Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. 21 Iþróttir Iþróttir Kolbrún enn Fram átti ekki í van< ræðum meö að bera sigurorð áKUí Laug- ardalshöll á laugardag. Eftir að hafa hait fimm marka forystu í hálfleik 12-7 keyrðu þær upp hraðann og unnu stórsigur 31-9. Eins og áður sagði voru yfir- burðir J’ram í leiknum gífurlegir og þá sérstaklega í síðari hálfleik en þá skoruðu þær 19 mörk gegn aðeins tveimur mörkum KR. Sóknarleikur KR var mjög slakur og munaöi þar miklu aö helsta skytta þeirra Sigurbjörg Sigþórs- dóttir lék ekki með. Trekk í trekk hreinlega afhentu þær Frömmur- um boltann, sem þökkuöu fyrir sig meö marki úr hraðaupp- hlaupi. Fram skoraði hvorki fleiri né færri en tólf marka sinna úr hraðaupphlaupum og þar af níu þeirra á síöustu tíu mínútum leiksins. Fram hðiö átti góðan leik og þá sérstaklega í síöari hálfleik eins og áður sagði. Vörnin góð svo og Kolbrún í markinu og voru snöggar í sóknina. KR átti afleitan dag og gerðu leikmenn liösins mikið af vitleys- um og gerðu sig oft seka um ótímabær skot • Mörk Fram: Hafdís Guöjóns- dóttir 8, Ama Steinsen 5/2, Guðríöur Guðjónsdóttir 5, Oddný Sigsteinsdóttir og Helga Gunn- arsdóttir 4 hvor, Jóhanna Haild- órsdóttir 3, Ósk Víðisdóttir og Súsanna Gunnarsdóttir eitt mark hvor. • Mörk KR: Karólína Jóns- dóttir 3/2, Snjólaug Benjamíns- dóttir og Birthe Bitsch tvö hvor, Bryndís Harðardóttir og Jóhanna Amórsdóttir eitt hvor. ÁS/EL Stór- Vals á Gróttu Fram og Valur hafa tryggt sér áframhaldandi keppni í bikar- keppni kvenna í handknattleik eftir góða sigra í fyrstu umferö. Valsstúlkumar unnu til að mynda stórsigur á annarrar deildar liöi Gróttu og var um ein- stefnu að ræöa allan leikinn. Leikið var á Seltjamarnesi og urðu lokatölur le.ksins, 34-15. Valsstelpumar vora mjög ákveðnar í sínum aögerðum og náðu Gróttustúlkunar aldrei að svara beittum sóknarleik þeirra eins og lokastölur gefa raunar til kynna. • Mörk Gróttu: Þuríður 4, He- lena 3, Elísabet 3, Brynhildur 2, Ágústa 2, Björk 1. • Mörk Vals: Ema 12, Harpa 6, Guörún 6, Ásta 4, Katrín .3, Magnea 2, Guðný 1. Árás á handknattleiksdómara „Þetta er hreint ótrúleg framkoma - sagði Rögnvaldur Eriingsson sem varð fyrir barðinu á v-þýskum landsliðsmanni kk „Ég var á leið inn í búningsklefa eftir leikinn og þá kom þýski leik- maöurinn til mín og tók í höndina á mér. Um leið sletti hann úr heillri klístursdós á bakið á mér og þakkaði fyrir leikinn. Þetta er hreint ótrúleg framkoma hjá landsliðsmanni og maður áttar sig varla á þessu. Ég hef aldrei lent í svona nokkru á mínum dómaraferli og þetta var einungis æfingaleikur," sagði Rögnvaldur Erhngsson handknattleiksdómari í samtali við DV í gærkvöldi en hann varð fyrir árás v-þýska landshðs- mannsins Dirk Rauin eftir vináttu- leik FH og v-þýska hðsins Wanne Eickel i gær. „Ég mun að sjálfsögðu kæra þetta til Alþjóða handknatt- leikssambandsins þ'ví það er enginn meining að láta leikmenn komast upp með svona lagað hvort sem þeir eru landsliðsmen'n eða ekki,“ sagði * j Rögnvaldur ennfremur. FH-ingar sigraðu þýska hðið 32 mörkum gegn 31 í frekar slökum leik. FH-ingar voru fjórum mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik