Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987. 15 Þegar pósturinn hringir Aldrei kunnum við eins vel að meta störf póstmanna og þegar við dveljumst erlendis. Það var ótrúlega gott að kynnast bréfbera hverfisins og vita að hann vissi hvað var gott aö fá bréf og sendingar að heiman. Stundum kom hann aukaferð ef bréfið barst eftir að hann kom um morguninn. Og okkur fannst eins og honum þætti líka gaman að færa okkur póstinn enda fékk hann stundum kaffisopa eða bjórkrús fyr- ir viðvikið. Stundvíslega klukkan átta hvem einasta morgun datt póst- urinn inn um bréfalúguna og það þuríti mikið til ef það brást. Hann hafði verið í starfinu alla ævi og þekkti hvem íbúa hverfisins per- sónulega og snyrtilegur einkennis- búningur hans sem trúnaðarmanns mikilvægrar þjónustustofnunar samfélagsins auðveldaði nýfluttum að þekkja hann frá öðrum. Helst húsmæður Finnst íslenskum póstmönnum þetta kunnugleg mynd af íslenskri póstþjónustu? Tæplega lengur. Mað- ur er skelfing þakklátur ef pósturinn kemur yfirleitt einhvem tima dags- ins og fyrir kemur að hann kemur alls ekki. Ástæðan er venjulega sú - ef þrasarar kvarta - að konan sem byijaði fyrir mánuði er hætt aftur og nú er enginn í starfinu. Því að auðvitað dettur engum fullfrískum karlamanni í hug að leggja fyrir sig bréfberastörf. Helst em það hús- mæður í hálfu starfi sem halda um stund að þetta borgi sig en komast fljótlega að því að þær vinna ekki fýrir sliti á fatnaði. Og fólkið á póst- stofunni er ósköp kurteist og afsakar þetta ástand en það fær bara ekkert fólk. Og þrasarinn hefur ekki bijóst í sér til að þrasa meira. Það þýðir heldur ekkert að þrasa við starfsfólk pósthúsanna. Það er KjaUarinn Guðrún Helgadóttir alþingismaður svo segði hann ekki meira. En svar- ið er þetta: Starfsfólk pósthúsanna getur ekki með nokkm móti lifað af þeim launum sem því em boðin fyr- ir störf sín. Yfirpóstafgreiðslumaður, sem lok- ið hefur þriggja ára námi, hefur 41.503,- á mánuði, eftir 13 ára starf 44.911,- á mánuði. Eftir 18 ára starf nær hann 46.707,- á mánuði, og hækkar ekki eftir það. Byijunarlaun bréfbera em nú 30.941,- fyrir fullan vinnudag. Nýver- ið fengu þeir 9% vetrarálag 8 mánuði ársins og einhvem fatastyrk hafa þeir og þó nú væri. Geta má sér til hvert slit það er á fótum og þá ekki síst skófatnaði að bera okkur póstinn í þeirri veðráttu sem við búum við, að ekki sé minnst á nauðsyn þess „Það er löngu tímabært að embætti póst- og símamálastjóra verði skipt 1 tvennt.“ stjómvalda að leysa þetta mál. Nú hefur þetta vesalings starfsfólk brostið þolinmæði og faglærðir póst- menn hafa sagt upp störfum í stórum stQ. í Reykjavík, á Akureyri, í Kópavogi og Garðabæ, í Hafnar- firði, sem sagt á flestum þéttbýhs- svæðum landsins. Og hvað ætla stjómvöld að gera? Skattgreiðendur vúja fá póstinn sinn og þeir eiga rétt á því. Eða er tími landpóstanna runninn upp á ný? Er nútímapóst- þjónusta á Islandi að hrynja? Svariöer. . . Hvers vegna er þetta fólk að segja upp störfum? „Svarið er þetta,“ mundi fiármálaráöherra segja en að vera vel á sig kominn hvað heilsu varðar. Kemur þar til bæði veðrátt- an og það þungamagn sem póstur