Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987.
Sviðsljós
Selja-
kirkja
vígð
Um síðustu helgi var vígð ný kirkja
í Seljahverfi og ber hún heitið Selja-
kirkja.
Seljakirkja samanstendur af íjór-
um húsum sfem standa í hvirfmgu
og eru tvö þeirra tilbúin. Þau munu
hýsa barna og unglingastarf í fram-
tíðinni auk þess sem þau þjóna sem
kirkja og er mikill munur fyrir íbúa
Seljahverfis að fá þama aðstöðu en
áöur hafði kirkjustarfseminni verið
sinnt annars staðar. Séra Valgeir
Ástráðsson prestur mun þjóna söfn-
uöinum en formaður Seljasóknar er
Gísli Árnason. Sigurður Guðmunds-
son, settur biskup, vígði kirkjuna við
hátíðlega athöfn.
Fjöldi gesta var viðstaddur vígslu Seljakirkju, þar á meðal forseti Islands,
Vigdís Finnbogadottir.
Séra Sigurður Guömundsson, settur biskup, vigði kirkjuna. DV-myndir S
Fergie horfir stolt á Andrew eiginmann sinn þegar hún fékk viðurkenn-
ingu sem fullgildur þyrluflugmaður. Simamynd Reuter
Áfanganáð
Sarah Ferguson hefur nú loks
náð langþráöum áfanga. Hún tók
þyrluflugmannspróf fyrir nokkr-
um dögum og hefur nú öðlast
réttindi sem slíkur. Það var enginn
annar en hertoginn af Jórvík og
eiginmaður hennar, Andrew prins,
sem nældi vængina sem viður-
kenningu í barm konu sinnar.
Andrew prins er sjálfur þyrluflug-
maður í her hennar hátignar.
Kennari Söru Ferguson, Kevin
Mulhem, segir að hún hafi verið
alveg sérstaklega efnilegur nem-
andi og hafi ekki átt í neinum
vandræðum með prófið, sem þó er
tahö erfitt.
NILFISK GS 90 /FQniX
engin venjuleg ryksuga hatuniöa simk9D2442o
NILF1SK
DÖNSK GÆÐI
Framtíðarryksugan sem þolir allan samanburð.
Síung og spræk, löngu eftir að aðrar hafa gefist
upp. Góö kjör-Greióslukortaþjónusta
GJOFIN
SEM KEMUR
EIGINMANNINUM
ÁÓVART
SVÖRTU AUGUN
Erik Nerlöe
Hin svörtu augu unga sígáun-
ans vöktu þrá hennar eftir
frelsi — frelsi sem hún hafði
lítið kynnst áður. Og ljúfir
tónar fiðlu hans ollu því, að
hún ákvað að flýja burtu með
honum. En vissi hún hvert
hún var að flýja? Nei, hún var
of ung og reynslulítil til að
vita það. Hún skildi ekki að
blind ást hennar leiddi hana
aðeins út í ófyrirsjáanlegar
hættur.
TÍNA
Eva Steen
Hún er ung og fögur og hefur
kynnst manni sem hún elskar.
Framtíðin blasir við þeim,
en örlögin verða til þess að
skilja þau. Hún sér sig
nauðbeygða til að hverfa úr
lífí hans. Með fegurð sinni og
miklum hæfileikum sínum
á listskautum nær hún langt,
en þegar best gengur upp-
götvast að hún er- haldin
banvænum sjúkdómi. Einmitt
þá kemur maðurinn sem hún
elskar aftur inn í líf hennar.
GÓÐIHIRÐIRINN
Else-Marie Nohr
Hún hvarf og ekkert fréttist af
henni. Loks var hún talin af
og álitin dáin. Dag einn birtist
hún í sendiráði í Thailandi,
aðframkomin og þungt haldin
af hitasótt, og mundi ekki
hvað hún hét. Með góðri
læknishjálp nær hún sér fljótt,
og nokkru seinna er hún á
leið heim. Hún er full af lífs-
þrótti og hlakkar til að sjá
aftur manninn, sem hún
elskar og hún hafði gifst stuttu
áður en hún varð fyrir áfall-
inu. En fjögur ár eru langur
tími, og maður hennar hafði
fyrir löngu talið hana af.
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OIIVERS STEINS SE
'%vtv>A'€Uoxte*
/m RARRARA •, -|
v^artland
Astoghamingja
Skuggsii
ANGELA
Theresa Charles
Arigela Smith sækir um
læknisstarf í bænum Whey.-
stone. Þar ætlar hún einnig að
reyna að jafna sig eftir slys,
sem hún lenti í, í hreinu
sveitalofti og kyrrlátu um-
hverfi. Hún fær starfið, en
henni er vantreyst sem lækni
og litin hornauga sem persóna
í fyrstu. En smátt og smátt
vinnur hún traust og álit
fólks. Angela missti mann
sinn og dóttur í bílslysi og líf
hennar hefur verið tómlegt
síðan slysið varð. En er hún
kynnist Mikael Traymond, ró-
legum og yfirveguðum lækni,
vakna tilfinningar hennar á
ný.
ÁST OG HAMINGJA
Barbara Cartland
Aðeins tvær persónur bjargast
í land, þegar skipið brotnar í
klettunum við strönd Ferrara,
ævintýramaðurinn Sir Harvey
Drake og hin fagra Paolina
Mansfield. Þau voru bæði á
leið til Feneyja og faðir
Paolinu fórst með skipinu. Sir
Harvey Drake stingur upp á
því við hana, að hún ferðist
með honum sem systir hans
áfram til Feneyja. Þar segist
hann auðveldlega munu geta
fundið ríkan eiginmann
handa henni — og um leið
ætlar hann að tryggja sína
eigin framtíð. Paolina felist á
hugmyndina, og framundan
er ævintýralegt og viðburða-
ríkt ferðalag.
PRISMA