Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 22
22. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987. Erlendir fréttaritarar Einkasjúkrahús skjóta upp kollin- um í Danmörku Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfiu Það virðist kominn mikill kippur í aðila þá sem hafa áhuga á út- breiðslu einkasjúkrahúsa í Dan- mörku. Meðan tvö slík eru að verða að veruleika skjóta áætlanir um það þriðja upp kollinum. Eiga öll þijú að vera staðsett á Sjálandi. Aðalhvatamaður að stofnun fyrsta einkasjúkrahússins, sem nefnist Borup, óttast ekki samkeppni milli sjúkrahúsanna þriggja um greiðslu- gjama sjúklinga. Segir hann að ef reynsla Englendinga sé yfirfærð á danskar aðstæður megi léttilega fylla þúsund sjúkrarúm. Á tveimur fyrstu einkasjúkrahúsunum séu að- eins hundraö íjörutíu og átta rúm þannig að nóg veröi aö gera. Fjárfestingarhvöt Aðstandendur Borupsjúkrahúss- ins eru bjartsýnir, einnig hvað varðar íjárfestingarhvöt fólks. í byrj- un var fólk reyndar tregt til að fjárfesta en nú eru fjögur þúsund og eitt hundrað manns orðnir meðlimir aö hlutafélagi því sem stendur að vbaki sjúkrahússins. Stendur til að auka hlutabréfafjár- magnið úr tiu milljónum í ijörutíu milljónir danskra króna og segir stjóm sjúkrahússins að það muni ganga léttilega. Nú megi sjá bygging- ar rísa, auk þess sem mesta gagnrýn- in hafi hjaðnað. Sú gagnrýni olli reyndar hiM meðal banka og trygg- ingafélaga. í dag geti allir séð að hið opinbera heilbrigðiskerfi verður æ lakara með degi hvetjum og biðlist- amir lengri en nokkm sinni fyrr. Því fái einkaframtakið nú hið gullna tækifæri. Arður eftir nokkur ár Takmarkið sé einfalt en fullt metn- aðar. Einkasjúkrahúsið á að vera forsmekkur fyrir danska heilbrigð- iskerfið og sýna hvemig sjúkrahús starfar best. Mun Bomp sjúkrahúsið kosta hundrað og tuttugu til hundrað og fjörutíu milljónir danskra króna í byggingu og lofa bjartsýnir hvata- menn hluthöfunum arði eftir tvö til þijú ár. Hvemig hlutimir munu ganga fyr- ir sig er ekki auðvelt að veiða upp úr aðstandendunum. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um verð fyrir inn; lögn og skurðaðgerð fyrr en líður að opnuninni sem áætlað er að verði í lok árs 1989. Þó er gert ráð fyrir að skurðaðgerð á hné geti kostað allt að sjötíu þúsund danskar krónur og gallsteinaaðgerð um þijátíu og tvö þúsund. Hámarksnýting Besta starfsemi á, að sögn eins læknanna, að tryggja með strangri stjómun og hámarksnýtingu starfs- krafts og tækja. Annars virðist uppskriftin vera eitthvað á þessa leið. Á sjúkrahúsinu veröur lítíll hópur fastráðinna lækna en samtals verður starfsliðið hundrað og fimm- tíu manns. Ætlunin er að utanað- komandi sérfræðingar komi með sjúklinga sína og eigið aðstoðarfólk tíl að framkvæma skurðaðgerðir og það getur gerst hvenær sem er dags- ins, jafnvel á jólanótt. Bara að óskum og þörfum sjúklingsins sé fullnægt. Segir læknirinn að ekki verði erf- itt að fá fólk til vinnu á hvaða tíma sem er þó læknar hafi fyrir löngu samþykkt að gera ekki samninga við Á einkasjúkrahúsunum munu skurðaðgerðir verða framkvæmdar hvenær sem er, jafnvel á jólanótt. Bara að óskum og þörfum sjúklinganna sé full- nægt. einkasjúkrahús þar sem greitt er in ekki við að margir borgi beint fyrir meðferð. fyrir læknishjálpina. Biðlistaaðgerðir