Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987.
Fréttir
Sala á kjúklingakjöti:
Um 300 til 400
tonnum minni
„Ég álít að það sé sæmilega bjart
framundan í þessari grein ef við
fáum að búa við eðlilegar aðstæður
og ef ekkert óvænt kemur upp á,“
sagði Jónas Halldórsson, formaður
Félags kjúklingabænda, í samtali við
DV en síðsumars og í haust varð
mikiil samdráttur í sölu kjúklinga-
kjöts.
Á síðasta ári nam framleiðsla
kjúklingakjöts tæplega 2.000 tonnum
en salan á sama tíma var um 1.600
tonn. Birgðir um áramótin voru því
nálægt 400 tonnum. Jónas Halldórs-
son staðfesti að mikill samdráttur
hefði orðið í ár miðað við í fyrra og
taldi hann að salan í ár yrði aðeins
um 1.200 til 1.300 tonn, en salan á
mánuði nú nemur liðlega 100 tonnum
og er á uppleið. Þá hafa birgðir
minnkað og er áhtið að þær muni
verða um 300 tonn um áramót.
Allflestir kjúklingabændur hafa
dregið saman seglin í framleiðslu
vegna sölutregðunnar sem skapað-
ist, að sögn Jónasar, vegna umræðna
í fjölmiðlum um salmonellusýkingu
vegna neyslu á kjúklingakjöti.
„Salan er í uppleið nú en fram-
leiðslan hefur dregist mikið saman,“
sagði Jónas. „Þaö hafa flestir minnk-
að framleiösluna og staöan er frekar
í ár
slæm. Mestu vandamálin eru á Suð-
urlandi þar sem einn framleiðandi
fær ekki að selja," sagði Jónas.
Jónas sagði að verðlag á kjúkling-
um væri að komast í eðhlegt horf
eftir miklar útsölur í fyrra og taldi
hann þess skammt að bíða að kjúkl-
ingaverðið tíl framleiðenda yröi
viðunandi.
-ój
Spuvt um
pyndingar
Guörún Helgadóttir, þingmaö-
ur AJþýðubandalagsins, hefur
lagt fram fyrirspum á Alþingi um
pyndingar.
Guðrún spyr Jón Sigurösson
dórasmálaráöherra hvaö líði
undirbúningi að fullgildingu
samnings Sameinuöu þjóðanna
ura „bann við pyndingum og ann-
arri grimmilegri og ómannlegri
eða vanvirðandi raeðferð eða
refsingu".
-KMU
Fjölmiðlakannanir:
DV og Mogginn langstærstir
Ef nýleg fjölmiðlakönnun, sem
gerð var á vegum Félagsvísinda-
stofnunar um notkun ljósvaka-
nhðlanna, og nýjasta könnun á
lestri dagblaöa eru bomar saman
kemur skýrt í ljós að DV og Morg-
unblaðið bera höfuð og herðar yfir
aðra fjölmiðla hvað útbreiðslu
varðar.
Könnun á lestri dagblaða var
gerð síðast í maí 1987. Ef tekið er
mið af þeim sem segjast sjá dag-
blöðin daglega eöa oft og þær tölur
bomar saman við þá einstöku dag-
skrárhði, sem njóta mestrar hylh á
útvarps- og sjónvarpsstöðunum, og
þá eingöngu á því svæði sem til
þeirra miðla næst, þá er Morgun-
blaðið útbreiddasti fjölmiðillinn.
Morgimblaðiö sjá daglega eða oft
75% fólks á aldrinum 18 th 80 ára.
DV sjá daglega eða oft 67% fólks
á aldrinum 18 th 80 ára.
Ríkissjónvarpið kemur næst en
53% fólks á aldrinum 15 til 70 ára
horfðu á fréttir miðvikudaginn 14.
október.
