Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987. 13 Merming Vittu Gyröir Eliasson: Haugrof (ný og endur- skoðuð utgáfa bókanna Svarthvít axla- bönd, Bakvið mariuglerið og Blindfugl/ Svarflug). Mál og menning 1987. Út er komin stórbók Gyröis Elías- sonar með nýrri og endurskoðaðri útgáfu þriggja smábóka sem hafa áður birst utan forlaga, Svarthvít axlabönd 1983, Bakvið mariuglerið 1985 og Blindfugl/Svarflug 1986. í þessari bók gefst kostur á að lesa Gyrði frá upphafi og við slikan lestur kempr í ljós heildarviðleitni sem nær loks hámarki í síðustu bókinni. Margt skýrist hvað af öðru þannig að fyrstu Ijóðin má nú túlka í ljósi þeirra síðari og öfugt. Eitt meginviðfangsefni Gyrðis er andstæðan milli innri og ytri veru- leika, heimur andans gegn einhvers konar raunheimi sem í ljóðunum verður harla óskýr og þokukenndur. Heimur andans aftur á móti er bjart- ur og víður. Og hann á sér stað í raunheiminum, í heilabúinu sem verður að eins konar kvikmyndasal þar sem sýndar eru myndir. Salurinn er raunverulega inni í höfuðskelinni, íhvolfur og rauðklæddur með tveim- ur opum sem lýsa inn. Myndirnar eru ýmist fantasíur leikstjórans, sem sefur á einum bekknum, eða lýsing- ar á öðrum myndum, jafnvel endur- minningum. Þetta heilabíó verður miklu litríkara og safameira en það sem raunveruleikinn býður upp á, þar eru litir og fjör og hægt að fara víða á meðan ytra umhverfi ljóðmæl- andans er svart-hvítt, dauflegt og innilokað. Lífið í draumalandi Smám saman fær maður á tilfinn- inguna að hugarheimurinn sé raunverulegur og allt annað einung- is umgerð um hann til að gera okkur fært aö lifa lífinu í draumalandi. Samspili innri og ytri veruleika má þvi líkja við heitt espressó kaffið í hvítum bolla í ljóðinu Espressó (bls. 15). Þar standa saman svört nóttin, kaffiö og hitinn andspænis köldum janúarmorgni og hvítum bollanum. Lífið og draumamir tengjast þá hit- anum og nóttinni en bollinn gegnir hlutverki ytri veruleika og hefur það koma eina hlutverk að halda utan um kaff- ið svo að við getum drukkið þaö. Draumamir eru ekki dregnir upp sem draumar um atburði í raun- heiminum heldur sem myndir inni í höfðinu og með þetta í huga skýr- ast margar furðumyndir, t.d. í ljóð- inu Veruleikritið (bls. 75) þar sem „rúnum rist töfrafjallið" gæti verið höfuðið, „skilrúm úr neti víra“ húð- in, og „dælustöðin sem ílytur komótta kvoðu eflir leiðslum" hjart- að að dæla blóði síhu á meðan myndimar þjóta um „hlaupfyllta kúlu“. Fyrir kemur að myndadýrð heilabíósins er líkt viö sjónvarpið sem er lítil afmörkuð heild, full af myndum, á sama hátt og höfuðið. Þessar myndir em á bak við gler og glerið getur splundrast, bæði sjón- varpsgleriö og höfuðskelin: Bókmermtir Gísli Sigurðsson [.. .jóttast stundum aö bólgiö gler svarta kassans splundrist framan í mig eða höfuð mitt sundrist í allar áttir[...] Bak við Maríuglerið (bls. 125) Einstæðingsskapur Ijóðmæl- andans Af augljósum ástæðum gengur ljóðmælanda, sem svona er ástatt um, ekki vel að tengja sig við heim- inn sem við hversdagsfólk velkjumst í á daginn. í í Borginni (bls. 26) lætur hann vatn renna úr krana í baðkar og um leið hverfur hann aftur um þúsund ár þegar þetta vatn féll sem rigning og það minnir aftur á slag- viðrið sem er enn að beija gluggann. Tíðindi að utan koma inn á gólf með „morgunblaðinu" en þær upplýsing- ar, sem þar má lesa um næturvörslu apóteka og súlumerkingar í eldey, eru heldur klénar fréttir hjá þeim myndum sem hugarflugið býður. Einstæðingsskapur ljóðmæland- ans er mjög sterkur. Hann er einn í kjallara að yrkja og það sem hann biaðsöl vbö^. Seljið Komið á afgreiðsluria" — Þverholti 11 um hádegi virka daga. AFGREIÐSLA SÍMI27022 Gyrðir Eiiasson. sjáum þar fer svo eftír því hvað við sjálf höfum góðan sýningarsal til að sýna filmuna sem Gyrðir lætur okk- ur hafa. Þvi að eins og ljósið varpar skuggamyndum hlutanna á vegginn eða rúðuna þá eru ljóðin endurskin ímyndana og þurfa að lifna á ný í huga lesandans til að njóta sín. Gyrðir Elíasson hefur um nokkurt skeið verið langfremstur íslenskra ungskálda. Hann fer sínar eigin leið- ir, brýtur upp form og málnotkun og hugsar veruleikann að nýju. Það má því gleðjast yfir því að nú sé hægt að fá þrjár ófáanlegar bækur hans í einni stórri þar sem frágangur er til mikils sóma; kápan falleg, pappír góður, letur skýrt, uppsetn- ing smekkleg og prófarkalestur ágætur. Gísli Sigurðsson sér af öðrum er oft ekki nema skuggamyndir raunveruleikans á rúðunni eða ljósmyndir úr fortíð- inni. Þannig er eitt alltaf að breytast í eitthvað annað í ljóðunum, trén í garðinum verða aö skuggamynd og fólk verður að ljósmynd. Sams konar tilhneiging kemur fram í því að mörg ljóðanna gerast á einhverjum mörkum, á haustin, kvöldin eða í dögun og líka í fjörunni, á mörkum lands og sjávar. Landið hættir og sjórinn byrjar en samt heldur landið áfram undir sjóinn þó að það sjáist ekki. Sú spuming er því ekki fjarri lesandanum hvaö sé hvað, hvenær hættir landiö að vera land og bjnjar að ve'ra hafsbotn og í framhaldi af þvi: Hvenær tekur draumurinn við af vökunni? Hvenær byijar raun- veruleikinn að vera óraunveruleg- ur? Uppspennt Ijóð I síðustu bókinni nær hámarki við- leitnin til aö sýna hversu opinn heimur ímyndunarinnar er and- spænis þrengslum veruleikans. Þar er ferðast samfellt fram og aftur með miklum hraða. Hugsunin flýgur um og kemur stundum inn til lendingar. Eftir margbrotið flug lokumst við inni í herbergi með glugga og sjáum ekki nema „svart-/ fellið og þúsund sinnum þúsund/ Utra af söltu vatni, auk þess/ hundahreinsunarkofann yfirgefinn/ hinumegin vogsins,[...]“ Og með þessari jarðbundnu mynd sannfærumst við um að það sé rétt hjá Gyrði að heimur hugmyndanna sé miklu eftirsóknarverðari og jafn- veL raunverulegri en afmarkaður heimur daganna. Um leið og Gyrðir fær okkur til að hugsa með sér miðlar hann þeim sársauka sem órólegar hugmyndirn- ar valda. Spennan í Ijóðunum er slík að oftsinnis koma sprungur í gler- kúpuna sem umlykur sal hugmynd- amia og við finnum hvemig hljóðið frá naglanum, sem er dreginn eftir rúðunni, nistíst í gegnum okkur. Þrjár ófáanlegar í einu í bókinni Haugrof er rofið gat á skelina sem umlykur höfuðiö og okkur sýnt innfyrir. Það sem viö 0 D NY SENDING - TILBOÐSVERÐ o BlLTJAKKAR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI D D D 1 tonn kr. 880 1,7 tonn kr. 4.090 2,0 tonn kr. 5.350 2,5 tonn kr. 10.491 2tonn 4 tonn 6 tonn 8 tonn lOtonn 12tonn 20 tonn kr. 970 1.275 1.660 2.510 2.685 3.275 5.392 HVER BÝÐUR BETUR? Bílavörubúóin Skelfunni 2 82944 Púströraverkstæði 83466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.