Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987.
Orðsending
til jólasveina og barna
Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí.
IVWTRYMJUM
ÞftR QAM SiM
SLBYMAST SIINT
Nýiasta frá Canon. Sá
hraoasti og nákvæmasti.
Bæði alsjálfvirk, hálf-
sjálfvirk og handvirk.
Toppurinn í dag.
Sjálfvirkur fókus,
sjálfvirk á hraða og
handvirk. Góð vél
fyrir áhugamanninn
Ekta by
sjálfvirk og hand-
virk. Frábært verð.
Alsjálfvirk 35 mm
myndavél. Algjört
frelsi frá öllum
stillingum. Ódýr
myndavél fyrir
Alsjálfvirk mvndavél
sjálfvirkur fólcus,
sjálfvirk filmufærsla,
sjálfvirk filmuþræðing.
Gæða un
góðu veri
avél á
6 GÓÐAR ÁSTÆÐUR TIL AD
LÁTA DRAUMINN RÆTAST.
Einnia mikið úrval af sjónaukum, flössum,
myndavélatöskum, þrírótum, myndrömmum,
myndaalbúmum, Ijósmælum, efni og pappír
til framköllunar, Ijósstöndum, Ijóshlifum,
og öllum hlutum til notkunar í myrkvaherbergi.
'---------- N
LIÓSMYNDABÚÐIN
Lauaavegi 118
(við Hlemm)
s. 27744
VILDARKJÖR
V/SA
Nýjar plötur DV
Geiri Sæm. - Fíllinn
Dularfúlli fíllinn
Þetta er sagan um dularfulla fílinn.
Hver er hann? Hvaðan kom hann?
Hvert ætlar hann? Geiri Sæm. veit
svariö. Eftir því sem næst verður
komist er fíllinn sá arna persónu-
gervingur í ástarsambandi. Flykkið
er þá annað hvort piltur eða stúlka.
Þetta nafn er í alla staði dæmigert
fyrir plötuna. Hér er um að ræða
mjög-persónulegt, og um leið metn-
aðarfuUt verk, sem þó líður dálítiö
fyrir óljósar líkingar. Fíllinn er besta
dæmið um það.
Á þessari fyrstu sólóplötu sinni lýs-
ir Geiri ástarsambandi frá upphafi
til enda. Hasarleikur ástríöna í byij-
un sem snýst svo upp í vonbrigði og
einsemd í lokin. Síðasta lag plötunn-
ar, Skjóhð, tjáir þær kenndir skil-
merkilega í tilfinningaþrungnum
píanóleik. Sem liðsmaður Pax Vobis
hér 1 eina tíð var Geiri ekki ýkja
áberandi. En hér er hulunni svipt af
leyndardómnum. Pax Vobis fónkið á
vissulega ennþá ítök í tónlistinni og
er sérlega áberandi.í áðurnefndu
upphafslagi. Á hinn bóginn eru flest
laganna í rólegri kantinum þar sem
fágun og yfirvegun eru í fyrirrúmi.
Nærtækasta dæmið um þetta er
Rauður bíll sem tvímælalaust er
tromp plötunnar. Melódían er gríp-
andi og textinn lítil óléttusaga,
nokkuð sem ekki hefur þótt merki-
legur efniviður í dægurlagatexta
fram að þessu. Titillagið Fíllinn vinn-
ur ennfremur vel á við hlustun, utan
að gátan um skírskotunina í dýrarík-
ið er enn óleyst. í meðallagi eru svo
lög eins og Kastalinn, þar sem stóru
ástinni er líkt við óvinnandi vígi, og
Friðland þar sem boðað er bræðalag
allra manna. Útópíska klisjan; engin
vopn, ekkert stríð og þar fram eftir
götunum.
Þessi plata er lýsandi dæmi um
muninn á vandvirkni og hroðvirkni.
Geiri Sæm. gaf sér góðan tíma í upp-
tökur sem skilar sér prýðilega.
Útsetningar eru þrauthugsaðar og
hljóðfæraleikurinn sömuleiðis til
fyrirmynuar. Geiri hefur meðal ann-
ars sér til fulltingis Skúla Sverrisson,
fyrrum félaga sinn í Pax, sem plokk-
ar bassann af stakri snilld. Eins
kemur hér fram eftir nokkurt hlé
gítaristinn Kristján Edelstein, hvers
þáttur á plötunni er stór. Geiri spilar
á hljómborð í öllum lögunum og
syngur. Hvorutveggja ferst honum
ágætlega úr hendi utan að söngurinn
jaðrar stundum við að vera tilgerðar-
legur. Það er í sjálfu sér mótsögn þar
sejn einlægni er aðalsmerki plötunn-
ar.
Þrátt fyrir hnökra er Fíllinn hiö
besta mál. Víst er að Geiri Sæm. hef-
ur með þessari frumraun sinni skotið
mörgum meðaljóninum í jólavertíð-
inni ref fyrir rass. Hans vegna er
vonandi að þaö skili sér í plötusölu.
