Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. 35 Ingólfúr Sigurgeirsson Ingólfur Sigurgeirsson, b. og bók- bindari í Vallholti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, er áttræður í dag. Ingólfur fæddist í Stafni í Reykjadal og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Hann fór til náms í Héraðsskólann að Laugum í Þing- eyjarsýslu þegar skólinn tók til starfa 1925 og var þar í tvö ár. Á Laugum kynntist hann konu sinni, Bjargeyju, f. 1909, dóttur Arngríms, b. á Ljósavatni og víðar í Ljósavatnshreppi, Einarssonar og Guðnýjar Ámadóttur. Ingólfur og Bjargey byijuðu sinn búskap í sambýli við foreldra Ingólfs en 1934 reisti hann nýhýlið Vallholt í Stafpshverfi í Reyjadal og þar hafa þau húið síðan. Ingólfur nam bók- bandsiðn hjá Þórarni Stefánssyni; bókbindara og hreppstjóra á Húsa- vík, en Ingólfur fékk sveinshréf í iðninni 1947 og er nú með meistara- réttindi í bókbandi. Ingólfur stundaði lengi bókband með bú- skapnum en hefur nú stundað bókbandið eingöngu frá 1970. Hann hefur á sl. sextíu árum bundið inn meira en tuttugu þúsund bækur. Ingólfur hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Reykdælahrepp en hann hefur m.a. verið formaður skólanefndar og setið í hrepps- nefnd og skattanefnd. Hann var orgelleikari í Einarsstaðakirkju 1960-68 og hefur átt sæti í stjórn Skógræktarfélags Suður-Þingeyj- arsýslu. Ingólfur og Bjargey eiga þrjá syni: Garðar, bifvélavirki í Kópa- vogi, sem nú starfar sem birgða- vörður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 1931, er giftur Guðr- únu Samúelsdóttur og eiga þau fjögur börn; Pétur, b. í Fellshlíð, f. 1935, er giftur Þóreyju Aðalsteins- dóttur og eiga þau fimm syni; Ingólfur, h. á Grundargili, f. 1945, er giftur Evu Jónsdóttur og eiga þau fjóra syni. Langafabörn Ingólfs í Vallholti em nú orðin sjö. Ingólfur átti sjö bræður en á nú einn bróður á lífi. Sá er Helgi, b. í Stafni, f. 1904, en hann hefur stund- að söðlasmíði með búskapnum. Aðrir bræður Ingólfs voru Jón, f. 1894, en hann dó um tvítugt; Pétur, b. í Stafni, f. 1896; Sigurður, b. í Lundarbrekku í Bárðardal, f. 1899; Tómas, b. á Reykhólum í Reyk- hólasveit, f. 1902; Hólmgeir, b. á Völlum, f. 1909; og Ketill, f. 1912, en hann dó um fertugt. Foreldrar Ingólfs: Sigurgeir Tóm- asson, b. í Stafni, f. 1860, d. 1939, og kona hans, Kristín Ingibjörg Pétursdóttir, f. 1872, d. 1962. Föður- foreldrar Ingólfs voru Tómas, b. í Stafni, Sigurðsson, b. í Stafni, og kona Tómasar, Ingibjörg Jónsdótt- ir, b. á Lundarbrekku, Sigurðsson- ar. Bróðir Ingibjargar var Davíð, langafi Steingríms Sigfússonar al- þingismanns. Móðurforeldrar Ingólfs voru Pétur Pétursson og Hólmfríður Guðmundsdóttir. Ingólfur verður ekki heima á af- mælisdaginn. Halldór Snorrason Halldór Snorrason, Eikjuvogi 19, Reykjavík, er sjötugur í dag. Halld- ór fæddist í Þórsnesi í Hjaltastaða- þinghá í Norður-Múlasýslu en ólst upp á Borgarfirði eystra hjá móður sinni sem þangað flutti 1920 eftir lát manns síns. Halldór stundaði sjó, auk ýmissa annarra starfa, fyrstu árin eftir fermingu. Hann var á Eiðaskóla 1937-39 og á Lauga- skóla í Þingeyjarsýslu veturinn 1940-41. Halldór reri í fjögur sumur á trillubáti frá Borgarfirði ásamt Kristmanni Jónssyni sem hefur stundað útgerð og fiskverkun á Eskifirði, en þeir áttu og gerðu út bátinn saman. Haustið 1943 lá leið- in til Reykjavíkur og eftir það var Halldór mest á mótorbátum og tog- urum. Hann tók fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1947 og var ýmist stýrimaður eða skipstjóri fram til vorsins 1950 en þá hóf hann útgerð á eigin bát- um og stundaði hana til 1961. Halldór hætti til sjós 1961 en stund- aði áfram fiskverkun sem hann hóf 1958 og stundaði í tuttugu ár. Síðan 1978 hefur hann stundað bygging- arvinnu hjá sjálfum sér en fisk- verkunarhúsunum hefur hann breytt til annarra nota. Kona Halldórs er Anna Olsen, f. á Klöpp á Reyðarfirði 7.10. 