Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987.
23
Menning
Nýjar danskar bækur, 1. grein
Sá sem þetta ritar hefur skrifað
um bókmenntir í DV undanfarin þijú
ár, en hefur nú sest að í Danmörku
um hríð. Þótti þá ráö að reyna að
fylgjast eitthvað með dönskum
skáldritum fyrir lesendur DV. Þau
fást væntanlega sum í helstu bóka-
verslimum íslands, auk þess mun
eitthvað koma í bókasafn Norræna
hússins. Allflestir íslendingar munu
læsir á dönsku og íslenskar bók-
menntir hafa lengi staðið í svo nánu
sambandi viö danskar að vart má
upp teija alla þá íslensku rithöfunda
sem laert hafa af dönskum skáldum
og margir þeirra hafið ritstörf í Dan-
mörku, a.m.k. allt frá 17. öld og fram
á síðustu ár. Nú koma raunar fleiri
lönd til. íslenskir lesendur ættu því
að geta skilið íslensk skáld betur meö
samanburði við norræn, m.a. Og mér
finnst ástæða til aö reyna að veita
einhveija lesendaþjónustu um nor-
rænar bókmenntir þegar banda-
rískir reyfarar drottna í erlendum
bókadeildum íslands.
Fortíðarsögur og framtíðar hafa
töluvert einkennt danskar bók-
menntir undanfarin ár. Nefna má
Dorrit Willumsen sem var á bók-
menntahátíðinni á íslandi nýverið,
hún hlaut miklar vinsældir fyrir
skáldsögu um Marie Tussaud (sem
skapaði vaxmyndasafnið). En áður
hefur Willumsen skrifað töluvert af
framtíðarsögum sem eru á undarlega
dauðum stíl, ólíkt endurminninga-
sögum sem hún skrifaði fyrst, þá var
hver setning þrungin lífi.
Mikið rifrildi braust út um bók-
menntir í dönskum blöðum í ágúst.
í forlagstíðindum Gyldendal skrifar
einhver huldumaður pistla undir
dulnefninu Robinson. Hann réðst
harkalega á skáldsagnahöfundinn
Henrik Stangerup sem reiddist svo
að hann sagðist ekki vilja birtast
framar hjá Gyldendal fyrr en for-
stjóri þess, Klaus Rifbjerg, kvæði
þennan Robinson-draug niður. En
færustu stílfræöingar þóttust reynd-
ar þekkja mark Rifbjergs sjáifs á
skrifum Robinsons. Þá reis upp leik-
skáldið Jes Ömsbo og sagöist hafa
skrifað Robinson-pistilinn, en Stan-
gemp neitaði að trúa þvi. Stangerup
fannst mjög ómaklega að sér vegið
frá eigin forlagi því bækur hans
hefðu selst vel og hann fékk eftirsótt
verðlaun fyrir þá síðustu, sem birtist
í hitteðfyrra: Det er svært að de í
Dieppe (Erfitt er að deyja í Dieppe).
Það er söguleg skáldsaga um gagn-
rýnanda og ljóöskáld, P.L. Möller,
sem uppi var á árunum 1814-65, bjó
í Frakklandi mörg síðustu árin. Sag-
an byijar vel og stundum em í henni
tilþrif, ijóðrænar myndir. En efninu
er þó lengstum þvælt út, elst við alls-
kyns smáatriði en þau tengiast ekki
í æðri einingu, bætast bara hvert við
annað, flest ómerkileg. Dýptina vant-
ar þvi, verkið er óort. Enda er þetta
söguleg skáldsaga af því tagi sem
byggir á alkunnum fróðleiksmolum,
svo sem hvemig Seren Kirkegaard
eða H. C. Andersen vom í hátt hvers-
dagslega. Mynd sögunnar af menn-
ingarlífi samtímans og þjóðlífi er því
allsendis ófrumleg. En til saman-
burðar má minna á Gerplu og ís-
landsklukku Halldórs Laxness sem
byggjast á rækilegum rannsóknum
höfundar á efninu, þannig nær hann
sjálfstæöum tökum á því og setur þaö
fram á fmmlegan hátt. Mikil áhersla
er hér lögð á að sýna fram á aö gagn-
rýnendur og rithöfundar hafi sömu
líkamsstarfsemi og annað fólk, eink-
um fyrir neðan þind. Látum það nú
gott heita að leitast sé við að sýna
manninn í heild. En þetta er allt mjög
mótað af tísku. Sóðaskapur fyllirafta
í sambandi við saurlát er sérlega fyr-
irferðarmikill, en sálarlíf er öllu
hversdagslegra.
