Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987. Jarðaifarir Tage Möller hljómlistarmaöur lést 20. október sl. Hann fæddist á Samsö við Jótland 15. janúar 1898. Foreldrar hans voru Anna Katrín og Friörik Christian Möller. Tage var tvíkvænt- ur. Hann eignaðist einn son í fyrra hjónabandi. Seinni kona hans er Margrét Jónsdóttir og eignuðust þau tvo syni. Útfór Tage verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Harpa María Björnsdóttir lést 21. október sl. Hún fæddist á Akureyri 29. nóvember 1922, dóttir Björns Grímssonar og Vilborgar Soffiu Lilli- endahl. Eftirlifandi eiginmaður Hörpu er Ásbjöm Magnússon. Þeim hjónum varð þriggja dætra auðið. Útför Hprpu verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Hulda Tryggvadóttir lést 22. októb- er. Hún fæddist að Miðengi í Garða- hverfi 8. febrúar 1924, dóttir hjónanna Lovísu Guðmundsdóttur og Tryggva Gunnarssonar. Eftirlif- andi eiginmaður Huldu er Hörður Þorleifsson. Þau hjónin eignuðust þijá syni. Útfór Huldu var gerð frá Dómkirkjunni í morgun. LUKKUDAGAR 29. okt. 5591 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- Vinningshafar hringi i sima 91-82580 I gærkvöldi Katrín Agústsdóttir myndlistarkona: Sækist efUr töluðu máli Ég hlusta yfirleitt á rás 1 þar sem ég sækist eftir töluðuð máli og þyk- ir mér gott að margir þættir eru tvíteknir þannig að hægt er að hlusta á mismunandi tímum. Ég legg áherslu á fréttir en er sama þó ég missi af þeim í sjónvarpi. Eins þykir mér hvíld í því að hlusta á sígúda tónlist þegar dægurlög og popp dynja á hinum stöðvunum. Þegar ég kveikti á útvarpinu var bamaefnið að enda og þótti mér athyglisvert að börn fara heldur ekki á mis við tískufréttir. Eftir tónlistina á síðdegi tilkynnti rás 1 að í dagskrá rásar 2 kæmi Thor Vilhjálmsson og flytti pistil svo ég skipti yfir og hafði gaman af. Næst vom fréttir, tilkynningar og síðan Glugginn sem að þessu sinni sagði frá bókamessu í Múnchen. Mér þykir yfirleitt gott Katrín Agústsdóttir. efni á þessum tíma. Ef ég horfi á sjónvarpsfréttir er þaö frekar hjá ríkissjónvarpinu þar sem tíminn hentar mér betur. Það em að sjálf- sögðu að mestu sömu fréttir og í útvarpi en myndin gerir fréttina skýrari fyrir fólk. Ég má til með að nefna frásögn Ómars Ragnarssonar af vegagerð frá Reykjavík upp í Hengilssvæðið og frábærum landslagsmyndatök- um. Veðurfréttum sleppi ég sjaldan sem sannur íslendingur. Þáttur Hemma Gunn stóð fyrir sínu með hæfilega alvarlegum umræðum og léttu ívafi eins og Hemma einum er lagið. ítalski sakamálaþátturinn lofar góðu sem spennuefni. Þar sem ég sá ekki fyrri hlutann af Óði böðuls- ins slökkti ég á sjónvarpinu og kveikti á rás 1 og hlustaði á Sjón- aukann hjá Bjarna Sigtryggssyni sem var athyglisverð samantekt. Þá tók jass hjá Jóni Múla við. Mér finnst ágætis efni á Stöð 2 í síðdeginu fyrir yngra fólk. Dag- skráin stendur allt of lengi hjá Stöð 2 en þá er bara að slökkva. Áslaug Þ. Símonardóttir frá Sel- fossi verður jarðsungin frá Selfoss- kirkju laugardaginn 31. október kl. 13.30. Sigurður A. Pétursson, Hringbraut 60, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 31. október kl. 13.30. Arngrímur Jónsson, Árgilsstöðum, Hvolhreppi, verður jarðsunginn frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 31. október kl. 14. Ingveldur Árnadóttir, Efra-Hvoli, verður jarðsungin frá Lágafells- kirkju laugardaginn 31. október kl. 10.30. Kristinn Pálsson, Hryggjarseh 6, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni fostudaginn 30. október kl. 13.30. Magnús Guðlaugsson, Skipasundi 4, verður jarðsunginn frá Askirkju fostudaginn 30. október kl. 13.30. Vigfús Magnússon bóndi, Skinna- stöðum, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 31. október kl. 11. Svava