Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 21
20 FIMMTUDAGUR 29. OKTÖBER 1987. íþróttir „Hef þá trú að það sé vilji til að endurráða Held“ - sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ „Eg hafði tækifæri til að sjá leikinn fyrir atbeina sovéska sendiráðsins og verð að segja að ég er á margan hátt sáttur við úrslitin. íslendingar spiluðu vörnina feikilega vel og mörkin tvö voru hálfgerð slysa- mörk.“ Þetta sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í gærkvöldi eftir leik íslands og Sovétríkjanna. „Það er í sjálfu sér saga til næsta bæjar að Rússland hafi sætt sig við tveggja marka sigur á íslandi á heimavelli sínum. Slíkur sigur hlýtur að teljast naumur þar á bæ.“ - Nú hefur íslenska landsliðið unnið sig upp um einn styrkleika- flokk undir stjórn Sigfried Held. Hvert er framhaldið hvað hann varðar? „Niðurstaða knattspyrnusam- bandsins hefur verið sú að leita eftir vilja Held, kanna hvort hann hafi hug á að halda starfmu áfram. Ný stjórn, sem verður kjörin innan tíðar, mun síðan taka ákvörðun um framhald mála, gefi Held jáyrði sitt. Ég hef þá trú að það sé vilji til að endurráða Held,“ sagði Ellert. -JÖG Öruggt hjá Víkingi og ÍS í blakinu Tveir leikir fóru fram í 1. deild- ar keppni karla í blaki í gær- kvöldi. Víkingur lagði Fram að velU. 3-1 (15-9, 15-2, 3-15, 15-8. Þá unnu Stúdentar öruggan sig- ur, 3-0, yfir HK (15-7,15-13,15-5). Stúdentar unnu einnig sigur, 3-0, yfir HK í 1. deildar keppni kvenna, 15-1,15-8 og 15-5. í fyrrakvöld var leikinn einn leikur í 1. deild karla. Þróttur vann auöveldan sigur, 3-0, yfir HSK, 15-4,15-8,15-6. Breiöablik lagði Þrótt að velli, 3-1, í 1. deild kvenna. 15-10,13-15,16-14,15-9. -B Norðmenn i Miðhetjinn Ulf Kristen skoraði tvö mörk fyrir A-Þjóðveija þegar þeir lögöu Norðmenn að veUi, 3-1, í Evrópukeppni landsliða í gær í Magdeburg. Hann skoraði fyrra mark sitt á 14. mínútu en Norðmenn náðu að jafna, 1-1. Jan Fjörestad skoraði markið á 32. mín. úr þröngri stöðu. Fögnuöur Norðmanna stóð yfir aðeins í tvær mín. því að Andreas Thom svaraöi strax með skalla eftir sendingu frá Thomas Doll. Það var svo Kirsten sem gull- tryggöi sigur A-Þjóðverja á 53. mín. -SOS Rúmenar lögðu Albani Rúmenar náðu að leggja Albani aö velU, 1-0, i Vlora í Albaníu í gær í Evrópukeppni landsUöa í knattspymu. Klein skoraði sigur- markið á 61. mín. Rúmenar standa nú best aö vígi í fyrsta riðU EM. Þeir hafa átta stig eftir fimm leiki og marka- töluna, 13-3. Spánvetjar hafa einnig átta stig en markatala þeirra er slök, eða 9-6. Rúmenar eiga eftir að leika gegn Austurrík- ismönnum á útiveUi en þeir hafa fjögur stig. Spánvetjar eiga eftir heimaleik gegn Albönum sem hafa ekki hlotið stig í riðUnum. -sos Þrumufleygur Stevens sökkti „Rauða hemum" - Everton skaut Liverpool út úr deildarbikarkeppninni Everton og enski landshðsmaðurinn Gary Stevens stöðvuðu sigurgöngu Liverpool í gærkvöldi þegar félagið vann sigur, 1-0, í Mersey-slagnum á Anfield Road. Stevens skoraði sigur- markið aðeins sex mín. fyrir leikslok með þrumufleyg af 25 m færi og kom Everton þar með í 16 Uða úrsUt ensku deUdarbikarkeppninnar. 