1926, dóttir Stefáns Olsen og Guðlaugar Björnsdóttur, en Anna flutti með foreldram sínum til Eskiíjarðar 1930. Halldór eignaðist eina dóttur fyr- ir hjónaband, Guðrúnu, en hennar maður er Valdimar Valdimarsson og eiga þau tvær dætur, Margréti og Ragnheiði. Böm Halldórs og Önnu era þijú: Sigrún er sambýlis- kona Gylfa Bjarnasonar en þau eiga einn son, Halldór Daða; Snorri er sambýlismaður Bimu Ingvars- dóttur en þau eiga einn son sem heitir Halldór; Stefán er sambýhs- maður Signhild Borgþórsdóttur en þau eiga einn son sem heitir Borg- þór. Halldór Snorrason Hahdór átti eina systur, Krist- björgu Þorgerði, en hún lést skömmu eftir fermingu. Foreldrar Halldórs voru Snorri Þórólfsson bóndi og kona hans, Sig- rún Halldórsdóttir, en þau voru hæði ættuð af Úthéraði. Hahdór og Anna verða að heiman á afmælisdaginn. Jón Einar Jakobsson Jón Einar Jakobsson lögmaður, Hegranesi 35, Garðabæ, er fimm- tugur í dag. Jón Einar fæddist í Wynyard í Saskatchewan í Kanada. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1956, var við nám og störf í Þýskalandi, Noregi, íran og víðar frá 1959-62 og lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ1965. Jón Einar varð fuhtrúi bæjarfógetans í Keflavík 1965 og aðalfulltrúi þar frá árs- byrjun 1966-67. Stofnaði hann þá eigin lögfræðiskrifstofu sem hann rak fyrst í Keflavík en í Reykjavík frá 1971 þar sem hann rak hana um árabil. Hann hefur starfrækt um- boðs- og heildverslun í Reykjavík og hefur rekið ásamt konu sinni Húsgagnaverslunina Bústofn um fimmtán ára skeiö. Hann hefur jafnframt stundað margvísleg við- skipti og verslun hér heima og erlendis. Kona Jóns Einars er Helga Gudrun Jakobsson, f. 15. apríl 1941, dóttir Helge Larsson, vallarvarðar íþróttaleikvangs í Gautaborg, og konu hans, Elsu Larsson. Börn þeirra eru Þór, f. 15. ágúst 1964, blaðamaður á Tímanum, Bryndís, f.13. júh 1967, nemi, og Birgitta, f. 5. apríl 1969, nemi. Systkini Jóns Einars: Guðrún Sigríður, f. 5. júlí 1929, hjúkrunar- fræðingur og írönskufræðingur, gift Hans Walter Rothenborg, lækni í Kaupmannahöfn; Svava, f. 4. október 1930, rithöfundur og fyrrv. alþingismaður, gift Jóni Hnefli Aðalsteinssyni, doktor í þjóðháttafræðum; Jökuh, f. 14. september 1933, d. 25. apríl 1978. rithöfundur og útvarpsmaður, var fyrst gift Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamanni, seinni kona Ása Bech, nú búsett.í Stokkhólmi, Þór Ed- ward, f. 5. október 1936, doktor í veðurfræði, dehdarstjóri hafís- deildar Veðurstofunnar, giftur Jóhönnu Jóhannesdóttur tækni- fræðingi. Foreldrar Jóns Einars: Jakob Jónsson, f. 20. janúar 1904, doktor í guðfræði og fyrrv. sóknarprestur í Hallgrímsprestakahi í Reykjavík, og kona hans, Þóra Einarsdóttir, f. 12. september 1901. Faðir Jakobs var Jón, prestur á Hofi í Álftafirði, Finnsson, prests á Klyppsstað, Þor- steinssonar, skálds í Mjóanesi, Mikaelssonar, skipstjóra eða skips- timburmeistara, Matthiesen eða Mathias, sænsk-norskur í fóður- ætt, en enskur í móðurætt. Móðir Jakobs var Sigríður Hansína Hans- dóttir Becks, b. og hreppstjóra á Sómastöðum í Reyðarfirði, Christ- ianssonar Beck, verslunarmanns í Jón Einar Jakobsson. Eskifirði, af dönskum ættum. Móð- ir Hans var María Ehsabet Ric- hardsdóttir Longs, verslunarstjóra á Eskifirði, af enskum ættum. Þóra er dóttir Einars, múrara í Rvik, Ólafssonar, b. í Hliði á Álfta- nesi, Ólafssonar. Móðir Einars var Þóra Einarsdóttir, b. á