Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987. Frjálst.óháð dagblað, Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Arias gegn róttæklingum Oscar Arias Sánchez er vel aö friðarverðlaunum Nóbels kominn. Hann er forseti Costa Rica, herlauss ríkis á ófriðarsvæði Mið-Ameríku, og höfundur friðar- samkomulagsins 7. ágúst, sem varð grundvöllur aukins lýðræðis í Nicaragua, er áður var á leið til einræðis. Arias er betur að verðlaununum kominn en þjóðar- leiðtogarnir Corazon Aquino á Filippseyjum og Raul Alfonsin í Argentínu, sem eru meira eða minna undir hælnum á herforingjum ríkja sinna. Val Ariasar bendir til, að verðlaunanefndin hafi hugsað málið vandlega. Róttæklingurinn Reagan Bandaríkjaforseti var sein- heppinn um daginn, þegar hann reyndi á ýmsan hátt að lítillækka Arias við komu hans til Bandaríkjanna, meðal annars með því að láta ekki embættismenn vera viðstadda, þegar hann ávarpaði bandaríska þingið. Friðarsamkomulag Ariasar var einnig undirritað af Ortega frá Nicaragua, Duarte frá E1 Salvador, Azcona frá Honduras og Cerezo frá Guatemala. Það leggur þess- um Mið-Ameríkuríkjum ýmsar skyldur á herðar til að ná friði innan landamæra sinna og milli þeirra. Hingað til hefur stjórn sandinista í Nicaragua fram- kvæmt það, sem hún lofaði í samkomulaginu. La Prensa, óháða dagblaðið, sem barðist áður gegn einræðisherran- um Somoza og síðan gegn sandinistum, hefur hafið útgáfu að nýju og er að þessu sinni ekki ritskoðað. Útvarpsstöð kaþólikka er aftur tekin til starfa. Tals- manni kaþólsku kirkjunnar, Bismarck Carballo, hefur verið hleypt inn í landið að nýju. Kardínálinn og stjórn- arandstæðingurinn Miguel Obando y Bravo hefur verið gerður að formanni svokallaðrar Þjóðarsáttarnefndar. Margt bendir til, að sandinistar séu meira að snyrta á yfirborðinu en undir niðri. Nýlega voru handteknir Lino Hernandez, formaður mannréttindanefndar lands- ins, og Alberto Saborio, forseti lögmannafélagsins. Lögregluhundum er sigað á mannréttindafundi Þegar Cruz Flores frá La Prensa tók mynd 15. ágúst af lögregluhundum, sem sigað var á friðsamt fundar- fólk, var filman gerð upptæk og ljósmyndaranum varpað í svartholið. Það er í ýmsu slíku afar grunnt á stalín- ismánum í sandinisma stjórnvaldanna í Nicaragua. Sandinistar treysta völd sín með því að skipa hvar- vetna hverfisnefndir sandinista, sem hafa tvenns konar hlutverk. Þær útdeila nauðsynlegum skömmtunarseðl- um til sumra, en ekki annarra. Og þær gefa skýrslur til leyniþjónustunnar um stjórnmálaskoðanir fólks. Raunar hafa sandinistar ekki lýðræðislegt umboð til að fara með völd í Nicaragua. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í síðustu kosningum, af því að sandinistar réðu öllum íjölmiðlum landsins og beittu slagsmálaliði til að hleypa upp fundum stjórnarandstöðuflokkanna. í þessum efnum skjóta sandinistar sér á bak við Reag- an Bandaríkjaforseta. Þeir segjast verða að láta hart mæta hörðu, því að hann haldi uppi sveitum skæruliða í landinu. Þetta eru svonefndir Contras, hópar ribbalda undir stjórn glæpamanna frá Somoza-tímanum. Bandaríkin ættu að reyna að bæta fyrir brot sín frá Somoza-tímanum með því að stuðla að friði í Nic- aragua. í staðinn bætir forsetinn gráu ofan á svart með því að halda