Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. Námskeið Námskeið eru haldin í dui- fræðilegri heimspeki (Meta- physics), þróunarheimspeki (Cosmology) og stjörnuspeki (Esoteric Astrology). Leshringar um dulfræði. Sími 79763. Vinningstölurnar 7. nóvember 1987. Heildarvinningsupphæð: 5.891.097,- 1. vinningur var kr. 2.954.680,- og skiptist á milli tveggja vinningshafa, kr. 1.477.340,- á mann. 2. vinningur var kr. 881.144,- og skiptist hann á 341 vinningshafa, kr. 2.584,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.055.273,- og skiptist á 11.231 vinningshafa, sem fá 183 krónur hver. Upplýsingasimi: 685111. FRÁ TÆKNISKÓLA ÍSLANDS UM NÁM SEM HEFST í JANÚAR 1988 REKSTRARDEILD: a) S1, fyrsta önn af níu á námsbraut í iðnaðartækni- fræði; þriðju önn (S3) lýkur með námsstiginu iðnrekstrarfræðingur. I S1 er fullskipað. b) S3S, ein viðbótarönn fyrir iðnfræðinga, útvegs- tækna o.fl. til lokaprófs í iðnrekstrarfræði. c) S4, fjórða önn af níu sbr. a) Þessi nýjung er aug- lýst með fyrirvara um heimild í næstu fjárlögum. d) I samvinnu við rafmagnsdeild og í samráði við Rafmagnseftirlit ríkisins er áætlað kvöldnám sem dreift verður á tvær annir til löggildingar fyrir raf- verktaka. Á haustönn 1988 er áætlað að bjóða þessa menntun í dagskóla og Ijúka henni á einni önn. í FRUMGREINADEILD er hægt að hefja nám eða koma inn á síðari stig á fjögurra anna námsbraut til raungreinadeildarprófs. Fullnægjandi umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans (s. 91-84933) að Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, fyrir 23. nóv. nk. Nemendur komi til viðtals 6. jan. en reglubundin kennsla hefst fimmtudag 7. jan. 1988. Rektor. Auglýsing um norræna tungumálasamninginn Norræni tungumálasamningurinn, sem er samningur Norðurlandanna um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi, tók gildi hér á landi 25. júlí sl. Samningurinn er gerður til að auðvelda Norður- landabúum samskipti sín á milli og eru samningsríkin skuldbundin til að stuðla að því að ríkisborgari í samningsríki geti eftir þörfum notað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld og aðrar opinberar stofnanir í öðru samningsríki. Þau mál sem samningurinn tekur til eru danska, finnska, íslenska, norska og sænska. Samningurinn tekur bæði til skriflegra og munnlegra samskipta, þó ekki í síma. Samkvæmt samningnum ber opinberum aðilum að leitast við að gera norrænum ríkisborgurum kleift að nota móðurmál sitt í samskiptum sínum við opinbera aðila, sé þess nokkur kostur. Tekur þetta til sam- skipta við dómstóia, félagsmálastofnanir, heilbrigðis- stofnanir, lögreglu, skóla og skattayfirvöld, svo dæmi séu nefnd. 6. nóvember 1987. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Sandkom Engan póstkassa á pósthúsið Nýlega var pósthús við Rauðarárstíg í Reykjavík flutt um set, í nýtt hús. Nýja húsið er ósköp venjulegt út- lits, að minnsta kosti án frekari rannsókna, nema hvað það er öllu brúnleitara að utan en gerist og gengur. Það merkilegasta við þetta pósthús er áreiðanlega sú staðreynd að enginn póst- kassi er utan á húsinu og heldur engin bréfarifa tengd póstkassa innan veggja. Hafa póstmenn verið að flengjast með lausan póstkassa í and- dyrinu til þess að viðskipta- vinir póstsins geti með einhveiju móti komið afurð- um sínum í póst á pósthús- inu. Ástæðan fyrir þessu ein- kennilega ástandi í póstmál- um er sögð sú að arkitekt hússins banni slíka afskræm- ingu á hugverki hans sem póstkassi eða bréfarifa á út- vegg hafi í fór með sér. Það fylgir ekki sögunni hvort hann samþykkir að póstur fari yfirleitt um þetta póst- hús, en einhver brögð munu vera að þvi þrátt fyrir póst- kassaleysið. Rásaði á Byigjuna Einhver nafntogaðasti