Skansinum á Álftanesi. Móðir Þóru var Guðr- ún Jónasdóttir, b. á Görðum í Landsveit, Jónssonar, b. í Mörk á Landi, Finnbogasonar, b. á Reyni- felh á Rangárvöllum, Þorgilssonar. Móðir Jóns í Mörk var Helga Teits- dóttir, b. í Gunnarsholti á Rangár- völlum, Jónssonar, b. í Næfurholti, Þórarinssonar. Andlát Guðmundur Sk. Guðlaugsson, fyrrverandi forstjóri, Hvassaleiti 8, Reykjavík, andaðist í Landspítal-, anum þann 14. desember Sigríður Erla Eiríksdóttir, andaðist í Landsspítalanum þann 14. des- ember. Egill Fr. Hallgrímsson, fv. verk- stjóri, Bragagötu 38, lést fóstudag- inn 11. desember. Tryggvi Jónsson forstjóri, Einimel 11, lést í Borgarspítalanum fóstu- daginn 11. desember. Guðríður Tómasdóttir, Torfufelli 1, Reykjavík, áður til heimihs í Skipholti 55, lést í Landspítalanum sunnudaginn 13. desember. Afmæli Aslaug Axelsdóttir Aslaug Axelsdóttir kennari, Kot- árgerði 4, Akureyri, er sextug í dag. Áslaug fæddist að Ási í Keldu- hverfi og ólst þar upp hjá móður sinni ásamt fjórum systkinum en faðir Áslaugar lést skömmu áður en hún fæddist. Áslaug lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar éftir tveggja vetra nám 1945 en hún fór síðan í KÍ og lauk kennaraprófi þaðan 1949. Aslaug hefur stundað kennslu síðan að undanskildum tveimur árum. Lengst af hefur hún verið kennari á Akureyri en þar hefur hún verið búsett frá 1952. Maður Áslaugar er Haraldur Jónsson frá Rauðhúsum í Eyjafirði. Áslaug og Haraldur eiga tvö böm, Sigríði Axels, f. 1954, og Trausta, f. 1955, en þau era bæði búsett á Akureyri. Foreldrar Áslaugar: Axel Jóns- son, b. og kennari, og kona hans, Sigríður Stefanía Jóhannesdóttir, ættuð úr Mývatnssveit. Föðurforeldrar Áslaugar voru Áslaug Axelsdóttir Jón, b. í Sultum, Egjlsspn, b. í Tungugerði og ísólfsstöðum á Tjör- nesi, Stefánssonar, og koria hans, Kristín Stefánsdóttir, b. á Halldórs- stöðum í Reykjadal, Björijssonar. Móðurforeldrar Áslaugar voru Jó- hannes, b. á Sveinsströnd við Mývatn, Friðriksson og kona hans, Hólmfríður Stefánsdóttir. 75 ára Engilbert Guðmundsson, Hallsstöð- um, Nauteyrarhreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Anna Kragh Christensen, Álftamýri 54, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Guðmundur Þorleifsson, Bæ I, Suð- ureyrarhreppi, er sjötugur í dag. Þuríður Jónasdóttir, Grundarstíg 26, Flateyrarhreppi, er sjötug í dag. 60 ára__________________________ Eggert Ingimundarson, Miðleiti 1, Reykjavík, er sextugur í dag. Sigrún Þorleifsdóttir, Merkurgötu 11, Hafnarfirði, er sextug í dag. ísak Guðmann, Hamrageröi 10, Ak- ureyri, er sextugur í dag. Ingólfur Eggertsson, Fjarðarstræti 19, ísafirði, er sextugur í dag. 50 ára Níelsa Magnúsdóttir, Norðurtúni 19, Bessastaðahreppi, er fimnitug í dag. Gylfi Valtýsson, Heiðarbóh 35, Kefla- vík, er fimmtugur í dag. Hjörleifur Kristjánsson, Háarifi 57, Rifi, Neshreppi, er fimmtugur í dag. Jón Einar Sigurðsson, Hpfteigi 12, ReykjavíJk er fimmtugur i dag. 40 ára____________________ Ágúst Knútsson, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Sverrir Guðmundsson, Hafraholti 24, ísafirði, er fertugur í dag. Elfa Bryndís Þorleifsdóttir, Búðar- stíg 14B, Eyrarbakkahreppi, er fertug í dag. Sigrún Guðmundsdóttir, Litla-Fehi, Höföahreppi, er fertug í dag. Geraldine Sigurðsson, Kleppsvegi 20, Reykjavík, er fertug í dag. Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsing- ar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið Munið að senda okkur myndir Iancjar þiq í bíl ? víItu seIj'a bíl? • NOTADU ÞÉR SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTU OKKAR. 2 "7022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.