44 þús. áhorfendur voru staddir á Anfield Road til að sjá leikinn. Aftur á móti voru 12 þús. stuðningsmenn Everton staddir á Goodison Park, aðeins nokkra km frá Anfield þar sem leikurinn var sýndur á stórum sjónvarpsskermi. Tottenham, sem hefur átt í vand- ræöum að undanfórnu - margir leikmenn meiddir og síðan fram- kvæmdastjóraskipti, eftir hliðarspor David Pleat, mátti þola tap, 1-2, á Vfila Park í Birmingham. Warren Aspinall skoraði sigurmark Aston Vfila 12 mín. fyrir leikslok. Áður hafði Alan McInaUy skorað mark með skaUa eftir aðeins átta mín. fyr- ir Villa. Það kom síðan í hlut Argentínumannsins Osvaldo Ardiles að jafna metin, 1-1, á 64. mínútu. McClair hetja United Skoski landshðsmaðurinn Brian McClair skoraði tvö mörk fyrir Man. Utd, sem vann sigur, 2-1, yftr Crystal • Guðmundur Torfason fékk góð tækifæri til að skora gegn Rússum. Því miður náði hann ekki að senda knöttinn í netið. Palace á Old Trafford. Fyrir leikinn fögnuðu stuðningsmenn United Steve Coppell, fyrrum leikmanni liðsins, sem er framkvæmdastjóri Palace. McClair skoraði fyrsta mark sitt úr vítaspymu eftir átta mín. og síðan var hann aftur á ferðinni á 28. mín. með því að hamra knöttinn í netið meö skalla. Ken Doherty skor- aði mark Lundúnaliðsins. • Bryan Robson, fyrirUði enska landsliðsins, varð að fara af leikvelU snemma í seinni hálfleik - með ljótan skurð yfir hægri auga. Newcastle, sem lék án BrasiUu- mannsíns Mirandinha, sem er meiddur, mátti þola tap, 1-2, í Wimbledon. Það var Terry Gibson sem skoraði sigurmark heimamanna eftir að venjulegur leiktími var út- runninn. Áður hafði John Fashanu skorað og Neil McDonald náð að jafna fyrir Newcastle úr vítaspyrnu, 1-1. • Leeds og Oldham skildu jöfn, 2-2. Félögin mætast aftur á þriðju- daginn. Þá leika einnig aftur Swin- don og Watford, sem skildu jöfn, 1-1, í gærkvöldi. • Peterborough - Reding og Ox- ford - Leicester gerðu jafntefli, 0-0. Félögin mætast aftur á miövikudag- inn kemur. -SOS U - sagði Guðn! Kjartansson, aðstoðarmaður Helds „Þegar allar aöstæður eru teknar með í reikninginn getum við ekki annað en verið ánægðir meö leikinn í Simferopol. Já, þrátt fyrir tap. Viö vorum að leika gegn einu sterkasta landsliði Evrópu, ef ekki því sterkasta,“ sagði Guöni Kjart- ansson, aðstoðarmaður Sigi Held, landsliðsþjálfara íslands. „Þaö voru ódýr mörk sem viö fengum á okkur. Sævar Jónsson vildi meina aö fyrra markið hafi verið rangstæðumark. Hann hljóp fram til að gera einn leikmann Rússa rangstæðan þegar skotið var að marki okkar. Rússinn var því fyrir innan vöm okkar,“ sagði Guðni. Guðni sagði að Rússar heföu verið mjög ánægöir eftir leikinn, enda búnir að tryggja sér farseöilinn til V-Þýskalands í úrslitakeppnina á næsta ári. SOS Marikvörður Kýpur fékk taugaáfall - þegar reyksprengju var kastað að honum Kristján Bemburg, DV, Belgíu: „Við skálum ekki í kampavíni í kvöld. Við munum halda okkur viö appelsínusafann og steypubaðið," sagði Van Braukelen vondaufur í gær en hann stóð í marki Hollendinga. Það hlýtur að sæta furðu að maður skuli sýta leik sem vinnst átta - núll en ekki er öll sagan sögð með úrslitunum. Markverðir Kýpur, tveir