hljóðmaður Ríkisútvarpsins, Georg nokkur Magnússon, sem síðast hefur mjakað tökkunum á rás 2, mun hafa sagt skihð við útgerðina og það í engum sérstökum kær- leikum. Ekki mun hljóðmað- urinn hætta í faginu því Bylgjan hefur ráðið hann á takkana við Snorrabraut. Jón Steinar deilir á dómarana meó Mannrétt- inda seta Mannréttindabarátta Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns er nú komin á bók sem heitir Deilt á dómarana og má nærri geta að þar er ekki verið að fjalla um neina fótboltadómara heldur dómara í sjálfu dóm- skerfi réttarríkisins. í bók- inni rekur Jón Steinar örlög sex mála fyrir Hæstarétti og telur hann þau hafa hlotið heldur hraklega meðferð frá sjónarmiði mannréttind- anna. Sjöundamannréttinda- málið rekur hann síðan óbeint í bókinni, en það er að hann notar alls staðar þar sem það getur átt við bókstaf- inn z sem blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar afnam úr málinu með reglugerð á með- an hann var menntamálaráð- herra. Líklega er það þetta sem Jón Steinar á við í form- álsorðum þegar hann segist ekki hafa tekið allar ábend- ingar handritslesarans til greina, „vegna sérvizku". Flórída flutt til íslands Byggingarfrömuðir Leifs- stöðvar við Keflavíkurflug- völl láta sér ekkert fyrir bijósti brenna og gildir einu þótt byggingarsaga stöðvar- innar og reikningshaldið allt saman sé í eins konar lögreg- lurannsókn hjá ríkisendur- skoðun. Víkurfréttir segja frá þvi að nú hafi veriö komið fyrir í flugstöðinni tveim stórum tijám frá Flórída. Auðvitað er bannað að flytja pottaplöntur inn frá Banda- ríkj unum en bæði er að trén rúmast illa i pottum og að arkitektúr stöðvarinnar fell- ur ekkert frekar undir ís- lensk lög en verkast vill. Trén kostuðu um eina milljón króna, að sögn Víkur- frétta, en þess ber að geta að íkaupbætifylgdutijánumað sjálfsögðu bandarískar eðlur sem eru ljósgrænar og eitt- hvað um 10 sentímetrar á lengd með hala og haus. Ein þeirra náðist flj ótlega og var afhent tollgæslunni og síðan flugmálastjórn. Þaðan var farið með hana til bygginga- reftirlits flugstöðvarinnar, sem trúlega er að teikna hana einhvers staðar inn í innrétt- inguna. Bandarískir ferða- menn, sem komið hafa til landsins eftir að trén voru sett upp með eðlunum, hafa orðið ögn hissa og sumir stað- ið í þeirri trú að þeir væru ekki ennþá komnir út úr Bandaríkjunum. Bandarísk lauf í Lands- bankanum Starfsmenn Landsbankans í Leifsstöð voru svo óheppnir að annað bandariska eðlu- tréð var sett alveg við hlið bankans sem er nánast stúka og var ekki með sérstöku þáki. Tréð var ekki fyrr kom- ið á staðinn en það byijaði að fella laufin eins og það hefði alltaf verið tilgangur- inn, og auðvitað féllu þau ekkisístyfirstarfsmenn . Landsbankans sem voru, að eigin sögn, farnir að telja laufm með seðlunum. Það þótti hins vegar ekki sem heppilegast og þess vegna var brugðið á það ráð að setja plast yfir stúku bankans sem er nú að verða sannkallaður laufskáli. „Sýktu" ámar auglýstar Einhveijar pestir hafa ve- rið að stinga sér niður í laxveiðiám hér á landi og í sumum tilfellum að minnsta kosti er kennt um sleppingu á sjúkum seiðum úr seiðaeld- isstöðvum. Þar á móti er kennt um sjúkum laxi úr án- um sem hafi verið tekinn til kreistingar fyrir seiðaeldis- stöðvamar. Lasleikinn er ekki talinn stóralvarlegur og er þó sem minnst um hann talað rétt eins og harrn sé í rauninni háalvarlegur. En nú hefur heldur en ekki orðið breyting á því fisksjúkdóma- nefnd hefur hreinlega aug- lýst viðsjárverðar ár og bannað að þaðan séu teknir laxar til undaneldis nema með sérstöku leyfi nefndar- innar. Efstar á listanum eru El- liðaárnar í miðri höfuðborg- inni. Síðan eru taldar Kiðafellsá í Kjós, Laxá í