í heilu hverfi alla jafna er. Þarf svo einhvem að undra þó að bréfberi hverfisins skipti um andlit annan hvem mánuð? Nei, allt er þetta skiljanlegt. En í nútímasamfélagi er póstþjónustan einn mikilvægasti þáttur lífs okkar og við eigum töluvert undir því að hún sé rekin vel og skipulega. Mik- ill meirihluti heimilisreikninganna berst nú með póstinum og það getur skipt fólk verulegum fiárhæðum ef þeir berast of seint. Og kannast ekki einhver við tilkynninguna um námslánið sem kom ekki fyrr en eft- „Á störf bréfbera hefur hreinlega verið litið sem ihlaupaverk," segir greinarhöfundur. ir helgi og tafðist því um hálfa viku? Eða fundarboðið sem kom of seint? Ótal dæmi mætti telja. Ábyrgðarstörf Pósturinn okkar á að berast hratt og örugglega og okkur er ekki sama hver er með hann í höndunum. Starfsfólk póstþjónustunnar hefur með höndum mikil ábyrgðarstörf og þvi veröur að meta þau samkvæmt því. Þetta er því miður ekki gert og því er þessi samfélagsþjónusta aö hrypja saman. Valdhafar staðhæfa að þeir vilji viðhalda velferðarþjóðfélaginu sem íslenskum launamönnum hefur tek- ist að knýja fram. En það eru orðin tóm meðan kreppt er stöðugt að allri opinberri þjónustu með beinu van- mati á störfum þeirra sem hana annast og lélegum launakjörum. Og fáum opinberum störfum hefur ver- ið minni sómi sýndur en störfum póstmanna. Á störf bréfbera hefur hreinlega verið litið sem ihlaupa- verk. Starfsmenn póstþjónustunnar hafa vafalaust goldið þess að Póstur og sími eru enn undir sömu stjóm. Það er löngu tímabært að embætti póst- og símamálastjóra verði skipt í tvennt. Hvor stofhunin um sig er ærið verkefni í nútímaþjóðfélagi. Guðrún Helgadóttir Umferðarmál: Loksins, loksins Það mikla átak sem gert hefur verið í umferðarmálum að undan- fornu af hálfu lögreglunnar á Reykjavikursvæðinu ber þess vott hvað hægt er að gera í þeim málum ef tekið er á þeim af skörungsskap og vilja. Engin vettlingatök Ökumenn hafa verið sektaðir í stórum stíl fyrir of hraðan akstur í tuga- og jaftivel hundraðatali og margir sviptir ökuréttindum fyrir þjösnaskap og ófyrirleitni í umferð- inni. Það lá í augum uppi að þama dugðu engin vettlingatök. Það stóð ekki á hjáróma röddum sem vildu halda því fram að lögreglan beitti borgarana óviðurkvæmilegum að- ferðum með þvi að nota ómerkta bíla til að hafa hendur í hári ófyrir- leitnustu ökufantanna. Var æski- legra að mati þessa fólks að lögreglan horfði endalaust framhjá öllu því fióni og mannslifum sem hefur verið fómað á altari umferðar- ómenningariimar sem hér hefur viðgengist á undanfömum árum? Að nota ómerkta lögreglubíla til umferðargæslu er engin séríslensk neyðarráðstöfun heldur talinn sjálf- sagður hlutur í þeim löndum þar sem umferðarmenning er á langtum hærra plani en hér hefur tíðkast mörg undanfarin ár. Tillit til byrjenda Víða erlendis gildir sú regla að þeir er fá sín fyrstu ökuréttindi (ungt fólk) era skyldaðir til að nota merki, svo sem stórt L, í afturglugga öku- tækis síns til að sýna að þar er óvanur ökumaður á ferð. Þetta er látiö gilda í eitt ár. Það er ekki gert Kjaflaiinn Þórður Halldórsson, fyrrv. lögregluþjónn lífum. Þar er tapið