Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987. 31 Sandkorn Páll Pétursson. Páll Péturs- son góður kennari? Páll Pétursson frá Höllu- stöðum er oft hnyttinn í tilsvörum. Þegarumræður voru sem heitastar á Alþingi um húsnæðismálin var Páll auðvitao í púlti. Hann benti Jóhönnu Sigurðardóttur á að ýmislegt mætti betur fara í frumvarpinu um húsnæðis- málin. Talaði hann með tón læriföðurins. Steingrímur J. Sigfússon gat ekki á sér setið og greip fram í fyrir Páli og hrópaði: „Hefur þingmaðurinn kenn- araréttindi?" „Hannhefur,já,gottupp- lag til þess að kenna," svaraði Höllustaðabóndinn að bragðLGottsvar. Styrjöld í Kringlunni Nú stefnir í styrjöld í Kringlunni, að sögn Guð- mundar Jaka, eftír að trúnað- armaður öryggisvarða var rekinn úr starfi. Oft er haft á orði í slíkum tilvikum að far- ið verði í hart og svona lagað verði ekki þolað. En það er ekki að spyrja að því þegar öryggisgæjarnir mótmæla, þá heirir styrjöld og ekki par minna. Boltamenn og byltingin LandsUðsmennirnir í knattspyrnu voru daprir vegna aðstöðunnar í Rúss- landi þegar þeir fóru þangað tíl að keppa við Rússa í fót- bolta. Þerta varð til þess að haft var eftír þjálfaranum, Sigi Held, í DV í gær að hann hafi sagt við menn sína að þeir gætu ekki breytt neinu í Rússíá og þeir ættu að ein- beita sér að sjálfum lands- leiknum. Leikurinn fór fram í gær, 28. október. Það hefði frekar átt að spila leikinn 7. nóv- ember næstkomandi því þá hefðu boltamennirnir okkar dembt á einni rauðri bylt- ingu, svona í leiðinni, og þeir hefðu fengjð að sjá rautt og verið sendir beint í sturtu. Lélegir rjúpnaveiði- menn Óður landeigandi vestur á Ströndum ógnaði tveimur rjúpnaskyttum með skot- vopni á dögunum. Rjúpna- skytturnar kærðu landeig- andann þegar fyrir að trufla veiðarnar og Iáta eins og dus- ilmenni. Annars skilur maður ekki hvers vegna rjúpnaskytturnar svöruðu ekki fyrir sig þegar bóndinn ógnaði. Og hvers konar skytt- ur eru þetta eiginlega; bónd- inn í góðu færi og ekki í felulitum? Ljósataf lan í þinginu Forláta ljósatafla er núna komin í Alþingishúsið og sýnir taflan stöðuna í húsinu, hversu margir séu stjórnar- sinnar og í stjórnarandstöðu. Kvað taflan vera vinsæl. Sumir hafa haft á orði að tafi- an sýni frekar greindarvísi- tölu þingmanna en hve margir þeirra eru í húsinu. Bogi Ágústs- son til Flug- leiða Bogi Ágústsson er nýráð- inn blaðafuUtrúi Flugleiða. Bogi er þekktur fréttasnápur og ekki eru margir mánuðir liðnir síðan hann var ráðinn sem aðstoðarframkvæmda- stjóri Ríkisútvarpsins. Oft eru stöðuveitingar umdeild- ar, sérstaklega í bankakerf- inu, en menn eru á einu máli um að það sé ekkert bogið við ráðningu nýja blaðafulltrú- Nóttina í skrúfuna Dagbækur sjómanna eru oft fjörugar. Sjómaður einn, sem var Mtið geftnn fyrir staf- setningu, ku eitt sinn hafa skrifað: „í dag fékk ég nóttina í skrúfuna. Hali er núna í landi og Haugur á sjó." Öð- lingurinn var víst að skrifa um vini sína, Halla ogHauk, og loðnunót skipsins. Engan póst- kassaá pósthús, takk Nýja pósthúsið við Rauðar- árstíg er svo flott og fínt að þar er pent bannað að serja póstkassa utan á húsið, svona fyrir okkur hin sem stöndum í bréfaskriftum. Máttur arki- tektanna er farínn að verða ansi mikUl, ekki satt? Nýl búningurlnn. IMýir flugfreyju- búningar Flugleiðir hafa tekið n ýja flugfreyjubúninga í notkun. Jakkarnir nýju eru með tveimur tölum en voru með einni áður. Flugfreyjurnar hneppa þess vegna helmingi betur að sér núna en áður. Annars eru svona breytingar ekki mjög fréttnæmar þ ví hverjir horfa eigjnlega á bún- ingana þegar þeir góna á flugfreyjur? Umsjón: Jón G. Hauks- son Menning Alls konar konkret Kristján Steingrímur að Kjarvalsstoðum Nú sýnir að Kjarvalsstöðum ungur og röskur listmálari, Kristján Stein- grímur (Jónsson), nýkominn heim eftir fjögurra ára törn við Listahá- skólann í Hamborg. Sýning þessi er merkileg fyrir margra hluta sakir, fyrir