en tókst að minnka muninn. Staðan í leikhléi var 14-13 V-Þjóðverjum í vil. í síöari hálfleik var jafnræði með liðunum en FH-ingar náðu síðan að skora sig- urmarkið á síðustu sekúndunum. Vamir liðanna voru lélegar og einnig markvarslan, eins og sést best á tölunum. Bæði lið léku hins vegar á als oddi í sókninni. Óskar Ármanns- son var bestur FH-inga og skoraði 14 mörk og Gunnar Beinteinsson 6 mörk. Hjá Wanne Eickel vora þeir Bjami Guðmundsson og Thomas Springel bestir. Þetta var eina tap Eickel í íslandsferðinni. Liðið hafði áður gert jafntefli við Val og sigrað Framara. -RR ^ V Hér sést hvernig peysa Rögnvalds var útlits eftir árás v-þýska landsliðs- mannsins, Dirk Rauin. DV-mynd S Öruggur sigur Fram á Haukastúlkum Fram sigraöi Hauka með níu marka mun, 26-17. Staðan í hálfleik var 13-5. Haukastúlkurnar töpuöu þessum leik á eigin klaufaskap í fyrri hálf- leik. Þegar staðan var 7—4, Fram í vil, kom mjög slæmur kafh hjá Hauk- um og fóru þær með hvert dauðafæ- rið af öðra og gengu Framstúlkurnar á lagið og breyttu stöðunni í 12-5. Staðan í hálfleík var 13-5. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og skiptust liðin á að skora. Lokatölur leiksins urðu eins og áður Þessir afreksmenn hlutu allir viðurkenningar fyrir glæsilegan árangur á þessu ári sem nú er að líða. Á myndinni eru Haukur Gunnarsson, íþróttir fatlaðra, Einar Vilhjálmsson, frjálsar íþróttir, Úlfar Jónsson, golf, Eðvarð Eðvarðsson, sund, Jón Kr. Gíslason, körfuknattleikur, Pétur Ormslev, knattspyrna, Bjarni Friðriksson, júdó, Árni Einarsson, karate, Þórdís Edwald, badminton, Sigurborg Gunnarsdóttir, blak, Bjarki Arnórsson, siglingar, og Guð- jón Guðmundsson, fimleikar. Á myndina vantar Kristján Sigmundsson, handknattleikur, Eyþór Pétursson, glíma, Guðmund Helgason, lyftingar, Ástu Urbancic, borðtennis, Einar Ólafsson, skíði, Úlf Þorbjörnsson, tennis, og Tryggva Sigmannsson, skotfimi. DV-mynd Brynjar Gauti „Hnefahöggið í Digranesi“ „Hnekkir fyrir íþróttina og íþróttahreyfínguna“ - segir Bjöm Björgvinsson, formaður körfuknatUeikssambandsins „Stjóm Körfuknattleikssambands Is- lands mun kæra þetta atvik til UMSK í ljósi þess sem fram kemur í skýrslum dómara og lögreglu. Ef úrskurði þess sambands verður áfrýjað þá ákvarðar dómstóh KKI einn í þessu máh, þeim dómi verður ekki hnekkt. Við lítum þetta brot mjög alvarlegum augum. - Árásir af þessu tagi eru enda hnekkir fyrir íþróttina og íþróttahreifing- una. Þetta sagði Björn Björgvinsson, form- aður körfuknattleikssambandsins í spjalli við DV, aðspurður um gang mála er varða hnefahöggið í Digranesi. Þar var Bjöm Hjörleifsson, Breiðabhk, sleg- inn í gólfið af mótheija sínum, ívari Webster úr Haukum. Vora báðið á leið til búningsherbergja eins fram kemur annars staðar á síðunni. „Máhð er þannig vaxið að við verðum að taka eins hart á því og mögulegt er,“ sagði Bjöm. „Viö höfum sem betur fer ekki átt við svona lagað áður“ Björn sagði jafnframt að þetta væri á vissan hátt prófmál í körfuboltanum. „Við höfum sem betur fer ekki átt við svona lagað áður, því er þetta á vissann hátt prófmál og kannski sérstaklega með hhðsjón af