Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. 15 Öiyggisvarsla í Kringlunni: Uppsagnir - greinargerð Eins og lesendur DV rekur eflaust minni til átti ég í deilum viö Öryggi- smiðstöðina sf. sem sögð er annast öryggisgæslu í Kringlunni. Tildrög og ástæður eru í reynd mun dýpri og víðtækari en fram hefur komið í fjölmiðlum til þessa. Þar sem ég hef ekki haft tækifæri til aö koma athugasemdum mínum og skoðun- um á framfæri við þá sem mestra hagsmuna hafa að gæta í þessu máli leyfi ég mér að gera eftirfar- andi greinargerð tO að fyrirbyggja frekari rangtúlkun og einstefnu skýringar eftirtalinna aðila að þessu máh, þ.e. þeirra Rúrlks Kjartans Scheving, eiganda Ör- yggismiðstöðvarinnar, Amar Bárðar Scheving, framkvæmda- stjóra Öryggismiðstöðvarinnar, og síöast en ekki síst Magnúsar Páls- sonar, öryggisstjóra Kringlunnar með meiru. Tilvistarsvið Öryggismiðstöðvarinnar sf. Verslunareigendur Kringlunnar mynda með sér húsfélag eða rekstrarfélag um sameign Kringl- unnar. Þessu félagi er meðal annars ætlað að sjá um öryggismál í sameigninni. Til skipulagningar og yfirstjómunar á þessu sviði var ráðinn sérstakur starfskraftur (Magnús Pálsson) sem er sérfræð- ingur á þessu sviði að eigin sögn og ber að mestu leyti ábyrgö á þess- um þætti. Framkvæmd öryggis- gæslunnar var bpðin út, að sagt var. Það kom í hlut fyrirtækis sem ber nafnið Öryggismiðstöðin sf., en það var stofnað skv. firmaskrá þann 30. júlí sl. og er eign Rúriks Kjartans Scheving. Eftir því sem næst verður komist er hér um að ræða nýliða í þessari grein, með mjög takmarkaða reynslu, bæði á sviði öryggisgæslu og reksturs. Skv. útboðslýsingu verksins er ekki hægt að sjá í hveiju hin raun- verulega öryggisgæsla á að vera fólgin. Þar er einungis stiklað á stóru með ýmsum fyrirvörum um mál sem raunverulega koma sjálfu útboðinu ekkert við. Má þar t.d. nefna fyrirvara um launakjör starfsmanna viðkomandi fyrirtæk- is. Þar er beinlínis kveðið á um að laun skuli ekki greidd skv. öðrum taxta en lægsta taxta Dagsbrúnar, án tillits til væntanlegs kjarasamn- ings vegna þessara starfa, sem mönnum mátti þó vera ljóst aö yrði gerður fyrr eða síðar. Ýmis fleiri atriði eru í þessu útboðsplaggi sem koma óneitanlega spánskt fyrir sjónir, jafnvel svo að það læðist að manni sá grunur að ætlunin hafi verið að ráða „lepp“ til að firra ákveðna aðila ábyrgð og hugsan- KjaUarinn Freyr Guðiaugsson fyrrverandi öryggisvörður legum miska- og skaðabótakröfum sem örugglega eiga eftir að verða þónokkrar ef fram heldur sem horfir. Ólögmæt uppsögn trúnaðarmanns Ástæður brottrekstrar míns og annarra félaga minna úr starfi ör- yggisvarða í Kringlunni hafa í raun aldrei verið tilgreindar, þó að að því hafi verið látið liggja aö við sem höfum fengið reisupassann höfum gerst brotlegir í starfi á einn eða annan hátt. Hér er um að ræða fyr- irslátt sem ætlað er að slá ryki í augu verslunareigenda og annarra sem málið varðar. Sannleikurinn er sá að ástæðumar eru marg- þættar og þess eðhs að þær þola ekki dagsljósið, hvað þá umfjöllun á grundvelli raunsæis. Blekktir til ráðningar Þegar viðkomandi starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru ráðnir til starfa fengu þeir vægast sagt villandi upplýsingar um launakjör sín, að ekki sé meira sagt. Okkur var tjáð að fastakaup fyrir eitt hundrað sjötíu og þriggja klst. vinnuskyldu á mánuöi yrði um fjörutíu þúsund krónur. En eins og ahir vita er fastakaup ann- að en heildarlaun, því töldum við að heildarlaun yrðu þegar upp væri staðið um það bil sextíu þús- und krónur, þ.e. fastakaup, vaktaá- lag og orlof. Þessu fór þó víðs fjarri þegar að útborgun kom, launin vom greidd án sundurhðaðra launaseðla og námu útborguð laun sléttum íjörutíu þúsund krónum. Launaleiðréttingu hafriað með skætingi Þessu vhdum við að sjálfsögðu ekki una og gerðum athugasemdir. Okkur var svarað í skætingi, „að þetta væm þau laun sem um hefði verið samið og annað kæmi ekki til greina“. Þegar hér var komið varð okkur ljóst