Leir- ársveit, Haukadalsá, Staðar- hólsá og Hvolsá, allar í Dalasýslu, Svalbarðsá í Norð- ur-Þingeyjarsýslu og Sogið. Umsjón: Herbert Guömundsson 20 ára afmæli Tónlistarskóla Bovgarfjarðar Siguijón Gunnarsson, DV, Borgamesi: Haustið 1967 tók Tónlistarskóli Borgaríjarðar til starfa. Fyrsta árið unnu 4 kennarar við skólann auk skólastjóra og voru nemendur 39. í vetur, 20 árum seinna, eru nemend- umir 203 og kennarar 12 í 6 og hálfu stöðugildi. Öll sveitarfélög í Mýra- og Borgar- íjarðarsýslum standa að rekstri skólans og einnig er ríkið aðili og saman standa þessir aðilar straum af launum kennara. Nemendur greiða skólagjöld vegna annars kostnaðar og í vetur borga þeir 9.000 kr. fyrir fullt nám. í dag er kennt á 5 stöðum, þ.e. í Andakílsskóla, Heiðarskóla, Klepp- jámsreykjaskóla, Varmalandsskóla og í Grunnskólanum í Borgarnesi. Langflestir eru í píanónámi, eða rúmur helmingur, en einnig er kennt á orgel, harmoníku, fiðlu, gítar, blokkflautu og önnur blásturshljóð- færi og í haust bættist við söng- kennsla. Tóníistarskólinn og Grunnskóhnn í Borgarnesi standa saman að lúðra- sveit og hefur svo veriö allt frá 1981. Kennarar skólans hafa einnig með höndum starf organista og/eða kór- stjórn og því ef til vih rétt að segja að Tónlistarskóli Borgaríjarðar sé uppspretta ahs tónlistarlífs í héraö- inu. Tónleikar 10. nóvember verða afmæhstón- leikar í Borgarneskirkju og hefjast kl. 21.00 Þar munu nokkrir fyrrum nemendur skólans, þ.e. þeir sem haldið hafa áfram á tónlistarbraut- inni, koma fram. Einnig munu nokkrir kennarar skólans flytja tón- Ust. Kirkjukór Hvanneyrarkirkju mun syngja en fyrrum stjórnandi hans, Olafur heitinn Guðmundsson, var einn aöalhvatamaðurinn að stofnun Tónlistarskóla Borgaríjarð- ar. Ólafur var formaður skólanefnd- ar í mörg ár og síðan skólastjóri. Það þótti við hæfi að hafa afmælistón- leika þessa á afmælisdegi hans. Skólastjóri Tónlistarskóla Borgar- fjarðar er Bjöm Leifsson. Nýr bæjarstjóri í Borgamesi Fagmenn biðja um (D deitermann flísalímið, því það er ÚRUGGT og þjált í notkun. Fúgusement í litum. #ALFABORG? BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SIMI 686755 Siguijón Gunnaisson, DV, Borgamesi: Nú nýlega var gengið frá ráðningu nýs bæjarstjóra í Borgarnesi. Gísh Karlsson, sem verið hefur bæjar- stjóri frá því Borgames hlaut bæjarréttindi og sveitarstjóri þar áður, mun láta af störfum um ára- mótin næstu. GísU hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fram- Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Ég átti smásamtal við sýslumann Árnessýslu, Andrés Valdimarsson, nýlega. Hann er vel látið yfirvald pg elskaður og virtur af öUum. Ég spurði sýslumann eftir því hvað ynnu margir á sýslumannsskrifstof- unum og em það 16 manns. Þar á meðal eru fimm lögfræðingar og þar af er einn hæstaréttarlögmaður, Sveinn Sveinsson að nafni. Verið er að byggja lögreglustöð á tveim hæðum. Hæðin verður 125 fer- leiðsluráðs landbúnaöarins. Þegar auglýst var eftir bæjarstjóra sóttu 10 um starf þetta og helmingur umsækjenda óskaði nafnleyndar. í starfið var ráðinn Óli Jón Gunnars- son tæknifræðingur. ÓU Jón Gunnarsson er forstöðu- maður tæknideildar Loftorku hf. í Borgamesi en var þar áður yfirmað- ur tæknideildar Borgarness. metrar en kjallarinn er 288 fermetrar og þar á að vera fangageymsla. Fangageymsla hefur aldrei verið á Selfossi. Arkitektinn er Vilhjálmur Vil- hjálmsson úr Reykjavík og yfirsmið- ur er hinn dugmikli húsameistari, Sigfús Kristinsson. Lögreglustöðin verður að Hörðuvöllum 1, við sýslu- mannshúsið, og verður í framtíðinni innangengt á milh áöurgreindra húsa. Lögreglustöðin á að verða th- búin árið 1989. Selfoss: Lögreglustoð í byggingu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.