Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Raquel Welch leiðist afskaplega allt snobb í fólki. Joan Collins ætlaði um daginn að lappa upp á líkamann og æfa líkamsrækt. Raquel Welch hefur gefið út ' myndband um líkamsrækt og Joan hringdi í hana og bað hana að senda sér eitt slíkt. Raquel sagði henni að hún hefði nógar tekjur til þess að kaupa það í næstu búð. Joan varð svo reið að hún struns- aði í næstu sjoppu og keypti líkamsræktarband... með lík- amsræktaræfingum Jane Fonda. Tískusýning. Ekki er allt sem sýnist. DV-myndir FB, Mývatnssveit Rósa Sigurjónsdóttir, Elín Steingrímsdóttir og Þorbjörg Gísladóttir reyna að sprengja blöðrur með vindsængapumpum sem þær sitja á og hossa sér. Skemintun fyrir sjúkrabifreið Finnur Baldursson, DV, Mývatnssveit í seinni hluta nóvember héldu slysavamadeildin Hringur og björg- unarsveitin Stefán í Mývatnssveit skemmtisamkomu í Skjólbrekku og rann aUur ágóði af henni til fyrir- hugaðra kaupa á sjúkraflutningabif- reið fyrir björgunarsveitina. Þessa bifreið bráövantar því sú gamla er vart boðleg til sjúkraflutn- inga lengur. Margir brugðu sér á þessa samkomu og virtust hafa ágæta skemmtan af. Ýmsir sýndu á sér hina hliðina og tóku þátt í fjöl- breyttum og jafnframt heimatilbún- um skemmtiatriðum, til dæmis voru eftirhermur, blöðrusprengingar með tilþrifum, leynigestur, tískusýning með ýmsu óvæntu og fleira. Á eftir lék hljómsveit Illuga Þórar- inssonar fyrir dansi. Sjón er sögu ríkari svo hér fylgja nokkrar myndir með. Sverrir Karlsson björgunarsveitar- maöur selur flatbrauð með hangi- kjöti og reyktum silungi ur þorramatartrogi, til styrktar kaupum á sjúkraflutningabifreið. Robert Redford, sem fór frá konu sinni eftir langt hjónaband, er nú farinn að reyna við nýja sem er 7 árum eldri en hann. Hún hef- ur verið með mörgum fræg- um manninum og heitir Jacqueline Kennedy-Onass- is. Þau hittust í veislu í New York fyrir nokkrum vikum og eru sögð hafa hist ansi oft síðan. Menn velta því nú mjög fyrir sér hvort þau séu bara góðir vinir eða hvort eit- hvað meira sé á milli þeirra. Láttu draum- mn rætast Viltu kaupa eitt stykki draumaeyju fyrir fáeinar milljónir? Vestur-Þjóðverjinn Fahrad Vladi er selur slíkar eyjar ef einhver skyldi hafa áhuga. Símamynd Reufer Ef einhvem skyldi dreyma um að eignast sína eigin draumaeyju og á nokkr- ar milljónir aflögu getur hann látið drauminn verða að veruleika. Þeir sem hafa áhuga þurfa aðeins að koma sér í samband við Vestur- Þjóðveijann Fahrad Vladi sem býr í Hamborg. Fahrad hefur þann starfa að selja einkaaðilum eyðieyjar. Hann segir að það séu ekki eingöngu milljónar- ar sem ráði við verðið heldur geti þeir sem em í þokkalegum efnum keypt svona eyjar. Verðið er á bilinu 3,5 til 12 milijónir íslenskra króna, þannig að einhveijir ættu að geta ráðið við það. Madonna ætlaði sér, á meðan allt var í góðu gengi hjá henni og Se- an Penn, að fá sér þúgarð í Los Angeles þar sem þau gætu verið í friði fyrir blaða- snápum og Ijósmyndurum. Hún ætlar sér að byggja bú- garðinn þrátt fyrir að hún sé búin að sparka Sean. Næsti búgarður við hennar er í eigu manns sem er ekki með öllu óþekktur. Sá frómi maður heitir Ronald Reagan. Rokkí Rússíá Skyldi þetta vera í Londón, París, New York, Hamborg? Nei, ekki al- deilis. Þessi mynd var tekin af sovéskum pönkurum í neðanjarðar- lest í Moskvu á leið inn í miðbæinn til þess að horfa á tónleika með bresku rokkhljómsveitinni Uriah Heep. í Moskvu fara nú fram sjö daga rokktónleikar og pönkarar og rokk- arar Sovétríkjanna koma fram í dagsijósið og streyma á þá. Pönkarar eru til í Sovétríkjunum, ef einhver skyldi hafa efast, og þeir em mun óhræddari við að láta sjá sig nú þeg- ar þíðu gætir í stjómmálunum þar austra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.