Sjúkrahúsið mun í fyrstu einbeita sér að að biðlistaaðgerðum, þaö er aðgerðum sem bíða verður eftir að fá framkvæmdar hjá hinu opinbera. Sé ekki endilega leitað til þeirra ríku heldur til þeirra er þjáðst hafa af mjaðmar- og hnjáverkjum í áraraðir á meðan þeir hafa beðið eför plássi hjá hinu opinbera. Eins er hugsað um manninn sem fer á hausinn ef hann kemst ekki á skurðarborðið á hentugum tíma. Innlögn krefst tólf hundruö króna meðlimagjalds til hlutafélagsins sem leggst ofan á reikninginn. En burtséð frá útlendingum með vasana fulla af peningum búast einkasjúkrahús- T ryggingafy rirkomulag Lausnin sé tryggingafyrirkomu- lag. Hefur enskt tryggingafélag fyrir löngu boðið upp á tryggingar er fjár- mögnuðu allan kostnað gegn árlegu iðgjaldi upp á fimm þúsund og sjö hundruð danskar krónur. Til sam- anburðar má geta þess að hver Dani greiðir í dag að meðaltali sex þúsund danskar krónur til heilbrigðiskerfis- ins. Auk þess hafa tvö ónafngreind tryggingafélög í Danmörku boðið upp á sjúkratryggingar ef tryggt yrði að minnst fimm þúsund manns keyptu þær. Loks hefur stjóm sjúkrahússins upplýst að til að tryggja bestan mögulegan rekstur þurfi flöldi með- lima að nema tuttugu þúsundum. Islenskar kvik- myndir í brenni- depli í Austurríki Snorri Valssan, DV, Vín: Það er ekki oft sem maður sér glitta í ástkæra foðurlandið í imbakassanum hér í Austurríki og er þaö miður. Föstudagskvöldið síðastliðið var þó undantekning frá þessari meginreglu. Þá var sýndur hér í sjónvarpinu þáttur um íslenska kvikmyndagerð og bar hann titilinn „Víkingamir korna". Var þar vísað til fyrri tíma þegar vík- ingar norðursins réðust suður um lönd og var getum að því leitt að Evr- ópubúum félli þetta áhlaup betur í geð. Það var einkum tvennt sem vakti sérstaka athygli við þennan þátt. Ann- ars vegar var það hinn góði útsending- artími því að þátturinn var sendur út skömmu eftir aðalfréttir kvöldsins. Hins vegar var það hversu blandaður þátturinn var. Að vísu byggðist hann aö mestu upp á viðtölum viö íslenska kvikmyndaleikstjóra og brot úr mynd- um þeirra en inn á milli var skotið myndum af náttúm landsins og þjóð- lífi. Má mikið vera ef það hefur ekki kveikt áhuga hjá mörgum að end- umýja kynnin við foma fjendur í norðri. Sovétríkin bjóða Kanada samstarf Gísh Guðmundssan, DV, Onlario: Sovétríkin buðu í febrúar síðast- liðnum Kanadamönnum samstarf á sviði tækni- og vísindarannsókna á norðurheimskautssvæðinu. Kanada hefur enn ekki svarað tilboðinu og telja Sovétríkin það vera vegna póli- tísks þrýstings frá Bandaríkjunum. Bandaríkin telja heimskautasvæð- iö hemaðarlega mikilvægt. Eiga þeir smáhluta í því sem er Alaska. Jarð- fræðilega séð tilheyrir þó lang- stærstur hluti heimskautssvæðisins Kanada og Sovétríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Sovétrík- in bjóða öðra landi, sem á landsvæði við heimskautið, svona milliríkja- samning. „Við köllum þetta friðar- sáttmála fyrir heimskautið," segir sovéskur sérfræðingur í norður- ríkjamálum. Sáttmálinn felur í sér samstarf á sviði tækni og vísinda, auk heimildar hvers lands fyrir sig til aö samþykkja lög er stuðli að minni mengun og stjómun á ferðum skipa og flugvéla á yfirráðasvæðum ríkjanna. Búist hafði verið við að þessi samningur yrði undirritaður af Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, meðan á fyrirhugaðri heim- sókn hans til Sovétríkjanna stæði í júní síðastliðnum. Þeirri ferð var þó frestaö um óákveðinn tíma. Þótt þessi samningur sé áhuga- verður fyrir Kanada á tæknilega sviðinu þá gæti þaö verið erfitt póli- tískt séð að samþykkja hann þar sem Kanada og Bandaríkin standa í við- kvæmum samningaumleitunum um siglingaleið á norðvesturhluta heim- skautssvæðisins. Telja Bandaríkja- menn hana vera alþjóðlega siglingaleið en ekki hluta af kana- dískri landhelgi. Aukin fátækt í Kanada Gíali Guömundssan, DV, Ontario: Samkvæmt tölum, sem framfærslu- ráð Kanada hefur gefið út, þá lætur nærri að fimmta hvert bam sé alið upp í fátækt í Kanada. Foreldrar þess- ara bama hafa svo litlar teKjur að þær rétt nægja til að hýsa og fæða fjöl- skylduna, hvað þá að nokkuð sé eftir til að kaupa ný fót eða gjafir handa bömunum. Áíið 1979, sem var alþjóðlegt ár bamsins, vora átta hundrað þúsund böm alin upp undir fátæktarmörkum í Kanada. FYá þeim tíma hefur sú tala hækkað jafht og þétt og er nú komin upp í rúma milljón. Þau áhrif, sem fátæktin hefur á þessi böm, era margs konar. Þeim gengur verr í skóla og segja kennarar að ein- beiíingu skorti. Þessi böm eiga oft við geðræn vandamál að stríða og heilsu- far þeirra er lakara en hjá öðrum bömum. Heilsuvemdarfólk bendir á að lélegt heilsufar orsakist oft af lé- legri næringu sem bömin fá og að foreldrar slíkra bama hafi htla vitn- eskju um hvað heilbrigðiskerfið býður upp á. Einnig búi slíkar fjölskyldur í borgarhverfum sem era óþrifaleg og heilsuspillandi en slíkt húsnæði er það eina sem þau hafi efni á. Nú er reynt að fá þjóðþingið í Ottawa til að tryggja öllum flölskyldum undir fátæktarmörkum nægilegar tekjur. Fátæktarmörk í Kanada era miðuð - við að helmingur tekna nægi til fram- færslu. í Toronto era fátæktarmörk sex manna fjölskyldu miðuð við 653.730 krónur íslenskar í árstekjur sem era um 54.500 krónur í mánaðar- laun. Rekja aukin dauðsföll til Tsémóbílslyssins GfaS Guöttnmdason, DV, Ortaik): Þijátíu og fitnm þúsund fleiri Banda- ríkjamenn létust á tímabilinu maí til ágúst 1986 en á sama tímabili árið áður. Tveir bandarískir visindamenn, sem rannsakað hafa þetta, segja að þessa óeðlilegu aukningu dauösfalla sé erfitt að útskýra nema slysiö í Tsémóbíl sé tekið með i reikninginn. Mest hefur dánartíöni aukist h)á bömum yngri en eins árs og hjá hópum sem smitaðir era af sjúk- dómum sem ráðast á vamarkerfi likamans og veikja þaö. Hingaö til hafa flestar rannsóknir á áhriftim geislavirkni litið til langs tíma og ekki hefur verið taliö aö lág geislavirkni sé hættuleg mönnum. í Kanada hafa farið fram rannsóknir sem sýna fram á að langar fhimur líkamans verði fyrir áhrifum lágrar geislavirkni. Vamarkerfi lfkamans veikist og getur það haíl áhrif á ung- böm og sjúklinga með litla mótstööu gegn sjúkdómum. Kanadabúar hafa áhyggjur vegna niðurstöðu þessarar rannsóknar og telja að geislavirkni frá Tsémóbíl sé svipuð hjáþeim og er í Bandaríkjun- um. í Evrópu er enn ekki nákvæm- lega vitaö hver áhrif geislunarinnar eru en aukning hefur veriö á fóstur- dauða og andvana fæddum bömum hefur fjölgaö. Geislavirkni í Evrópu vegna Tsémóbflslyssins er hundrað til þúsund sinnum meiri en í Amer- íka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.