeildin hefði ekki enn tekið afstöðu til neyðarástandsyfirlýsing- ar en ef ástand mála versnaði enn frá því sem komið er myndi slíkt veröa óhjákvæmilegt. Opnaði listahátið Sofia Spánardrottning opnaði í gær fiórar sýningar á spönskum málverk- um í París. Sýningamar em miðpunktur spánskrar listahátíðar sem standa mun 1 París fram á næsta sumar. ■ ■;>»*'> ■ ** v .i-- . . .. . Fylgisaukning ut á flóttamenn Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaimahöfn; Um sextíu og fimm prósent að- spurðra í nýlegri skoðanakönnun um fylgi stjómmálaflokkanna era á þeirri skoðun aö flóttamannavanda- málið hafi verið afgerandi fyrir íylgisaukningu Framfaraflokksins um tæp tvö prósent og Sameiningar- stefnu, sem er nýr flokkur, um rúmlega tvö prósent í síðastliðnum kosningum. Á það sérstaklega viö um Fram- faraílokkinn en hann vill loka landamærunum fyrir því sem flokk- urinn kallar þægilegheitaflótta- menn. Eigi aðeins að veita fólki í virkilegri hættu inngöngu í landið en þó fyrst eftir athugun á bak- grunni þess. Sameiningarstefiia viil ekki opna landamærin fyrir Evrópubandalags- borgurum í þeim tilgangi að tryggja frjálst flæði vinnuafls milli landa. Telur flokkurinn að þar með kafni ailt sem danskt er í hrærigraut þjóð- arbrota og vinnuafl fáist langt undir markaðsverði. Haftxa báðir flokkar öllum ásökun- um um kynþáttahatur þrátt íyrir eindregnar skoðanir sínar. Hin skýra stefna flokkanna í þess- um málum hefúr aflað þeim fylgis er samanlagt gefur þeim þrettán þingsæti af hundraö sjötíu og níu. Til samanburöar má geta þess að norski Framfaraflokkurinn fékk stóraukið fylgi í síðustu sveitar- stjómarkosningum þar og þá sér- staklega í Bergen. Réð skýr afstaða flokksins til flóttamanna þar úrslit- um. Danir famir að spara meiia Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmainiahcfn: Samkvæmt útreikningum hag- fræðinga SDS-bankans í Danmörku, sem opinberaðir vom í fjármála- ráðuneytinu í vikunni, em Danir famir að spara mun meira. Á sér- stökum húsnæðisspamaðarreikn- ingum bankanna lágu átta hundmð og sjötíu milljónir danskra króna um áramót. í lok október er búist við að upphæð þessi nemi um einum og hálfum milljarði króna sem skiptíst niður á tvö hundrað og fimmtíu þúsund reikninga. Þessi þróun hefur átt sér stað um leið og útlán bankanna til einkaaðila heíúr dregist töluvert saman. Em þetta sögð vera áhrif hins svokallaða kartöflukúrs, það er efnahagsað- gerða ríkisstjómarinnar fyrir ári, að koma í ljós. Honum væri í stuttu máli ætlað að refsa þeim er stofnuðu sér í neysluskuldir með eins konar refsivöxtum. Ríkisstjómin verð- launar hins vegar spamað til húsnæðiskaupa með flögur prósent aukavöxtum. Spamaðarvilji fólks sést einnig á spamaði til náms. Hafa þijátíu þús- und slíkir reikningar-verið stofnaðir sem þykir gott miöaö við að hér er um nýja tegund spamaöarreikninga að ræða. Neyslukvótinn, það er sá hluti launanna sem fer í neyslu, hefúr minnkað. Jókst hann töluvert frá 1983 til 1986 en hefúr minnkað að sama skapi síðan. Þróun smávöruverslunarinnar er neikvæð í ár miðað við tíu prósent aukningu í byijun síöasta árs. Minnkandi sala bíla og annarra var- anlegra lífsgæða er þar mest áber- andi en kaup á slíkum vörum var áöur aö mestu fjármagnað með lán- um. Virðist þróun eiga sér stað í átt frá skuldareglunni í átt að auknum spamaði. íhugar fiármálaráðher- rann aukavexti á annan spamað. m að ári Leiðtogi uppreisnarmanna á Fijieyj- um, Rabuka ofúrsti, hefur lofað kosningum aö ári. Hann lýsti yfir lýðveldi á Fijieyjum á miðvikudaginn og sleit þar með hundrað og þrettán ára sambandi við bresku krúnuna. í gær sór framkvæmdaráð hans embættiseið, ýmist við biblíuna eða kóraninn. Níu ráðsmanna em með- limir Taukei hreyfingarinnar sem stóð fyrir byltingunni í maí. Einn lautinant Rabuka er í stjóminni. Eini Indveij- inn, sem nefndur hefúr verið sem meðlimur framkvæmdaráðsins, var ekki viðstaddur athöfnina. Kvaðst hún vera í uppnámi eftir aö hafa verið út- nefiid sem fúlltrúi og myndi hún þurfa að ráðfæra sig við flokk sinn áöur en hún tæki ákvörðun.________ i Framkvæmdaráð Rabuka ofursta sór embættiseið í qær. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.