Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Page 56
w F= R ÉTT AS KOTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Á skrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Verða rauð jól í ár? Þriðju hver jól alrauð - síðustu 38 árin „Á síðastliðnum 38 árum hefur 12 sinnum verið alauð jörð á aðfanga- dag, 10 sinnum verið flekkótt en 16 sinnum verið alhvítt," sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur samtah í DV þegar hann var spuröur að því hvort rauð jól yrðu í ár. Samkvæmt þessum tölum eru um 42% hkur á að alhvít jörð verði um jólin. Trausti sagöi jólin 1979-1984 öll hafa verið alhvít og væru það óvenju mörg ár í röð. Árið 1985 voru aftur á móti rauð jól og lítill snjór var á að- fangadag í fyrra. Veðurfræðingar Veðurstofunnar vilja ekki spá strax um hvort snjóa ^nuni um jóhn en engar verulegar veðurbreytingar eru sjáanlegar næstu daga. Því má búast við suð- lægum áttum og hlýindum a.m.k. fram á sunnudag. -JBj Fjórtán sækja um stöðu hitaveitustjóra ~VFjórtán sækja um stöðu hitaveitu- stjóra Reykjavíkur en Jóhannes Zoega hitaveitustjóri lætur af emb- ætti um áramótin. Þeir sem sækja um eru þessir: Jón- as Elíasson, prófessor og fyrrv. aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, Gunnar Kristinsson,' yflrverkfræð- ingur Hitaveitu Reykjavíkur, Ami Gunnarsson, yfirverkfræðingur Hitaveitu Reykjavíkur, Wilhelm V. Steindórsson, fyrrverandi hitaveitu- stjóri á Akureyri, Ólafur G. Flóvenz jaröeðhsfræðingur, Gísh Júlíusson verkfræðingur, Axel Björnsson, yfir- verkfræðingur Orkustofnunar, Karl Ragnars, framkvæmdastjóri Jarö- borana hf., Sigurður Bjarki Magnús- ^on, hag- og tölvufræðingur, Garðar Sverrisson verkfræðingur, Einar Tjörvi Elíasson verkfræðingur, Jón Leví Hilmarsson verkfræðingur, Gunnar Axel Sverrisson, verkfræð- ingur og Jón Steinar Guðmundsson, skólastjórijarðhitaskólans. -JGH LITLA GLASGOW LAUGAVEGI 91 SÍMI20320. LEIKFÖNG (SlM LOKI Líklegast fáum við flekkótt kratajól! Jón Baldvín Hannibalsson fjárniálaráðheiva á þingi í nótfc Ástandið kallar á umtalsverðar efnahagsaðgerðir „Astandið er þannig að það kall- malaráðherra vaktí talsverða felling kemur ekki til greina?“ ar augljóslega fljótlega á umtals- athygh. spurði Svavar Gestsson, þingmaö- verðar efnahagsaðgerðir," sagöi „Það vekur að sjálfsögðu ýmsar ur Alþýðubandalagsins, Jón Baldvin Hannihalsson fjár- spurningar hvað ráðherrann hafi í Svavar sagði að ráðherrann hefði málaráðherra á Alþingi í nótt huga þegar hann tekur svo djúpt í nefnt tvennt, þaö aö rfltisstjórnin Staða útflutningsgreina kom til árinni,“ sagði Halldór Blöndal, gæti reynt að-hafa jákvæð áhrif á tals er rætt var í efri deild um þrjú þingmaður Sjálfstæöisflokksins, þróun kjarasamninga og reynt að frumvörp ríkisstjómarinnar um sem næstur kom i ræðustól. hafa jákvæð áhrif á fjármagns- óbeina skatta. Þessi yfirlýsing fjár- „Hvað er þá til ráða ef gengis- markaðinn í landinu. -KMU Nú eru ekki nema sjö dagar til jóla og undirbúningur í fullum gangi. En það eru ekki bara jólin sem öll börn bíða eftir heldur einnig jólasnjórinn. Krakkarnir á Austurlandi geta betur við unað heldur en jafnaldrar þeirra sunnanlands því þar setti niður snjó