augljósa hæfileika listamanns- ins, gagnmerka sýningarskrá hans, en ekki síst fyrir það sem hún segir okkur um vanda ungra íslenskra list- málara í dag. Kristján Steingrímur var eitt af þeim galvösku ungmennum sem gekk bæði í gegnum hugmynda- fræðilegar pælingar í Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans seint á síðasta áratug og vaxtarverki „nýja málverksins". Hann var til dæmis einn af þeim „7 ungu" sem mörkuðu framtiðarstefnuna í málverkinu á sýningu í Norræna húsinu árið 1982. En þegar hann kom út til Þýska- lands árið 1983 uppgötvaði Kristián Steingrímur að hið „nýja málverk" Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson var í raun ævagamalt, sem segir út af fyrir sig ýmislegt um þá einangrun sem innvígðir listamenn búa sjálfum sér stundum hér heima, þó svo vind- ar upplýsingarinnar blási úti fyrir. „Það þýddi þess vegria lítið fyrir mig að halda áfram í sama dúr og hér heima; þuð hefði bara haft hægan dauðdaga í för með sér. Ég varð að finna mér mína eigin persónulegu leið," segir listamaðurinn í samtali við Illuga Jökulsson, sem birtist í sýningarskránni. ívitnunarstefna Það er tímanna tákn að sú leið sem Kristján Steingrimur - Eftirþanki, 1987. Kristján Steingrímur velur liggur ekki inn á við, heldur út á við, og endar í fyrri liststefnum, ekki lífinu sjálfu. Hér er sem sagt um að ræða ívitn- unarstefnu þá sem talin er fylgifisk- ur póstmódernismans. Eða eins og listamaðurinn segir í áðurnefndu viðtali: „Það er ennþá expressjónismi í þessum myndum mínum en líka geómetría og kons- trúktífismi og alls konar konkret hlutir..." í allmörgum myndum sínum notar Kristján Steingrímur hinar láréttu og lóðréttu áherslur geómetríunnar sem nokkurs konar baksvið. Ofan á þennan grunn leggur hann tví- og þrívíð form í óreglulegum strangfl- atastíl og læsast þau saman með reglubundnum hætti. Mér koma í hug marglitar „lágmyndir" Franks Stella. Fyrir framan þennan samsetning svífa misjafnlega brotnar, reglustik- aðar línur sem líta út eins og leiða- kerfi neðanjarðarlestanna í París. Laustengt við þennan megin- strúktúr er ýmiss konar fornfálegt flúr og minni sem eiga að vera þjóð- legar skírskotanir: fiskar, fiskimenn, skjaldarmerki og annað í þeim dúr. Ópersónulegt Hér er sem sagt kominn myndlist- arlegur kokkteill sem enginn annar en Kristján Steingrímur hefði getað blandað með svipuðum hætti. Samt er yfir þessu bralli hans af- skaplega ópersónulegur blær og handahófskenndur, eins og listamaö- urinn sé að serja saman myndverk fyrir einhverja aðra en sjálfan sig. Eitt af fáum verkum sem ber vott um einkalega úrvinnslu á sjálfstæð- um myndrænum forsendum er myndröðin „Sjöund" (1987), en þar samræmir Kristján Steingrímur táknmyndir sínar og sjálfan mynd- fiötinn - án þess þó að „merking" verksins liggi Ijósar fyrir. En það má Kristján Steingrímur eiga að hann telur sig ekki ennþá hafa höndlað viskusteininn í mynd- listinni. Eða eins og hann segir í sýningar- skránni: „Ég geri mér grein fyrir því aö ég er enn undir áhrifum úr ýms- um áttum. Ég tel mig hafa náð fótfestu og þroska til að byggja á en á vonandi eftir að þróast mikið enn og finna mér minn eigin stað." -ai FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Umsóknir um skólavist í dagskóla FB á vorönn 1988 skulu hafa borist skrifstofu skólans, Austurbergi 5, fyrir 14. nóvember nk. Nýjar umsóknir um kvöldskóla FB (öldungadeild) á vorönn 1988 berist skrifstofunni fyrir sama tíma. Einnig þarf að staðfesta fyrir 14. nóvember fyrri umsóknir væntanlegra nýnema með bréfi eðá símtali. Sími skólans er 75600. Skólameistari HJÓNASKILNAÐUR - SAMBÚÐARSLIT ERTU VISS UM RÉTT ÞINN ? Upplysingabæklingar og ráðgjöf á skrifstofu okkar. Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnadóttir Lögfræöiþjónustan hf Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími (91)-689940

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.