Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 8
8 Utlönd MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Asgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslumanni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúlamál, og Sigurður skurður, saklaus, hefuf veíið talinn morðingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLTVERS STEINS SF 2 « cr Q. Rólegt á kjör- dag í S-Kóreu Suður-Kóreubúar gengu að kjör- borðinu og kusu sér forseta í morgun. Þrátt fyrir miklar geðsveifl- ur og átök í kosningabaráttunni undanfamar vikur og mánuði reynd- ust allar spár um óeirðir og uppþot á kjördaginn sjálfan haldlitlar því rólegt var víðast hvar í landinu. Hér og þar kom til lítilvægra átaka en hvergi neitt í líkingu við það sem búist hafði verið við. Kjörstaðir í Suður-Kóreu vora opn- aðir klukkan sjö í morgun að staðar- tíma eða um tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma. Kjörstöðum var svo lokað klukkan sex að staðartíma, sem var klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Stjóraarandstaða S-Kóreu hafði vonast til þess að kosningar þessar myndiybinda enda á tuttugu og sex ára sfjórn undir sterkum áhrifum hers landsins. Búist var við mikilli kjörsókn og að baráttan yrði hörð milli frambjóðanda stjómarflokks landsins, Roh Tme-Wuu, og helstu keppinauta hans úr röðum stjórnar- andstæðinga, þeirra Kim Dae-Jung og Kim Young-Sam. Þegar kjörstaðir höfðu verið opnir í sex klukkustundir sögðu embættis- menn að liðlega þrjátíu og átta prósent af þeim sem höfðu kosninga- rétt hefðu neytt hans. Alls era nær tuttugu og sex miljónir S-Kóreu- manna á kjörskrá. Biðraðir mynduðust við kjörstaði i Suður-Kóreu um leið og þeir voru opnaðir í morgun. Símamynd Reuter Vopnaðar sveitir lögreglumanna voru í viðbragðsstööu við alla kjör- staði í landinu, nær fjórtán þúsund talsins. Fregnir bárust af því að nokkrir stúdentar hefðu veriö hand- teknir eftir að þeir festu upp vegg- spjöld með áróðri gegn Roh, frambjóðanda stjórnarflokks lands- ins. Þá skýrðu stuðningsnmenn eins frambjóðanda stjórnarandstöðunn- ar, Kim Dae-Jung, frá því að til átaka heföi komið við embættismenn stjórnarinnar eftir að kassar með folsuðum kjörseðlum fundust á kjör- stað einum í Seoul, höfuðborg landsins. Búist er við fyrstu tölum frá taln- ingu í Suður-Kóreu síðar í dag. Þetta eru fyrstu forsetakosningarnar í landinu í sextán ár. Símamynd Reuter DANSKIR GÆÐALEÐURSTÓLAR EKTA ANILÍN- LEÐUR 3 GERÐIR 4 LITIR VERÐ FRA KR. 49.500- MEÐ SKEMLI f HÚSGAGNAVERSLUN Uíjkálar VATNSNESVEGI 14, KEFLAVÍK, SÍMI 92-11755. Mengunarslys á Dóná Snorri Valsscai, 0V. Vm: Alvarlegt mengunarslys varð um helgina á Dóná þegar leki kom að júgóslavnesku olíuilutningaskipi. Slysið varð meö þeim hætti að skipið sigldi á steinvegg 'og sam- skeyti sprangu. Láku tuttugu og syö tonn af olíu í ána áður tókst að stöðva lekann. Reynt var að stöðva olíuna meö flotgirðingum en vegna kuldans liljóp olian í kekki og slapp undir girðingamar. Sérfræðingar kamia nú hve al- varlegar afleiðingar slysið hefur haft. Mestar áhyggjur hafa þeir af aö olían konúst í grunnvatn og mengi þar með vatnsból og neyslu- vatn. Veröur fylgst með vatns- bólum á svæðum á næstunni en aðrar ráðstafanir er ekki hægt að gera. Einnig hafa sérfræðingar áhyggjur af að frosnar ohuleifai- eigi eftir að valda langvarandi skaða á lifríkinu í ánni. Arás á flutningaskip Skotið var í gær frá íranskri frei- gátu að grísku flutningaskipi á suðurhluta Persaflóa með þeim af- leiðingum að mikil sprenging varð og kom eldur upp í skipinu. Tals- menn skipafélaga eru þess nú full- vissir aö Iranir noti nú nýja tegund vopna. Ein tilgátan er sú að það sem skot- ið er sé fyllt með fosfór og skýri það hvers vegna þrjár síðustu árásir ír- ana á olíuflutningaskip hafi orsakað mikla eldsvoða. Hingað til hefur að- eins komið upp lítill eldur sem áhafnirnar sjálfar hafa getað slökkt. Að sögn skipafélaga var skotið á gríska skipið eftir að það hafði virt að vettugi þrjár viðvaranir. Freigát- an hafði fylgt flutningaskipinu eftir í sjö klukkustundir. Áður höfðu bylt- ingarverðir, vopnaðir vélbyssum, ráðist að skipinu frá hraðbátum. Engin slys urðu á mönnum við á- Iranskir byltingarverðir á hraðbáti undirbúa árás. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.