því aö dómaramir sáu ekki atvikið. Það gerðist utan leiktíma en engu að síður í lögsögu leiksins," sagði hann. -JÖG „Er ég stefhdi eitftvildu brjóstin annað - segir sænska knattspymustulkan Gunnilla Axen Sænska stúlkan Gunilla Axen, sem kosin var leikmaður ársins í fyrra í þar- lendri kvennaknattspymu, telur sig hafa fundið lykihnn að aukinni snerpu og velgengni á leikvelh. Henni þótti bijóst sín fuhumfangsmikil og lét því minnka þau rækilega með aögerð. Létt- ist skap stúlkunnar er skurðurinn var afstaðinn og hún sjálf um 1,3 kílógrömm.. í spjaUi við blaöamenn sagðist GunUla ánægð með árangur aðgerðarinnar. Tel- ur sig enda bæði sterkari og fljótari knattspymumann í kjölfarið: „Brjóstin vora einfaldlega of stór. Er ég stefndi eitt vhdu bijóstin annað. Þetta er því það besta sem ég hef gert tU þessa, - ég er aUt önnur á velhnum.“ -JÖG sagði, 26-17. Margrét Theodórsdóttir var yfir- burðamanneskja í liði Hauka og átti þátt í flestum marka þeirra. Framliö- ið var jafht í leiknum en atkvæða- mestar þeirra voru þær Guðríður, Oddný og Hafdís. • Mörk Fram: Guðríður 8/4, Oddný 6, Hafdís 5, Arna 3/2, Jóhanna 2, Margrét 2. • Mörk Hauka: Margrét 10/4, Steinunn 2, Halldóra 2, HrafnhUdur, Ragnheiður og Elva eitt mark hver. -ÁS/EL íþróttamaður ársins 1987 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1. 2. 3. 4. 5. Nafh: Sími: ff Þetta var hrein líkamsárás“ - segir Bjöm HjörieHsson sem lá í valnum í Digranesinu „Það kom ekki til neinna handa- lögmála milh mín og ívar? Webster, ég stóð óvarinn og fékk högg frá hon- um fyrirvaralaust í andUtið,“ sagði Björn Hjörleifsson, körfuknattleiks- maður úr Breiðabliki, í samtali við DV í gær. Eins og fram hefur komið í DV var Björn sleginn í gólfið í leikhléi í við- ureign Breiðabliks og Hauka. „Ég er með glóðarauga og skurð fyrir ofan augabrún þar sem í vora saumuð sex spor.“ í spjallinu kvaðst Bjöm ekki hafa hvatt ívar tU átaka á nokkurn hátt, hvorki innan vaUar né utan. Hins vegar sagðist hann hafa máttþola bæðlhótanir og olnbogaskot frá Ivari undir körfunni en ekkert gert til að svara þessum ágangi hans. „Ég fékk bæði olnbogaskot og hót- anir frá ívari en svaraði aldrei aðgerðum hans. Til marks um fram- komu ívars á veUinum þá fékk hann dæmt á sig tæknivíti - vUdi ekki hlusta á aövaranir dómara þess efnis að snúa sér alfariö að leiknum sjálf- um og hætta þessum ágangi." Aðspurður um eðU brotsins kvað Björn það mjög alvarlegt: „Það verður að taka hart á svona málurn," sagði hann, „þetta var hrein líkamsárás." -JÖG KKI á í viðræðum við Jón Sigurðsson og Brad Casey - sljóm KKÍ vill að annar hvor þeina taki að sér landsliðið Körfuknattleikssambandið á nú í viðræðum við þá Brad Casey, þjálf- ara Grindvíkinga, og Jón Sigurðsson, leikmann KR, þess efnis að annar hvor þeirra taki að sér þjálfun ís- 'lenska landsUðsins í körfuknattleik. Einar BoUason hefur stýrt Uðinu síðustu misserin en hann hefur nú látiö stjórrivöUnn af hendi. „Markmiöið er að annað hvort Casey eða Jón taki við Uðinu og þjálfi það að minnsta kosti fram yfir undankeppni ólympíuleikanna. Sú keppni fer fram í Hollandi í sumar,“ sagði Björn Björgvinsson, formaður KKÍ, í samtaU við DV. -JÖG ívar Webster. Niðurbrotinn maður „Þaö vora rnikU átök undirl körfunni í þessum leik en Björn | sló mig hins vegar í kviðinn þeg- ar boltinn var ekki í leik. Þegar I ég síðan \lldi spyija hvaö hefði I vakað fyrir honum glotti hann I aðems við mér. Á einhvem óút- [ skýranlegan hátt missti ég þá| stjóm á mér eitt andartak.