Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987. 3 Fréttir VerkamannasambandsþSng hófst í morgun: Búistvið hvössum umræðum dv Viðtalið Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur situr nú á Alþingi í fyrsta skipti. DV-mynd GVA Þing Verkamannasambandsins hófst á Akureyri í morgun. Eflir þær væringar sem verið hafa innan sambandsins í haust er búist við hvössum umræðum á þinginu og ekki síöur bíða menn eftir að sjá hvaða skipulagsbreytingar verða gerðar á sambandinu. Flestir sem DV hefur rætt við eru sammála um nauðsyn þess að skipta samband- inu I deildir og er almennt búist viö að þaö verði samþykkt á þing- inu. _ Hrafnkell A. Jónsson, formaöur Árvakurs á Eskifirði, einn af þeim sem gekk út af formannafundi sam- bandsins f haust, sagöi í samtali við DV aö ef ætti aö einangra þann hóp sem gekk út af fundinura í haust mætti búast við átakaþingi. Hann sagöist telja að ná mætti samband- inu saman aftur ef menn vildu, en efdr væri að sjá hvað menn vildu leggja á sig til þess að það tækist. Bjöm Grétar, formaöur Jökuls á Höfn í Homafiröi, sem einnig var í hópi útgöngumanna, sagðist eiga von á því aö umræöur yrðu rniklar og hvassar á þinginu eftir allt sem á undan er gengið. Hann taldi aö skipulagsmálin yröu aöalmál þingsins ásamt kjaramálaályktun. Karl Steinar Guðnason aiþingis- maöur hefur lýst því yfir aö hann gefi ekki kost á sér áfram semvara- formaður Verkamannasambands- ins. Nú er hart lagt að Karli að endurskoöa þessa afstöðu sína. Ef Karl lætur ekki tilleiðast að vera áfram er talað um að Karvel Pálmason, alþingismaður og form- aður verkalýðsfélagsins í Bolung- arvík, taki viö varaformannsstarf- inu. -S.dór Sólveig Petursdóttir: Ferða- lög um há- lendið - efst á listanum „Mér líst ágætlega á Alþingi sem vinnustað og vel á ríkisstjómina þó mér finnist hlutur Sjálfstæðisflokks- ins hefði mátt vera meiri. Þingmenn verða að gæta þess að starfa vel og heiðarlega og vera þess trausts verð- ir sem kjósendur hafa sýnt þeim,“ sagði Sólveig Pétursdóttir lögfræð- ingur en hún tók sæti á þingi á mánudaginn í fyrsta skipti. Hún er varamaöur Guðmundar H. Garðars- sonar og kemur til með að sitja á þingi í minnst tvær vikur að þessu sinni. „Ég vonast til að fá fleiri tækifæri til að sitja á þingi þar sem ég er fyrsti varamaður sjálfstæðismanna í Reykjavík," sagði Sólveig sem var í sjöunda sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosningar. Hún sagði jafnframt að fátt hefði komið sér á óvart þessa fáu daga sem hún hefur setið á þingi, starfshætt- irnir væru svipaðir því sem hún bjóst við. - Ertu tilbúin með einhver mál sem þú hyggst flytja á þingi? „Ég er að vinna að máli sem ég ætla að reyna að koma að á þessu þingi. Það er þó ekki víst að það tak- ist að þessu sinni því að tvær vikur eru stuttur tími.“ Sólveig er lögfræðimenntuð og hef- ur starfað sem slík bæði hjá hinu opinbera og einnig sem fulltrúi á lög- mannsstofu. Þá hefur hún kennt við Verslunarskóla íslands. - Hefurðu lengi haft áhuga á stjóm- málum? „Áhuginn er eiginlega búinn að vera fyrir hendi svo lengi sem ég man eftir mér. Hins vegar hef ég ekki haft mörg tækifæri til að skipta mér af stjórnmálum fyrr en nú síö- ustu árin. Ég á þrjú böm og hef þarafleiöandi þurft að sinna fjöl- skyldunni og því ekki haft mikinn tími aflögu fyrir stjórnmálavafstur." Sólveig sagöist vonast til að geta lagt stjórnmál og þingmennsku fyrir sig enda stæði hún ekki í þessu að öðmm kosti. „Annars em stjórnmál ekki bara eitthvert hobbí heldur starf sem menn verða að taka alvarlega og leggja sig fram við að inna vel af hendi og gæta þannig hagsmuna kjósenda." Sólveig varð stúdent frá MR árið 1972 og útskrifaðist úr lagadeild Há- skóla Islands árið 1977. Hún er 35 ára gömul, gift Kristni Bjömssyni og eiga þau þijú böm, tólf og átta ára gamla drengi og sex ára stúlku. „í frístundum reyni ég að lesa eins mikiö og ég get og á sumrin reynum við að ferðast sem allra mest og er þá hálendi íslands efst á óskalistan- um. Viö ferðumst minna til útlanda í fríum enda er ísland í miklu uppá- haldi hjá okkur,“ sagði Sólveig Pétursdóttir. ÞAÐ TÓKST! 13.900 KRÓNUR. Okkur tókst það ótrúlega, að útvega lOOSamsung örbylgjuofna ó þessu fróbœra verði. Matreiðslunómskeið fylgir að sjólfsögðu með í kaupunum. Spariðtíma og peninga-VeljiðSamsung. JAPISS BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SlMI 27133 1 -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.