Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987. Hafið allt við höndina sem þarf aö nota og geymið á köldum stað þar til kemur aö hverju fyrir sig. Það er alltaf matsatriði hvernig á að brytja mörinn. Sumir vilja hafa hann gróft brytjaðan en aðrir mjög smátt. Eitt er víst að hann verður að vera með en reynið samt að fara sparlega með hann. Það er heilmikið „subbuverk" að sauma fyrir. Verið óspör á að þvo ykkur um hendurnar á meöan á þessari matreiðslu stendur. Hreinlæti borgar sig. Rúsínuslátur í Rómaborg Marga rak í rogastans þegar í ljós kom aö á veislumatseðli forsetans í Rómaborg var m.a. boöið upp á steikt- an rúsínublóðmör með kanil! Með blóðmömum vom borin fram steikt epli. Þetta fannst okkur á neytendasíð- unni skemmtilegt, bæði að þora að bjóða upp á jafhþjóðlegan og skemmti- legan mat og blóðmörinn er og sömuleiöis á þetta ömgglega eftir að lyfta blóðmör og öðrum haustmat á hærra plan í meðvitund þjóðarinnar. Fyrst forsetinn getur boðið rómversk- um riddurum upp á slíkt, því getum við þá ekki haft þetta á borðum hér heima hjá okkur? Þúsund ára munur á tuttugu árum Slátur em nú seld í hentugmn pakkningum, fimm saman. Flestir kaupa annaðhvort 5,10 eða 15 slátur. Hver 5 slátur kosta 1200 kr. en 1650 kr. ef keppimir era saumaðir. Það er auðvitað mjög mikill vinnuspamaður að því að losna við saumaskapinn. Þar að auki vill það vefjast fyrir sumum hvemig á að sníða úr vömbunum þannig að vel sé. Svo er hægt að kaupa í slátursölunni hjá Sláturfélaginu í Skútuvogi 4 auka- lega af öllum tegundum vörunnar. Þannig kosta t.d. aukalifrar 160 kr„ sviðnir hausar og sundursagaðir 130 kr. kg„ hjörtu 220 kr„ nýra 60 kr. og eistu 80 kr. kg. Ungt fólk, sem tekur slátur í dag, getur ekki gert sér í hugarlund hvílík breyting hefur orðið á allri afgreiðslu þessa þjóðlega matar á síðustu árum. Það hefur orðið algjör bylting frá því sem áður var, engu líkara en það séu liðin þúsund ár á svona tuttugu árum! Blóðmörinn Uppskrifti^era sennilega til í hverri fjölskyldu en ef einhvem skyldi vanta eina slíka látum við hana fljóta með: 11 blóð 1,5 dl vatn 1 msk. salt 3- 400 gr rúgmjöl 4- 500 gr mör tæpur pakki af rúsínum. Síið blóðið. Sumir kjósa að blanda meira vatni saman við og einnig að nota eitthvað af hveiti í stað hluta af rúgmjölinu. Það er líka betra að halda sig ekki afitof fast við þessa vigt því ekki er gott að hafa „deigið“ eða hrær- una, eins og það er kafiað á fagmáli, afitof þykka. Þá verður blóðmörinn alltof fastur í sér. Það hefur þótt ágæt þumalfingurs- regla að þegar trésleif getur staðið upprétt í hrærunni er hún hæfilega stíf. Og svo er það þetta með mörinn. Það er ekki gott að hafa alltof mikið af honum en litíð væri varið í blóðmör- inn ef enginn væri í honum mörinn. Skeriu hann ekki of smátt og bætið honum út í hræruna. Lifrarpylsan Mörgum þykir lifrarpylsan miklu betri en blóðmörinn en þetta jafnast sennilega út á heimilinum. Okkar upp- skrift er eftírfarandi: 1 lifur 2 nýru 3 dl mjólk /i msk. salt 250-300 gr rúgmjöl 150-200 gr haframjöl ÍVi msk. kjötkraftur (Toro hefur reynst mjög vel) 350-400 gr mör. Þama kemur aftur sama spuming og með blóðmörinn, hve mikið mjöl er hæfilegt að nota. Sumir vilja hafa lifrarpylsuna stífa og þá er um aö gera að nota meira mjöl. Gætíð að því aö hreinsa stærstu æðamar úr lifrinni og himnuna utan af nýrunum áður en hakkað er í hakkavél eða marið í blandara. Það má nota sömu regluna með þykktina, þegar sleifin getur staðið í henni er hún hæfilega þykk. Ekki bara kanill og sykur, líka bráðið smjör Svo var það þetta með kanilinn. Á æskuheimili undirritaðrar var alsiða að nota ekki bara kanil út á slátrið heldur einnig kanil blandaðan sykri og brætt sxnjör út á afit saman. Þetta hljómar ef til vill einkennilega en satt að segja er þetta mjög gott. Þessi siður er víst kominn frá Danmörku. Þar var allur matur nýttur í gamla daga rétt eins og hér og búin til blóðpylsa. Hún var þá gjaman úr kálfa- eða svínsblóði. Þá þóttí einnig mjög gott að borða kaldan, niðursneiddan rúsínublóðmör með rabarbarasultu. Góð tifiaga að prófa það næst þegar þið hafiö „vefiing og slátur“. -A.BJ. Styttri sláturtíð en áður „Slátursalan verður ekki opin eins lengi hjá okkur og undanfarin ár því færra fé er slátrað hér en áður,“ sagði Ólafur Magnússon sem stjómar slát- ursölu Sláturfélags Suðurlands, Skútuvogi 4, í samtali við DV. „Slátursalan verður opin alla næstu viku en eftir það er óvíst um hve lengi veröur opið,“ sagði Ólafur. Þeir opna í slátursölunni kl. 9 á morgnana og hafa opið til kl. 6. Á laug- ardögum er opið kl. 9-12. Það hefur verið heilmikið að gera í slátursölunni og þess dæmi að fólk hafi tekið allt upp í 15 slátur. Nóg hefur verið af saumuðum vömbum sem er vinsælt. -A.BJ. Þess eru dæmi að fólk hafi keypt allt upp 115 slátur. Fimm slátur í kassa kosta um 1200 kr. en 1600 kr. ef vambimar eru saumaðar, DV-myndir S Stöðugur straumur var af fólki að kaupa sér slátur. U pplýsingaseðill | til samanburðar á heimiliskostnaði i Hvað kostar heimilishaldið? i . ., . | Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltai heimiliskostnaðar I fjölskyldu af sömu stærð og yðar. I : Nafn áskrifanda i Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks i Kostnaður í september 1987: i______________________ j Matur og hreinlætisvörur l Annað kr. kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.