H. Jónsdóttir, Hlévangi, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fóstudaginn 30. október kl. 14. Útfor Herdísar Þórðardóttur, Öldu- slóð 28, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 30. október kl. 15. Fundir Kvenfélag Laugarnessóknar heldur fund í safnaðarheimilinu mánu- daginn 2. nóvember kl. 20.30. Konur úr Kvenfélagi Bústaðasóknar verða gestir þetta kvöld. Helgi Hálfdanarson hjá Grikk- landsvinum Grikklandsvinafélagið Hellas efnir til fyrsta fundar vetrarins fimmtudaginn 29. október í Risinu, Hverfisgötu 105 (efstu hæð). Hefst hann á því að Helgi Hálf- danarson, sem löngu er þjóðkunnur fyrir þýðingar sínar á leikritum Shakespeares, kynnir fundarmönnum nýjar þýðingar á forngrískum harmleikjum. Þá mun Guð- mundur J. Guðmundsson sagnfræðingur sýna litskyggnur úr margræddri menn- ingarferð 50 Grikklandsvina um helstu söguslóðir Grikklands. Ráðgert er að áþekk för verði farin á sumri komanda fyrir milligöngu Samvinnuferða-Land- sýnar. Af því tilefni heimsækir gríski ferðamálafrömuðurinn Filippos Kokkalis félagið og leggur fram tillögur um ferðaá- ætlun sem skýrð verður og rædd á fundinum. öllum áhugamönnum um Grikkland og gríska menningu er vel- komið að sækja fund Grikklandsvinafé- lagsins. Jarðgangafélag íslands Jarðgangafélag Islands gengst fyrir kynningarfundi um jarðgöng til sam- göngubóta á þjóðvegakerfi landsins. Fundurinn verður fimmtudaginn 29. okt- óber kl. 16.30 í fundarsal Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 3 hæð. Framsögumenn verða Helgi Hallgrímsson aðstoðarvega- málastjóri og Hreinn Haraldsson, yfir- jarðfræðingur Vegagerðar ríkisins. Erindi þeirra nefnist Áætlun um veggöng á Islandi. Kynnt verður álit nefndar sam- gönguráðherra frá í vor um þessi mál. Fundurinn er öllum opinn. Tilkyrmingar Lögfræðiaðstoð laganema Orator, félag laganema, verður með ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning á fimmtudagskvöldum milli kl. 19.30 og 22 i síma 11012. Hallgrímskirkja - starf aldr- aðra Opið hús verður haldið í safnaðarsal kirkjunnar kl. 14.30 nk. fimmtudag. Sýnd- ar verða litskyggnur úr Danmerkurför. Kaffiveitingar. Þeir sem óska eftir bílfari eru beðnir að hafa samband við safnaðar- systur sama morgun í síma kirkjunnar, 10745. Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3b er opin á fimmtudögum kl. 20-22.30 og laugardögum og sunnu- dögum kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem seld eru minningarkort félagsins og veittar upplýsingar um starfsemina. Sími 25990. Bókaútsala í Þingholtsstræti 3 Árleg bókaútsala Hins íslenska bók- menntafélags, Þingholtsstræti 3, hefst í dag og stendur til þriðjudagsins 3. nóv- ember. Einnig verður opið laugardag og stmnudag kl. 10-16. Áuk bóka Bók- menntafélagsins verða bækur frá eftir- töldum bókaforlögum í Þingholtsstræti: Menningarsjóði, Isafold, Þjóðsögu, Lög- bergi og fleiri aðilum. Safnaðarfélag Ásprestakalls Kaffisala félagsins verður sunnudaginn 1. nóvember í félagsheimilinu að lokinni síðdegismessu. Bóksöluskrá Bókavörðunnar Bókavarðan - verslun í Reykjavík með gamlar og nýjar bækur - hefur sent frá sér 46. bóksöluskrána. Þar er að finna rúmlega 100 titla bóka frá síðustu 200-300 árum og eru þær af margvíslegu tagi. Þama eru skáldsögur erlendra og ís- lenskra höfunda, mikið af Islendingasög- um í útgáfum helstu íslenskra og erlendra fræðimanna, héraðasögur í úrvali og þjóðlegt efni - auk ljóða og leikrita. Bók- söluskráin er send ókeypis til allra utan Stór-Reykjavikursvæðisins sem þess óska en aðrir geta vitjað hennar í búð Bóka- vörðunnar á Vatnsstig 4. Flóamarkaður Flóamarkaður félags ein- stæðra foreldra verður haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, laugardaginn 31. október og sunnudag- inn 