Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987. 15 Heima er ekki best - heima er hættulegasl Hagstofa EBE rannsakaði fjölda slysa á bömum í Evrópu og komst að þeirri niðurstöðu að á ári hverju verða 20.000.000 (tuttugu milljónir) bama fyrir slysum í heimahúsum. Af þeim deyja 20.000 og 30.000 verða öryrkjar. En bömin em ekki eini hópurinn. Gamalt fólk er einnig oft í hættu þótt ástæðumar séu ekki þær sömu. Athugað hefur verið að heildarfjöldi heimaslysa er stærsti ílokkur slysa á einstaklingum og er það einnig staðreynd á öllum Norðurlöndum. Eitt mesta slysalandið er ísland. Á Norðurlöndum var byijað að athuga slysafjölda og orsakir slysa þegar 1975. Samkvæmt rannsóknum í ýmsum löndum, t.d. Japan, Bret- landi og Bandaríkjunum, kom í ljós að upplýsingar um skrásetningu slasaðra, sem komu á slysadeildir sjúkrahúsa, vom bestar hér. Hér var hægt að finna, auk aldurs og kyns, upplýsingar um tildrög slysa og siysavalda. Þessar upplýsingar em nauðsynlegar til að finna aðferðir til að fækka slysum. Samnorrænar rannsóknir em íslandi að kostnað- arlausu. Þrátt fyrir þaö fóm fulltrú- ar íslands úr samvinnu í rannsókn- armálum árið 1985 (Utskott for undersökningssamordning) og er ástandið nú eins og í þróunarlönd- um. Rannsókn á íslandi 1979 var að fullu greidd af íslendingum. 6 mán- uði af árinu 1977 var ákveðið að athuga heimaslys á öllum Norðurl- öndunum og tók ísland þátt í rannsókninni sem ég stjómaði. Slysavaldar vom skrásettir og staðl- aðir og handbók, sem þá var skrifuð, er ennþá í notkun. Hvernig er ástandið á íslandi? Árið 1980 var ár fatlaðra og því ákveðið að athuga alls konar slys. Var mér þá faiið að athuga heima- slys og ákvað ég að taka saman allar fáanlegar upplýsingar um sjúklinga sem komu á slysadeild Borgarspítal- ans árið 1979 og komu frá „slysstaðn- um nr. 06 - heimahúsi“. Vora þeir samtals 8.405 af alls 35.767 manns. Líklegt er að um 8% þeirra hafi kom- ið frá öðrum sjúkrasamlögum utan höfuðborgarsvæðis og 1% vom út- lendingar (skv. reynslu ára 1980 og 1981). Þegar dregin em frá slys í heima- húsum, orsökuð af ölvun, sjálfsá- verkum og viljandi áverkum frá öðrum, vom 7.562 manns eftir. Fjöldi heimaslysa var mun meiri en slys annars staðar. í umferðarslysum höfðu lent 1.736 manns. Læknar at- huguðu slysaorsakir og slysavalda ogfundu að af þessum 7.562 sjúkling- um vora 2.305 böm undir fimm ára aldri. Vegna bráðra sjúkdóma komu alls 672. Raunverulega slasaðir í heimahúsum vom því 6.890. Fjöldi slasaðra var þvi mjög mikill enda dó 21 þar sem heimaslys var aðalor- sökin eða samverkandi. Hvað er hættulegast? a. Eitrað gas. Árið 1979 dóu 5 manns, þ.m.t. 4 ára bam, af völdum eitrunar af kolsýringi (kolmonoxide) sem myndast oft við bruna í húsum og húsgögnum. Ári seinna dóu tvö böm af blásýmeitrun. Vindlingur, sem logaði í, mun hafa dottið niður milli baks og sætis í stól eða sófa. Vom húsgögn stoppuð með ullar- bútum. Prótín brennur með myndun blásým og dúnn er einnig prótín- efni. Þetta þýðir að fólk, sem reykir í rúminu, getur dáið af blásýmeitrun pg em dæmi um slík dauðaslys á íslandi, þó ekki í heimaslysum, árið 1979 á höfuðborgarsvæðinu. b. Fall og hras era algengustu slysavaldar og má þá benda á tvennt: hringstiga og fall á jafnsléttu. Gam- alt fólk