Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987. 9 Utlönd 'ágiufri Indverskir hermenn á Sri Lanka virða fyrir sér hlébarðaskinn sem sagt er hafa tilheyrt leiðtoga tamíltígra. Sfmamynd Reuter Mngað umfviðar- horfur Forseti Sri Lanka, Junius Jayew- ardene, og utanríkisráðherra Ind- lands, Natwar Singh, héldu í morgun fund um friðarhorfur á Sri Lanka. Umsátur indversku friðargæslu- sveitanna um borgina Jaffna hefur nú varað í tuttugu daga og að sögn talsmanns hers Sri Lanka hefur skip- uninni um að skjóta á staðnum verið aflétt í fjórar klukkustundir í dag og er það í fyrsta skipti í tvær vikur. Að minnsta kosti tíu skæruliðar tamíla eru sagðir hafa fallið og þrír indverskir hermenn særst í fjögurra klukkustunda löngum bardaga aust- an við Jaffna í gær. Þá særðust einnig fimm indverskir hermenn af völdum jarðsprengju. Samtímis sem þingað er um friðar- horfur standa yfir réttarhöld yfir sjóliða þeim er veitti Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, högg með rifíli sínum í júlílok. Sjóliðinn er ákærður fyrir morðtilraun og getur hann vænst tuttugu ára fangelsis- dóms. Sjóliðinn var í hði heiðurs- varða sem Gandhi kannaði daginn eftir að undirritað var samkomulag sem stuðla átti að endalokum sjálf- stæðisbaráttu tamíla. Smokkar í staðinn fyrir kúlupenna Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaiuiahö&u Palle Jensen frá auglýsingastof- unni GBC í Óðinsvéum reynir þessa dagana að selja þijú hundruö fyrirtækjum hugmynd sína um smokka með áletrunum á pökkun- um, í stað kúlupenna og eldspýtna- stokka sem gefa á viðskiptavinum fyrirækjanna. Reyndar hefur Jensen athugað möguleikana á að prenta „Danish Dynamite", eða „danskt dynamít" á sjálft gúmmíið, en það reyndist of dýrt. Viðbrögð fyrirtækjanna, sem eru allt frá krám til tölvufyrirtækja, eru misjöfn. Þykir hugmyndin óvitlaus en fáar pantanir hafa bo- rist. Félag hótela- og veitingahúsa- eigenda hefur mælt með hugmyndinni og á einu veitinga- húsi leggur maöur smokkapakka í hnetuskálina, eða við reikninginn. Þó fyrst eftir að viðskiptavinurinn hefur verið mældur út og fá korn- ungar skólastúlkur enga smokka. Þeir viðskiptavinir sem fengið hafa smokka hafa sýnt ánægju sína með framtakið. Hefur eitt veitinga- hús á Fjóni deilt sex þúsund smokkum meöal gesta sinna og er fólk afar hrifið. Annars staðar, svo sem hjá ferðaskrifstounni Spies og SAS, eru menn ekki hrifnir af hug- myndinni þar sem óvissa ríkir um viðbrögð fólks. Hvað varðar sölu á smokkum í Danmörku þá seldust 13,8 milljónir smokka árið 1986 og 12,6 milljónir áriö áður. Eru einfaldir smokkar með sæðisdrepandi kremi einna vinsælastir. Morðalda á Filippseyjum Fimm manns voru skotnir til bana í Manila á Filippseyjum í morgun og er talið að morðsveitir skæruliða kommúnista hafi verið að verki. Síðustu tvo daga hafa fjórtán manns fallið fyrir hendi byssumanna í og umhverfis Manila, þar af þrír Bandaríkjamenn. Byssumennirnir skutu í morgun tvo hermenn og tvo óbreytta borgara á markaði þar sem verslað er með matvæli. Litlu síðar var lögreglu- maður á ferð í jeppa skotinn. Árásirnar í morgun fylgja í kjölfar árása á bandaríska hermenn fyrir utan flugstöð Bandaríkjamanna fyrir norðan Manilla í gær. Þá létu þrír Bandarikjamenn líflð og einn óbreyttur filippseyskur borgari sem reyndi að koma einu fórnarlamb- anna til hjálpar. Hafa byssumenn gert þrettán árás- ir á hemaðarleg mannvirki síðustu tvo sólarhringana og hefur spennan Michael Armacost, aðstoðarutanrik- isráðherra Bandarikjanna, tilkynnti i morgun að morðin á bandarísku hermönnunum á Fílippseyjum myndu ekkl hafa áhrif á samskipti Bandaríkjanna við Filippseyjar. Simamynd Reuter umhverfls höfuðborgina aukist mjög. Hafa skæruliðar kommúnista margsinnis varað við því að þeir myndu bæta Bandaríkjamönnum við á morðlista þann sem filippseyskir hermenn og lögreglumenn eru á. Morðin á Bandaríkjamönnunum áttu sér staö aöeins fáeinum klukku- stundum eftir að bandarískur hermálafulltrúi hafði verið kallaður heim en hann hafði verið sakaður um afskipti af valdaránstilrauninni þann 28. ágúst síðastliöinn. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Michael Armacost, sem verið hefur í heimsókn á Filipps- eyjum undanfarna daga, sagði aö bandarísk yfirvöld hefðu áhyggjur af morðunum en að þau myndu samt ekki hafa áhrif á samskipti Banda- ríkjamanna við Filippseyjar. Hann tilkynnti í morgun um óskipta aðstoð aö upphæð 75 miUjónum Bandaríkja- dollara til Filippseyja. Danir hafa minnkað reykingar sinar nokkuð og er það í fyrsta siim sem slfkt gerist frá árinu 1979 en þá voru settar háar álögur á tóbak. Hafa sígarettureykingar minnkað um fimm prósent og vindla- reykingar um 10,3 prósent. Upplýsingar j>essar koma úr árs- reikningum Skandinavisk Tobaks- kompagni fyrir árin 1986 og 1987 en fyrirtækiö ræður yfir 98,4 pró- sentum tóbaksmarkaðar í Dan- mörku. Þrátt fyrir minnkandi reykingar Dana jafnar hrifning Þjóðveija á dönsku tóbaM upp á bókhald fyrirtækisins. Jókst útflutningur þess um þrettán prósent og varö átta hundruð þrjátíu og þrjár miUjónir danskra króna. Skandinavisk Tobakskompagni er eitt arðbærasta fýrirtæki Danme'-kur og var ágóði síðasta reikningsárs fiögur hundruö áttatíu og átta miHjónir danskra króna. Tæpur helmingur rennur í ríkiskassann, meðan hinn helmingurinn rennur til móðurfyrirtækisins, Skandinavisk Holding, en þar er ágóðinn notaður til kaupa á fyrirtækjum. í barátbi gegn hústökum HaukurL. Hauksaoar, DV, Kaupmanmhofh: Erik Ninn Hansen, dómsmála- ráöherra, og Poul Eflsen, lögreglu- sfjóri í Kaupmannahöfn, hafa náð samkomulagi um hvernig lögregl- an á að bera sig að viö ruöning húsa þar sem hústökufólk hefur hreiðrað um sig. Á lögreglan nú að geta tekið hús hústakanna á sama hátt og hústakarnir. Undirbýr dómsmálaráðherra lög sem heim- ila lögreglu að koma sér fyrir eða byrgja tómar húseignir til að hindra hústaka í að flytja inn aft- ur. Lögreglan má aðeins ryöja hús í dag en ekki vera í þeim áfram. Getur lagafrumvarp þetta kostað pólitískt stríð en ráðherrann segist aðallega bera öryggi hins almenna borgara fyrir brjóstL Samkomulag dómsmálaráðherrans og lögreglustjórans kveður auk þessa á um harðari stefnu lögreglunnar gegn bústökum og meiri lögreglu- vemd við Kristjaníu og bæjarhluta þar sem ungmennaklíkur eiga yfir- ráðasvæði sitt. Loks á aö þrýsta á yfirvöld f Kaupmannahöfn aö flýta málsmeöferð í bygginga- og skipulagsmálum svo tóm hús freisti ekki hústakanna. Kvartað yfir innflyQendum Játar tilræði við Schluter Þijátfu og sjö ára gamall maöur hefur viöurkennt að hafa kveikt eld í stigagangi danska forsætisráðu- neytisins í Kristjánsborgarhöll í síðustu viku. Munaði þá minnstu að mólotovkokteill spryngi en Poul Schlúter var á fundi á hæöinni fyr- ir neðan. Var maöurmn settiu i tuttugu og sjö daga gæsluvaröhald. Sagðist maöurinn hata Schlúter og drottninguna en móögaðist þeg- ar dómarinn mælti með vist á geödeild 1 stað fangelsis. Hjá bæjarfélaginu í Ishöj viö Kaupmannahöfn hefm* komið út skýrsla sem sýnir aö hver innflytj- andi, sem kom til Danmerkur áriö 1970, eigi nú fiölskyldu sem er aö meðaltali sextán manns. Hefur bæjarfélagiö athugað fiölskyldu- þróunina hjá tuttugu og þremur innflytjendum sem komu einir til Danmerkur 1970. í dag eru þessir tuttugu og þrir imiflytjendur orðn- ir þijú hundruð sjötíu og elnn. Þar meö relknast bæði fæðingar í Dan mörku og flutningur erlendis frá. Bæjarstjórinn í Ishöj, sem kvartaði yfir hlutfallslega ofmörgum innflytj endum og flóttafólki í bæjarfélaginu fýrir skömmu, er ekki hissa á niðurstöðum athugunarinnar. Hann segir marga innflytjendur i bæjarfé- laginu ekki samlagast Dönum að neinu leyti. Finni sérstaklega Tyrkir eiginkonur sínar helraa i Tyrklandi. Þar gifti þeir sig og þegar bæöi korai aftur til Danmerkur sé maðurinn úti með vinum sinura meðan konan stendur í eldhúsinu. Enginn þeirra saralagist Dönum. Vandamállö er meira í Ishöj en annars staðar i Danmörku en tólf pró- sent ibúa bæjarins eru innflytiendur og flóttafólk. „Meðan þingið getur ekki séð hinum nýju ibúum fyrir húsnæöi, vinnu eöa menntun, erura við í slærari klfpu,“ segir bæjarstjórinn i Ishöj. Erik Ninn Hansen dórasraálaráðherra hefur fengið áöumefnda skýrslu í hend ur og íhugar um þessar mundir, í tengslum viö endurskoðun á útlendinga- löggjöfmni, hvort heröa eigi reglur um samruna Qölskyldna. i dag geta raakar innflytjenda, yngri böm og foreldrar eldri en sextfu ára, fengið skilyröislaust dvalarleyfi í Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.