Stöð 2 kemur þar á eftir. Mest var
horft á þáttinn 19.19 þriðjudaginn
13. október, eða 36% fólks á aldrin-
um 15 th 70 ára. Þess ber að geta
að tekið er mið af þeim hluta lands-
ins sem útsendingar Stöðvar 2 ná
til. Ef tekiö er mið af öhu landinu
horíðu 29% fólks á fyrrgreindum
aldri á sama þátt.
Rás 1 kom næst á eftir Stöð 2. Þar
var mest hlustað á fréttatíma, bæði
í hádegi og að kvöldi, eða 35% fólks
á aldrinum 15 th 70 ára. Þess ber
að geta að á sama efni hlustuðu um
10% um dreifningarkerfi rásar 2.
Þjóðviljinn og Tíminn hafa álíka
útbreiðslu en rétt um 20% fólks á
aldrinum 18 th 80 ára segjast sjá
hvort blaðanna, daglega eða oft.
Jtjarnan, Bylgjan, rás 2 og Dagur
hafa svipaða útbreiðslu samkvæmt
könnunum eða frá 11 th 13%. Hafa
verður í huga að útvarpsstöðvam-
ar þijár eru látnar njóta þess
dagskrárþáttar sem mesta hlustun
fær og einungis á því svæði sem til
þeirra næst. Dagur er í þessum
hópi þrátt fyrir að vera staðbundn-
astur ahra dagblaða.
Alþýðublaðið er minnst en 5%
fólks á aldrinum 18 th 80 ára sjá
það daglega eða oft.
-sme
Alþýðublaðið
Dagur
Rás2
Bylgjan
Stjaman
Túninn
Þjóðviljinn
Stöð2
Rásl
Ruv
DV
Morgunblaðið
0 20 40 60 80
Á þessu súluriti má sjá notkun einstakra fjölmiðla. Könnun var gerð á lestri dagblaða í mai í vor. í þeim
tölum, sem hér eru notaðar, eru teknir þeir einstaklingar sem segjast lesa blöðin daglega eða oft. Hvað
aðra fjölmiðla varðar skal það tekið skýrt fram aö hér er reiknað með þeim dagskrárlið sem mestrar hylli
nýtur og einungis á þeim hluta landsins sem til viðkomandi fjölmiðils næst.
í dag mælir Dagfari
Það hvessti í þingsölum í vi-
kunni. Jóhanna Sigurðardóttir,
sem nú er félagsmálaráðherra,
hutti framsögu fyrir frumvarpi
sínu um húsnæðislán. Framsagan
gekk þó ekki nema að htlu leyti út
á innihald frumvarpsins en því
meir um málflutning þeirra sem
hafa haft skoðanir á frumvarpinu.
Hún er ekki ánægð með þær skoö-
anir og lét það óspart í Ijós.
Nú er það ekkert nýtt á alþingi
að ræðumenn skammi hver annan.
Þeir hafa af því atvinnu að rífast
og enginn kippir sér upp við það.
Enda voru skammimar í Jóhönnu
ekki í frásögur færandi nema fyrir
þá sök að hún beindi skömmunum
að samstarfsflokkunum í ríkis-
stjóminni. Það vom þeir sem vom
vondu mennimir. Það voru þeir
sem höfðu unnið sér th þeirrar
óhelgi að gagnrýna frumvarp
hennar hátignar.
Jóhanna er búin að leggja fram
frumvarp sem felur það í sér aö
lífeyrissjóðimir eigi að fjármagna
húsnæðislánakerfið. Lífeyrissjóð-
imir eiga að hætta að lána sjálfir
th eigin lífeyrismeðlima, en afsala
Oármagni sínu th Byggingarsjóðs
og gera ríkinu kleift að lána th
húsnæðiskaupa eða bygginga.
Er Jóhanna heilög?
