Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Fréttir íslendinganýlenda í Póllandi: , Jókum mikinn mat með okkur að heiman“ - segir Rafh Stefánsson vélstjóri, einn af 15 islenskum eftiriHsmönnum við skipabreytingar í Póllandi „Ég er búinn að vera tvisvar sinn- mn í einn mánuð í Gdynia í Póll- andi síðan síðsumars sem eftirlist- maður með breytingunum á togaranum Brettingi og á eftir aö fara einu sinni eða tvisvar út enn- þá,“ sagði Rafn Stefánsson vélstjóri 1 samtali við DV en hann kom til landsins í jólafrí á mánudaginn. Rafn sagði að nú væru 3 íslenskir togarar, sem á sinni tíð voru smíð- aðir í Japan, í breytingum í Gdynia í Póllandi. Fyrir utan Bretting eru þar Vestmannaey VE og Páll Páls- son ÍS. Hann sagði að 15 íslending- ar hefðu verið við eftirlitsstörf þar ytra í haust en nú væru flestir komnir eða að koma heim en færu svo aftur utan eftir áramótin. Matur að heiman - Nú hefur verið talað um matar- skort í Póllandi, haflð þið orðið varir við hann? „Það hefur farið afar vel um okk- ur íslendingana þama. Viö sem erum í eftirhtinu með Brettingi höfum okkar eigin íbúð og sjáum um okkur sjálfir. Okkur hefur gengiö ágætlega að fá matvæli enda höfum við aðgang að svokölluðum dollarabúðum. Aukinheldur tók- um við mikinn mat með okkur aö heiman og geymum í frysti. Annars þykir mér úrvalið í þessum dollara- búðum í Póllandi lítið meira en Svona lítur Brettingur út um þessar mundir í miðjum breytingum Steindór Sverrisson, stýrimaður á Brettingi, tekur allar breytingarnar upp á myndband fyrir útgerðina. DV-mynd RS Þegar verið var að hifa brúna á Páli Pálssyni ÍS brotnaði kraninn sem notaður var, eins og sjá má. DV-mynd RS Guðmundur Sigurvinsson, vél- stjóri á Páli Pálssyni, keypti sér forláta pólska harmóníku og leikur á hana í tómstundum. DV-mynd RS Rafn Stefánsson vélstjóri. DV-mynd GVA maður sér í venjulegum verslun- um.“ - Hafið þið rætt við Pólverjana um pólitíska ástandið í landinu? „Þeir ræða ekki mikið um það og ég hef alla vega látið það vera. Maðúr hefur aftur á móti orðið var við mikinn óróa í fólki vegna fyrir- hugaðra verðhækkana í landinu um áramótin. Þá er ætlunin að hækka verðlag á matvælum og ýmsum öðrum nauðsynjavörum um helming. Fólk hafði ákveðið að hafa uppi mótmæh vegna þessa en hefur frestað því fram til vors, að þvi er mér er sagt. Ástæðan fyrir því er sú að stjórn- völd hafa hótað að taka fyrir alla kolasölu ef óeirðir fara af staö, fólk- ið hræðist kuldann og frestar mótmælunum th vorsins.“ Miklar breytingar - Ef viö snúum okkur að breyting- unum á skipunum, má ekki kaha að um ný skip verði að ræða eftir breytingamar? „Jú, eiginlega má segja það. Skip- in verða lengd, sett á þau pem- stefni, nýjar vélar verða settar í þau og komið upp aðstöðu th að heilfrysta karfa og grálúöu um borð. Það er eiginlega bara gamh skrokkurinn sem eftir stendur. Þessar breytingar kosta um 150 mihjónir íslenskra króna á hvert skip. Þetta hefur gengið vel hjá Pól- verjunum, enda eru þeir afbragðs- góöir skipasmiðir og þá alveg sérstaklega í ahri járnavinnu. Þeir eiga í vandræðum með að fá þann tæknibúnað sem þeir þurfa vegna þess að hann þarf að panta utan- lands frá og kerfið er svo þungt í vöfum. Eitt htið varastykki getur verið mánuði á leiðinni." - Hafiö þið sæmhega a itöðu til að fylgjast með í skipasmíðastöð- inni? „Hún er alveg ágæt. Þar að auki höfum viö komið okkur upp skrif- stofu. Hún þætti ef th vhl ekki mjög glæsileg hér á landi en í skipa- smíðastöðinni í Gdynia þykir hún hara góð,“ sagði Rafn. Hann sagðist verða heima ahan janúar en fara svo aftur út í febrú- ar en áætlað er að breytingunum á Brettingi veröi lokið í aprh. -S.dór Hér er verið aö koma með nýja perustefnið á Bretting. Eins og sjá má er stefnið engin smásmíði, enda 8 metra langt og með hliðarskrúfu, eins og sjá má. DV-mynd RS Steindór ásamt pólskum tæknifræðingi sem Islendingarnir kalla Sibba. DV-mynd RS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.