að tölu, máttu vissulega sækja knöttinn oft í netmöskv- ana en þó kunna þeir að hrósa sigri þegar upp verður staðið. Annar þeirra var nefnilega fluttur á sjúkrahús sökum taugaáfalls og var það ekki markasúpan sem fárinu olli heldur hitt að sprengja sprakk við nefið á honum. Henni var kastað á miðjan vítateiginn og sprakk hún meö látum og miklum reyk sem sté til lofts. Var leikurinn stöðvaður um hríð en síðan látinn hafa sinn gang. Þróaðist hann þá á þann hátt sem áður var nefndur. „Við hlupum engan sigurhring," sagði Van Braukelen. „Ef að líkum lætur dæm- ist þessi leikur okkur tapaður og því er ekki ástæða til að fagna.“ Þess má geta að Hollendingar fara til V-Þýskalands ef úrslitin standa. Þessir gerðu mörkin: John Bosman 5, Ruud Gulht, Ronald Spelbos og Johan Vant Schip allir 1. -JÖG Valsstúlkur í erfiðleikum - með Sljömuna að Hlíðarenda í gærkvöldi Valsstúlkur áttu í miklum erfiðleik- um með baráttuglaðar Stjömustúlk- ur í leik þeirra í gærkvöldi. Leikurinn var jafn allan tímann þó haföi Valur ávallt yfirhöndina fyrir utan einu sinni þegar langt var liðið á leikinn að Stjaman náði tveggja marka forystu. Þegar flautað var til leiksloka skildi aðeins eitt mark liðin að, 15-14. Staðan í hálfleik var 9-8 Val í vil. Stjömustúlkur meö Erlu Rafns- dóttur í fararbroddi komu ákveðnar til þessa leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Þær voru hreyfanlegar í sókn- inni og náðu oft að leika vöm Vals grátt með góðum stimplunum. í vörninni spfiuðu þær með Erlu fram- arlega og náðu oft að brjóta sóknar- lotur Vals niður. Eins og áður sagöi átti Valsliðið í miklu basli með lið Stjörnunnar og náðu ekki að hrista þær af sér þó þær hafi fengið mörg gullin tækifæri tfi þess í fyrri hálfleik. Varnarleikur hðsins var í molum í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur vom til leiks- loka tóku þær til þess ráðs að taka Erlu Rafnsdóttur úr umferð og við það raskaðist sóknarleikur Stjörn- unnar mjög og gerði það út um leikinn. Katrín Friöriksen tryggöi Val sigur þegar innan við ein mínúta var til leiksloka með góðu skoti utan af velli. Erla Rafnsdóttir var yfirburða- manneskja í hði Stjömunnar eins og svo oft áður. Trekk í trekk lék hún vamarmenn Vals upp úr skónum og skoraði eða spilaði meðspilara sína uppi. Einnig átti Fjóla Þórisdóttir góðan leik í markinu og varði meðal annars fjögur víti. Kristín Arnþórsdóttir spilaði sinn besta leik í vetur í gær. Ógnaði vel í hominu og var snögg fram í hraða- upphlaupum. • Mörk Vals: Kristín Anna Am- þórsdóttir 5, Guðrún Rebekka Kristj- ánsdóttir 4, Hanna Katrín Friðriksen 3, Erna Lúðvíksdóttir 2, Magnea S. Friðriksdóttir eitt mark. • Mörk Stjörnunnar: Erla Rafns- dóttir 6/2, Guðný Gunnsteinsdóttir, Hrund Grétarsdóttir og Drífa Gunn- arsdóttir tvö mörk hver, Ingibjörg Antonsdóttir og Ragnheiður Steph- ensen eitt mark hvor. Leikinn dæmdu þeir Steinþór Bald- ursson og Vigfús Þorsteinsson og hafa oft dæmt betur. ÁS/EL f „20 mín. leiknum" Ateltico Madrid vann sigur í „20 mín- útna baráttunni" í Barcelona í gærkvöldi - skoraði eitt mark og vann samanlagt, 2-1. Leikmenn Madridliðsins og Barcelona