að við höfðum verið blekkt til ráðningarinnar og hugðumst leita réttar okkar í gegn- um verkamannafélagið Dagsbrún, sem við gengum í, þ.e. þau okkar sem ekki voru í því fyrir. í fram haldi af því héldum við starfs mannafund að ráöi Dagsbrúnar th aö kjósa okkur trúnaðarmann. Ég var kjörinn trúnaðarmaður á þess- um fundi og var afrit fundargerðar þar að lútandi afhent Öryggismið- stöðinni th tilkynningar þar um, strax daginn eftir. Hefndaraðgerðir gegn verkalýðsbaráttu Þegar ljóst var að við hugðumst finna ágreiningi þessum löglegan farveg á þennan hátt fór að bera á miklum taugatitringi hjá þeim Ör- yggismiðstöðvarmönnum og sjálf- um höfuðpaurnum, Magnúsi Pálssyni. Viðbrögð þessa taugatitr- ings komu sérstaklega fram í einkennilegri framkomu og hátt- erni gagnvart okkur sem mér þykir jaðra við fasisma. Meðal annars voru okkur settar ýmsar reglur að vinna eftir sem beinhnis brjóta hegningarlöggjöfina, að mínu áliti. Jafnframt var okkur gert að vinna störf sem ekki geta flokkast undir öryggisgæslu og voru ekki í okkar verkahring. Sá félaga minna sem hvað dyggilegast stóð að baki mér sem trúnaðarmanni á þessum tíma var umsvifalaust hrakinn úr starfi. Þáttaskil í sögu trúnaðar- manna á vinnustöðum Þegar hér var komið sögu taldi ég mér skylt sem trúnaðarmanni að upplýsa verkalýðsfélagiö um ah- ar aðstæður. Samtimis fann ég mjög fyrir því að leitað var logandi ljósi að átyhu th að unnt yrði að reka mig úr starfi. Meðal annars sem gert var í þeim efnum var að þeir forráðamenn Öryggismið- stöðvarinnar komu allt að því fjórum sinnum á nóttu í skyndi- kannanir þegar ég var á nætur- vakt, í þeim thgangi að koma mér að óvörum í von um að ég væri að svíkjast um. Jafnframt var mér tjáð ótal sinnum að ég gæti bara sagt upp ef ég væri ekki ánægður, er ég reyndi að ræöa máhn. Síðan, þegar þeir félagar fréttu að ég hefði upp- lýst verkalýðsfélagið um allar aðstæður, fundu þeir það út að það væri trúnaðarbrot og ráku mig fyr- irvaralaust. Seinna frétti ég að uppsögn mín hefði verið sam- kvæmt fyrirmælum Magnúsar Pálssonar, öryggisstjóra Kringl- unnar, sem ekki hvað síst hafði hvatt til þessara hreinsana sem gerðar voru í því skyni að þagga niður alla óánægju með launakjör og ekki síst öryggisgæsluna sjálfa og þá öryggisþætti sem tengdir eru byggingunni og eru í flestum atrið- um óviðunandi. Skýringar á brottrekstri Fleiri meinsemdir voru líka til þess fallnar, að mínu áliti, aö ég og brottreknir félagar mínir vorum ekki taldir hepphegir starfskraftar í öryggisgæslu Kringlunnar. Fljót- lega eftir að við hófum störf sem öryggisverðir í Kringlunni varð okkur ljóst að ýmsir þættir örygg- ismála húsins voru í megnasta ólestri og þurftu ítarlegra úrbóta við til að uppfylla að minnsta kosti siðferðislegar kröfur, aö ekki sé minnst á lagalegar kröfur. Viö gerðum athugasemdir við þessi mál jafnóðum og okkur urðu þau ljós, kennir þar margra grasa sem í fæstum tilfellum hefur verið sinnt. Sem dæmi um þessi mál má nefna vanhæfni öryggisvarða th að sinna brunavörnum, skyndihjálp og leiðbeinandi stjórnun í neyðar- tilfellum af völdum eldsvoða, jarðhræringa eða annarra náttúru- hamfara, svo og vegna hugsanlegra sprengjuhótana svo eitthvað sé nefnt. Ástæðan fyrir þessu er sú að öryggisvörðum var ekki og hef- ur ekki enn verið gefinn kostur á námskeiðum svo þeir geti fullnægt þeim sjálfsögðu kröfum sem eru gerðar th þeirra. Óvinsælar ábendingar í öhum þessum atriðum gerðum við tihögur um úrbætur. Ábend- ingar þessar féllu ekki í þann jarðveg sem ætla mætti, öðru nær, okkur var hreinlega sagt að okkur kæmu þessi mál ekki við, okkar starf væri fólgið í að veiða smá- þjófa og óvelkomin böm, fremur en að hugsa um velferö og öryggi viðskiptavina hússins. Raunar kom mér þessi afstaða ekki á óvart, þar sem fyrrnefndur öryggisstjóri hússins skhgreinir sig sem einka- lögreglustjóra Kringlunnar og undirmenn sína sem lögreglu- hunda sem eigi að hlýða þegar þeim er sigað, nánast th hvaöa verka sem er, án