dettur oft úr rúmum sínum og auk þess dettur gamalt fólk af því að hægindastólar á íslandi era of lágir og erfitt að standa upp úr þeim eða setjast niður. Gamalt fólk, sem fær oft brot á lærleggshálsi, verður að liggja kyrrt og fær þess vegna lungnabólgu. Fallið var því samverkandi dánar- orsök. Ráðlegt er því að hafa rúm með grind handa gömlu fólki eins og á sjúkrahúsum. Eins og í Noregi er nauðsynlegt að framleiða og selja á íslandi hægindastóla í tveimur sætishæðum, minnst 45 cm yfir gólfi, fyrir fólk á efri árum. c. Eitranir, þ.m.t. tærandi sár (æt- isár). Af tærandi efnum er, eins og allir vita, vítissóti verstur, og hann má ekki ekki vera í hillum í sjálfsaf- greiðsluverslunum á íslandi. Næst á eftir kemur mjög algengt efni, duft til notkunar í sjálfvirkum upp- þvottavélum. íslenskur drengur, Bragi Bragason, 3 ára, er nú þegar orðinn öryrki af völdum sliks dufts. Hann getur aldrei framar borðað og andað á venjulegan hátt. Hann fær mat og loft gegnum slöngur beint í maga og beint í lungu. Duftið, sem bamið neytti, FINISH, var ekki merkt á íslensku en var merkt með hættumerkingu og orðinu „Æts- ende“ á dönsku. Innflytjandi hafði aldrei tekið eftir þvi. Varan var ekki merkt, enda ekki til á lista hættulegs vamings árið 1977. Nauðsynlegt er, og reglugerð er í deiglunni, að allar innfluttar vömr, sem eftir innihaldi, í orðum og myndum sýna hættulegt efni, verði merktar á islensku og greinilega allar innlendar vörur. Rétt er að muna eftir að samkvæmt bygg- ingarreglugerð frá 1979 ætti að vera einn læsanlegur, bamaheldur skáp- ur í öllum íbúðum og er lagt til að breyta reglugerðinni til að krefjast tveggja læstra skápa. Það er hægt og nauðsynlegt að kaupa og setja inn í alla skápa í eldri húsum lok, sem bömin geta ekki opnað, og heitir lokið KINDERGARD. d. Lyf. Böm taka oft lyf sem þau þekkja en taka of mikið eða taka önnur lyf úr ísskápnum og jafnvel handtösku mömmu eða ömmu. Að- eins fá lyf, um 4%, er nauðsynlegt að geyma á köldum stað og em lyfin þá merkt. Öll önnur lyf ætti að geyma í læsanlegum lyfjaskáp. Æskilegt er og að geyma snyrtivörur þar. e. Tóbak. Böm leggja sér til munns allt sem þau geta náð í, þ.á m. vindl- ingastubba. Því er ráðlegt að hafa í húsum bamafjölskyldna aðeins öskubakka með loki. f. Eitraðar plöntur. í mánuði hveij- um, jafnvel tvisvar í mánuði, koma til slysadeildar böm sem hafa borðað plöntublöð. Skv. skýrslum lyfjafræð- ings, Ólafs B. Guðmundssonar, og Blómablaði em varhugaverðustu heimilisplöntur nería og dieffen- bacchia (köllubróðir). Nerían getur orðið fólki aö bana og svipar til cur- are, eiturs sem indíánar notuðu sem örvaeitur. Rétt er að hafa engar plöntur í seilingu bama. í athugun er að gefa út reglugerð, eins og ann- ars staðar á Noðurlöndum, um að hættulegar plöntur verði merktar við sölu. KjaUariim Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur g. Köfnun vegna matarbita sem festist í hálsi. Nokkur dauðaslys í heimahúsum verða áriega vegna þess að matarbiti festist í hálsi fólks og er þetta algengast hjá öldmðu fólki og vangefnum. Nauðsynlegt er að athuga að fæða þessa fólks sé smáskorin og öll bein tekin burt úr harðfiski. h. Brunasár. Smáböm brennast oft er þau sitja í kjöltu fullorðinna sem em að drekka heita drykki. Böm