Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Útlönd Berjast áfram Stjómarandstaöan í Bangladesh hét þvi í rnorgun að berjast áfram fyrir afsögn Hossain Mohammad Ershad, forseta landsins, þráttfyrir aögerðir þær sem hann hefur boö- aö til þess að mæta kröfum þeirra og slæva gagnrýni á sig og stjóm sína. Ershad sagði meðal annars í gær aö hann væri reiöubúinn til þess aö heimila erlendum eftirlitsaðil- um að fylgjast meö þingkosningum í landinu og að hann gæti veriö reiðubúinn til þess að láta reyna á vinsældir sínar með nýjum forseta- kosningum. Deaver sekur Michael Deaver, einn af nánustu vinum bandarísku forsetahjón- anna, hefur verið fundinn sekur um að hafa borið Ijúgvitni og getur átt allt aö fimmtán ára fangelsis- dóm yfir höföi sér. Kviðdómur i máli Deaver komst að þeirri niður- stöðu í gær að hann hefði boriö ijúgvitni um það hvernig hann hefði nýtt sér tengsl við Hvíta hús- ið til þess að skara eld að eigin köku í ráðgjafastarfsemi þeirri sem hann rak í bandaríska þinginu. Lögfræðingar Deavers sögðu i gærkvöld að niðurstöðu kviðdóms- ins yrði áfrýjað. Sækir á brattann Ljóst er aö Gary Hart, fyrrum öldungadeildarþingmaður, sem nú hefur að nýju hafið baráttu fyrir útnefningu sinni sem forsetaefhi demókrata í Bandaríkjunum, verður að sæKja á brattann næstu mánuöina. Hart, sem lengi var talinn líklegastur til að hljóta útnefhingu demókrata, varð frá að hverfa síöastliðið vor, vegna sambands síns við unga sýningarstúlku. Mál þetta á grcinilega enn eftir aö koma mikið viö sögu þvi spurningar um það virðast flestum efst í huga þegar þeir fá tækifæri til aö spyrja Hart og fjölskyldu hans spurninga. Hart bregst sjálfur ókvæða viö slíkum spumingum og neitar að ræöa máliö en eiginkona hans, Lee Hart, svarar þeim ótrauð. Segist hún hafa liðið mjög vegna málsins og sömu sögu sé af eiginmanni hennar að segja. Sérfræöingar telja að Hart eigi tiltölulega litla möguleika til þess aö hljóta útnefningu. Segja þeir aö honum muni reynast erfitt aö fá fjár- magn til kosningabaráttunnar svo og aö ekki verði auðvelt fyrir hann að finna starfsfólk til að reka kosningabaráttu sína. Hörð vfðbrögð Óeirðir Palestfnumanna á Gaza- svæðinu, þar sem andstaða gegn hemámi Israela hefur undanfarið sýnt sig í vaxandi andófi og mót- mælaaðgerðum, hefur vakið hörð viðbrögð meðal ísraelskra her- manna á sva?ðinu. Algengt er að þeir kasti grjóti að mótmælendum, aki um flóttamannabúðir Palest- ínumanna með fanga bundna framan á jeppa sína og varpi tára- gassprengjum úr þyrlum niður á búðimar, jafnvel á sjúkrahús f þeim. I að minnsta kosti einu tilviki notuðu ísraelskir hermenn skóladrengi sera skildi, það er fólu sig á bak viö þá til að komast hjá árásum palest- ínskra ungmenna. Að sögn sjónarvoua er ljóst að ísraelsmenn misstu ekki aðeins stjóm á hluta herteknu wæðanna í nokkra daga, heldur hafa þeir einnig misst stjórn á sínum eigin hersveitum öðm hvora. Einn af embættismönnum Sameinuðu þjóðanna á herteknu svæðunum sagði f gær að ljóst væri að herliö ísraela á Gaza-svæðinu væri ekki und- ir mjög höröum aga. í átökum á svæöinu undanfama átta daga hafa ísraelskir hermenn orðið að minnsta kosti þrettán Palestínumönnum að bana þar og sært meira en hundrað. Um tuttugu hermenn hafa meiðst. Hafa Palestínumenn beitt grjóti, kastað flöskum og heimagerðum eld- sprengjum að hermönnunum svo og beitt hnifum í einstöku tilvikum. Segja embættismenn aö nýhöar í ísraelska hemum og fólk úr varahöi hans veröi ofl óttaslegið, ráðvillt og haldið efasemdum um hlutverk sitt þegar það standi frammi fyrir hópum reiðra palestinskra ungmenna. Að minnsta kosti tveir létust í jarðskjálftanum í morgun, sém var nógu öflugur til að allt hrundi ur hillum í verslun- um og á heimilum. . Simamynd Reuter IVeir létust í jarðskjáHta Öílugur jaröskjálfti gekk yfir Jap- an í morgun og tahð var að að minnsta kosti tveir hefðu látist og nítján slasast. Mældist jarðskjálftinn 6,6 á Richterskvarða. Það var í héraðinu Chiba fyrir austan Tokýo sem rúmlega þrítug húsmóðir varð undir stórum skraut- steini og hlaut bana af. Veggur lenti ofan á vegfaranda á sömu slóðum og beið hann bana. Fjögur hús hrundu í Chiba. Jarðskjálfti þessi er sá öflugasti sem gengiö hefur yfir Japan á þessu ári en það sem af er árinu era jarð- skjálftarnir orðnir sex sem mælst hafa meira en 6 á Richterskvarða. Níu slösuðust í skjálftanum í Tokýo í morgun. Meðal þeirra voru tveir byggingaverkamenn sem féllu niður frá byggingu þar sem þeir voru að störfum. Rafmagnslaust varð víða og járn- brautarsamgöngur lágu sums staðar niðri sökum skjálftans. Fréttir herma aö aht lauslegt hafi falhð úr hillum í híbýlum manna í skjálftahrinum sem fylgdu á eftir. Roh siguivegari kosninganna Frambjóðandi stjórnarinnar í Suð- ur-Kóreu, Roh Tae-Woo, vann for- setakosningamar, sem haldnar vora í gær, með tveggja milljóna atkvæða mun. Eftir að búið var að telja 92 prósent atkvæða breikkaði bihð milh Rohs og harðasta keppinautar hans, Kims Young-Sam, annars leiötoga stjórnarandstöðunnar. Stjómarandstæðingar fullyrtu að kosningasvik hefðu verið höfð i frammi og flokkur Kims kvaðst mundu reyna að fá úrslitin lýst ógild. Roh sagði ásakanirnar vera smáat- riði sem auðveldlega mætti leysa. Samkvæmt stjórnarskránni mun Roh taka við embætti forseta þann 25. febrúar næstkomandi en þá endar Chun Doo sjö ára kjörtímabil sitt. Samkvæmt tölum, sem birtar vora í nótt, eftir að um helmingur at- kvæða haföi verið tahnn, virtist sem stjórnarandstaðan hefði getað sigrað ef hún heföi verið sameinuð eins og lofað haíði verið í byrjun kosninga- baráttunnar. Það var fyrir sex mánuðum sem Roh hóf baráttuná, vahnn til þess af óvinsælum forseta. Og þegar til- kynnt var um framboð hans í júní var efnt til mótmælaaðgerða á götum úti. i Stjómarandstaðan lofar nú að hún Roh Tae-Woo, hinn nýkjömi forseti Suður-Kóreu, fagnar sigri i morgun. muni beijast gegn hinum nýja for- Slmamynd Reuter seta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.