“ Þetta sagði ívar Webster í I spjaiU við DV í gær - sá maöur sem sló Björn Hjörleifsson í and- Utiö í Digranesi. „Ég skU ekki hvemig þetta gat I gerst, ég er gjörsamlega niður- [ brotinn maður og verð annaö| en glaður yfír hátíðirnar," saf ívar jafnframt. „Ég hef veriöl undir miklu álagi upp á síðkast- ið en það er í sjálfu sér engin I afsökun. Mér þykir þetta alltl mjQg miöur.“ -JÖG | Heimilisfang:. Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11-105 Reykjavík. Wales-buar vilja breyta HM-reglum Knattspyrnusamband Wales hefur skorað á Alþjóða knattspymusambandiö að breyta reglum þeim sem gilda um fjögurra liða riðlana í HM- keppninni. Þar kemst aðeins eitt lið sjálfkrafa í úrslit en Uðin í öðru sæti þurfa að leika aukal- eiki. Walesbúar leita nú eftir stuðningi annarra þátttökuþjóða til að breyta reglunum þannig að liðið í öðra sæti í þessum riðlum fari beint í úrsli- Jón Otti Ólafsson. V * iili í höndum „Ég sá ekki atvikiö og gat þvi | ekki kært það beint til aga- nefndar. Ég skrifaði hms vegar | greinargerð um máUð og með- ferð þess er nú í höndum | körfuknattleikssambandsins." Þetta sagöi Jón Otti Ólafsson, I annar dómarinn í sögulegum leik Blika og Hauka sem háður var um síðastUöna helgi. Eins og fram kom í DV á dögunum [ var Bjöm Hjörleifsson, Breiða- bliki, sleginn í gólfið af ívari I Webster, mótherja sínum, er| báðir voru á leið til búnings- herbergja i leikhléi. „Lögreglan kom á staðinn og | tók skýrslu af báðum aöilum,“ sagöi Jón Otti jafnframt í spjall- inu viö blaðið. „Vafalaust verður sú skýrsla I notuð við rannsókn þessa máls ásamt minni greinargerö og | öðram gögnum er berast körfu- knattleikssainbandinu." -JÖG | namsgreinum. Námsefni: □ íslenska .......... □ bókfærsla eða enska □ reikningur .... □ tölvur ......... □ vélritun ...... □ tollur ........ □ lög og formálar □ skjalavarsla ...... □ verðbréfamarkaður Ritaras Ritaraskólinn tekur til starfa 6. og 18. janúar. Kennt er alla virka daga vikunnar, þrjár klukkustundir í senn og hægt að velja á milli tveggja mismunandi dagtíma. Markmið skólans er að út- skrifa sjálfstæða starfskrafta sem hafa tileinkað sér af sam- viskusemi það námsefhi sem skólinn leggur'til gmnd- vallar, en kröfúr skólans til sinna nemenda em ávallt miklar. Til þess að ljúka prófi frá Ritaraskólanum þarflágmarkseinkunn ina 7.0 í öllum 76 klst. ‘90 klst. 36 klst. 39 klst. 24- klst. 33 klst. 12 klst. 9 klst. 3 klst. Framhaldsbrautir í beinu framhaldi af námi í Ritara- skólanum getur þú valið um tvær framhaldsbrautir: fjármálabraut og sölubraut. Með þessum nýju brautum er námið í Ritaraskólanum orðið 2ja ára nám. Sérmenntun fyrir nútíma skrifstofúfólk. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 21655 ANANAUSTUM 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.