Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987. Menning 17 Songvaraemi Elin Ósk Óskarsdóttir: Undirl. Ólafur Vignlr Albertsson. Útg: örn og örlygur. Þá eru jólaplötumar komnar á markaöinn, sumar aö minnsta kosti, enda vetur í bæ. Sú fyrsta sem okk- ur barst á fóninn er íslenskt og erlent söngvasafn með Elínu Ósk Oskars- dóttur sópran og Ólafi. Vigni Alberts- Hljómplötur Leifur Þórarinsson syni píanóleikara. Það eru Öm og Örlygur sem gefa plötuna út, en hún mun hljóðrituð í Hlégaröi, af Hall- dóri Víkingssyni og skorin og þrykkt af Teldec í Hamborg. Elín Ósk vakti mikla athygli þegar hún söng Toscu í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Vora menn sammála um að þama væri komið mikið söngvaraefni sem spennandi væri að fylgjast með. Síðan hefur bæði heyrst í henni á sinfóníutón- leikum og á tónleikum Kammer- sveitar Reykjavikur og olli það engum vonbrigðum. Og það er held- Elin Ósk Óskarsdóttir. ur ekki rétt að segja að þessi fyrsta plata Elínar valdi beinlínis von- brigðum þó hún veki þá hugsun að vissara sé að fara varlega í þessa sálma. Á grammófónplötu veröur skiljanlega engu breytt, þar em allir kostir og gallar greyptir svo lengi sem plastið endist, sem stundum er alltof lengi. Það sem lýtir helst söng Elínar Óskar á þessari plötu, sérstaklega í lögum eftir Sigfús Einarsson, Kalda- lóns og Pál ísólfsson, er óskýr framburður texta og einhæf radd- beiting. Það er svosem ekkert nýtt að ungir og upprennandi ópera- söngvarar tapi sér í „vókalisum" suður á Ítalíu. Það tilheyrir kannski náminu að mýkja samhljóðana svo að ekki heyrist orðaskil. En oftast lagast þetta þegar fram líða stundir og það er ekki ólíklegt að Elín Ósk eigi eftir að syngja margt fallegt á íslensku. Einhæf raddbeiting, með þungu „víbrató“, er líka (vonandi) stundarfyrirbæri hiá söngkonunni, hún hefur það mikla og eðlilega nátt- úrurödd að henni ættu að vera flestar aðrar leiði færar. Útlenska músíkin er öll frá Ítalíu, söngvar eftir Tosti og aríur úr óper- um eftir Verdi og Puccini. Þar er túlkunin líka dálítið einhæf, þung, blæbrigðamunur í lágmarki. Undirleikur Ólafs Vignis gefur ekki tilefni til langrar umræðu, hann er vandaður en vekur ekki sterkar tilfinningar. I,.Þ. FERÐAKLÚBBURINN 4x4 HELDUR SÝNINGU MEÐ ÞÁTTTÖKU ÝMISSA FYRIRTÆKJA 16.-18. okt: w I REIÐHÖLLINNI VÍÐIDAL Hafsteinn Austmann - Eftir regn, vatnslitamynd, 1987. Kliðfastar og hugljúfar Sýning Hafsteins Austmanns í Gallerí íslensk list Hafsteinn Austmann verður að telja úthaldsbestan íslenskra af- straktmálara og um leið þann fágaðasta þeirra. í meir en þijátíu ár hefur hann rækt og ræktað sína fínlegu afstraktlist, án þess að skeyta hætishót um tískusveiflur í heims- listinni, hvaö þá um hina svokölluðu „fígúratífu skírskotun“ sem raskað hefuí ró margra góðra listamanna. Hafsteinn hóf myndlistarferil sinn um miðjan sjötta áratuginn undir merkjum strangflatalistarinnar, en í kjölfar hinnar ljóðrænu afstrakt- listar tók hann að mýkja allar áherslur í myndum sínum. Við upphaf sjöunda áratugarins var Hafsteinn búinn að fhma sér gullinn meðalveg milli harðlínu- stefnu og mýktar í málaralist sinni. Það gerði hann með því að við- halda hinu bjarta, stundum við- kvæmnislega litrófi sínu og aðlaðandi áferð, en slá utan um þetta tvennt gfidum innviðum í „flug“-stíl Þorvalds Skúlasonar. Þannig lukkaðist Hafsteini aö gera myndir sínar bæði ramm- og fín- gerðar. Síðan hefur hann veriö við þetta sama heygarðshom. MyncUist Aðalsteinn Ingólfsson Vissulega má margt gott segja um þessar myndir Hafsteins. Þær em pottþéttar tæknilega, yfirleitt bjartar í litum og kvikar í teikningu, nokkuð svo nærverugóðar, hvort sem er á heimili eða á opinbemm vettvangi. Þeim má líkja við kliðfasta og hug- ljúfa Vínarmúsík Roberts Stoltz. Sem er lika helsti gallinn viö þær. Hingað til virðist Hafsteinn hafa haft litla löngun til að breyta til, ýta við sjálfum sér eða okkur, né heldur að kafa undir þetta áferðarfallega yfirborð sem hann hefur gert að sér- grein sinni. í seinni tið er þó eins og Hafsteinn sé á höttunum eftir traustari kjöl- festu fyrir málverk sín og frjálslegri vinnubrögðum i vatnslitunum. Málverkin era mörg massífari í útiiti en áður og ískyggilegri í litum og vatnslitimir hafa að hluta til hrist af sér staðlaða myndskipan á la Þor- valdur og teygja sig um gjörvalla pappírsörkina á la Kristján Davíðs- son. Sýning Hafsteins á vatnslitamynd- um í Gallerí íslensk Ust við Vestur- götu er eins og mitt á milfi þeirra tveggja vita sem hér hafa verið nefndir, með tilheyrandi kostum og göllum. í tilefni af sýningunni hefur Usta- maðurinn gefið út vandaða, Utprent- aða sýningarskrá sem fengur er að. -ai SÝND VERÐA FARARTÆKI FÉLAGSMANNA ÁSAMT ÚRVALI NÝRRA OG BREYTTRA BÍLA AÐGANGSEYRIR KR.300.- FRÍTT FYRIR BÖRN YNGRIEN 12ÁRA í FYLGD FULLORÐNA KEPPT VERÐUR í AKSTRI FJARSTÝRÐRA BÍLA OG MARGT FLEIRA VERÐUR Á BOÐSTÓLUM OPIÐ FÖSTUD. KL.16-22 LAUGARD. OG SUNNUD. KL. 10-20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.