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Magnús Þór Sigmundsson - Ég ætla að syngja
Viðheldur gamalli
bamamenningu
Eftir að hafa hlustað á plötuna „Ég
ætla að syngja'* og beðið börn á ýms-
um aldri að hlusta líka þá velti ég
því fyrir mér hvað nútímabarnið
þekkir lítið af gömlum hefðbundnum
barnalögum.
Að sjálfsögðu eiga börn að heyra
nútímalög en gömlu lögin sem flytj-
ast milh kynslóða mega samt ekki
gleymast í síbylju nútímans.
Platan „Ég ætla að syngja" bætir
úr þessu og gæti stuðlað að því að
viðhalda gamalli bárnamenningu ef
hún drukknar ekki í plötuflóðinu nú
fyrir jólin. Þar á hún reyndar ekki
við barnaplötusamkeppni að glíma
því þetta mun vera eina barnaplatan
sem kemur út fyrir þessi jól. Plötuút-
gefendur hafa eflaust ekki séð
hagnað í því að sinna þessum aldurs-
hópi landsmanna.
Sorglega þykir mér farið með tvö
fyrstu lög plötunnar „Ein ég sit og
sauma“ og „Ein stutt, ein löng“ en
þau eru sungin með tilgerðarlegri
bamsrödd og stundum hreinlega á
innsoginu. Fallegra þykir mér að
heyra böm syngja með sfnni eðlilegu
rödd en að heyra fulloröna syngja
meö bjagaðri barnsrödd.
Sem betur fer er ekki farið illa með
önnur lög plötunnar. Þar er að finna
margar perlur svo sem „Skóara-
kvæðið", „Fingraþulu", „Útummó",
„Mamma borgar“, „Bíum bíum
bambaló" og fleiri. Tekst söngvurum
sem og öðrum hljómlistarmönnum
flutningurinn vel og tónlistin mátu-
lega létt að mínu mati og sama segja
rnöcg þeirra barna sem ég bað um
að hlusta á plötuna.
Plötunni fylgir textablað sem ég tel
nauðsynlegt þegar um bamaplötu er
að ræða og á þessu textablaði er einn-
ig að finna gítargrip.
í heild stendur platan fyrir sínu og
sómir sér vel í plötusafni hverrar
barnaijölskyldu. GAH
Bergþóra Ámadóttir - í seinna lagi
í góðu lagi
Þótt Bergþóra Ámadóttir hafi
aldrei slegið almennilega í gegn hér
á heimaslóðum er hún einn hinna
fáu íslensku tónlistarmanna sem
hafa skapaö sér nafn annars staðar
á Norðurlöndum, bæði í Svíþjóð og
Noregi.
Bergþóra hefur sent frá sér á tón-
listarferli sínum nokkrar plötur, ein
eða með öðrum, og em flestar langt
fyrir ofan meðallag en salan hefur
verið frekar dræm. Þetta er ekkert
einsdæmi. Mezzoforte hefur ekki
fengið náð hjá íslenskum plötukaup-
endum og er nú svo komið aö þeir
er skipa þá frægu hljómsveit em
famir að leita á önnur mið í gerð
platna fyrir markaðinn hér heima.
Bergþóra heldur þó sínu striki og
breytir ekki út frá á nýjustu plötu
sinni, í seinna lagi, sem inniheldur
ný og eldri lög eftir hana. Og til að
koma því strax að þá er hér um gæða-
plötu að ræða þar sem tónlist og
textar renna saman í eina heild sem
ljúft er að hlusta á og mæla með.
Á plötunni em ellefu lög og hafa
fjögur þeirra komið út áður, Tvenn
spor af Þaö vorar, Draumur af
Heyrðu og Ljóð án lags og Frá liðnu
vori af Bergmáh, sem undirritaður
hefur alltaf taliö bestu plötu Berg-
þóra, þessi tvö lög sanna það. Sér-
staklega er hrífandi sem fyrr Ljóð
án lags sem svo sannarleg er ein af
perlum Bergþóm.
Öll lögin eru að sjálfsögðu eftir
Bergþóm, sumir textanna einnig.
Lögin eru eins og áður einfóld og
melódísk og kemur glöggt í ljós að
útsetningar skipta máli.
Þótt Bergþóra sé fyrst og fremst
vísnasöngkona og komi oftast fram
sem slík, með gítarinn einan, þá er
tilbreyting í líflegum útsetningum og
hljóðfæraleik í einstaka lögum og vil
ég sérstaklega nefna Sandkom sem
dæmi, þar sem sópransaxleikur
Kristins Svavarssonar gerir ekkert
annað en að bæta tónsmíðina.
Ekki er hægt að segja að textar
Bergþóra séu fullir bjartsýni. Hún
syrgir vini og stappar stáhnu í sjálfa
sig og aðra. Ljóðin öðlast samt fyrst
líf í flutningi Bergþóm. Þar kemur
treginn fram og beiskja veröur annaö
og meira en orð.
í seinna lagi er tekin upp í Stemmu
og eru sum laganna tekin upp á kon-
sert er þar var haldinn og sýndur var
í sjónvarpi. Sérstaklega er athygh-
svert hversu vel hefur tekist til.við
þær upptökur, enginn heyranlegur
munur er á konsertupptökum og
stúdióupptökum. HK