mættust aftur í gærkvöldi til að ljúka við þær 20 min. sem eftir var af leik liðanna 3. október en þá varð að flauta leikinn af vegna rigninga. A elleftu mín. „stutta leiksins", eða á 81. mín., skoraði Robert Marina fyrir Atletico og rétt á eftir varði Zubizarreta, mark- vörður Barcelona, glæsilega frá Brasfiíu- manninum Roberto Brito „Alamao". • Þess má geta að Ramon Calderen hjá Barcelona var rekinn af leikvelli á síðustu min. fyrir að mótmæla. -SOS FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987. 21 íþróttir Það vom þreyttir, þyrstir og óán- aö drekka. í flugvélinni fengum viö ert að fá. Okkur var sagt að búiö þurftu því aö ferðast frá Svartahafi „Strákamir eru svekktir. Þaö er pgðir leikmenn íslenska landsliðs- ódrekkandi vökva í 0.01 htra plast- væri að loka allri veitingasölu. til London til aö fá eitthvað al- vel skfijarfiegt. Þeir hafa ekki feng- ins í knattspymu sem komu til máh. Þaö er ailt og sumt,“ sagði Þetta er sorglegt. Þaö var vitað aö mennilegt tíl aö svala þorsta iö neitt að drekka né borða frá því Moskvu í nótt kL 02 að staðartima Atli Eðvaldsson, fyrirhði íslenska við kæmum hingað beint úr erfið- sinum. „KSÍ á aö kæra þetta tíl að leiknum lauk. það eina sem þeir - eftir erfiöa og vætulausa ferð frá landsliösins, sem var afar óhress. um leik og ferö. Engar ráöstafanir Knattspymusambands Evrópu. hafa fengiö er smásnarl úr plast SimferopolviðSvartahaf.Já,vætu- „Við fórum beint út á flugvöll gerðar. Við höldum til London Þaðerekkihægtaðbjóðamönnum pokum,“ sagði Guðni Kjartansson. lausa. Leikmennimir höföu aðeins eftir lefionn og þurftum aö bíða þar snemma í fyrramáhð (kl. 6) og ég upp á þannig meöferð. Rússland er SOS fengið að drekka eina flösku af í eina og hálfa klukkustund áður efast um að við fáum morgunverö sagt skipulegasta þjóöfélag í heimi. Pepsi eftir að þeir höföu leikið í 90 enhaldiðvaráloftÞegarviðkom- áöur en við höldum af stað,“ sagöi Skipulagið er svo lélegt aö það er mín. mjög erfiöan Ieik. „Við höfUm um hingað á hótehð í Moskvu eftir Ath í stuttu spjalli viö DV í nótt varla hægt aö segja frá því,“ sagöi ekki einu sinni fengið vatnssopa fiögurra tíma ferðalag þá var ekk- íslensku landshðsmennimir Ath. Naumt tap við Svartahaf - Sovétmenn sigiuðu íslendinga, 2-0, í Simferopol íslendingar ghmdu í gær við eitt fremsta knattspyrnulið Evrópu, Sov- étmenn. Spádómar flestra gengu eftir, björninn vann sigur, en sá var hins vegar með minnsta móti. Rúss- arnir gerðu tvö slysaleg mörk, sitt í hvorum hálfleiknum, bæði án þess að hætta virtist aðsteðjandi. Þrátt fyrir þennan tveggja marka ósigur var vöm íslendinga sterk og lengst af höggþétt. Bjarni Sigurðsson hafði það furðu náöugt undir mark- slánni sé hhðsjón tekin af mótherjan- um og leikstaðnum. Rússarnir óðu enda fullmikið upp miðjuna þar sem vöm íslands var sem þéttust. Varð því sjaldnast mikið úr brölti þeirra. Ef á heildina er htið lék íslenska hðið vel, enginn þó betur en hinn stórefnilegi Olafur Þórðarson. Hann var óstöðvandi í fyrri hálfleiknum og sterkur fyrir í þeim síðari. íslendingar léku af skynsemi Fjarri fer að Sovétmenn hafi byrjað leikinn í