eiga að sitja í bamastólum þegar svona stendur á. Önnur brunasár orsakast af því að eldunarplötur og eldavélar em heitar án þess að tekið sé eftir því. Æskilegt væri því að hér fengjust „handrið" um yfirborð elda- véla og öryggisnet við bökunarofna eins og fást annars staðar á Norður- löndunum. i. Almennt er æskilegt að heimilis- fólk athugi heimilið gaumgæfilega til þess að finna slysavalda. Rétt er að benda á að EBE hefur ákveðið að gera árið 1988 að ári um bamaör- yggi. Talið er að hægt sé að koma í veg fyrir 90% heimaslysa á bömum. Vonandi getur ísland tekið þátt í þessu. Aðalnauðsyn Afar nauðsynlegt er að kyrrna hættuna almenningi. Best og ein- faldast er að nota sjónvarpið, ekki þó í formi fyrirlestra heldur með því að sýna slysavalda. Nauðsynlegt er og að kenna í bamaskólum. Bama- sérfræðingar halda að æskilegt sé að nota forvitni 9 ára bama og fræða þau um slysahættu á heimilum. Bömin munu þá tala við foreldrana. Eirika A. Friðriksdóttir „Þegar dregin eru frá slys 1 heimahús- um, orsökuð af ölvun, sjálfsáverkum og viljandi áverkum frá öðrum, voru 7.562 manns eftir.“ Launamisréttið í þjóðfélaginu Kennarar era uppalendur nútím- ans. Kennarar em í því hlutverki að matreiða þurr fræði ofan í nem- endur, sem alast upp hjá fóstmm en ekki foreldram, á þann hátt að þau hafi uppeldisgildi. Skyldi þetta vera fag í Kennaraháskólanum? Er þetta metið til launa hjá kennurum? Kannski em laun kennara metin á svipaðan hátt og hlutverk mæðra áður eða laun fóstra núna? Að bera ábyrgð Hvemig skyldi það vera með þá sem bera ábyrgð á því að bömin geti tekið við stjóm landsins? Vita þeir kannski of vel hvað það vantar mikið upp á að uppeldisaðstæður geti talist eðlilegar? Kannski berum við öll ábyrgð á því að fólk geti ahð upp böm á heilbrigðan hátt. íslend- ingar hafa séð sér leik á borði og viðhaldið gömlu hjúastéttinni. Gam- alt fólk, þurfamenn og „ólánssamar" konur og menn af ýmsu tagi gamla tímans gegndu því hlutverki að taka að sér skítverk og annað sem þurfa þótti á heimilum ríkara fólksins. Þetta var fátækt fólk sem réð sig í vist og gaf sitt lífsstarf fyrir brauð- mola og húsaskjól sem mætti afgangi hjá ríka fólkinu. Við íslendingar er- um fínt fólk. Reyndar danskir, norskir, breskir, irskir og bandarísk- ir, allt eftir því sem hentar aðstæð- um. Þeir norsku kenna sig við Harald hárfagra, þeir keltnesku við Arthúr og riddara hringborðsins og þeir bandarísku við Rockefeller, síð- an kenna þeir dönsku sig við Ingiríði Kjállariim Magnús Einarsson nemi drottningu þótt hún sé sænsk, við kaupum það besta og dýrasta frá þessum löndum og reisum hallir til að minna okkur á ættemið. Síðan vinsum við úr og þeir sem koma úr höllunum í ljótum fótum með fáa poka eða fara ekki í höllina geta kennt sig við meinlætalifnað papa, útlegumenn í óbyggð eða lagst svo lágt að vera af ribböldum frá Noregi. Gáfaða fólkið er fyrir utan og ofan þetta allt og vitnar í fomaldarfræði Snorra Sturlusonar og ádeilur Halldórs Laxness. Nú er svo komið að íslendingar hafa komið gáfaða fólkinu og þessum utanveltu fyrir í því gati sem myndaðist í stéttasam- félaginu þegar húsmennska lagðist ai'. Gáfaða fólkið Sá hlær best sem síðast hlær, segja þeir sem skála í höllunum þessa dagana og gáfaða fólkið