Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987. Viðskipti Trabantinn er (ramleiddur i Rostock í Austur-Þýskalandi. Um 300 bílar koma að jafnaði til íslands á ári. Þeir seljast allir og hægt væri að selja meira til, slík er eftirspurnin. Trabantinn flýgur út Austur-þýska bifreiðin Trabant flýg- ur út á Islandi, hún rokselst. „Við önnum ekki eftirspum, það seljast all- ir bílar sem við fáum,“ segir Smári Hreiðarsson, sölumaður hjá Ingvari Helgasyni. Þegar hafa verið afgreiddir 220 Tra- bantar á árinu og 60 eru á leiðinni, allir seldir. Bíllinn kostar aðeins 85 þúsund krónur. Hægt er að borga helminginn út og restina á 10 mánuð- um. Kaupendur ganga sjálikrafa í klúbbinn Skynsemin ræöur. „Mér sýnist að Trabantinn sé oftast þriðji til fjórði bíll á heimili,“ segir Smári. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóösbækur ób. 14-17 Lb.Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsógn 16-20 Úb.Vb 12mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 25.5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir Sér-tékkareikningar 6-17 nema Vb Ib Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán meo sérKjörum 3-4 Ab.Úb 14-24,32 Úb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 5,5-6,5 Ab.Vb Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb. Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Vb Ab.Vb Danskarkrónur 9-10,5 ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 30.5-31 Almenn skuldabréf eða kge 29,5-31 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir H!aupareikningar(vfirdr.) 30 Allir Utlán verðtryggð Skuldabréf 8-9 Lb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 28-29 Vb SDR 8-8,25 Bb.Lb, Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Úb.Vb Bb.Úb, Sterlingspund 11,25- Vb Sp Vestur-þýsk mörk 11.75 5.5 5,75 Bb.Sp, Húsnæðislán 3.5 Úb.Vb Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42 MEÐALVEXTIR Óverötr. sept. 87 29,9 Verötr. sept. 87 8,4% VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala sept. 1778 stig Byggingavisitala 1 sept. 324 stig Byggingavísitala 2 sept. 101,3 stig Húsaleiguvisitala Haekkaöi 9% 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,2588 Einingabréf 1 2,301 Einingabréf 2 1,356 Einingabréf 3 1,422 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,322 Lífeyrisbréf 1,157 Markbréf 1,178 Sjóðsbréf 1 1,135 Sjóðsbréf 2 1,097 Tekjubréf 1,220 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaöarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nðnari upplýslngar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. ___________________DV Geislaspilarinn er vopnið hjá Nesco - fýrirtækið selur nú um alla Evrópu Óli Anton Bieltvedt, forstjóri Nesco Manufacturing. Fyrirtækið hefur staðið fyrir árangursrikri markaðssókn á Evrópumarkaði en vegna verulegs gengi- staps í fyrra, þegar yenið hækkaði gagnvart dollar, á Nesco Manufacturing í tímabundnum greiðsluerfiðleikum sem leysast væntanlega á næstu þrem- ur til sex mánuðum, að sögn Óla. Sfldarvertíðin: Töf á plasttunn- unum fra Plasteinangrun „Við forum ekki í gang með að fram- leiða síldartunnumar úr plasti fyn- en í lok mánaðarins, þannig að við seljum lítið af tunnum fyrir þessa síldarver- tið, hugsanlega um 5 til 6 þúsund tunnur af um 240 þúsund tunnum sem verður saltað í,“ segir Sigurður Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Plast- einangrunar á Akureyri. Sigurður sagði að fyrirtækið hefði haldið að sér höndum með að lofa síld- arsaltendum tunnum þessa vertíð, þar sem það hefði tafist að framleiðsla tunnanna hæfist. - Nú segja sumir að Sovétmenn og Svíar séu á móti síldartunnum úr plasti. Er eitthvað hæft é því? „Nei, það er liðin tíð að plasttunnur séu sagðar óvinsælar." Að sögn Sigurðar verður afkastageta Plasteinangrunar um 200 þúsund tunnur á ári. „Við teljum okkur að öllu leytí. samkeppnishæfa við þær plasttunnur sem fluttar eru inn.