gær með látum eða skraut- sýningu þótt margur gæti ætlað svo. Okkar menn létu eftir miðjuna en svömðu sóknarmönnum Rússa viö vítateiginn. Þá léku strákarnir jafn- an af skynsemi, sendu boltann út til hhðanna og unnu tíma með mark- vissu og öruggu spili. Mark Rúsanna, á 15. mínútu, kom því á vissan hátt sem þruma úr heið- skíru lofti. Var lánið þar sannarlega í farteski þeirra. Langskot Vladimirs Bessonov var hálfvarið af Bjama Sig- urðssyni en Igor Belanov sló niður sem eldingu í markteignum og skor- aði hann af örstuttu færi í autt markið. Eftir afrek hans dofnaði nokkuð yfir leiknum. íslendingar áttu þó ágæt upphlaup og úr einu þeirra skallaði Guðmundur Torfason hár- fínt framhjá úr opnu færi eftir sendingu frá Atla. Gummi var raun- ar á ferðinni skömmu síðar, eftir glæsilega sendingu frá Lárasi Guð- mundssyni, en Dasayev greip knött- inn af tám hans nærri markteignum. Sovétmenn sáttir við sitt hlut- skipti Björninn sovéski hálfopnaði ginið í bytjun síðari hálfleiks og gengu hrammar hans þá á alla vegu. Sókn- in var þá um tíma þung og kom seinna markið eftir misheppnað skot Vasiliv Rats. Knötturinn hrökk af Guðna Bergssyni fyrir fætur Oleg Protasov sem breytti á réttan hátt í dauðafæri. - Staðan var því orðin 2-0 og aðeins fimm mínútur liðnar af síðari hálf- leiknum. í stað þess að láta kné fylgja kviði dró smám saman af Rússunum og undir miðbik hálíleiksins voru þeir famir að spila á sínum vallarhelm- ingi, fullsáttir við sitt hlutskipti. Fögnuðu þeir síðan ákaft þegar pólskur dómari leiksins flautaði af. Sovétmenn em enda fyrstir allra til að vinna sæti í úrslitum Evrópu- mótsins en þau fara fram í V-Þýska- landi næsta sumar. Á tvennan hátt era þáttaskil í ís- lenskri knattspymu um þessar mundir. Tveir pfitar spiluðu sinn fyrsta landsleik í Simferopol, þeir Þorvaldur Örlygsson og Rúnar Krist- insson. Boðar koma þeirra viss kynslóðaskipti, nýtt blóö. Þá hefur Island unnið sig upp um einn styrkleikaflokk og á baráttan að léttast í kjölfarið. Nú er fuh ástæða til að setja ný markmið og háleitari, jafnvel fara að ráði Norðmanna sem þó eru á lægri stalh en við um þessar mundir. Þeir hafa, þrátt fyrir óvænlegri stöðu en okkar, tekið stefnuna á næstu úrslitkeppni heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu. Hún fer fram á Ítalíu árið 1990. -JÖG Ljósalæti í Simferopol Tvívegis efndu Sovétmenn til mikiha ljósasýninga er rimma þeirra og íslendinga stóð sem hæst. Höföu þeir forláta slökkvibif- reið aftan við mark íslands og settu ljósin í gang í þau tvö skipti sem knötturinn lá í netinu. Áhorfendur efldust mjög er þeir htu flöktandi ljósin en vörn ís- lands lét hins vegar ekki vélast af látunum. Þéttist múrinn við hamaganginn frekar en hitt. -JÖG „íslensku strákamir léku vel“ - sagði Youri Sedov, hinn sovéski þjátfari Víkingsliðsins „íslensku strákarnir léku vel í kvöld. Vömin, sem var sterk, kom Sovétmönnum óneitanlega í opna skjöldu. Þeir Sævar, Guðni, Atli og Gunnar voru mjög fastir fyrir og Ómar Torfason skilaði hlutverki sínu vel á miðjunni. Markfæri ís- lendinga voru hins vegar fá, þó gat Guðmundur Torfason skorað með skalla um miðbik fyrri hálfleiks en það gekk ekki eftir.