1. nóvember milli kl. 14 og 17. Mikið af góðum fatnaði, húsgögn og fleira. Leið 5 að dyrum. Félagsvist Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð nk. laugardag kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Veitingar og verðlaun. Allir velkomnir. Tónleikar Píanótónieikar í vikulok heldur Jónas Ingimundarson tvenna píanótónleika. Fyrri tónleikarnir verða í Logalandi í Borgarfirði föstudags- kvöldið 30. október og hefjast þeir kl. 21. Þeir síðari eru á vegum tónlistarfélags Akraness í safnaðarheimili kirkjunnar á Akranesi og verða þeir laugardaginn 21. október kl. 16. Jónas hefur margoft leikið á þessum stöðum á undanförnum árum, ýmist einn eða með öðrum. Jónas frum- flytur verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson er hann nefnir „Dagur vonar“. Þá flytur hann tvær sónötur, eftir Mozarts og Beet- hoven. Tónleikunum lýkur svo með verkum eftir Chopin. Breskur drengjakór í Hall- grímskirkju Hér á landi er nú staddur breskur drengjakór, Hamton School Choral Soci- ety. Hann er hér í boði skólakórs Garðabæjar. Kórinn hefur sungið í Garðakirkju og á Akranesi en nk. fimmtudagskvöld, 29. okt., mun hann halda tónleika í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir D. Buxte- hude, Anton Bruckner, G. Fauré og Benjamin Britten. I kórnum eru nokkrir efnilegir hljóðfæraleikarar sem leika bæði samleik og einleik á tónleikunum. Stjórnandi kórsins er Michael Newton og organisti Christopher Mabley. Áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands Á 3 áskriftartónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Háskólabíói, fimmtudag- inn 29. október, mun Hafliði Hallgríms- son stjórna Sinfóníuhljómsveitinni í fyrsta sinn á almennum tónleikum. Meðal verka á efnisskrá verður frumflutningur á tveimur verkum eftir Hafliða. Auk þess verða flutt verk eftir Carl Nielsen og Jean Sibelius. Enska sópransöngkonan Jane Manning syngur. Skák Skákmótið í Belgrad: Jóhann og Kortsnoj gáfu ekki höggstað á sér - sömdu um jafntefli eftir tuttugu leiki Stórmeistaramir Jóhann Hjart- arson og Viktor Kortsnoj sömdu um jafntefli eftir uppskiptaæði í drottningarbragði í 9. umferð In- vest-banka skákmótsins sem tefld var í gær. Eftir tuttugu leikja tafl- mennsku voru drottning og tveir hrókar eftir í hvoru liði og dauð staða á borðinu. Kortsnoj þáði jafn- teflisboð Jóhanns án mikillar umhugsimar. Það var greinilegt að hvorugur vildi gefa höggstað á sér fyrir einvígið í heimsmeistara- keppninni í Saint John í Kanada í byijun næsta árs. Er Leifur Jósteinsson, aðstoðar- maður Jóhanns í Belgrad, var spurður að því á rás n í gærkvöldi hvor þeirra hefði teflt til jafnteflis, svaraði hann því til að líklegast hefðu það vqrið báðir. Það er skilj- anlegt að Jóhann haíi vfljað tefla traust eftir tvær tapskákir í röð og Skák Jón L. Arnason endurheimta skákþrekið. Kortsnoj er reyndur einvígisrefur og hefur ekki viljað leggja spilin á borðið strax. SennUega hefur hugur hans verið nær Saint John í Kanada heldur en Belgrad er hann sat við taflið í gær. Friðsemd hans gefur til kynna aö hann beri fufla virð- ingu fyrir Jóhanni. Timman og Ivanovic gerðu jafn- tefli í gær og sömuleiðis Popovic og Nikolic en þijár skákir fóru í bið og eru allar jafnteflislegar. Short átti um tíma peð yfir gegn Ljubojevic og góða stöðu en missti taflið niður. Þá stóð Beljavsky lengi höllum fæti gegn Marjanovic og Salov átti lakara tafl um tíma gegn GUgoric. Staðan á mótinu er óljós vegna biðskákanna sem tefldar verða áfram á fostudag. Timman er efstur með 6 v„ Ljubojevic hefur 5'A v. ogbiðskák, Kortsnoj 5 v. ogbiðskák og Jóhann, Popovic og Nikolic koma næstir með 5 v. i dag teflir Jóhann við Timman og hefur hvítt. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.