mest og þjáning- amar sárastar. Ég fagna því einnig að sektir fyrir umferðarlagabrot skuli hafa verið stórhækkaöar þvi einhvers staðar stendur skrifað: „Þar sem fiársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ í rétti? Enda þótt hraðakstur og annar böðulskapur í umferðinni, sem nú er gert stórátak í að lækna, sé það þýöingarmesta sem verið er aö reyna að fást við í augnablikinu em önnur lagabrot í umferðinni mjög áberandi. Ég vil sérstaklega nefna þann ljóta sið, sem margir temja sér, að aka inn á aðalbraut frá hlið- arvegi í veg fyrir tiltölulega hraða umferö á aðalbrautinni. „Annaö atriði er hvernig sumir temja sér að aka, oft langt undir löglegum hraða á vinstri akrein tveggja brauta vegar.“ í þeim tilgangi að lítillækka nýliðann í umferðinni heldur til að auka ör- yggi hans sjálfs þannig að aðrir ökumenn taki tillit til hans. Ég veit að lögreglan er fáliðuð og e.t.v. van- búin tækjum en það er von mín að sá árangur sem þegar er orðinn af átakinu undanfamar vikur sýni og sanni að ekki má láta deigan síga framvegis í þessum malum því fá- menn þjóð má ekki við því fióni sem leiðir af ótryggri umferð aö ekki sé talað um þann svarta skugga sem yfir henni grúfir, í töpuðum manns- Mér hefur verið sögð sú saga að ökumaður hafi verið spuröur hvers vegna hann geri þetta. Svarið var: „Ef ég kemst út á aðalbrautina og einhver ekur aftan á minn bíl þá veit ég að ég er í rétti." Þessi þver- skalla-hugsunarháttur á heima hjá svo mörgum vegna þess aö ekki hef- ur verið tekið nógu hart á þessu broti. Annað atriði er hvemig sumir tenfia sér að aka, oft langt undir lög- legum hraða á vinstri akrein tveggja brauta vegar. Þeir lóna þar og tefia „Að nota ómerkta lögreglubila er engin sérislensk neyðarráðstöfun,' segir greinarhöfundur. umferöina sem m.a. orsakar það að þeir „ökuglöðu" böðlast áfram og taka fram úr til hægri og vinstri eins og skíðakappi í stórsvigi. Á þessum atriðum er ipjög strangt tekið er- lendis. Stefnuljós með fyrirvara Notkun stefnufiósa er hér á landi alveg á frumstigi. Þeir sem á annað borð bera það við að nota stefnuljós sefia þau flestir á þegar þeir em að byrja að beygja inn í hliðargötuna. Þetta er stórhættuleg aðferð, í staö þess að sefia stefnuljósið á með næg- um fyrirvara og sýna þar með hvað viðkomandi ætlar að gera. Þaö er áberandi hvað leigubílsfiórar em illa að sér hvaö þetta atriði varðar og raunar mörg fleiri. Þeir ættu hins vegar að vera til fyrirmyndar í um- ferðinni þar sem þeir em allir meiraprófsmenn og með meiri akst- ursreynslu en flestir aðrir. Ég get talið upp mörg fleiri atriði en læt þetta nægja í bili. Ég var eitt sinn að aka erlendis með þarlendum manni og ræddum við talsvert um umferðarmál. Mér hefur orðið það öðm fremur minnisstæðara þaö sem sá maður sagði: „Þú getur lesiö út úr umferðinni lundarfar og lög- hlýðni hverrar þjóðar fyrir sig. Eg veit að þú hefur farið svo víða að þú hefur eflaust tekið eftir þessu.“ Ég vona að íslenska þjóðin beri gæfu til þess að fá háa einkunn í fiamtíð- inni í umferöarmálum en til þess þarf gjörbreytt hugarfar. Þórður Halldórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.