“ Þetta sagöi Youri Sedov, sovéska knattspymugoðsögnin, í gærkvöldi. Hann fylgdist með landsleik íslend- inga og Rússa í sovéska sendiráðinu í gær en leikurinn náðist þar beint um gervihnött. Sedov þekkir vel til knattspyrnu beggja þjóöa, íslendinga og Sovét- manna. Hann þjálfar Víkinga um Staðan Sovétríkin A-Þýskaland Frakkland ísland Noregur 3 5 3 0 14 - 3 13 7 3 3 1 12 - 4 9 7 1 4 2 4 - 6 6 8224 4- 14 6 8125 5- 12 4 • Yori Sedov, þjálfari Vikings. þessar mundir en var áður frammá- maður í knattspyrnusambandi Sovétríkjanna. Hann var því spurður álits á framgöngu þjóðanna tveggja í gær. „Sovéska liðið spilaði ekki á fullu ahan tímann,“ svaraði hann spurn- ingu blaðamanns. „Leikmenn keyrðu upp hraðann tvívegis, í upp- hafi beggja hálfleikja. Þaö gaf góða raun eða tvö mörk sem tryggðu lið- inu sigur. Ég hef þá trú að áhorfendur hafi verið sáttir við leikinn því bæði lið sýndu ágæta knattspyrnu. Því er ekki að neita að íslenska liðið hefur breyst talsvert á síðustu árum enda eru nú margar stöður skipaðar reyndum atvinnumönnum. Á lrinn bóginn verður ekki htið fram hjá því að áhugamennirnir stóðu lítt eða ekki að baki stallbræðrum sínum sem leika á meginlandinu. Ef ís- lenskir áhugamenn um knattspyrnu fá tækifæri tfi að sjá leikinn í sjón- varpi einhvem næstu daga verða þeir án efa stoltir af sínum mönn- um.“ -JÖG Frábært hjá Dönum - hafa tekið stefnuna til 01 í Seoul Danir unnu góðan sigur, 2-0, yfir Pólverjum í undankeppni ólympíu- leikanna í knattspyrnu í Varsjá í gærkvöldi. Kim Vilforst skoraði bæði mörk Dana sem hafa tekið stefnuna á Seoul. Danir, sem eiga eftir að leika gegn V-Þjóðverjum í Danmörku, eru með átta stig eftir fióra leiki. V-Þjóðverjar em með fiögur stig eftir þrjá leiki. Markatala Dana er 17-1 en V-Þjóð- verja, 8-2. -SOS • Rúnar Kristinsson. Ungt lið hjá Islandi Liðið sem íslendingar tefldu fram gegn Sovétmönnum við Svartahaf var sérlega ungt. í því voru ekki færri en þrír „fastamenn“ úr landsliði íslands skipuðu leikmönnum yngri en 21 árs. Þetta voru piltamir Ólafur Þórðarson, Rúnar Kristinsson og Þorvaldur Örlygsson. Þá má að auki nefna tvo hinna eldri, sem teflt var fram með unghngahðinu gegn Tékkum fyr- ir skemmstu. þá Sævar Jónsson og Ragnar Margeirsson. Þetta er nokkuð athyghsvert með hliðsjón af yfirlýsingum sov- éskra knattspvrnuyfirvalda fvTÍr leikinn í gær. Forkólfar Rús- sanna sögðust nefnilega þurfa að beita óreyndum piltum. kváðu þeir lið sitt í sámm vegna meiðsla lykilmanna. Annað kom hins vegar á daginn því íslensku strákarnir glímdu við ahar skær- ustu stjörnur Rússa. -JÖG „Ánægður með ungu leikmennina" -sagði Atfli Eðvaldsson „Ég er rrýög ánægður með alla þá ungu leikmenn sem leika nú með íslenska landshðinu. Þegar það er haft í huga að 10 af 16 leik- mönnum, sem voru í Simferopol, léku síðast deildarleik á íslandi í byrjun september þá er árangur okkar gegn rússneska landshö- inu góöur. Við fengum á okkur ódýr mörk sem er alltaf erfitt að sætta sig við,“ sagði Atli Eðvalds- son, fyrirliði íslenska landshðs- ins. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.