Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... - Eddie Murphy segir að það sé ekki satt að hann hafi fengið 640 milljón- ir (16 milljónir dala) fyrir síðustu mynd sína. „En ég fékk kauphækkun," játaði Eddie. Þessi 26 ára gamli gamanleikari er orðinn einn hæstlaunaði skemmtikraftur heims. Hann keyrir í Rolls Royce hvert sem hann fer og vekur auðvitað athygli við hamborgarastaðina í Hollywood. Eddie mun leika fimm hlutverk í næstu mynd sinni sem ber nafnið Quest. Annars segist Eddie hafa mestan áhuga á því í framtíð- inni að framleiða og leikstýra eigin myndum. George Hamilton lét gera mikla bronsstyttu af sér og Birgittu Nilsen á með- an allt var í góðu standi. Nú mun styttan ekki vera í miklu uppáhaldi hjá Stallone og ætlar hann að selja hana, Heyrst hefur að ríkasti maður heims, súltaninn í Brunei, hafi hug á því að kaupa. Reyndar er talið að súltaninn vilji aðeins helminginn með Birgittu en ætli sér að bræða Stallone niður! Varla fer Stall- one að selja sjálfan sig í brotajárn svo að líklega verð- ur ekki af kaupunum. er, að sögn nágranna hans, sjaldséður gestur í glæsivillu sinni í Holly og eini gestur- inn, sem sést nálægt húsi hans, er Elizabeth Taylor sem reyndar kemur aðeins í heim- sókn þegar George er ekki heima! Ástæða þess er að þau nota bæði sólarlampa sem eru á heimili Georges. Sylvester Stallone Hér ræða saman Ellý Kratsch (t.h.) frá versluninni Söru, Unnur Arngrímsdóttir hjá Módelssamtökunum og Helga Nina einnig hjá Módelsamtökunum DV-mynd KAE Það er kunnara en frá þuríl að segja að fólk skynjar lykt á mismun- andi hátt. Það sem sumum þykir ilmur þykir öðrum óþefur og öfugt. Setning sú sem hér er í fyrirsögn er höfð eftir Robert Ricci sem er höfuð Ninu Ricci snyrtivaranna heims- frægu. Hann segir meðal annars um stöðu ilmvatnsins í Frakklandi: „í Frakklandi hefur sköpun ilms alltaf verið list. Þannig verður það alltaf að vera.“ Af þeim sem til þekkja er talið að miklar breytingar hafi orðið á ilm- vatnsmarkaðnum á undanfomum árum, markaðssetning sé tekin fram yfir vöruvöndun. Fyrir 20 árum voru 100 ilmtegundir á markaðnum en í dag eru þær 800. Mörgum þykir þessi aukning ekki endurspeglast í gæð- um. Til eru þeir sem vilja sporna á móti þessu og líta á framleiðslu ilms Frakkar á tali, talið frá hægri: Francois Zilliox, verslunarfulltrúi Frakka, Fabienne Zilliox, kona hans, Monique Arribet, aðstoðarmaður Zilliox, og Francis Mougel. sem listræna bg skapandi atvinnu- grein. En hvernig á ilmvatnið að vera? Þessu er auðvitað erfitt að svara en þó er gullvæg regla að ilmvatnið eigi einfaldlega að lykta vel. Konunni finnst þægilegt að ilma vel og á ilm- urinn að undirstrika persónuleika hennar. Þá á ilmurinn einnig að vera tælandi. Nina Ricci fyrirtækið hefur ávallt verið í fararbroddi á ilmvatnsmark- aðnum og hyggur á mikla kynning- arherferö á næstunni. Fyrir stuttu var haldinn kynningarfundur á veg- um Snyrtivara S/F sem er umboðsað- ili Nina Ricci hér á landi. Var kynnt þar flest þaö nýjasta sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða í snyrtivörum en meðal gesta voru allmargir Frakkar, þar á meðal franski versl- unarfulltrúinn. Sophie Gorjat, markaðsstjóri hjá Nina Ricci, (t.v.) og Maria Kristmanns frá Snyrtivörum S/F. Kjöthleifur bregður á skeið - Meat Loaf verður í Reiðhöllinni um Einn fyrirferðarmesti rokk- söngvari nútímans, sjálfur Meat Loaf, er á leiðinni til landsins og mun hann halda tónleika í Reið- höllinni núna á laugardaginn, 10. október, kl. 20. Meat Loaf ætti ekki að þurfa aö kynna fyrir neinum. Viötökurnar, sem plata hans, Bat out of Hell, fékk hér þegar hún kom út 1977 voru slíkar að nánast var um heimsmet að ræða. Er talið að hún hafi selst í um 15.000 eintökum hér sem er aldeiiis ótrúlegt. Kjöthleifn- um, eins og hann var kallaður á íslandi, gekk þó illa að fylgja frægð- inni eftir enda mun röddin hafa brugðist honum og þurfti hann langan tíma til að jafna sig. Frami hans mun nú vera á uppleiö aftur enda kappinn orðinn hinn stál- slegnasti. Kjöthleifur á skeiði Nú ætlar Meat Loaf sem sagt að Kjöthleifur á vélfák en nú er bara spurningin hvort hann bregður sér á bak í Reiðhöllinni. helgina bregða á skeiö í Reiðhöllinni og má fólk búast við miklu stuði. Kjöt- hleifurinn er frægur fyrir skraut- lega sviðsframkomu og í eina tíð þurfti hann ávallt að hressa sig á súrefni úr þartilgerðu tæki í pás- um. Hið raunverulega nafn kappans var Marvin Lee Aday og er hann fæddur í Dallas í Texas í september 1954. Hann þurfti lengi að beijast fyrir frægðinni þar til hann sló al- mennilega í gegn með fyrmefndri plötu. Hann öðlaðist þónokkra frægð þegar hann lék Eddie í myndinni frægu, The Rocky Horr- or Show. Fyrr á árinu lék Meat Loaf á Wembleyleikvanginum og var þá tekin upp hljómleikaplata með kappanum sem nú er nýkomin út. Eins og áður sagði hefjast tónleik- arnir kl. 20 og verða hópferðir frá Hlemmi fyrir þá sem það vilja. 1500 kr. kostar á tónleikana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.