Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. 23 MENNINGARSJÓÐUR Lækjartorgi og Laugavegi 8 0<ffT ÍSKÓINN Merming Ágóðum veiðislóðum Gunnar Bender þekkja einir. I viðtölunum hafa við- mælendur Guömundar frá ýmsu að segja um veiöina. Stefán Á. Magnússon er einn af þeim og hann hefur kynnst mörgum útlending- um í leiðsögumannastarfi sínu þó ungur sé að árum. Hann var að veiða með ítala í Norðurá fyrir nokkrum árum og þeir komust í hann krappan en veiddu vel. Stefán segir svo frá. „Eftir matinn, sem var raunar langt kominn er við mættum í hús, fann ég að ég var orðinn mjög þreyttur svo ég fór til herbergis og hugðist fara að sofa. Ekki var ég löngu skriðinn upp í þegar bankað var á hurðina hjá mér. Var þar kominn ítahnn og spurði hvort hahn mætti setjast inn hjá mér augnablik. „Já,“ sagði ég : og vísaði honum til sætis. Síðan fór | hann að segja mér frá aö í Skotl- andi og Noregi væri ekki síður veitt á nóttu en degi. Það væri jafnvel enn fengsælla. Nú vildi hann vita hvort ég væri ekki til í að laumast út með honum um nóttina til veiða. „Við þykjumst fara að sofa,“ sagði hann og fór að róta 1 veskinu eftir mútufé en ég stoppaði hann af og sagði honum að það kæmi ekki til greina. Seinna sögðu mér aðrir veiði- menn aö þessi maður væri útskúf- aður úr fjölmörgum veiðiám í Bretlandi og Noregi, ekki vegna ólöglegra veiðiaðferðá, húkks eða þess háttar, heldur vegna enda- lausra undanbragða. Hann var svo veiðiglaður að hann gat ómögulega fylgt settum reglum um veiðitíma. Gat ekki hætt. Þeir eru ýmsir til í veiðinni, bæði útlendingar og íslendingar, veiðin tekur allan hug veiðimanna stund- um og margir geta ekki hætt, svona er veiðin. Þessa bók leggur maður ekki frá sér fyrr en fulllesin er. Nokkrar af myndunum í bókinni hafa birst áður en flestar eru þær nýjar og margar stórgóðar. Til dæmis myndirnar úr klakveiðinni sem Ámi Sæberg tók og ber opnu- myndin á 68 og 69 af í bókinni, hún er listaverk, Æðarfossar í Laxá í Aðaldal. Það er nauðsynlegt að birta í svona bókum sem nýjastar myndir og klaktúrinn sýnir það svo glöggt. Á veiöislóðum, 159 siður. Guðmundur Guöjónsson. Frjálst framtak 1987 Fyrir fimm til sex árum voru bækur um veiði jafnsjaldséöar og 30 punda laxar hjá veiðimönnum í stangaveiðinni en tímamir breyt- ast og (veiði)mennimir með. Núna þykir sjálfsagt að út komi tvær til þrjár bækur um þetta sport fyrir hver jól og veiðimenn fagna þessu. Hinir eldri, sem áður rituðu fagrar bókmenntir um veiði, em horfnir yfir móðuna miklu og einhver verður að taka við, kannski Bjöm J. Blöndal okkar tíma sé aö koma fram í veiðibókarskrifunum? Höf- undur sem á hverju ári skrifar bók um veiði og lýsir veiðistöðum, veiðimönnum og veiðiaðferðum fyrir lesendum sínum og fær les- endur að lesa eftir sig. Enn og aftur er Guðmundur Guð- j jónsson kominn með bók handa ! lestrarþurfandi veiðimönnum á öllum aldri. Á veiðislóðum er hans fjórða bók um veiði og hans besta ritsmíð til þessa, bókin leiðir le- sandann víða um hugarheim veiðimannsins. Viðtöl, veiðisögur og klakveiðin hitta í mark, veiði- menn komast í þann heim sem þeir Bókmenntir Tveir af viðmælendum Guðmundar Guðjónssonar í sinu rétta umhverfi, Magnús Jónasson og Stefán Á. Magnússon. Það eina sem ég var ekki sáttur við er upphafið á tveimur viðtölum Guðmundar, best er að byrja við- tölin af krafti og ekkert nefna þann stað þar sem viðtalið er, hvort sem er í Brekkugerði eða á kontornum í Skúlatúni, þetta minnir á viötöl í tímaritum. Ánnað var það ekki, bókin er góð, efnislega og mynda- lega séð. -G.Bender ........ Rit þetta er saga þjóðhátíðí ellefu hundru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.