uppi glæpasveitum Contras með löglega og ólöglega fengnu fé, meðal annars frá vinunum í íran. Arias verðlaunahafi hefur hins vegar sómann af að hafa tekizt að vinda lítillega ofan af ósómanum, sem róttækhngar Reagans og sandinista hafa undið upp. Jónas Kristjánsson Frá „slagveðursgöngunni" í Mosfellsbæ. Farin til að vekja athygli, ekki til að mótmæla. Umferð í þéttbýli Unvferðarijds eða hringtorg? Nýlega tók ég þátt í slagveðurs- göngu í Mosfellsbæ til að vekja athygli á tíðum og alvarlegum slys- um þar sem Vesturlandsvegur liggur í gegnum þéttbýlið. Með þess- ari göngu var ekki verið að mótmæla einu eða neinu eða hafa uppi kröfur, aöeins að vekja okkur sem við þetta búum og aðra er leiö eiga um þenn- an vegarpart til umhugsunar um ástandið og hvað væri til úrbóta. Þaö var ekki laust við að mér hnykkti við þegar mér varð ljóst að margir göngumanna voru með í för- um til aö segja bOaumferð stríð á hendur! Hvar værum við Mosfell- ingar staddir ef bUaumferðar nyti ekki við, og ef hún væri ekki svo greið sem hún þó er? Vissulega vUdum við fegnir sjá af gegnumakstrinum gegnum bæinn okkar og má í því sambandi minna á að þegar núverandi þjóðvegur var lagður þar sem hann er var það tU bráðabirgða til að spara peninga. Samþykkt aðalskipulag gerir ráð fyrir aUt öðru fyrirkomulagi. Ég fyr- ir mitt leyti vUdi koma umferðinni vestur og norður fyrir okkur niður að sjó, eöa allra helst, eins og stung- ið hefur verið upp á, út í Geldinganes og þaðan á brú yfir á Kjalames. En þangað til niðurstaða er fundin og fariö veröur að varanlegu skipulagi verðum við að læra að Ufa við þessa umferð og hún við okkur. Viö verðum líka sjálf að temja okk- ur mannsæmandi ökusiði, bæði í bænum okkar og annars staöar. Við verðum einnig og ekki síður að sýna fyrirhyggju og aðgát þegar við erum gangandi, hjólandi, á hestbaki eða jafnvel á vinnuvélum. Og viö verð- um að innræta bömunum okkar þetta líka. Hjólaði fyrir bii Fyrir nokkrum árum varð eitt bama minna fyrir bU á þessum kafla Vesturlandsvegar. Það hjólaði fyrir bU sem á eftir því kom á mjög skikk- anlegri ferð. Veslings bUstjórinn gat ekkert gert til að afstýra þessu. Sem betur fór varð ekki slys á fólki í þessu ttiviki, aðeins eignatjón. Þama var „hinni vondu btiaumferð” ekki um að kenna, aðeins kunnáttuleysi, ábyrgðarleysi og aðgæsluleysi af- komanda míns. Hann er ekki einn um svona glópsku, því miður. Oft hefur hlotist verra af glópskunni en í þetta skipti. Hins vegar er okkur, sem eigum heima í Hhðartúni, enn til undrunar hvers vegna ekki er lagað agnarögn til meðfram veginum, svo þar komi þægUeg göngu- og jafnvel reiðhjóla- braut upp að miðbænum. Það heföi Kjallariim Sigurður Hreiðar ritstjóri ekki þurft að laga ljósleiðaraskurð- inn frá í sumar svo ýkja mikið að ofan til þess að gera á honum ágæta braut til þessara nota, mestan hluta leiðarinnar. Hringtorg fýsilegur kostur Nú les maður í blöðum að til standi aö gera okkur undirgöng á móts við Brúarland og umferðarljós á gatna- mótum Vesturlandsvegar og Þver- holts/Reykjavegar. Eflaust verður þetta til bóta. Ef vel ætti að vera þyrfti að fá fleiri umferðarljós á Vesturlandsveg: við Hlíðartún, Langatanga, Þverholt, Álafossveg, Ásland og ÞingvaUaveg. En þetta blöskrar mönnum efalaust og