Bókmenntir
örn Ólafsson
Almesta skáldið
Aðra skáldsögu Stangemps, nokk-
urra ára gamla, hefur rekið á fiörur
mínar, Manden der ville være skyld-
ig. Þetta er beisk framtíðarsaga sem
ræðst einkum gegn forræðishyggju
krata og félagsráðgjafa, hún er ákall
til einstaklinga um að taka ábyrgð á
lífi sínu. En því miður, einnig hún
er ansi yfirborðsleg, bara upptalning
á klisjum, hálfgerð afþreyingarsaga
þrátt fyrir allt. Sýnast mér því árásir
Robinsons næsta verðskuldaðar. og
undravert hvað verðlaunað er hér í
landi. En það era svo sannarlega til
aðrar skoðanir á.því máli. Nú um
daginn birtist Det er svært at de i
Dieppe í franskri þýðingu. Þá var því
lýst yfir í Le Monde, fremsta blaði
Frakklands, að Henrik Stangemp
væri almesta skáld sem nú væri uppi
í veröldinni.
Henrik Stangerup.
Svend Áge Madsen: Af sporet er du
kommet. Þetta er endurútgáfa í
kiljuformi, sagan kom fyrst 1984 og
hefur þá væntanlega selst vel síðan.
Þetta er líka framtíðarsaga, þ.e. hún
fjallar um ýmsar tilhneigingar sam-
tímans á ýktan hátt.
Bókin segir frá rosknum trygginga-
fræðingi sem leiðist lifið svo að hann
kvelst af höfuðverk - sem hverfur
ef hann leggur sig í hættu. Búða-
hnupl reynist óMlnægjandi ráð við
höfuðverknum svo hann tekur upp
á því að búa til nafnnúmer og hlaða
utan á það, skapa þannig mann sem
er bara númer í kerfmu. Með furðu-
legustu tilviljunum fær hann félaga
í þetta; búðaleynilöggu sem er sér-
fræðingur í að finna veika bletti á
fólki, ekkju sem gerist bréfberi og
skynjar það sem vændi. Það gengur
hálfbrösuglega að skapa manninn og
verður aldrei Ijóst til hvers allt þetta
TIL SÖLU
ÚTGÁFUFYRIRTÆKI
í fullum gangi.
Uppl. í síma 622212, Páll.
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Pantanasími 13010
Litakynning.
Permanettkynning.
Strípukynning.
Rakarastofan Klapparstíg
Pantanasími 12725
bras er hjá þeim þátttakendum sem
ekki þjást af höfuðverknum. Undir
lokin fer þetta að vera vangaveltur
um það aö skapa persónur í skáld-
sögu. Ein persóna sögunnar þykist
hafa búið til persónima Svend Áge
Madsen og reiðist gagnkvæmum full-
yrðingum.
Skikkanlegar bækur
Mér fannst þessi bók sérlega leiðin-
leg, misheppnuö fyndni er megin-
einkenni hennar, eins og sjá má af
þeim tilefnislausa vandræðagangi
sem ég hefi rakið og virðist eiga að
vera einhver módemismi.
Önnur framtíöarsaga er nýútkom-
in, Uden alibi eftir blaðamanninn
Niels Westberg, fmmraun hans í
skáldskap. Raunar býst ég við aö
utangarðsmönnum Kaupmanna-
hafnar þyki þetta raunsönn sam-
tímalýsing, hún er mjög í stíl viö þaö
sem ég sé í blöðum um líf eiturlyfja-
sjúklinga, bardaga hústaka viö
lögreglu, einnig ofbeldi innan fiöl-
skyldna og upplausn þeirra, eyðileg
dvalarheimili aldraöra, o.s.frv. Öll
þessi eymd kristallast í söguhetj-
unni, getulausum gáttaþef. Þetta er
skikkanleg bók en rís ekki hátt yfir
hefðbundna framsetningu efnisins.
ÖÓ
OKEYPIS
KYNNINGARÁSKRIFT!
f tilefni 90 ára afmælis Æskunn-
ar bjóðum við sérstaka kynning-
aráskrift:
Nýjasta tbl. ásamt tveimur
næstu, ókeypis!
Æskan — Síung og frísk
10. tbl. 576 bls. á ári.
* Veggmyndir af Bjarna látúnsbarka,
Whitney Houston, Pétri Ormslev o.fl.
* Opnuviðtöl við: ValgeirStuðmanna-
foringja, Pétur Ormslev, Bjarna lá-
túnsbarka, Unni Berglind Töfra-
gluggastjórao.fl. * Spennandi sögur*
Ævintýri * Æskupósturinn, * Popp-
þáttur * Okkar á milli * íþróttir .
Teiknimyndasögur * Þrautir * Leikir *
Verðlaunagetraunin * Æskan spyr *
Spurningaleikur skólanna * Vlsindi *
Föndur * Áhugamál mitt * Sannleiks-
opnan * Efni frá lesendum * Músik-
kynningar * Uppskriftir * Skopóg grln
* Skák * Krossgátur * Smásagna- og
tónlistargetraun Æskunnar og Rásar
2 * Llmmiðar af poppstjörnum,
iþróttagörpum o.fl. * Og margt fleira *
Hringið í síma 17336 eða 10248
og látið vita ef þið viljið slást í
hóp 8000 áskrifenda Æskunnar.
Ekkert heimili
án Æskunnar!