Þetta er nú gott og blessað ef ekki
fylgdi sá böggull skammrifi að Jó-
hanna ætlar ahs ekki aö lána
lífeyrissjóðsmeðhmunum í stað-
inn. Ekki nema þeim sem ekki eiga
bót fyrir rassinn á sér. Hinir fá
ekki neitt nema þá í gegnum klíku
eöa ef þeir em í Aþýðuflokknum.
Jóhanna hefur sem sagt hugsað sér
að hirða peningana, sem almenn-
ingur greiðir í lífeyrissjóðina
samkvæmt lögum, en ákveða síðan
sjálf hvort þaö fái þessa peninga
að láni eða ekki. Það ætlar hún að
ákveöa með reglugerð.
Þetta er auðvitað sniðugt hjá Jó-
hönnu og yfirleitt sniðugt hjá þeim
sem vantar peninga. Taka þá frá
öðmm sem eiga þá en ákveða síðan
sjálf hvað á að gera við þá. Þar að
auki er meiningin að kerfið ákveði
hverjir skuh greiða lága vexti og
hveijir háa vexti, allt eftir efnum
og ástæðum. Verða þá menn í kerf-
inu, sem snuöra það uppi hvað fólk
eigi miklar eignir, eða hvort það sé
í góðum álnum og verður nú hálf
þjóðin á handahlaupum að koma
eignum sínum undan, th að blekkja
kerfiskarlana th að fá lánað með
lágum vöxtum eða fá lán yfirleitt.
Þessu hafa einhverjir labbakútar
í hinum stjómarflokkunum verið
að mótmæla og það er þess vegna
sem Jóhanna ráðherra hefur kom-
ist í svona vont skap.
Nú þarf ekki að taka það fram
að Jóhanna Sigurðardóttir er hin
mætasta kona og hefur eflaust oft-
ast rétt fyrir sér. Hún er ein af
þessari fágætu manntegund sem
veit aht miklu betur en aðrir. Þess
vegna fer það í taugamar á henni
þegar alþingismenn eru að taka
upp hanskann fyrir lífeyrissjóös-
meðlimi og neita að fallast á að
ráðherrann fái að ráðskast með
fjármuni þeirra sem hafa greitt í
lífeyrissjóðina. Hins vegar fer það
hehögu fólki iha að komast í vont
skap því það hefur þau áhrif að
aðrir komast í vont skap líka. Bara
við að sjá Jóhönnu í vondu skapi.
Og þegar sá gállinn er á Jóhönnu
heilögu, fara menn að efast um að
hún sé hehög. Það er auðvitað
slæmt fyrir fólk sem vih láta taka
sig alvarlega og ákveða hvað aörir
eigi að ákveða. Hún espar upp
Alexander og hún ergir þingflokk
sjálfstæðismanna sem er búinn að
vera í vondu skapi allt frá því í
haust. Lætin í Jóhönnu bæta ekki
úr skák.
Jóhanna Sigurðardóttir á ekki að
láta svona. Hún á að taka Alexand-
er sér th fyrirmyndar. Hann
samþykkti tihögur lífeyrissjóð-
anna og ákvað aö efla húsnæðisl-
ánakerfið með peningum sem ekki
vom th. Það gekk ágætlega að sögn
Alexanders. Hvers vegna fer Jó-
hanna ekki að hans ráðum og
kemur sjálfri sér og öömm í gott
skap?
Þótt maður sé orðinn ráðherra
er ástæðulaust að vera að æsa sig
út af svona smámálum eins og þeim
hvort peningar séu th fyrir því sem
þarf aö gera. Það hefur aldrei
þekkst í ríkisstjómum og þó hafa
setið þar margir menn sem hafa
komist í dýrlingatölu eins og Jó-
hanna. Kannski ekki heilagir en
dýrlingar að eigin áliti og það hefur
aldrei vafist fyrir þeim að fylgja
málum úr hlaði án þess að flytja
skammaræður yfir þeim sem ekki
eru sammála. Það kemur mönnum
í vont skap.
Dagfari