thlits th eigin skynsemi. Ótrúleg vinnubrögð í annan staö voru engar vinnu- áætlanir til fyrir öryggisverði að vinna eftir í hugsanlegum neyðar- tilfellum. En á þvi hefur nokkur bót verið unnin, ef bót skyldi kaha, eftir að þetta mál fór að fá umfjöll- un fjölmiðla. Bót þessi er fólgin í vægast sagt meistaralegum heimskupörum í samningu neyð- aráætlunar fyrir Kringluna og er einungis th þess falhn aö framkalla múgseíjun um ofsahræðslu og flótta ef hún yrði notuð. Samning þessarar neyðaráætlunar tók, að mér er sagt, nákvæmlega þijár klukkustundir. Samkvæmt heim- hdum sérfræðinga á þessu sviði hefðu þeir að minnsta kosti þurft sex til átta vikur til verksins, en th viðmiöunar má nefna aö það tók sex vikur að gera slíka neyðaráætl- un fyrir Seðlabankabygginguna. Áskorun um úrbætur Ég hef fylgst með þessum málefn- um Kringlunnar úr fjarlægð eftir að ég var rekinn og þótt öhum vinnubrögöum heldur hraka frem- ur en hitt. Einkum hefur mér þótt miður að framkvæmdastjóri Kringlunnar, sá ágæti maður að ég hélt, Ragnar Atli, skuh láta þessi vinnubrögð starfsmanns síns óá- talin. Að minnsta kosti átti ég á öðru von úr þeirri átt, eftir þau ummæh sem hann hafði um th- finningar sínar gagnvart mönnum og málleysingjum í rabbþætti Svavars Gests í útvarpinu fyrir opnum Kringlunnar. Hér hef ég tíundað þá þætti þessa máls sem mér hafa legið hvað þyngst á hjarta undanfama mán- uði og er þó ekki upptahð. Læt ég hér við sitja og skora á stjórn Kringlunnar að bæta það sem bætt verður í þessum efnum og sjá um að til verka verði fengnir menn með kunnáttu og reynslu, bæði hvað varðar skipulagningu og framkvæmd. Freyr Guðlaugsson „Astæðan fyrir þessu er sú að öryggis- vörðum var ekki og hefur ekki enn verið gefinn kostur á námskeiðum svo að þeir geti fullnægt þeim sjálfsögðu kröfum sem eru gerðar til þeirra.“ Afvopnum heimilin „Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey, enda skaltu bömum þínum kenna fræöin mín...“ Höf. G.B. Það erum við, fullorðna fólkið, sem leiðum bömin út í lífið og bar- nið býr sig undir lífið í gegnum leikinn. Við sem uppalendur verðum að hjálpa bömunum að vinna úr öh- um þeim áhrifum og þeirri reynslu sem þau veröa fyrir svo sem hræðslu. Margur telur aö börn fái útrás fyrir hræðslu sína með því að leika sér með stríðsleikfóng og í leikjum sem þeim fylgja. Ég tel hins vegar aö svo sé ekki. Þar með erum við aö viðurkenna ofbeldi og réttlæta tilvist þessara drápstóla sem leikfóngin standa fyrir að mínu mati. Við kennum ekki börn- um að vandamál séu leyst með ofbeldisvopnum og valdi, heldur í gegnum einstaklings- og hópvinnu þar sem gott uppeldi er veitt sem þroskar sjálfstæði barna, jafnframt þvi að auka skhning og thhtssemi ga'gnvart öðrum. Börn sem fá gott uppeldi sjá af- leiðingar af gjörðum sínum, þau læra að hafa stjórn á sér, sjálfstæði þeirra vex og þau finna að það eru þau sjálf sem stjórna sínu eigin hfi og læra aö samræma þarfir sínar þörfum annarra. Uppalandi er veit- ir gott uppeldi beinir hegðun bamsins inn á réttar leiðir, bendir á afleiðingar og ýtir undir að bam- ið leysi sín vandamál með vits- munalegum lausnum í stað ofbeldis. Það er á ábyrgð okkar uppalenda hvort við eram firöelskandi þjóð. Við emm það vonandi ekki aðeins í orði. Nú líöur senn að jólum og á jólum erum við íslendingar vanir að gleðja hvorir aðra meö gjöfum. Látum það ekki henda neitt okkar að gefa barni stríösleikfóng á borð við svonefnda geislabyssu sem mikið er auglýst um þessar mundir og söluaðhar eru svo ósvífnir að kalla þroskaleikfang. Sama gildir um aörar eftirlíkingar af vopnum. „Ljúf í gleði leika sér lítil böm í desember inn’í friö og ró út’í frost og snjó KjaUariim Guðrún Alda Harðardóttir f.h. friðarhóps fóstra því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin." Höf. F.G.Þ. Guðrún Alda Harðardóttir „Við kennum ekki börnum að vanda- mál séu leyst með ofbeldisvopnum og valdi,“ segir m.a. í greininni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.