fæst Uklega seint. Ekki fyrr en eftir allnokkur slys í viðbót. Ennþá betra en umferðarljós væri að fá góð hringtorg á einhverja af þessum stöðum, svo sem staðinn þar sem nú er gefið fyrirheit um ljós. Raunar er undrunarefni hvers vegna hringtorg eru ekki notuð meira en raun ber vitni. Það sýnir sig á helstu hringtorgum Reykjavík- ur að þau flytja ótrúlega mikla umferð og hafa þann augljósa kost umfram umferðarljós að hleypa umferðinni hindrunarlaust í gegn þegar hún er lítti. Hringtorg eru daglega að sanna gUdi sitt í umferðinni í Reykjavík. Umferð um þau tefst minna heldur en þar sem ljós eru. Þar við bætist að slys á þeim eru fátíðari en sam- bærUegum gatnamótum þar sem umferð er stjómað með ljósum. Árin 1971 til 1979 urðu 370 umferðaróhöpp á MUdatorgi og 7 manns slösuðust. Á sama tíma urðu 390 óhöpp á gatna- mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar en 48 manns slösuðust, auk þess sem eignatjón varð miklu meira. Nýrri tölur era mér ekki handbærar en ég þori að fuUyrða að þær hafa ekki breyst umferðarljósum í hag. Stórfelld fækkun slysa Erlendis er reynslan sú að slysum fækkar við að breyta ljósagatnamót- um í hringtorg. í Buckinghamshire á Englandi voru aðeins þrjú hring- torg árið 1965. Síðan hefur þeim verið ftölgaö upp í 150 og yfirvöld skírisins segja að við það hafi slysum fækkað um 65% á þessum gatnamót- um. Annað dæmi er gatnamót í Gabýl á Suður-Jótlandi í Danmörku. Þar mættust tvær götur með fimm akreinum, tvær með tveimur og tvær með einni, stjómað með um- ferðarljósum. Þar slösuðust átta á tveimur síðustu árunum áður en ljósunum var hent og hringtorg lagt í staðinn. Næstu tvö árin á eftir slös- uðust aðeins tveir á þessum stað. Ég er fuUviss um að í mörgum til- vikum eru hringtorg heppUegri kostur en sú hörmung sem gerð er úr sumum gatnamótum með steypt- um eyjum inn á miUi akreina og útvíkkuðum akbrautum út frá þeim upprunalegu. Dæmi um þetta eru títtnefndar krossgötur Vesturlands- vegar og Þverholts/Reykjavegar í Mosfellsbæ, þar sem þegar hafa orð- ið hrikaleg slys af því menn hafa ekki áttað sig á því að svona hindrun sprettur aUt í einu upp úr miðjum vegi. Þar að auki hleður snjó að þess- um upphækkunum og veldur þæfingi og hálku. Óskapnaðurinn við Höfðabakka Annað svona afstyrmi er nýkomiö til skjalanna á mótum Vesturlands- vegar og Höföabakka. Hætt er við að einhver sem kemur ofan að eigi eftir í dimmviðri við vondar aðstæð- ur að lenda á eyjarkleggjanum sem aUt í einu rís upp af miðri götunni, þar sem allri umferð er skyndtiega skotið til hægri. Þar við bætist, sem fram kom fyrsta frostmorguninn á þessu hausti, að vatn lekur undan og meðfram eyjaróskapnaðinum Reykjavíkurmegin og myndar þar sveUbunka, einmitt þar sem lykkjan Uggur af útskotinu aftur upp á eðU- lega akbraut. Og gatnamálastjóri viU ekki að við notum nagla. Enn verri eru þessi gatnamót sjálf- sagt frá sjónarhóh Árbæinga og Breiðhyltinga, sem eiga undan halla að fara og þurfa svo í þokkabót að aka í J en ekki bara L eins og eðUleg gatnamót ættu að vera. Eru svona klastursgatnamót virki- lega skásti kosturinn? Sigurður Hreiðar „Raunar er undrunarefni hvers vegna hringtorg eru ekki notuð meira en raun ber vitni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.