Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. 17 Lesendur Bílbelti eða ekki? - B.P. vill að þess sé getið í (réttum af umferðarslysum hvort bílbelti hafi verið notuð. Notkun bílbeflta: Alltaf, aldrei, stundum? B.P. hringdi: Ég hef mikiö rætt um notkun bíl- belta enda sjálfur einn þeirra sem ek bíl og á þess því kost að nota bílbelti til jafns viö aðra enda skylda að hafa þau í öllum bílum. Mig langar að gera að tillögu minni að birt verði í DV nánari skýring varðandi hið hörmulega slys þar sem maður valt í bifreiö sinni nýlega við Ólafsfjarðarmúla hvort hann hefði verið í bílbelti eða ekki. I framtíðinni ætti raunar ávallt að geta þess þegar um umferðarslys er að ræða hvort hinn eða þeir slösuðu hafi verið í bílbelti. - en ekki aðeins eins og oftast er, „aö sá sem lést hafi ekki verið í bílbelti!" Sóluskatturínn: Á fisk en ekki á afruglara! Ólafur skrifar: Það fer nú að vefjast fyrir fólkf hvað ráðamenn ætlast fyrir þegar þeir útdeila sköttum og álögum niður á þjóðina. Enginn mælir gegn því að innheimta þurfi skatta og skyldur en það er aðferðin sem er umdeilanleg og í meira lagi. Svo ekki sé nú verið að taka dæmi um ótal vöruflokka, sem telja ætti undanþegna söluskatti, svo sem ýmsar matvörur og aðrar nauð- synjar en undanskilja hann hins vegar á vörum og tækjum sem hik- laust má flokka undir ónauösynleg eða a.m.k. lúxus, ætla ég aðeins að minnast á tvennt, fisk og afruglara. Ætli flestir geti ekki verið því sammála að fiskur ætti að vera undanþeginn söluskatti svo al- menn neysluvara sem hann er á hverju heimili? Á hann verður þó lagður söluskattur. - Hins vegar- veröa afruglarar undanþegnir söluskatti! Ég sé ekki betur en verið sé bein- línis og vísvitandi að egna almenn- ing gegn stjómvöldum og embættismönnum sem leggja með þessum hætti mat á innheimtu og útfærslu reglna um söluskatt. Ég get ekki að því gert en ég sé enga heila brú í svona ákvöröun- um. Það væri fróðlegt að fá ein- hvem rökstuöning fyrir þessu. Rás 2: Jóhann Þórólfsson skrifar: Er rás 2 fyrir starfsfólk eöa hlu9t- endur? Ég spyr að gefnu tilefni. Ég hringdi í rás 2 aöfaranótt mánu- dags um kl. 2 aö nóttu. í símann svarði karlmaöur. Ég sagðist vilja senda kveðju og þákklæti með harmóníkulagi til þeirra sem stjórna þessum þætti fyrir frábæra þjónustu. Ég sagði manninum aö Ó.Þ. ætti aö fá kveðju mína með laginu, en hún kom aldrei, svo hringdi ég aö Bréfritari er óónægður með sima- þjónustu Rásar tvö . nýju kl. fjögur en þá svaraði eng- inn. Þessi maður lék bara þau lög sem honum þóttu við hæfi en ekkert frá hlustendum. Sömu sögu er aö segja um konuna sem var á vakt nóttina áður. Hún tilkynnti aö hún myndi loka símanum kl. þijú um nóttina og tæki ekki á móti fleiri kveðjum. Svona fólk er ekki fært um aö taka að sér þjónustustörf. Þeir sem stjóma og hafa með þennan þátt að gera ættu að skipta um starfs- fólk. Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa í hlutafélagaskrá er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist ráðuneytinu fyrir 15. janúar nk. Viðskiptaráðuneytinu, 11. desember 1987. 7/ílRBO-UffiSfI m THE ULTIMATE POWER PRESSURE WASHER ÞVOTTATÆKIÐ Alhliða þvottatæki tengt beint við garðslönguna. „SOFT-SUDS“ sápubrúsi fylgir hverju tæki. „TURBO-WAX“ bóni ersprautað á bílinn með tækinu. ’immmse Varahlutaverslun Bildshöfða 18 - Reykjavik - Simi 91-672900 fpCITIZEN Jólagjöf tölvueigandans! CITIZEN LSP-10 hefur verið einn mest seldi prentarinn hérlendis undan farin ár og ekki. að ástæðulausu. Nú bætir CITIZEN um betur, með LSP-100, enn meiri fjölhæfni og afköst en áður. Mesti prenthraði er 175 stafir á sekúndu, 30 stafir á sekúndu í spariletri (NLQ). Stafastærðir eru frá 5 stöfum á tommu upp í 20, hægt er að hafa stafi í tvöfaldri hæð fyrir fyrirsagnir. CITIZEN LSP-100 er einnig gerður til að endast, verksmiðjuábyrgð í tvö ár, tvöfalt lengri en hjá öðrum! CITIZEN LSP-100 hentar öllum tölvum, sérstaklega PC og AT samhæfðum. Tölvueigandinn fær hér sérstaklega fjölhæfan prentara sem hentar einstaklega vel sem einkaprentari á skrifstofuna eða heim. Átvinnumenn treysta CITIZEN prenturum. Þú getur treyst því að tölvueigandinn verður hæstánægður með LSP-100. MICROTOLVAN Síðumúla 8 - 108 Reykjavík - sími (91)-688944 Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. A.S E A Cylinda þvottavélar ★sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. f3ár /FOniX Hátúni 6A SÍMI (91)24420 iFOmx ábyrgð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.