“ Á vertíðinni í fyrra var saltaö í um 100 þúsund plasttunnur. Afgangurinn, 140 þúsund tunnur, var úr tré. -JGH Gamla trétunnan er að hverfa í síldarsöltun. Akureyrska fyrirtækið Plasteinangr- un stefnir að því að ná markaðnum meö plasttunnum sem það er að hefja framleiðslu á. Nesco Manufacturing hefur herj- að inn á Evrópumarkaðinn með geislaspilarann að vopni. Fyrirtækið er nú það annað stærsta af evrópsk- um aðilum á geislaspilaramarkaðn- um í Evrópu, einungis Philips er stærra. Það var í fyrrahaust sem ákveðið var að færa út kviamar, selja ekki aðeins á Norðurlöndun- um, heldur líka í Hollandi og Belgíu, svona í fyrstu umferð. Árangurúm varð annar og betri, að sögn Óla Antons Bieltvedt. Nesco og Xenon geislaspilarar era nú seldir út um alla Evrópu, að Ítalíu, Sviss og Aust- urríki undanskildum. Vestur-Þýska- land er stærsti markaðurinn. „Þróunin hefur verið hröð frá því við fórum að framleiða undir okkar eigin vörumerkjum fyrir nokkrum árum,“ segir Óli Anton. „Nú leggjum viö alla áherslu á nýjar vörutegund- ir og hátæknivörur, svokallaða digital-tækni.“ Að sögn Óla mun Nesco Manufact- uring aðeins framleiða geislaspilara, myndgeislaspilara, myndbandstæki og myndbandstökuvélar framvegis. Fyrirtækið er þar með hætt að fram- leiða sjónvarpstæki, útvarpskas- settutæki og önnur hefðbundin tæki. Markaðurinn fyrir geislaplötuspil- ara í Evrópu er um þessar mundir í kringum 2,5 milljónir spilarar. Philips er langstærst en Nesco kem- ur í öðru sæti af evrópskum aðOum með nálægt 70 þúsund spilara sölu á ári. í heiminum eru nú 6 til 8 fyrir- tæki stærri í framleiðslu á geislaspil- urum en Nesco Manufacturing. „Þrátt fyrir þessa árangursríku markaðssókn urðum við fyrir áfalli í fyrra er við lentum í umtalsverðu gengistapi þegar yenið hækkaði gagnvart dollar. Þetta eru þó aðeins tímabundnir erfiðleikar sem við munum væntanlega vinna okkur út úr á næstu þemur til sex mánuð- um,“ segir Óli Anton. „Þar munar mestu að í ágúst gerð- um við samning til 4ra ára um sölu á Xenon-vörum til Vestur-Þýska- lands. Þessi viðskipti ein sér eru meiri en heildarviðskiptin á Norð- urlöndunum. Og nýlega gerðum við annan stórsamning líka við fyrir- tæki í Vestur-Þýskalandi um sölu á Nesco-vörum. Þessir samningar fara að skila sér eftir þijá til sex mánuði." Nesco framleiðir nú einungis und- ir tveimur merkjum, Nesco og Xenon. Framleiðslain fer fram í Jap- an, þar sem undirverktakar annast vinnsluna. Það er stutt á milli Laugavegs og Tokyo. -JGH Jakinn hefur haft nóg að gera hjá Eimskip. Félagið hefur hafl meðbyr á árinu, Eimskip: Útiit fyrir hagnað Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunardeildar Eim- skips, segir að útlit sé fyrir hagnað hjá félaginu á árinu en ákveðin óvissa sé framundan varðandi efnahagsaðgerð- ir ríkisstjómarinnar, sem geti haft áhrif á flutninga og afkomu ársins. „Það hefur verið mikill útflutningur á þessu ári á ferskum fiski, saltfiski og frystum fiski. TU viðbótar kemur að innflutningur hefur vaxið mun meira en við reiknuðum með, sérstak- lega innflutningur á bílum,“ segir Þorkell. Eimskip er nú með 17 skip í rekstri, þaraf4erlendleiguskip. -JGH Flelri borða nú kjúklinga „Kjúklinganeysla er greinilega að aukast. Mér sýnist að salan í septemb- er hafi verið um 140 tonn en hún var á milli 90 til 100 tonn á mánuði þegar verst lét í vor,“ segir Bjami Asgeir Jónsson, eigandi Holtakjúklinga. Að sögn Bjama er algengasta heild- söluverð á kjúklingum nú um 296 krónur kílóið en var um 260 krónur fyrir tveimur árum. „Að mínu mati þyrfti að hækka verðið um 7 prósent á næstunni vegna fóðurbætisskattsins hjá okkur kjúklingabændum. En hvort markaðurinn tæki við slíkri hækkun er óvíst enda er samkeppnin hörð og fremur hreyfing til verðlækk- unar en hitt.“ Bjami segir að kílóið af kjúklinga- fóðri kosti núna 24 krónur, þar af fari 12 krónur beint í fóðurbætisskattinn. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.