á dögunum. Þoturnar voru auðvitað dregn- ar fram um leið og fyrstu kornin komu úr lofti, eins og sést á þessari mynd sem tekin var á Eskifirði. DV-mynd Emil Veðrið á morgun: * Kólnar á Norðuriandi Gert er ráð fyrir austan- og norðaustanátt um allt land á morgun. Á noröanveröum Vest- fjörðum og á annesjum norðan- lands verður dáhtil snjókoma en rigning með köflum á Suöur- og Austurlandi. Á Norðurlandi og Vestfjörðum verður hiti um frost- mark en 3-6 stiga hiti í öðnrni landshlutum. Samningaþreifmgar: Við höfum drukkið nokkra kaffibolla - segir Guðmundur J. „í samræmi við þá áskorun stjóm- ar Verkamannasambandsins að verkalýðsfélögin reyni samninga hvert í sínu héraði, höfum við í Dags- brún þreifað fyrir okkur hjá Vinnu- veitendasambandinu. Við höfum drukkið nokkra kafflbolla saman en fátt markvert gerst,“ sagði Guð- mundur J. Guðmimdsson, formaður Dagsbrúnar.í samtah við DV í morg- un. Samkvæmt heimildum DV er ein- hver hreyfing komin á samningavið- ræður Dagsbrúnar og viðsemjenda félagsins og raunar mun vera komin hreyfing á samninga ýmissa annarra félaga í landinu og vinnuveitenda á hveijum stað fyrir sig. Varðandi samninga félaganna úti á landi er fyrst og fremst verið að reyna að leita leiða tfl að bæta kjör fiskvinnslufólks og er öh áherslan lögð á það. Víða mun vera vilji fyrir því hjá atvinnurekendum að ná ein- hveiju samkomulagi við verkalýðs- félögin áður en vetrarvertíð hefst. Varðandi Dagsbrún, sem ekki hef- ur margt fiskvinnslufólk innan sinna vébanda, er verið að leita leiða „yfir þann vegg sem myndaðist þegar upp úr samningum shtnaði í haust,“ eins og einn viðmælandi DV orðaði það. Þessi sami maður sagði að það væri óttinn við mikfl átök á vinnumarkaði fljótlega eftir áramótin sem ræki menn áfram í þessu máh. -S.dór Selfoss: Stúdentffá Utla-Hrauni Fangi frá Litla-Hrauni útskrifast á laugardag sem stúdent frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi og er þetta í fyrsta skipti sem fangi lýk- ur stúdentsprófi hér á landi á meðan á refsivist stendur. Samkvæmt upplýsigum, sem DV hefur aflað sér, er fanginn á þrítugs- aldri og hefur stundað nám við fjölbrautaskólann um nokkurra ára skeið og náð ágætum námsárangri. Að jafnaði stunda sjö til tíu fangar nám í fangaskólanum á Litla-Hrauni sem er á vegum fjölbrautaskólans, en htið er um þaö að fangar komi í fjölbrautaskólann til náms. Þó mun sá er nú útskrifast hafa stundað nám 1 skólanum á Selfossi um hríð. í slík- um tflfeUum er nemandinn keyrður frá fangelsinu í skólann en er ekki undir sérstöku eftirhti þar, heldur er þann á eigin ábyrgð. Samkvæmt heimfldum DV hefur þessi háttur á náminu gengið snurðulítið fyrir sig. Skólayfirvöld fjölbrautaskólans mimu ekki ætla að tflkynna um út- skrift fangans fyrirfram þar sem áformað er að hann verði þar sjálfur viðstaddur ásamt öðrum nemendum skólans. í samtah við DV vildi Þór Vigfús- son, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, ekki gefa upplýsingar um þetta mál en gat þess að fréttatfl- kynning yrði send frá skólanum þar sem greint yrði frá útskriftinni. Á milli 20 og 30 manns útskrifast frá fjölbrautaskólanum nú í vetur. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.