Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 190'7
Viðtalið
Jón Þorsteinn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sápugeróarinnar
Frigg. OV-mynd BG
Framkvæmdastjóri Friggjar:
Bjart-
sýnn á
ftam-
tíðina
-segir Jón Þ. Gunnarsson
„Þetta er gamalt og traust fyrirtæki
sem hefur þróast frá því aö fram-
leiöslutækin voru gamall þvottapottur
upp í aö vera nýtískulegt íyrirtæki
með 45 marrns í vinnu sem fylgist
grannt með örum tækniframforum,"
sagði Jón Þorsteinn Gunnarsson sem
tók viö stöðu framkvæmdastjóra hjá
Sápugerðinni Frigg um mánaðamótin
síðustu.
„Ég þekki þetta fyrirtæki vel frá '
gamalli tíö. Ég vann þar fyrst á sumr-
in meðan ég var í námi og eftir að ég
lauk viðskiptafræðinámi svo aö ég
þekki starfsemina vel en hjá fyrirtæk-
inu hafa orðiö miklar breytingar,
sérstaklega síðustu tí u árin. Starfsem- '
in hefur ætíð byggst að mestu leyti á }:
framleiðslunni en nú hefur orðið að
leggja æ meiri áherslu á markaðssetn-
inguna og sölumennskuna því
samkeppnin er mjög hörð, sérlega
samkeppni við innflutninginn" sagði
Jón.
„Ég er mjög bjartsýnn á framtíö fyr-
irtækisins. Það hefur verið vel rekið
og er traust. En í þessum iðnaði eru
sífellt að verða til nýjungar sem við
verðum að fylgjast með. Það gerir
starfið enn meira spennandi og
skemmtilegra, við þurfum að vera vel
vakandi og lifandi."
Jón Þ. Gunnarsson tekur við starfi
framkvæmdastjóra af Gunnari J. Frið-
rikssyni sem staðið hefur viö stjóm-
völinn í 45 ár en hann tók við af fóður
sínum sem stofnaði fyrirtækið fyrir
nær sextiu ámm.
„TO að koma í veg fyrir misskilning
vil ég taka fram að ég er ekki sonur
Gunnars J. Friðrikssonar en það halda
svo margir þar sem stjóm fyrirtækis-
ins hefur frá upphafi verið í höndum
sömu fjölskyldunnar. Faðir minn er
Gunnar B. Guðmundsson, hafnar-
stjóri í Reykjavík, og móðir mín er
Guðrún J. Þorsteinsdóttir tónlistar-
kennari."
Jón varð stúdent frá Menntaskólan-
um rið Tjömina árið 1974. Hann
innritaðist í viöskiptafræðideild Há-
skóla íslands árið 1977 og útskrifaðist
þaðan 1982. Þá tók hann við starfi sem
markaðsstjóri hjá Frigg og gegndi því
til ársins 1986 er hann fór til Heidel-
berg í Vestur-Þýskalandi í sémám og
tók þar MBA-gráðu í lok júlí í sumar.
Við heimkomuna tók hann svo við
starfi framkvæmdastjóra hjá Frigg.
Jón er 33 ára gamall, 'kvæntur
Margréti Birgisdóttur. Hann á tvær
dætur, 12 og 9 ára gamlar.
„Helstu áhugamál mín til þessa hafa
verið kórsöngur og hestamennska. Ég
hef sungið með Karlakómum Fóst-
bræðrum og Mótettukór Hallgríms-
kirkju," sagði Jón.
-ATA
Ríkisspítalar eru stór og
íjölbreyttur virinustaður og
þar starfa um 3.000 manns;
við rannsóknir, lækningar,
hjúkrun, endurhæfmgu og
aðstoðvið sjúklinga og
aðstandendur þeirra.
Starfsemi Ríkisspítala fér
fram á nokkrum stöðum á
höfúðborgarsvæðinu;
á Landspítala, Kleppsspítala,
Vífilsstöðum, og Kópavogs-
hæli, auk hjúkrunarheimila
víðsvegar í Reykjavík. Krist-
neshælið við Akureyri og
Gunnarsholt eru einnig rekin
af Rikisspítölum.