rembist, skuldugt, við að ala upp bömin sín í mismunandi illa búnum stofnmv um og þeir utanveltu verka fiskinn og ræsta hallimar. Þetta fólk mætir „macarthy-isma“ er það berst fyrir hærri lamium og er allt gert að kommum, fjárhagsleg- um afætum og þjóðaróvinum 1,2 og 3, líkt og sauðkindin voðalega sem étur upp skóga, gras og ríkiskass- ann. Og síðast en ekki síst er þessari vondu verðbólgu vísað til fóður- húsanna, til gáfaða fólksins sem fann upp þetta stórvarasama hug- tak, að vont sé að eyða um efni fram. íslendingar koma gáfaða fólkinu bara fyrir í stofnunum og láta það sjá um að ala upp og fræða böm, unglinga og fullorðna og borga því lúsarlaun svo hinir geti verið aðall í fínum og flottum höllum í friði. Síðan er sagt að þetta sé hvort sem er bara endemis menntasnobb og upp til hópa fólk, sem aldrei taki til hendinni, heldur kjafti frá sér allt vit og spilli bömunum. Óhæfir upp- alendur og sanngjamt að láta það tína brauðmolana sem hrökkva af veisluborði hallarinnar. Gáfað fólk (menntafólk), og utanveltu, hefur sama stimpil í stéttasamfélaginu og SÍS hefur í viðskiptaheimi landsins, dálítið dökkan. Rangtgildismat Kannski skiptir það ekki máh að heilbrigt fólk ali upp og fræði heil- brigð böm? Kannski er fíni bíllinn nágrannans merkilegra markmið en að ala bömin upp á heilbrigðan hátt. Það skiptir e.t.v. meira máli aö borga minni skatt til uppeldismála en aö geta ekki keypt video. Eða að vinna mikla eftirvinnu til að borga af fína bílnum og einbýlishúsinu en að leyfa baminu sínu að kynnast sér. Það er e.t.v. hærra markmið að efla umfang sálfræðiþjónustu fram- tíðarinnar svo að það slái við mennta- og uppeldiskerfinu. Og að í framtíðinni verði ekki hægt að bæta laun kennara og fóstra svo að hæft fólk fáist til að vinna þau störf, án þess að fóma sér og fá skömm í hatt- inn vegna þeirrar einfóldu ástæðu og félags- og sálfræðiþjónusta fram- tíðarinnar taki of núkhm toll af skattpeningum. Hvers vegna ekki að hætta, áöur en það verður um seinan, efla um- ræðu um þessi mál svo að eftir sé tekið, því breytinga er þörf. Það hef- ur skapast ringulreið. Þetta em bæði stór orð og sterk, en sterkur litur sést betur en daufur. Gildin era vitlaust metin. Peningar ráða miklu en ef peningar geta ráðið öllu hvar er þá maðurinn? Það er auljóst að það er ekkert slæmt að vinna vel og koma sér áfram og verða ríkur, það hlýtur að stuðla að jákvæðri samkeppni og einnig hlýtur það að velja úr þá hæfústu til að velta peningum. En að ríkið sem atvinnurekandi uppeld- is og ff æðslu i landinu leggi sig fram um að bjóða léleg laun og starfsað- stöðu leiðir auðvitað til þess að samkeppni og val í þessum atvinnu- greinum verður neikvætt. Og á hveijum bitnar það? Bömum sem eiga að taka við baráttunni, bömum sem eiga eftir að berjast um hver velti mestum peningum eða ali best upp og fræði böm. Hver á að borga brúsann þegar peningamir fara að stjóma sjálfum sér og fólki sem kann hvorki aö fara með pen- inga né böm? Gildin em vitlaust metin. Er það eðlilegt í þjóðfélagi á tuttugstu öld sem á að vera svo vel upplýst? Eflum umræðu um þessi mál. Magnús Einarsson „Það skiptir e.t.v. meira máli að borga minni skatt til uppeldismála en að geta ekki keypt video.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.