Starfí hjá Ríkisspítölum
fylgja ýmis hlunnindi, svo
sem ókeypis vinnufatnaður
(eða fatapeningar), ódýrt
fæði í matsölum á vinnustað,
mikið atvinnuöryggi, öflugur
lífeyrissjóður og launahækk-
andi námskeið.
Okkur vantar fleira fólk til
starfa, ýhiist í íúllt starf eða
hlutastarf. Ef þú vilt reyna
eitthvað nýtt, afla þér þekk-
ingar og reynslu og fá innsýn
í mannleg samskipti á stórum
vinnustað þá ættirðu að hafa
samband við okkur í síma 91 -
29000.
Hér að neðan eru nokkur
dæmi um störf sem nú bjóð-
ast hjá Ríkisspítölum. í
starfslýsingu er talað um
meðallaun, en þau eru mis-
munandi eftir aldri eða
starfsaldri. Viðbótarmennt-
un sem nýtist í starfi og öll
viðurkennd námskeið, hækka
launin.
HJÚKRUNARFRÆÐIN GUR
Landspítalinn býður upp á
hjúkrun bráðveikra sjúklinga
eða langlegusjúklinga, barna
og fullorðinna, bæði almenn
og sérhæfð hjúkrunarstörf.
Fyrir þá sem hafa áhuga á
fræðslu eða stjórnun opnast
oft tækifæri. Allir sem hafa
áhuga fá tækifæri til að leggja
sitt af mörkum til hinna
ýmsu verkefna sem í gangi
eru hverju sinni.
Við bjóðum upp á einstak-
lingsbundna aðlögun og mis-
munandi vaktafyrirkomulag.
Komið og kynnið ykkur allt
sem er að gerast í hjúkrun á
Landspítalanum í dag.
Meðallaun: (án aukavinnu)
Mánaðarlaun eru 70.193 kr. með
vaktaálagi.
Fyrir hverja aukavakt eru greiddar
5.155 kr. Hlutastörf eru einnig í
boði.
Nánari upplýsingar eru veitt-
ar í síma 29000 hjá hjúkrunar-
framkvæmdast jóru m.
SJÚKRALIÐI
Við bjóðum upp á skemmti-
lega samvinnu í góðu and-
rúmslofti. Hér er tækifæri til
að annast sjúklinga með
mjög mismunandi þarfir og
ólík hjúkrunarvandamál. Hér
bjóðast oft tækifæri til að
bæta við sig þekkingu í formi
námskeiða auk reglubúnd-
innar ffæðslu sem er innan
ákveðinna eininga.
Meðallaun: (án aukavinnu)
Mánaðarlaun eru um 60.000 kr.
með vaktaálagi. Fyrir hverja auka-
vakt eru greiddar 3 982 kr. Hluta-
störf eru einnig í boði.
Nánari upplýsingar eru veitt-
ar í síma 29000 hjá hjúkrunar-
framkvæmdastjórum Hand-
lækninga- og Lyflækninga-
deilda.
STARFSMAÐUR Á SJÚKRA-
DEILD.
Störfin eru á Geðdeildum
Landspítalans og á Kópa-
vogshæli.
Starfsmaður á sjúkradeild
fæst við þjálfun, uppeldi og
umönnum sjúklinga og vinn-
ur í nánu samstarfi við hjúkr-
unarfræðinga, sjúkra- og iðju-
þjálfa, auk lækna og sálfræð-
inga.
Boðið verður upp á launa-
hækkandi námskeið í þeim
tilgangi að gera fólk hæfara
og veita því meiri innsýni
í starfið.
Meðallaun: (án aukavinnu)
Mánaðarlaun eru 45.665 kr. með
vaktaálagi.
Fyrir hverja aukavakt eru greiddar
3.235 kr.
STARFSMAÐUR Á SJÚKRA-
DEILD, í HLUTASTARFI Á
NÆTURVAKT.
Mánaðarlaun eru 39.118 kr. (mið-
að við 70% starf, 28 klst. á viku)
með álagi.
Fyrir hverja aukavakt eru greiddar
3.235 kr.
Nánari upplýsingar eru veitt-
ar á Geðdeild í síma 38160
eða 29000 (hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri) og á Kópa-
vogshæli í síma 41500
...fyrren þú hefur kynnt þér málið
RÍKISSPÍTALAR